Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Side 1
rF-
rR-
rÉ-
rT-
rT-
r I -
rR-
rF'
rR-
rÉ-
rT-
rT-
r I
rR-
rF-i
rR-
rÉ'
rT-i
rT-i
r I -
rR-
rF'
rR-
rÉ'
rT-
rT-
r I'
rR-
rF-
rR-
rÉ'
rT'
rT'
r I -
rR-
rF-
rR'
rÉ'
rT-
rT-
r I -
rR'
rF-
rR-
rÉ'
rT'
rT'
r | '
rR-
rF'
rR"
rÉ'
rT'
rT'
r I'
rR-
18. drgangur
vestmannaeyjum, 16. mai 1991
21. tölublod
Gagnvarið
girðingaeíni
Timbur
1X6 og 1X4 úti
i L
SKIPAVIÐGERÐIR H.F.
v/Friöarhöfn Vestmannaeyjum
0 Sturla Arnarsson, með hjálminn góða í fanginu.
Skipalyfftan:
Viðgerd á Guðbjarti gekk vel
-þrátt ffyrir efasemdir Vestfirðinga
„Þrátt fyrir miklar efasemdir á
fsafírði um hæfni Skipalyftunnar í
Vestmannaeyjum til að klára viðgerð
á togaranum Guðbjarti ÍS á þeim
tíma sem þeir gáfu sér, þá stóðust
þeir prófið.“ segir í Vestfirska frétta-
blaðinu 2. maí sl. um viðgerðina á
togaranum sem skemmdist mikið
þegar færeyskur togari sigldi á hann
í höfninni á ísafirði í vetur.
Fyrst eftir óhappið var álitið að
tjónið skipti tugum milljóna og jafn-
vel að Guðbjartur væri ónýtur. En
þegar verkið var boðið út kom annað
í ljós og var Skipalyftan með lægsta
tilboðið og skyldi verkinu lokið á sex
vikum.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
laugs Axelssonar framkvæmdastjóra
Skipalyftunnar gekk viðgerð mjög
vel, tók styttri tíma en áætlað var og
kostaði þegar upp var staðið 7,9
milljónir króna.
En nú skulum við gefa Vestfirska
fréttablaðinu orðið: „Þegar þetta var
ljóst (tilboð Skipalyftunnar innsk.
FRÉTTA) var varla von á öðru en
að ýmsir hristu höfuðið og gerðu
góðlátlegt grín að Skipalyftumönn-
um sem taldir voru hafa hlaupið
verulega á sig varðandi tilboð í
viðgerðina.
Þrátt fyrir efasemdir, þá þótti ekki
stætt á öðru en að taka lægsta tilboði
og var það gert.
Svo leið og beið og áttu flestir von
á að það yrði komið vel fram í maí í
það minnsta þegar skipið kæmi aftur,
en afhending átti samkvæmt samn-
ingi við Skipalyftuna að fara fram
klukkan 19:00 föstudaginn 26. apríl.
Hinsvegar, þá gerðist það öllum á
óvörum (nema kannski Skipalyftu-
mönnum), að skipið var afhent vel
fyrir réttan tíma. Og þegar klukkuna
vantaði korter í sjö að kvöldi föstu-
dagsins 26. apríl og afhending átti að
eiga sér stað, þá leystu skipverjar á
Guðbjarti landfestar á ÍSAFIRÐI
og héldu til veiða.“
„Hjólmurinn bjargadi honum"
-segir Jakobína Sígurbjörnsdóttir, módir sturlu Arnars-
sonar, sem ekið var ó, á Hásteinsvegí á sunnudaginn.
Á sunnudaginn var ekið á 7 ára
dreng sem var að hjóla á Hásteins-
veginum. Drengurinn kastaðist upp
á bílinn og í götuna. f fyrstu var álitið
að drengurinn væri alvarlega slasað-
ur og var hann sendur til Reykjavík-
ur til rannsóknar. Meiðsli hans
reyndust þó ekki alvarleg en að sögn
sjónarvotta og lögreglu má það telj-
ast mikil mildi og er talið að hlífðar-
hjálmur sem drengurinn var með á
höfði hafi bjargað lífi hans.
Slys þetta hefur vakið upp mikla
umræðu um öryggisgildi slíkra
hjálma og hefur Ágúst Birgisson,
lögregluþjónn, haft frumkvæði að
því að á næstunni mun öllum krökk-
um sem voru í 1. bekk í vetur, og
ekki eiga slíka hjálma, verða færður
hjálmur að gjöf.
Drengurinn sem ekið var á heitir
Sturla Arnarsson. FRÉTTIR heim-
sóttu Sturlu að heimili hans á Há-
steinsveginum í gær og ræddu við
hann og móður hans, Jakobínu Sig-
urbjörnsdóttur.
Jakobína sagði að Sturla væri bú-
inn að eiga hjálminn í a.m.k. eitt ár.
Fyrst hafi hann verið duglegur að
nota hann en þar sem fáir aðrir hafi
verið með slíka hjálma hafi hann
ekki viljað vera með slíkan hjálm
einn. „Én ég hef verið stíf á að láta
hann nota hjálminn þegarhann hefur
verið á hjólinu. Stundum hef ég elt
hann langar leiðir hér í hverfinu til
að setja á hann hjálminn ef hann
hefur farið af stáð án hans. Mér
fannst svo mikið öryggi í honum,“
sagði Jakobína. Hún sagði að þau
hefðu verið nýkomin heim frá skóla-
deginum í Barnaskólanum þegar
slysið varð á sunnudaginn. Sturla
hefði ætlað út að Ieika sér og hún hafi
skellt á hann eyrnabandi til þess að
hlífa eyrunum við kulda því hann
hafi verið eyrnaveikur. Þá hafi hann
litið á hana, tekið af sér eyrnabandið
og sagt: „Veist þú ekki mamma að ég
0 Eins og sjá má á þessari mynd
brotnaði hjálmurinn við höggið.
á að nota hjálminn þegar ég fer út að
hjóla,“ og síðan hafi hann tekið af
sér eyrnabandið, sett upp hjálminn
og farið út.
Jakobína segist hafa verið nýkom-
inn inn úr dyrunum frá því að gefa í
Rauða kross söfnunina þegar slysið
varð, skömmu eftir að Sturla fór út
að leika sér. „Ég heyrði ægileg
Fyrstubekkingarfó:
Öryggishjólma
Ágúst Birgisson lögreglumaður
fór í vikunni af stað með söfnun til
kaupa á öryggishjálmum á alla
krakka í 1. bekkjum grunnskólanna.
Hann sagði við FRÉTTIR í gær-
kvöldi að tvö fyrirtæki, Eyjaís og
Eimskip hefðu þegar gefið jákvætt
svar og málið væri í athugun hjá
Skeljungi að forgöngu Birgis Sveins-
sonar. Nemendur í 1. bekk eru
rúmlega 90 og átti Ágúst von á að
einhver þeirra ættu þegar hjálma og
sennilega væru milli 60 og 70 krakkar
sem þyrftu hjálma.
Cuðbrandur Þorkelsson ■œknir:
Hjólmar hafa þegar
sannad gildi sitt
í kjölfar slyssins á sunnudaginn,
þegar sjö ára drengur varð fyrir bíl,
Fiskmarkaður
Á fundi sem Ágúst Einarsson var
með hér fyrir skömmu upplýsti hann
að samningaviðræður um nýjan fisk-
markað í Vestmannaeyjum væru í
burðarliðnum.
Samkvæmt því sem kom frqm á
fundinum eru Gámavinir og Hafnar-
eyri í viðræðum við Faxamarkað í
Reykjavík um samstarf. „Þetta er
enn á undirbúnings- og viðræðu-
stigi,“ sagði Sigurður Þórarinsson
hjá Hafnareyri. „Enn er verið að
kanna hverjir vilja vera með í þessu
og hvort húsnæði fæst. Fiskmarkaður
á eftir að koma hérna, spurningin er
bara hvenær,“ sagði Sigurður.
hafði blaðið samband við Guðbrand
Þorkelsson lækni og spurði hann
hvort hlífðarhjálmur sem drengurinn
var með hefði skipt sköpum.
„Hlífðarhjálmarnir hafa greini-
lega sannað gildi sitt, svo ekki sé
meira sagt,“ svaraði Guðbrandur.
„Ég hvet foreldra til að kaupa hjálma
handa börnum sínum því þeir geta
forðað þeim frá ýmsum skakkaföll-
um, bæði stórum og smáum. Sama
hvort þau eru á reiðhjólum, hjóla-
brettum eða hjólaskautum og við
þurfum að fá krakkana í lið með
okkur því hjálmarnir eru gagnlausir
uppi í skáp,“ sagði Guðbrandur.
óhljóð, bremsuhljóð og högg og það
fyrsta sem kom upp í huga minn var
Sturla. Ég var alveg viss um að það
hefði eitthvað komið fyrir hann. Ég
hljóp strax út og þegar ég kom út á
tröppur og sá barnið liggjandi í
götunni kom mér ekki annað til
hugar en að það væri alla vega
stórslasað," segir hún.
Jakobína segist ekki muna vel það
sem gerðist þarna, þar sem hún hafi
„sjokkerast" mikið en þegar kallað
hafi verið í hana og sagt að strákur-
inn kallaði á mömmu sína hafi hún
hlaupið til hans. Sturla hafi síðan
strax verið fluttur á sjúkrahúsið þar
sem hann var rannsakaður lítillega
en síðan var strax ákveðið að senda
hann í rannsókn til Reykjavíkur þar
sem óttast var að hann væri alvarlega
slasaður. Á Borgarspítalanum hafi
hann verið rannsakaður mjög ítar-
lega og niðurstöður þeirra rannsókna
hafi verið að Sturla væri fingurbrot-
inn, marinn og skrámaður en hefði
ekki hlotið nein alvarleg meiðsl.
„Ég held að það sé engin spurning
að hjálmurinn sem hann var með
bjargaði lífi hans. Það er talið að
hann hafi skollið á bílnum með
höfuðið og síðan kastast yfir hann og
skollið í götuna. Hjólið er lítið
skemmt þannig að höggið virðist allt
hafa Ient á honum sjálfum þannig að
það er með ólíkindum hversu vel
hann slapp,“ segir Jakobína.
Sturla vill ekkert tala um slysið og
segir mamma hans að hann virðist
ekki muna eftir því, þó finnst henni
á stundum eins og hann sé eitthvað
hræddur að tala um þetta og kannski
finnist honum hann hafa gert eitt-
hvað rangt því það eina sem hann
hefur viljað segja um slysið er að
þetta hafi bara verið draumur. Sturla
man þó eftir öllu eftir að hann kemur
á Borgarspítalann og lýsir því sem
þar vargert í smáatriðum.
Jakobína segist alltaf hafa haft
áhyggjui af Sturlu þegar hann hafi
verið að leika sér við götuna þar sem
bílarnir aki svo hratt. „Mér finnst
fólk ekki þurfa að flýta sér svona
mikið hér og aka svona hratt. Hér
eru vegalengdirnar svo stuttar að
svona hraðakstur sparar engan tíma
en skapar óskaplegar hættur því
börnin eru um allt að leika sér. Ég
beini þeim orðum til ökumanna að
það geti ekki verið þess virði að flýta
sér svo, miðað við þá hættu sem það
skapar, því slysin gera ekki boð á
undan sér.“
Jakobína segir að henni hafi alltaf
fundist hjálmur Sturlu veita honum
mikið öryggi og það öryggi hafi
sannast á sunnudaginn. „Það er
slæmt að það skuli alltaf þurfa slys til
þess að fólk vakni upp og geri
einhverjar öryggisráðstafanir en
svona er þetta nú. Ég vona bara að
sú umræða sem hefur vaknað við
þetta slys og sú umræða sem öryggis-
hjálmarnir hafa fengið verði til þess
að enn fleiri börn beri þá á höfði því
ég held að það sé alveg ótvírætt eftir
þetta slys að hjálmarnir geta skipt
sköpum ef slys hendir," segir Jako-
bína.
FJÖLSKYLDUTRYGGING ©
FASTEIGNATRYGGING TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF Umboö í Vestmannaeyjum. Strandvegi 63 S 11862