Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 9
FRÉTTIR • Fimmtudaginn 23. janúar 1992
ORÐSPOR
Regann og Ráðann. Gárun-
garnir eru fljótir að taka við sér og
finna mönnum og málefnum nöfn
í takt við aðgerðir hverju sinni.
Eins og sagt hefur verið frá
ákváðu forsvarsmenn Isfélags-
ins að togbátunum Bjarnarey og
Álsey yrði lagt og Halkion og
Gideon fengju nöfn þeirra. Undir-
búningur skírnar bátanna fór
fram á sl. föstudag, málað varyfir
gömlu nöfnin þar sem skíra átti
bátana nýjum nöfnum á laugar-
dag. Einhverjir „léttlyndir" sáu
tækifæri á prakkarastriki við
þessar aðstæður og þegar
Eyjabúar vöknuðu á laugardags-
morgun var búið að mála nöfn á
bátana tvo. Ekki voru það nöfn
Álseyjar og Bjarnareyjar heldur
hétu þeir Ráðann og Regann.
Ekki er vitað hvert nafngiftin er
sótt en allavega virtist eigendun-
um ekki líka nöfnin því Eyjólfur
Pétursson, einn af starfsmönn-
um útgerðar ísfélagsins var'
mættur á vettvang fljótlega á
laugardagsmorgun, vopnaður
pensli og málningu og málaði yfir
nöfnin.
Síðdegis á laugardag fór síðan
fyrirhuguð skírnarathöfn fram og
heita bátarnir, nú Bjarnarey og
Álsey.
Kristniboðið kynnt. Tveir gestir
úr Reykjavík eru þessa vikuna
að kynna starf Kristniboðssam-
bandsins I barnaskólunum
tveimur hér í Vestmannaeyjum.
Þetta eru þeir Benedikt Arnkels-
son og Karl J. Gíslason. Þeir
ætla einnig að halda kristniboðs-
samkomu í Safnaðarheimili
Landakirkju föstudaginn 24. þ.m.
og hefst hún klukkan 20:30. Þar
verða sýndar litmyndir frá starf-
inu ( Eþíópíu og Kenýu og flutt
hugvekja. Einnig verður tekið á
móti gjöfum til kristniboðsstarfs-
ins en áætlað er að safna þurfi 18
milljónum króna á þessu ári.
Karl J. Gíslason hefur setið á
skólabekk í Noregi undanfarin
ár, ásamt konu sinni Ragnheiði
Guðmundsdóttur, og búið sig
undir aö vinna að kristniboði.
Gera þau ráð fyrir að fara til
Eþíópíu á miðju þessu ári. Þá
verða alls tíu kristniboðar auk
barna á vegum Kristniboðs-
sambandsins í Afríku, sjö í
Eþíópíu og þrír í Kenýu auk átta
barna þeirra.
Kristniboðunum er hvarvetna vel
tekið og árangur af starfinu hefur
orðið mjög mikill.
Eins og fyrr segir hefst samkom-
an í safnaðarheimilinu kl. 20:30
á föstudag og eru allir velkomnir.
• Fatasöfnun vegna hrjáöra Kúrda í írak stóð yfir í vikunni. Söfnunin gekk öllum vonum framar og safnaöist mikið af fatnaði sem sendur verður út
fljótlega. Slysavarnafélagið stóð fyrir söfnuninni og á myndinni, sem tekin var í Básum, eru Valgeir Arnórsson, frá Björgunarfélaginu og
Eykyndilskonurnar, Inga Andersen, Októvía Andersen og Jóhanna Víglundsdóttir, framan við stafla af plastpokum sem allir eru fullir af fötum.
BÓNDADAGSBLÓM
Bóndadagurinn er á morgun, föstudag.
Konur gefið bóndanum blóm í tilefni dagsins
DÚNDUR ÚTSALA Á ÖLLUM VÖRUM
10% - 70% AFSLÁTTUR
Gerið góð kaup og njótið góðrar þjónustu
BLÓMAVERSLUN
INGIBJARGAR JOHNSEN
S11167
FRÁ LANDNYTJANEFND
Umsóknarfrestur um beitarréttindi, sem rann út 20.
des. sl. hefur veriö framlengdur til 15. feb. 1992. Þeim
sem áöur höföu sent inn umsóknir, en ekki tekiö skýrt
fram í þeim, um hvaöa reiti var sótt samkvæmt
ræktunarkorti, er bent á aö endurnýja umsóknir sínar.
Óþarft er aö endurnýja eldri og fullnægjandi umsóknir
ásamt umsóknum, sem bárust eftir aö
umsóknarfrestur rann út. Umsóknir sendist til:
Landnytjanefndar, pósthólf 60,902 Vestmannaeyjum.
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Þeir sem greiöa fasteignagjöld 1992 aö fullu eigi síöar
en 3. feb. nk. njóta 10% staögreiösluafsláttar.
FRÁ TÆKNIDEILD
Viötalstímar bæjartæknifræöings, tæknifræöings,
byggingarfulltrúa og eftirlitsmanns eru frá kl. 11:00-
12:00 f.h.
HÖFÐiNN
Laugardagskvöld
ROKKHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Kröftugt rokk - Góð músík
Aðgangseyrir kr. 1.000,-
Aldurstakmark 18 ár - Snyrtilegur klæðnaður
AÐALFUNDUR
Aöalfundur íþróttafélagsins Þórs veröur haldinn sunnu
daginn 2. febrúar n.k. kl. 16:00.
Stjórnin
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur,
móður, tengdamóður, ömmu og systur
Svölu Ingólfsdóttur
lllugagötu 17
Vestmannaeyjum
Þórhallur Guðjónsson
Ingólfur Ingvarsson, Þorbjörg Eggertsdóttir
Ingibjörg Þórhallsdóttir, Friðrik Sigurðsson
Bergþóra Þórhallsdóttir, Sigurgeir Sævaldsson
Jón Óskar Þórhallsson, Palóma Ruiz Martines
Svandís Þórhallsdóttir, Guðsteinn Hlöðversson
barnabörn og systkynl