Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Side 10
Fimmtudaginn 16. mai 1991 • FRÉTTIR
iTaiianmaeuaatyti
ÍÞRÓTTASÍÐA FRÉTTA
Ballskák:
Eddi hafnad í 2. sœti
i islandsmeistaramótinu í Ballskák.
Eðvarð Matthíasson sem bar sigur
úr bítum í stigamóti íslandsmótsins í
snoker lék úrslitaleik um íslands-
meistarntitilinn gegn Brynjari Valdi-
marssyni. Þeir félaga voru tveir efstu
eftir stigamótið og þurftu þeir því að
leiða saman hesta sína og berjast um
titilinn.
Eðvarð þurfti að lúta í lægra haldi
að þessu sinni en Brynajar sigraði 10
- 2. og verður því fslandsmeistara-
titillinn Brynjars. En Eðvarð er alls
ekki af baki dottinn því í byrjun júní
mánaðar heldur hann til Indlands
þar sem hann mun taka þátt í
heimsmeistaramóti spilara yngri en
21. árs. Þar munu takast á þeir 70
bestu spilarar heims og verður þetta
því stórt skref fyrir Edda.
• Eðvarð Matthíasson.
Knqttspyrna:
Frá old boys snillingum ÍBV
Undirbúningur fyrir komandi
keppnistímabil er hafinn af fullum
krafti. Æfingasókn og áhugi er með
betra móti, breiddin í liðshópnum er
mikil og að öllum líkindum stefnir í
topp í sumar. Nú þegar höfum við
spilað nokkra æfingaleiki og unnið
þá alla.
Hin nýstofnuðu knattspyrnulið
hér í Eyjum eiga ekki minnstu mögu-
leika gegn okkur, og um daginn
spiluðum við á móti 2. flokki ÍBV og
er skemmst frá því að segja að við
unnum þá, að vísu ekki nema 2-1,
enda óviðbúnir leik og undirbúning-
ur þá í lágmarki.
Keppnistímabilið sem í hönd fer
verður mjög annríkt. Um miðjan
júní spilum við sýningarleik á Akur-
eyri og í sömu ferð verðum við með
knattþrautasýningu á Húsavík. Um
mánaðamótin júní - júlí syngjum við
inn á hljómplötu og mun Geim-
steinn, hljóðver Rúnars Júlíussonar
aðstoða hópinn. í byrjun ágúst mun
Old boys hópurinn mæta í Kringluna
og árita væntanlega hljómplötu.
íslandsmótinu lýkur í lok ágúst og
þá munum við lyfta íslandsmeistar-
abikarnum á Stakkagerðistúninu.
með tilheyrandi skemmtidagskrá og
hátíðarhöldum. Sú uppákoma verð-
ur auglýst síðar.
Að lokum minnum við á æfinga-
daga Old boys snillinganna, en þeir
eru á fimmtudögum kl. 19:30 og á
sunnudögum kl. 17:00.
Nefndin
Sunddeilcnn:
Sumarmót ÍBV
Sumarmót ÍBV í sundi verður um
helgina og hefst á föstudagskvöld.
Kl. 20:00 á föstudagskvöldið eiga
keppendur að vera mættir í upphitun
en sjálft mótið byrjar kl. 20:30. A
laugardaginn kl. 15:30 er upphitun
og mótinu verður framhaldið kl.
16:00.
Frétt frd ÍBlí:
Hópferð
Knattspyrnuráð ÍBV verður með
hópferð á leik KA og ÍBV.
Leikurinn, sem er fyrsti leikurinn
í 1. deildinni verður á Akureyri n.k.
mánudag.
Tilkynna þarf þátttöku til Lalla í s.
11754 eða 12689 fyrir föstudags-
kvöld. Verð aðeins kr. 6.500.
Unglingabikqr HSÍ:
Afhentur ö sunnudag
Eins og komið hefur fram kom
Unglingabikar HSÍ í hlut Eyjamanna
að þessu sinni.
Það voru Handknattleiksráð
kvenna ÍBV, Þór og Týr sem fengu
bikarinn fyrir unglingastarfið í vetur
og er þetta mikil viðurkenning.
Ákveðið er að afhending Ungling-
abikarsins fari • fram í lþróttamið-
stöðinni kl. 16:00 á sunnudaginn og
mun Jakob Sigurðsson fyrirliði ís-
lenska landsliðsins afhenda bikarinn.
Handboltakrakkar og aðstandendur
þeirra eru hvattir til að mæta.
• Úrleik ÍBV og ÍBK.
Knattspyma:
ÍBV í 3. sœti
en Keflavík sigradi Esso motid.
Um síðustu helgi fór fram hér í
Eyjum Esso mótið í knattspyrnu.
Þetta er í annað skiptið sem mótið er
haldið og að þessu sinni voru það
ÍBV, KA, FH og ÍBK sem áttust við
og var leikið bæði á malarvellinum
við Löngulág og á grasvellinum við
Helgarfell.
Ekki tókst Eyjamönnum að halda
í bikarinn annað árið í röð því
Keflvíkingar sigruðu að þessu sinni.
ÍBV hafnaði í 3. sæti áeftir Hafnfirð-
ingum en KA rak lestina einnig með
2. stig en þeir töpuðu gegn ÍBV og
þurftu því að láta sér linda fjórða
sætið.
Það sást á leik ÍBV að Sigurlás
Þorleifsson þjálfari ÍBV notaði þessa
leiki til að skoða sína menn og fengu
margir að spreyta sig. En úrslit úr
leikjum ÍBV í Esso mótinu urðu
annars eftirfarandi.
ÍBV - KA 4 - 1. Hlynur 1, Leifur 1,
Sigurlás 1 og Friðrik 1.
ÍBV-ÍBK0- I
ÍBV- FH2-5. Sindri 1 og Hlynur 1.
N.k. mánudag leikur ÍBV sinn
lyrsta leik i íslandsmótinu og munu
þeir heimsækja KA menn á Akur-
eyii.
i Jn" v. *,v I
r
Colf:
Forgjafa-
keppni GV
Keppnin fór fram s.l. laugardag í
ágætis veðri og voru allar aðstæður
til golfiðkunnar þær ákjósanlegustu.
Keppendur voru 26 talsins og var
leikið með forgjöf.
Keppnin var mjög jöfn og spenn-
andi og meðal annars voru fjórir
efstu keppendurnir jafnir á 68 högg-
um nettó. Það var forgjöfin sem réð
úrslitum að þessu sinni en í fyrsta
sæti varð Guðmundur Guðlaugsson
og á eftir honum kom Jóhann Péturs-
son. Þeir Sigbjörn Óskarsson og
Haraldur Júlíusson léku best án for-
gjafar en þeir þurftu að sætta sig við
þriðja og fjórða sætið þar sem þeir
hafa aðeins fimm og þrjá í forgjöf.
Leiðrétting
í 19 tbl. FRÉTTA voru birt úrslit
úr 1. ínaí mót Týs. Prentvillupúkinn
gerði okkur lífið leitt eins og stund-
um vill verða og birtust röng úrslit úr
leikjum hjá 2. flokki kvenna og 4.
flokks karla.
2. flokkur kvenna.
Týr - Þór 8 - 0.
4. flokkur karla.
Týr - Þór 5 - 2.
Leikur 3. flokks karla milli Týs og
Þórs var leikinn s.l. laugardag og
sigraði Týr í þeirri viðureign, 2 - 1.
Lokuhóf
hondbolta-
stelpna
• Þær hlutu verðlaun í 5. flokki.
F.v. Oddný Friðriksdóttir, besti leik-
maðurinn, Kristín Inga Grímsdóttir,
efnilegasti leikmaðurinn og Elena
Einisdóttir, sem sýndi mestu fram-
farirnar.
• Þær hlutu verðlaun í Byrjenda-
flokki. F.v. Indiana Auðunsdóttir,
mestu framfarir (eldri stelpna),
Telma Tómasdóttir, efnilegust
(yngri stelpna), Hjördís Jóhannes-
dóttir, mestu framfarir (yngri
stelpna) og Iris Sigurðardóttir, efni-
legust (eldir stelpna).
0 Þær hlutu sérstök verðlaun frá
þjálfurunum í 5. flokki og byrjenda-
flokki. F.v. Stefanía Guðjónsdóttir,
þjálfari, telma Róbertsdóttir, já-
kvæðasta manneskjan, Sigríður Asa
Friðríksdóttir, mesti fjörkálfurínn,
Ólöf Gunnlaugsdóttir, saklausasta
sálin, Anita Ársælsdóttir, besta
ástundunin, Valgerður Friðriksdótt-
ir, hvatningarverðlaunin og Elísabet
Benónýsdóttir, þjálfari.