Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 8
Fimmtudaginn 23. janúar 1992 • FRÉTTIR
Efftir Arna Johnsen:
Míkílvœg Eyjamál
á fjárlögum 1992
9 Árni Johnsen.
Við undirbúning fjárlaga fyrir árið
1992 voru mörg mál á borði sem
snertu Vestmannaeyjar. Ýmislegt
náðist þar fram sem skiptir miklu
máli fyrir framtíð og farsæld búsetu í
Vestmannaeyjum, enda af nógum
verkefnum að taka. t fyrsta lagi má
nefna að tryggðar eru greiðslur fyrir
nýjan Herjólf og er reiknað mcð eins
og málið er lagt fram að árlegar
greiðslur úr ríkissjóði muni greiða
bæði stofnkostnað og ákveðið hlut-
fall rekstrarkostnaðar þannig að aðr-
ar greiðslur ættu ekki að þurfa að
koma til úr ríkissjóði.
metrum af efni, liggur beinast við að
knýja á um hafnarframkvæmdir utan
garða, sandfangara móts við Ysta-
klett og hafskipabryggju við nýja
hraunið á Víkinni.
Fiskveiðí- og
siglingahermir í
Stýrimanna-
skólann
í uppbyggingu Framhaldsskólans
í Vestmannaeyjum fengust 10,5 mill-
jónir króna sem segja má að hafi
verið endurheimt á fjármagni frá
síðasta ári sem hafði verið skorið
niður í allverulegum niðurskurði í
menntamálaráðuneytinu.
í fiskveiði- og siglingahermi fyrir
Stýrimannaskólann í Vestmannaeyj-
um fengust 6 milljónir króna, en þar
er um að ræða mikið baráttumál
Stýrimannaskólamanna.
Gagnager við-
gerd d
SJúkrahúsinu
Til viðgerða á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja fengust 10 milljónir
króna til þess að Ijúka gluggaskipt-
um, en reiknað er með að alsherjar
viðgerð utanhúss á sjúkrahúsinu
muni kosta liðlega 30 milljónir króna
og með þcssari fjárveitingu er áætlað
að ljúka verkinu öllu á þremur árum.
Ég hef þó lagt mikla áherslu á að öllu
verkinu verði lokið á næsta ári, þ.e.
klæðning utan á alla sjúkrahússbygg-
inguna. Vonir standa til að það gangi
eftir, en mestu skiptir þó að verktím-
inn verði ekki lengri en fram á árið
1994.
Bylting í Ijósa-
búnadí til
noeturflugs
Að auki er um að ræða smærri
fjárveitingar svo sem til íþróttafélag-
anna, Náttúrugripasafnsins, Byggð-
arsafnsins og fleiri þátta, en fyrir
utan fjárlög sem Alþingi afgreiðir
hefðbundið við gerð fjárlaga er all-
verulegt fjármagn til Vestmanna-
eyjaflugvallar samkvæmt tillögum
Flugráðs. Par er um að ræða 5
milljónir króna til þess að Ijúka
malbikun á flughlaði við flugstöð,
tæpar 20 milljónir króna til byggingar
tækjageymslu vestan við Flugstöðina
og um 10 milljónir króna til þess að
setja hindranaljós á Blátind, Klif,
Heimaklett, Eldfell og Helgafell auk
leiðarlýsingar á hrauninu milli Eld-
fells og Heimakletts. Þá verða í
su-mar sett upp á vesturenda flug-
brautarinnar mjög -sterk leifturljós
til að auðvelda staðsetningu í mis-
góðu skyggni. Eftir uppsetningu
Ijósavirkisins verður unnt að hefja
áætlunarflug til Vestmannaeyja á
kvöldin.
° Hallgrímur
Gísli Njálsson
Kerfisfræðingur
□
Alhliða tölvu- og forritunarþjónusta
ATHUGIÐ!
Hef tekið að mér sölu á tölvubúnaði frá Skrifstofuvélum
Sund h/f.
• Um er að ræða Handok hágæðatölvur.
Verð frá 119.900 m/vsk.
• Star nálaprentara. Verð frá kr. 21.900 m/vsk.
• Star laserprentara. Verð frá kr. 81.900 m/vsk.
Einnig get ég boðið allar gerðir disklinga, prentborða,
kapia o.þ.h. á góðu verði.
Get éinnig tekið að mér alla almenna tölvuþjónustu, svo
sem forritun, uppsetningu á Tölvu- og Hugbúnaði, og
ráðgjöf.
Hef reynslu í uppsetningu og viðhaldi netkerfa.
Hallgrímur G. Njálsson, kerfisfræðingur
vs. 12411, hs. 12291, Fax 11687.
AÐALFUNDUR
Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja verður haldinn í
húsnæði félagsins að Heiðarvegi 3, (Við félagarnir
uppi), laugardaginn 25. janúar kl. 16:00.
MÆTUM ÖLL.
Stjórnin
Gjofirtil Byggðarsafns vestmannaeyja 1991
70 milljónir
króna I Herjólfs-
adstöðu í Eyjum
Pá er búið að tryggja 70 milljónir
króna til að ljúka aðstöðu í Vest-
mannaeyjahöfn fyrir nýjan Herjólf
sem mun væntanlega hefja siglingar
í júníbyrjun, en öll framkvæmd
verksins er á áætlun. í Þorlákshöfn
er búið að tryggja 140 milljónir
króna í hafnaraðstöðu og fram-
kvæmdir eru hafnar.
Innsiglingin
mun stórbatna
Nær 40 milljónir króna náðust í
Vestmannaeyjahöfn, en þær skiptast
þannig að um 10 milljónir króna fara
í skuldir, nokkur fjárhæð í grafarann
og um 25 milljónir í að stytta norður-
hafnargarðinn, Hörgeyrargarðinn,
um allt að 60 metra, en endanleg
ákvörðun um lengd garðsins verður
tekin eftir prófanir í Líkanstöð Hafn-
armálastofnunar í febrúarmánuði
næstkomandi. Á næstu vikum verður
stytting garðsins og dýpkun í innsigl-
ingunni boðin út þannig að það
verða vart margir mánuðir þangað til
innsiglingin verðurmun aðgengilegri
og hættuminni en áður auk þess sem
höfnin ætti að hreinsa sig betur. Með
ágangi nýja hraunsins hefur þrengt
mjög að siglingu stórra skipa í Vest-
mannaeyjahöfn, en nú horfir betur.
f framhaldi af þessu verki, sem er
tilflutningur á um 45 þúsund rúm-
Tryggvi Gunnarsson og sonarson-'
ur hans Tryggvi Sigurðsson gáfu
líkan af m/b Erlingi VE 295 ásamt
sögu hans, sem Tryggvi eldri skráði.
En hann var eigandi bátsins og vél-
stjóri á honum í tugi ára. Róbert
Sigurmundsson gaf skáp utan um
bátinn.
Þá gaf Grímur Karlsson skipstjóri
úr Njarðvík tvö líkön í viðbót við hin
fimm er hann gaf áður. Þetta voru
Skaftfellingur og Bergur VE 44.
Aðalsteinn Agnarsson sjómaður
Vesturvegi 17 gaf rómverskan pen-
ing er hann fann á Skansinum á sl.
hausti. Peningurínn er frá 3. öld,
algert fágæti.
Tvö málverk komu frá bænum,
annað eftir Finn Sigurfinnsson hitt
eftir Guðgeir Matthíasson. Hildar
Pálsson gaf vatnslitamynd af Kolvið-
arhóli eftir Itann sjálfan. Gunnar.
Markússon skólastjóri Þorlákshöfn,
gaf mynd af Vestmannaeyjum eftir
Áka Gránz. Ásta Gunnarsdóttir gaf
mynd af Þorsteini Jónssyni alþingis-
manni. Kristjana Þorfinnsdóttir og
fjölskylda gaf heiðursskjal Friðfinns
Finnsonar kafara sem Kafarafélag
íslands lét Guðna Hermansen gera.
Ættingjar Finnboga Finnbogason-
ar skipstjóra frá Vallartúni gáfu
mynd af Reykjavíkinni, gömlum
kútter. Gunnar Proppe gaf stóra
mynd af Vestmannaeyjahöfn er
Loftur Guðmundsson hafði tekið og
litað 1925.
Ættingjar Karls Sigurhanssonar
Brimnesi gáfu talsvert af myndum er
Karl hafði tekið á ferðum sínum með
Ferðafélagi Vestmannaeyja. Ása
Ásmundsdóttir Keflavík gaf mynd af
Karlakór Vestmannaeyja 1940 ásamt
sönghúfu Haraldar Þorkelssonar.
Margar söngskrár fylgdu með. Guð-
rún Helgadóttir hjúkrunarkona frá
Sólvangi gaf mynd af meiraprófsbif-
reiðastjórum hér í Eyjum 1946. Guð-
mundur Guðlaugsson skipstjóri,
Gvendur Eyja, gaf mynd af skips-
höfn Guðlaugs Brynjólfssonar er
hann var með Glað VE , ennfremur
prófvottorð hans frá 1918 og skip-
stjórnarskírteini 1919.
Sigrún Haraldsdóttir Reykjavík
tvö kort frá því um aldamót, annað
af Þjóðhátíð og meðal prúðbúins
fólks eru þarna líka 15 kýr á beit.
Hitt er af höfninni þegar fyrstu
vélbátarnir eru komnir á ból. Örn
Einarsson gaf lukt úr gömlu skipi þar
sem olíukveikur hefur verið, amer-
ískan og enskan stríðshjálm, eldtöng
og mjög gamlar járnklippur, klefa-
hurð úr tugthúsinu gamla, þrískorna
blökk úr tré með tréhjólum úr Gísla
Johnsen VE 100, strengsög, gamla
koparskrá, fiskisting og fl.
Sigrún Bogadóttir Dverghamri 24
gaf gamla tannlæknastólinn sem
Sverrir Einarsson notaði hér árið
1950. Þráinn Einarsson gaf ári úr
langskipinu Gaia er hafði brotnað á
leið sinni til Ameríku nú í sumar
leið. Trausti Þorsteinsson vélsmiður
gaf dekkpumpuna úr Sæfaxa og
Guðjón Hjörleifsson gaf talstöð,
hina fyrstu er var í veiðimannakofan-
um í Ellirey. Unnur Pálsdóttir Vest-
urvegi gaf fléttað pokahald sem Guð-
mundur á Eiðum hafði gert. Skipa-
lyftan gaf rafknúna borvél sem kom
í Vélsmiðjuna Magna árið 1936.
Guðmundur Pálsson frá Sætúni gaf
tvo silfurskildi, annar var til minning-
ar um Jón Einarsson kaupmann
Gjábakka hinn um Árna Gíslason
lækni. Ágústa Ágústsdóttir frá Aðal-
bóli gaf mjög gamalt kot og kraga
fyrir börn. Róbert Sigurmundsson
gaf nokkur skabalón til að merkja
með síldartunnur og þ.h. Sigþór
Ingvarsson Brimhólabraut 9 gaf
handdælu, forna, sem notuð var við
að úða garðávöxt og tré. Jóhann
Axel Ágústsson rakari gaf 65 ára
gamlan peningakassa sem Árni
Böðvarsson rakari í Bifröst hafði
keypt á rakarastofu sína 1926. Ingi
Sigurjónsson Hólagötu 10 gaf sjó-
mælingakort sem sýnir hvar sæ-
strengurinn til Skotlands er lagður.
Hermann Einarsson ritstjóri gaf
gamlan steðjabolta úr Suðurey. Sína
Ólsen Hólagötu gaf skókrækju,
kassamyndavél og krullujárn frá
1930. Guðni Ólafsson skipstjóri gaf
gamla miðunarstöð úr bát sínum,
Gjafari VE. Einar Guðmundsson
skipstjóri gaf gamla handsnúna
reiknivél er þeir feðgar Tómas og
Martin í Höfn höfðu notað í tugi ára,
fyrstu ritvélina sem Skipstjóra stýri-
mannafélagið hafði eignast. Bernet
Th. Sveinsson loftskeytamaður
Reykjavík gaf sextant frá 1890.
Júlíus Sveinsson frá Stafholti gaf
gamlan brauðskurðarhníf, gamlan
síma og þvottabretti úr riffluðu
járni, svolítið sérstakt?
Alda Kristjánsdóttir frá Dölum
gaf námsbréf föður hennar í skó-
smíði frá 1912. Erlendur Magnússon
skipasmiður hér í Eyjum gaf 14
stykki af allskonar tækjum sem not-
uð voru við beykisiðn og smíðar.
Öllum þessum aðilum og öðrum
þeim sem lagt hafa Safninu lið, vil ég
þakka fyrir hönd Byggðarsafns Vest-
mannaeyja, og segja eins og Færey-
ingar myndu segja: „Gomlum vinum
og gomlum götum á enginn að
gloyma.“
Sigmundur Andrésson safnvörður
Þakkir
Börn og starfsfólk Meöferðarheimilisins Búhamri 17,
óskar öllum bæjarbúum gleðilegs nýs árs. Við þökkum
innilega fyrir þann velvilja og stuðning sem við höfum
notið í gegnum tíðina. Einnig þökkum við allar góðar
gjafir og styrki sem okkur hafa borist á síðasta ári bæði
frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Verkstjórar
Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður
haldinn laugardaginn 1. febrúar k[. 16:00 í Skútanum,
uppi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Kaffiveitingar.
Mætum vel.
Stjórnin