Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Qupperneq 4
Fimmtudaginn 16. mai 1991 • FRÉTTIR
GKEENLAN!)
ICELAND
Tromttu'tnv
Fanu"
Shelknu
Örkneyy,
y CANADA
\ mmi
Anse-AU'X-Mt'dows
NORTH ATLANTIC OCEAN
’Washitifíton
Kvikmyndirnar
ELDEYJAN
OG
REGINSUND
Eftir þá Pál Steingrímsson og Ernst Kettler veröa
sýndar í Félagsheimilinu á hvítasunnudag kl. 4.
Eldeyjan: Gullverölaunamynd um gosið í Eyjum.
Reginsund: Mynd um hiö stórkostlega afrek Guölaugs
Friðþórssonar.
Aðgöngumiöar: Fullorönir kr. 300,-
Börn kr. 100,-
Eyjamyndir
NÝ SÍMANÚMER
Athugið! Frá og með þriðjudeginum 21. maí
taka gildi ný símanúmer hjá Skipaviðgerðum
NÝJU NÚMERIN ERU
® 13110 & ® 13120
wki-L
SKIPAYIÐGERÐIR H.F.
• Á þessu korti má sjá leiðina sem Gunnar og félagar hans sigla á Gaukstaðaskipinu í sumar. Frá Bergen til
Washington.
Okkor moður i Vikingaslóð
ir og fjöldi báta og skipa fylgdi okkur
síðan út úr höfninni, mikil og hlýleg
athöfn. Fyrrverandi ambassador ís-
lands í Þrándheimi, herra Haraldur
Krojer, var viðstaddur fyrir hönd
íslands til að kveðja okkur.
Leiðangurinn hefst formlega þann
17. maí í Bergen og verður væntan-
lega stórathöfn þar þann dag sem er
þjóðhátíðardaeur Norðmanna.
Ég undirritaður hef verið gerður
að stýrimanni á Gaukstaðaskipinu
og sigldi því meðal annars til Þránd-
heims og aftur til baka hingað til
Háholmen og mun síðan sigla því til
Bergen en við munum verða tveir
fslendingar á því yfir hafið til USA,
undirritaður og Ríkharður Péturs-
son.
Víkingaskipin Saga Siglar og
Oseberg verða í samfloti með okkur
til Bergen en verða síðan ferjuð með
skipi til Bandaríkjanna og munu
sigla með okkur síðasta spölinn til
Washington D.C.
Við mununt koma við í Eyjum á
leiðinni til Reykjavíkur og vænti ég
þess að það verði tekið vel á móti
okkur í mínum heimabæ. Það mun
verða á bilinu 5. -15. júní, en ég mun
láta vita af okkur í tæka tíð, hvaða
dag og klukkan hvað það verður.
Mikil tilhneyging er hér í Noregi
til þess að eigna sér Islendinginn Leif
Eiríksson sem fýrstur manna upp-
götvaði Ameríku og megum við
Islendingar því ekki láta deigan síga
í kynningu og viðhöfnum í sambandi
við þennan leiðangur sem er farinn
til minningar um þennan rnerka ís-
lending.
Við erum hér fimm íslendingar í
sambandi við þennan leiðangur og
eru það Gunnar Marel Eggertsson,
Ríkharður Pétursson, Eggert Sig-
urðsson, Gerður R. Gunnarsdóttir
og Herdís Gunnarsdóttir. Eigum við
að halda uppi heiðri íslendinga hér
og væntum við því stuðnings þegar
við komum til íslands.
Bið að heilsa öllum vinum og
vandamönnum í Eyjum.
Kær kveðja.
Gunnar Marel Eggertsson
October 1991
Vinland Revisited May -
• Okkar maður, Gunnar Marel Eggertsson, stýrimaður á víkingaskipinu
Gaja, Gaukstaðaskipinu.
Eins og skýrt hefur verið frá í
FRÉTTUM er Eyjamaðurinn Gunn-
ar Marel Eggertsson einn fjögurra
íslendinga sem taka þátt í siglingu
víkingaskipa frá Noregi til Ameríku
í sumar. Gunnar hefur verið í Noregi
við undirbúning ferðarinnar frá því í
mars byrjun en leiðangurinn leggur
að stað frá Bergen 17. maí nk. og
kemur til íslands fyrri partinn í júní.
Ráðgert er að skipið hafi viðkomu í
hér í Eyjum á leið sinni til Reykjavík-
' ur.
Gunnar sendi FRÉTTUM bréf
frá Noregi sem barst í vikunni og
birtum við það hér ásaint myndum
sem fylgdu því:
Háholmen 3. - 5. 1991.
Af okkur íslendingum hér í Noregi
er allt gott að frétta. Nú er undirbún-
ingur og æfingar á lokastigi en við
leggjum upp héðan frá Háholmen
þann 5. maí áleiðis til Bergen.
Við sigldum öllum skipunum, sem
eru þrjú, til Þrándheims nú í lok
apríl og fórum þaðan þann 1. maí við
mikla athöfn. Fleiri þúsund manns
var samankomið á bryggjunni ásamt
lúðrasveit og tilheyrandi og fólkið
stóð veifandi, skipslúðrar voru þeytt-
• Gaukstaðaskipið á æfingasiglingu.
Félag eldri borgara
AUKAFUNDUR
verður haldinn í kvöld 16. maí kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu
vegna fjölda áskorana.
Spilavist, bingó, söngurog sprell.
Skráning í sumarferöirnar.
Stjórnin
Barnfóstrunámskeið
Þar sem ekki komust allir aö sem vildu í síðustu tvö
inámskeið RKÍ fyrir barnfóstrur, er fyrirhugaö annaö
i námskeið eftir aö prófum lýkur.
I Nánari upplýsingar ® 12293, Fanney, og 12044, Lóa.
Verkstjorar
Fundur veröur miövikudaginn 22. maí kl. 20:30 í
Skútanum.
Kosning fulltrúa á 24. þing Verkstjórasambands
(slands.
önnur mál.
Stjórnin
Félagið Krabbavörn
Heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 23. maí nk. kl.
20:30 í Akógeshúsinu. Félagar fjölmenniö og takið meö
ykkur gesti.
Kaffiveitingar. Stjórnin