Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 23. janúar 1992 - FRÉTTIR Carðar Cislason yélsmiðjunni t»ór: • Vinnuaðstaða í Netagerð Ingólfs er með því besta sem þekkist. Á næstu dögum er fyrirhugað að skoða í tilraunatank, í Englandi, módel af nýju flottrolli sem Neta- gerðin Ingólfur er að hefja fram- leiðslu á. Stefnt er að því að koma trollinu á erlendan markað í sam- vinnu við fyrirtækið Cosalt í Eng- landi. Trollið er einkum hugsað til veiða á úthafskarfa og er engin smásmíði. Lengdin er 600 metrar, með um og yfir 2000 metra ummáli á belg sem getur gefið yfir 100 metra opnun á höfuðlínu og allt 180 metra breidd, sem þýðir allt að 20,000 fermetra op á troilinu að sögn Birkis Agnarssonar framkvæmdastjóra. Til viðmiðunar má geta þess að Hásteinsvöllur, verður eftir stækkunina tæplega 8,000 fermetrar. Birkir sagði að leitast verði við að hafa trollin sem léttust í drætti og' verða fremstu möskvarnir í fyrstu trollunum 64 metrar á lengd og minnka jafnt og þétt niður í 135 mm í poka. Framleiðsluna kalla þeir Rainbow - flottrollin. „Leitast verð,- ur við að hafa trollin sem einföldust og eru byrðin því höfð í mismunandi litum sem auðveldar alla vinnu við þau og þaðan er hugmyndin að nafninu komin. Trollið verður í öllum regnbogans litum,“ sagði Birkir. Rainbow - flottrollin eru svipuð þeim trollum sem nú eru í notkun. gerð að mestu lcyti úr polyetylen, næloni og nýju efni sem nefnist spectra og cr sterkara en stálvír í sama sverleika. Birkir segir að segja megi að með þessu séu þeir að minnast 45 ára afmælis fyrirtækisins sem er í apríl en siðast en ekki síst séu þeir að bregðast við samdrætti í útgerð sem hefur bitnað á þeim. „Við bindum ekki síst vonir okkar við samstarfið við Cosalt, sem flestir íslenskir skip- stjórar og útgerðarmenn þekkja. Co- salt selur útgerðarvörur um allan heim og er þekkt fyrir góða vöru og þjónustu. Ef Rainbow-trollið stenst þær væntingar scm við höfunt þá segjast þeir geta selt það. Það þýðir aukin umsvif hjá okkur og þá þyrft- um við að bæta við okkur mann- skap.“ Stærðin á trollinu vex þeim ekki í augum. „Við erum ekki óvanir að fást við svona löng ogstór veiðarfæri, þar sem stærstu loðnunætur eru hátt í.600 metra langar, yfir 200 metra djúpar og hátt í 40 tonn að þyngd. Við búum yfir einni stærstu og bestu aðstöðu á landinu hvað vinnupláss og tækjabúnað varðar. Með yfir 2.500 fermetra vinnugólf og yfir 4.200 rúmmetra veiðarfærageymslu þannig að okkur er ekkert að van- búnaði að hefja framleiðsluna. Birkir sagði að þeir hefðu þegar fengið góð viðbrögð. „Við erum þegar búnir að ganga frá sölu á einu NjáN Sverrisson Netagerð Wjáls: Fiskmarkaður skil- yrði aukningar „Það eru engan nýjungar hjá okkur ennþá, maður er ekki búinn að átta sig á áhrífum þessarar uppstokkunar sem orðin er með sameiningu frysti- húsanua. Ég bara bíð og sé hvernig fer. Það er ekki hægt að spá í spilin eins og staðan er í dag,“ sagði Njáll Sverrisson netagerðarmeistari sem á og rekur Netagerð Njáls. Njáll hefur í nokkur ár rekið netagerð og býður upp á alhliða veiðarfæraþjónustu við flotann. í fyrirtækinu eru tíu ársverk, sjö í sal og þrír á skrifstofu og í bókhaldi. Netagerð Njáls tengist á engan hátt öðrum fyrirtækjum í bænum og byggir afkomu sína á viðskiptum við sjálfstæða útgerðarmenn. Njáll sér ekki fyrir sér að nýorðnar breytingar hafi áhrif á reksturinn. „Ég keyri þetta áfram á bjartsýninni eins og ég hef gert til þessa. Ég held mínum viðskiptum og reikna með að halda fullri vinnu fyrir þann mann- skap sem ég er með." Njáll segir að að föst viðskipti við aðkomubáta sé liðin tíð. Skilyrði aukningar er að hans áliti að nýstofn- aður fiskmarkaður dafni. „Maður er alltaf í símanum og reynir að koma á samböndum um allt land. Það hefur skilað sér því aðkomubátar sem eru að veiðum hér við Suðurströndina leita oft til okkar en öflugur fisk- markaður er það eina sem kemur til með að færa okkur nýja viðskiptavini í einhverju magni og þá verður allt opið. Það sýndi sig í Hafnarfirði að fiskmarkaðurinn þar skilaði miklu í bæjarfélagið." Njáll leggur mikla áherslu á að menn reyni að efla fiskmarkaðinn, það sé lífsnauðsyn fyrir þá sem hér standa í sjálfstæðum atvinnurekstri. Netagerðin Ingólfur kynnír nýjung í starfseminni: Er að hefja framleiðslu á stórum flottrollum trolli og sala á tveimur til viðbótar er í burðarliðnum, þar af annað til Noregs." Netagerðin Ingólfur er eitt af fáum, ef ekki eina fyrirtækið á landinu, sem framleiðir og sér um viðhald á öllum tegundum veiðar- færa sem notuð eru hér við land. „Fyrirtækið er 45 ára á árinu og finnst okkur við hæfi að minnast afmælisins á þennan hátt. Vonandi skilar þetta tilætluðum árangri og við getum farið að bjóða upp á fleiri atvinnutækifæri," sagði Birkir að lokum. Verdum fá tœkifaeri til að vera með Höfum alla möguleika á að smiða f laeðilínu eins og sett var upp í ísfélaginu báta og við höfum yfir að ráða tækjum til að smíða allt sem þarf til fiskvinnslu. Ég tel að við hefðum haft alla möguleika á að smíða flæði- línu eins og nú er komin upp í ísfélaginu og fyrir minni pening.“ Nú er á dagskrá hjá Vinnslustöð- inni að setja upp flæðilínu seinna á árinu. Ekki er farið að tala við þá í Þór vegna hennar. „Við vildum fá að vera með í því dæmi en tíminn er að hlaupa frá okkur. Ég tel að með nægum tíma' höfum við alla mögu- leika á að gera tilboð í flæðilínu í Vinnslustöðina og vera samkeppnis- færa í verði og gæðum. Það sama má segja um Isfélagið." Telur Garðar að heimamönnum hætti til að stökkva yfir lækinn í leit að vatninu. Tók hann sem dæmi vinnslulínu sem setja á upp í Þórunni Sveinsdóttur VE sem verið er að breyta í frystiskip. „Þegar þetta stóð til höfðu eigendurnir samband við okkur og Skipalyftuna og spurðu hvort við hefðum áhuga og svöruð- um við því játandi. Það næsta sem við heyrum er að þeir hafi samið við Slippstöðina á Akureyri án þess að tala við okkur aftur." Á árum áður smíðaði Þór mikið fyrir Útgerðarfélag Akureyringa en þegar dró úr vinnu hjá fyrirtækjum á Akureyri tóku forráðamenn ÚA ákvörðun um að beina viðskiptum sínum til þeirra. „Mér fannst þessi ákvörðun mjög skiljanleg og vildi sjá svipuð viðbrögð hér. Þá er ég ekki að biðja um ölmusur, heldur að fá að vera með, því það er fyrsta skilyrðið til að við eigum möguleika á að fylgjast með og þróa ökkur. Öðru vísi getum við ekki haldið uppi vinnu í fyrirtækinu hvað þá að bæta við okkur mönnum." Garðar segir að sviptingar í fisk- vinnslunni hafi komið illa við þá, ekki síður en aðra. Tók hann sem dæmi Natzek, grænlenska togarann sem Bergur-Huginn keypti, en varð að láta af hendi til ÚA. „Það átti að gera talsverðar breytingar á honum og buðum við í jjað verk ásamt Skipalyftunni. Sameiginlegt tilboð Skipalyftunnsr og Þórs var næst lægst, var litlu hærra en það lægsta sem kom ofan af landi en þá tóku eigendurnir þá ákvörðun að taka okkar tilboði. Með því spöruðu þeir sér peninga og um leið tryggði þetta vinnu bæði hjá okkur og Skipalyft- unni. Ég var mjög ánægður með þessi viðbrögð en því miður fór togarinn norður og við sátum eftir með sárt ennið en það bætir þó úr að nú erum við að vinna að endurbótum á togaranum Bergey VE sem vegur upp á móti," sagði Garðar. • Garðar ásamt meðeiganda sínum Stefáni Ólafssyni. í frétt hlaðsins af flæðilínu sem ísfélagið kcypti frá Akranesi, lét Magnús Kristinsson aðstoðarfor- stjóri hafa eftir sér að honum vitan- lega hefði flæðilína ekki verið hönn- uð eða framleidd hér í Eyjum. Garð- ar Gíslason framkvæmdastjóri í Vél- smiðjunni Þór er ósáttur að ekki var haft samband við þá þegar ísfélagið tók þá ákvörðun að breyta yfir í ilæðilínu. Telur hann að Vélsmiðjan Þór hafi yfir að ráða tækjabúnaði og kunnáttu til að hanna og smíða flæðilínur eins og Þorgeir og Ellert á Akranesi. „Flæðilína eins og sett var upp í ísfélaginu er bara færibönd og vigtar og það hafa fyrr verið smíðuð færi- bönd í Vestmannaeyjum," segir Garðar. „Við erum í sambandi við tæknifræðing sem hefur mikla reynslu í hönnun fiskvinnslutækja og þekkingu á fiskvinnslu almennt. Hann hefur unnið með okkur áður í hönnun tækjaþúnaðar í frvstihús os 0 Unnið við troll í netagerð Njáls. „Það leiðir af sjálfu sér eins og þróunin hefur verið, að bátar eru að lenda á fárra manna höndum. Ef við eigum að geta aukið við og boðið fleirum vinnu verður fiskmarkaður- inn að vaxa og dafna.“ En Njáll varar víð svartsýni þrátt fyrir breyttar aðstæður. „Ég stilli inn á að vera bjartsýnn, það þýðir ekki að mála skrattann á veesinn." Eftir allt umrótið sem hér hefur verið síðustu vikur í kjölfar sameiningar sjávarútvegsfyrírtækja í tvö stór fyrirtæki eru menn óðum að ná áttum. Ekki gekk hún sársaukalaust fyrir sig og þykir sumum að þeir hafl borið skarðan hlut frá borði. Er það miður en lá alltaf í loftinu, en eins og staðan er í dag verður að vona að sameiningin skili tilætluðum árangri og upp rísi öflug fyrirtæki sem geti haldið sömu kjölfestu í byggðarlaginu og forverarnir. En það eru mörg fyrirtæki í bænum sem standa utan þessara fyrirtækja og eru þau að byrja að fóta sig við breyttar aðstæður. FRÉTTIR byrja í þessu blaði að kanna viðhorf manna í sjálfstæðum atvinnurckstri til framtíðarinnar. Ýmsilegt jákvætt er að gerast og horfa menn sérstaklega til fiskmarkaðarins sem þeir telja að geti haft úrslitaáhrif á að Vestmannaeyjabær vaxi og dafni í framtíðinni. IVIörg fyrírtæki hér byggja afkomu sína á þjónustu við flotann og vilja forráðamenn þeirra laða til sín aðkomubáta sem keyptu þá þjónustu hér. Bæjarstjórn tekur í sama streng og stendur nú fyrir átakinu Vestmannaeyjar - þjónustubær sjávarútvegsins. Með samstöðu ætti það að vera létt verk því við höfum yfír að ráða bæði tækjum og þekkingu tii að veita alla þá þjónustu sem fiskiskip þurfa á að halda. Samfara því þarf að auka viðskipti innanbæjar og virðist viðleitni í þá átt eiga sér stað hjá bæjarsjóði, sem m.a. gerði kröfu um að Norsk Hydro semdi við verktaka í bænum vegna byggingar sorpbrennslu. En betur má ef duga skal og væri sennilega flestum hollt að líta í eigin barm því þegar á reynir er grasið ekki alltaf grænna hinum megin við girðinguna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.