Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Qupperneq 5

Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Qupperneq 5
PRÉTTIR • Fimmtudaginn 16. mai 1991 Meistcirq og verktakasombcind byggingamanna: ðttnst nð offramboð hús- bréf a leiði til verkef naskorts Lán í gegnum húsbréfin 5,5 milljarðar, 106 milljónir til nýbygginga. Aðalfundur Meistara- og verk- takasambands byggingarmanna var haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og tókst í alla staði mjög vel. Á blaðainannafundi sem haldinn var að aðalfundi loknum kom fram að byggingamenn eru ekki alltof bjartsýnir á framtíðina, telja m.a. að offramboð á húsbréfum geti leitt til samdráttar í greininni í nánustu framtíð. Eiunig vilja þeir að vísitölu- grundvöllur byggingarkostnaðar verði endurskoðaður og færður upp til raunvirðis. Á blaðamannafundinum voru Ingvar Guðmundsson formaður MVB. Sverrir Arngrímsson fram- kvæmdastjóri og Þór Valtýsson for- maður Meistarafélags bygginga- manna Vestmannaeyjunr. í ályktun sent aðalfundurinn samþykkti segir að sú þróun sent átt hefur sér stað á undanförnum mánuðum á verð- bréfamarkaði vegna húsbréfanna sé neikvæð bæði út frá hagsmunum byggingaiðnaðarins og einnig út frá hagsmunum væntanlegra kaupenda nýrra íbúða á almennum fasteigna- markaði. Offramboð þeirra hafi leitt til hárrar ávöxtunarkröfu og afföll séu komin um og yfir 20% og óvíst að núverandi vaxtabætur skattakerf- isins nýtist húsbyggjendunt sem skyldi. Þá lýstu þeir yfir áhyggjum st'num vegna tilmæla viðskiptavak- ans um stöðvun viðskipta með hús- bréf sem mun leiða til sölutregðu eða sölustöðvunar á nýjuni íbúðum. Ingvar sagði að þeir hefðu ekkert á móti húsbréfakerfinu, en fram til þessa hefði þróun þess verið bygg- ingaiðnaði óhagstæð. Sem dæmi tók hann að á síðasta ári hefðu veitt lán í gegnum húsbréfakerfið verið 5,5 milljarðar króna. þar af hefðu aðeins 106 milljónir farið til nýbygginga sem hefur þegar haft sín áhrif. „Ef verslun með húsbréf stöðvast tíma- bundið gætu afleiðingarnar orðið samdráttur og atvinnuleysi í grein- inni," sagði Ingvar. Ekki hyggjast byggingamenn grípa til neinna sérstakra aðgerða, en skora á stjórnvöld og viðskipta vaka að beita sér fyrir þeim aðgerð- um á fjármagnsmarkaði sem leiða munu til viðunandi vaxtastigs í þjóð- félaginu. Þar með ætti að nást fram lækkun affalla húsbréfa sem gætu talist eðlileg miðað við markaðsað- stæður. Byggingamenn vilja frjálsa álagn- ingu á útselda vinnu og að í tengslum við endurskoðun útreiknings bygg- ingarkostnaðar nýs vísitöluhúss, verði fundnar leiðir í samvinnu verð- lagsráðs og vísitölunefndar annars vegar og MVB hinsvegar. til ákvörð- unar mats á raunálagningu fyrirtækj a í greininni. Með þessu vilja bygg- ingamenn fá sannar kostnaðartölur í vísitölu sem byggðar eru á öllúm kostnaðarliðum fyrirtækjanna leggj- ast á þau laun sem í gildi eru'á hverjum tíma. „Þeirtaxtarsem verð- lagsstofnun viðurkennir og sú álagn- ing sem leyfð er. er allsendis óraun- hæf viðmiðun við vísitöluútreikning og gefur því ranga my nd af bygginga- kostnaði," segir í ályktun um verð- lagsmál sem aðalfundurinn sam- þykkti. Þeir benda á að meginhluti verðmyndunar í t.d. íbúða- byggingunt er í raun frjáls og því aðeins formsatriði af hálfu verðlags- yfirvalda að veita það frjálsræði sem þegar er fyrir hendi. Ingvar, segir að viðurkenning verðlagsyfirvalda á staðreyndum konti húsbyggjendum til góða. „Nýr vísitölugrundvöllur þart að koma til og stjórnvöld að viðurkenna hvað það kostar í raun og veru að byggja fbúðarhúsnæði í dag. Sú viðurkenning væri stórt skref frant á við fyrir húsbyggjendur.“ Að lokum kom fram hjá Ingvari og Sverri að fundurinn hefði heppn- ast mjög vel. Allur undirbúningur og skipulag, sem var í höndum félaga í Meistarafélagi byggingamanna í Vestmannaeyjum, hefði verið mjög til fyrirmyndar. Þór formaður kvaðst vilja nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til allra sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu við fund- arhaldið, sem m.a. voru flestir félag- ar í MBV. Leiguflug VALS ANDERSEN Vestmannaeyingar - kynnið ykkur mögleikana í leiguflugi okkar. Flogið öil kvöld vikunnar til Selfoss eða Reykjavíkur eftir þátttöku. Flug milli lands og Eyja er einfaldur og fljótlegur ferðamáti. Hafðu samband S 12543 & S 985-22643 • Sitjandi frá vinstri Ingvar Guðmundsson, og Sverrir Arngrímsson Þakkir Þann 16 apríl sl. komu þau Lára Dögg Konráðsdóttir og Borgþór Ásgeirsson færandi hendi í Meðferðarheimilið Búhamri. Gáfu þá heimilinu rúmar 2.000 kr. sem var ágóði af hlutaveltu sem þau höfðu nýverið haldið. Vill starfsfólk Meðferðarheimilisins koma á framfæri bestu þökkum til þeirra. Skólaslit Skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum verða í Básum laugardaginn 18. maí nk. kl. 14:00. 25. árgangur útskrifast. Eykyndilskonursjá um kaffi og með’ðí. Allir velkomnir. Skólastjóri Framhaldsskólinn skólaslit- innritun Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum verður slitið og nemendur brautskráðir í Félagsheimilinu við Heiðarveg laugardaginn 18. maí kl. 13:00. Einkunnaafhending verður að skólaslitum loknum. Prófsýning fyrir nemendur verður í Framhaldsskólanum sama dag kl. 14 -15. Eldri nemendur og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir til skólaslitanna. Innritun nýrra nemenda verður á skrifstofu skólans frá 21. maí til 7. júní, kl. 9 -12 virka daga. Nánar auglýst síðar. Skolameistari w w Uppskeruhátíð handknattleiksfólks í Hallarluncli Dansleikur verður í Hallar- lundi aðfararnótt 2. í hvíta- sunnu. Ballið byrjar kl. 00:01 og stendurtil kl. 04:00. Hljómsveitin Stertimenn leikur fyrir dansi. Um kl. 01:00 koma landsfrægir skemmtikraftar í heimsókn. Við vonumst eftir að sjá sem flesta af okkar frábæru stuðningsmönn- um á dansleiknum. Leikmenn og handknattleiksráð ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.