Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudaginn 23. janúar 1992 - FRÉTTIR Rqnnsóknqrlögreglqn: Cott ör i löggœslulegu tilliti Rannsóknarlögreglumaðurinn í Eyjum, Geir Jón Þórisson, hefur sent frá sér skýrslu um síðasta ár. I skýrslunni segir hann að árið 1991 hafi verið nokkuð gott í löggæslulegu tilliti. Skemmdarverkum, innbrotum og þjófnuðum hafi farið fækkandi frá árinu 1990 en fjöldi rúðubrota standi í stað. Lítilleg fjölgun hefur orðið á mál- um til rannsóknar milli ára og munar þar mestu um fjölgun umferðarslysa til rannsóknar sem er rannsóknarlög- reglumanninum mikið áhyggjuefni. Innbrotum og þjófnuðum fækkar milli ára og er eftirtektarvert að aðeins hafa verið kærð tvö innbrot síðustu fjóra mánuði síðasta árs. Segir Geir Jón þetta mjög ánægju- , lega þróun þar sem reynsla undan- farinna ára hefur verið að innbrotum ogjrjófnuðum hafi fjölgað á haustin. I skýrslunni kemur fram að árið 1991 komu 457 mál til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni. 261 mál var afgreitt, 11 mál eru til loka- afgreiðslu, 185 mál eru til athugunar og 650 skýrslur hafa verið gerðar. Ef skipting þessara 457 mála í málaflokka er skoðuð kemur í Ijós að 32 mál voru vegna líkamsárása sem er tveimur meira en árið 1990. Umferðarslys voru 35 sem er talsverð fjölgun milli ára, því árið 1990 kom 21 mál til rannsóknar í þessum mála- flokki og árið 1989 voru málin 9. Umferðarlagabrotin voru 61 sem er 6 færri en árið á undan en í 15 skipti voru ákeyrslur þar sem farið var af vettvangi sem er 3 meira en árið á undan. Innbrot og þjófnaðir voru 61 sem Samdráttur Farþegaflutningar Herjólfs drógust heldur saman á síðasta ári, miöað við árið 1990, sem og vöruflutningar en flutningur bíla jókst. Á síðasta ári llutti Herjólfur 44.170 farþega á móti 44.818 árið 1990. Skipið flutti 11.609 bíla en árið 1990 voru þeir 10.991 og vöruflutn- ingar voru 10.460 tonn á móti 12.542 tonnum árið 1990. er fækkun um 5 mili ára en innbrot- um hefur fækkað árlega frá 1988 en þá voru þau 94 og árið 1989 voru þau 92.Þá fækkar skemmdarverkum um 1 milli ára, eru 99 á síðasta ári og hefur farið fækkandi árlega frá 1988 er þau voru 128 og 11 voru þau árið 1989. Eldar og slys voru 60 sem er sami fjöldi og árið 1990. Fíkniefna- mál voru 9 í stað 6 árið 1990 og fjársvikamál og skjalafals voru 9 á móti 13 árið 1990. 1 tollamál kom til kasta rannsóknarlögreglunnar sem er fækkun um 3 milli ára. Aðsend mál frá öðrum voru 29 sem cr fjölgun um 10 milli ára og ýmis mál voru 46 á móti 40 árið 1990. „Ég er nokkuð ánægður með síð- asta ár og þó sérstaklega hversu síðustu fjórir mánuðir ársins voru rólegir og tel að þetta sé með róleg- ustu haustum í mörg ár. Ég vil hvetja bæjarbúa til að taka höndum saman um að láta þetta ár verða enn betra og það gerum við með því að hafa í huga að það sem við viljum ekki að aðrir menn gjöri okkur skulum við ekki þeim gjöra,“ eru lokaorð Geirs Jóns í greinargerð með skýrslunni. • Fyrir skömmu gaf ísfélagið íslandsbanka hlutabréf úr fyrirtækinu frá 1918. Á myndinni afhenda Magnús Kristinsson og Sigurður Einarsson, forsvarsmenn ísfélagsins, Val Valssyni og Svanbirni Thoroddsen, frá íslandsbanka, hlutabréfin. Hrqunbúdir: Margvíslegar gjafir bárust árið 1991 Eins og endranær bárust margvís- legar gjaflr til Hraunbúða á síöast- liðnu ári frá einstaklingum, félaga- samtökum og fyrirtækjum. Kvenfélag Landakiikju gaf tvær göngugrindur og tvö sjúkrarúm með öllum fylgihlutum. Starfsfólk Hraun- búða og aðstandendur vistmanna gáfu andvirði kaffisölu síðustu ára sem notaða var til kaupa á þrem sjúkrarúmum með öllum búnaði, stólum í dagstofu og gluggatjöldum í einbýlisherbergi. Kvenfélagið Líkn lét yfirdekkja stóla í sólskála og endurnýjaði plötur á borðum í sól- skála. Erla Ólafsdóttir gaf krullu- járn. Kiwanismenn gáfu ræðupúlt, nýstúdentar Framhaldsskóla gáfu heimilinu blómakörfu, Lionsfélagar gáfu gufustrauborð í þvottahús og börn Kristmanns Magnússonar og Sigríðar Rósu Sigurðardóttur gáfu Luxorlampa með stækkunargleri á föndurstofu og veggmyndir. Þá færðu eftirtaldir aðilar heimil- inu bækur: Einar Valur Bjarnason, Ásdís Kjartansdóttir, Sveinn Hall- dórsson, Brynjólfur Einarsson, Ásta Gunnarsdóttir, Guðrún Svein- björnsdóttir. Börn Guðbjargar Þor- steinsdóttur og Guðjóns Valdasonar gáfu bókasafn foreldra sinna. Eftirtaldir aðilar færðu peninga- gjafir fyrir hlutaveltu og fleira: Ólaf- ur Jón Borgþórsson, Friðrik Páll Ólafsson, Sigurður Björn Oddgeirs- son, Helgi Ólafsson, Gísli Elíasson, Ingrid Friðriksdóttir, Sigríður Stella Guðbrandsdóttir, Símonía Helga- dóttir, Stefanía Þorsteinsdóttir, Ragnar Birkir Rúnarsson, Thelma Rós Tómasdóttir, Sigríður Inga Rúnarsdóttir, Lára Valsdóttir, Oddný Sigurrós Gunnarsdóttir, Arndís Ósk Atladóttir, Helga Jó- hanna Harðardóttir, Ólöf Ragnars- dóttir, Jónína Kristín Þorvaldsdótt- ir, Guðrún Lenda Eyjólfsdóttir, Hind Hannesdóttir, Hafdís Vígl- undsdóttir, Guðbjörg Erla Ragnars- dóttir, Vigdís Éára Ómarsdóttir, Kolbrún Kjartansdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Lilja Björg Arngríms- dóttir, Kristjana Ingibergsdóttir og Kolbrun Ingólfsdóttir. Þá færðu eftirtalin félagasamtök og fyrirtæki vistmönnum gjafir og veitingar um páska og jól og einnig hafa þau verið með ýmsa afþreyingu þ.m.t. spilakvöld og veitingar þeim samfara: Kvenfélagið Líkn, Lions- félagar, Betel, Fiskimjölsverksmiðj- 19 ór frá gosi i Miklar skemmdir urðu á eigum Eyjamanna í gosinu. í dag eru liðin 19 ár frá því gosið í Heimaey hófst, atburðar sem ekki líður úr minni þess fólks sem það upplifði. Gosið hófst aðfararnótt þriðju- dags 23. janúar 1973. Á mánudegin- um á undan var rokhvasst af suðaust- an, þeir bátar sem úti voru þann dag leituðu því hafnar vegna veðursins. Það var lán í óláni í þeim miklu ósköpum sem áttu eftir að dynja yfir, því bátarnir urðu þau flutningatæki sem til staðar voru í Eyjum um nóttina og gátu komið fólki í burtu, til Þorlákshafnar, þangað sem flestir fóru. Gosið hafði geysilegar breytingar í för með sér fyrir alla Vestmanna- eyinga. Flestir höfðu ekki þá fyrir- hyggju þegar Eyjarnar voru yfirgefn- ar, að hafa mér sér meira en allra nauðsynlegustu klæði. Var fólk því frekar vanbúið til langrar dvalar á meginlandinu, og til Eyja var Eyja- fólki bannað að fara fyrst eftir gos. Víða kúldraðist fólk við mikil þrengsli hjá vinum og vandamönn- um, sem af mikilli tillitssemi veitti sitt húsaskjól, og veitti alla þá aðstoð sem það gat. Það er nokkuð sem Vestmannaeyingar munu seint geta fullþakkað. Smásaman komst fólk í atvinnu á meginlandinu og kom sér fyrir í leiguhúsnæði, og eigur úr Éyjum tóku að berast til þeirra. Þetta voru tímar, þar sem sam- kenndin meðal Eyjamanna var eins og hún hefur mest orðið. Aldrei hittist svo fólk úr Eyjum, að það tæki ekki tal saman, og þá var auðvitað gosið og afleiðingar þess fyrst til umræðu. Skemmdir af völdum gossins urðu gífurlegar, nærri 400 hús fóru undir hraun eða grófust á kaf í ösku, mikið af fallegu landi austast á Heimaey er nú undir hrauni, og talið var að um 1700 manns sem áður bjuggu í Eyjum hafi ekki snúið aftur. Gosinu var formlega aflýst 4. júlí sama ár og það hófst, þá þegar var hreinsun á ösku úr bænum komin vel á veg og fljótlega upp úr því tóku fyrstu Vestmannaeyingarnir að streyma aftur til sinnar heimabyggð- ar. En ýmislegt var þá sérkennilegt við búsetuna. Það var ein verslun í Eyjum, þar sem nú er Eyjakjör. Rafmagn var af mjög skornum skammti, þar sem Rafveitan hafði farið undir hraun. Götuljós voru því nánast engin og bærinn mjög dimmur. íbúar voru beðnir að nota rafmagn eins lítið hægt var, t.d. var eldamennska í lágmarki. Skólaganga barna var við frumstæðar aðstæður. En fólk var komið aftur til Eyja til að byggja upp og það sætti sig frumstæð- ar aðstæður í byrjun. Þessu bjartsýna fólki er það að þakka að Éyjarnar hafa á ný náð sinni fyrri reisn. an, Heildverslun Heiðmundar Sig- urmundssonar, Kiwanisfélagar, Sinawikkonur, Knattspyrnufélagið Týr, Rebekkustúkan Vilborg, Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæjar, Kirkjukór Landakirkju, Félag eldri borgara, Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, Slysavarnadeildin Eykyndill, Kvenfélag Landakirkju, íþróttafé- lagið Þór og stúkurnar Sunna og Eyjarós. Öllum þessum aðilum eru færðar innilegar þakkir, ekki hveð síst fyrir þann hug sem fylgir málum. F.h. Hraunbúða Elín Albertsdóttir Trollpungar vilja undanþágu Fyrir bæjarráði á mánudag lá bréf frá eigendum nokkurra trollpunga í Eyjum sem vilja fá undanþágu til veiða á landhelgi kringum Eyjar, ef af henni verður eins og bæjarstjórn hefur samþykkt að óska eftir við sjávarútvegsráðuneytið. Bréfið sem undirritað er af sjö útgerðarmönnum er svohljóðoandi: Eftirtaldir bátar hafa allir stundað togveiðar meira og minna á því svæði sem lagt er til að lokað verði og með sanni má segja að það hafi verið þeirra aðal veiðisvæði. Eigendur þeirra sjá fram á, að verði þessar tillögur Bæjarstjórnar Vestmanna- eyja samþykktar af þeim ráðamönn- um, sem með þessi mál fara, þá yrði útilokað að reka þessa báta lengur frá Vestmannaeyjum og yrði því annaðhvort að reyna að selja þá úr bænum eða úrelda. Þetta eru allt litlir báta, sem ekki hafa tök á að elta fiskinn á fjarlæg mið, auk þess hafa þeir mjög takmarkaðan togkraft og ná því engum árangrí í afla, þurfi þeir að vera á sömu miðum og stærrí og kraftmeiri bátar. Það er því ósk okkar til þeirra er með stjórn þessara mála fara að verði umræddum svæð- um lokað þá verði þessum ákveðnu bátum veitt heimild til veiða meðan þeir endast. Baldur VE 24, Hannes Haralds- son, Sæfaxi VE 25, Magnús Krístins- son, Sjöfn VE 37, Hrafn Oddsson, Skúli fógeti VE 185, Ómar Krist- mannsson, Ágústa Haraldsdóttir VE 92, Haraldur Traustason, Skuld VE 263, Guðjón Rögnvaldsson, Sleipnir VE 83, Bjarni Sighvatsson. Bæjarráð fjallaði um erindið á fund- inum og ákvað að senda bréfið áfram til sjávarútvegsráðneytisins. ijörn Pólsson: Vill fylgja eftir ótakinu, Vestmannaeyjar ■ þjón- ustubœr sjávarútvegsins „Á liðnu hausti ályktaði atvinnu- málanefnd um átaksverkefni er taka myndi til markaðsátaks til að kynna Vestmannaeyjar sem þjónustubæ sjávarútvegsins. Þar sem nokkuð er um liðið og ætla má að verkefnið muni vera komið á framkvæmdastig, vill undirritaður benda á markhópa er nauðsynlegt mun vera að höfða til nú þegar, útgerðir og skipstjóra loðnu- og síldarskipa." Þannig byrjar bréf Þorbjörns Páls- sonar til bæjarráðs. Bendir Þorbjörn, sem á sæti atvinnumála- nefnd, á að á næstu dögum og vikum muni loðnu- og síldarskip vera að veiðum við Suðurströndina og því áríðandi að koma á beinu sambandi við þau og fylgja eftir ályktuninni. „Beint og persónulegt samband get- ur orðið til á marga vegu og þyrfti að greina árangursríkustu leiðina sem fyrst, enda tími naumur. Ef undir- búningur markaðsátaksins er á loka- stigi og ef tekið er til þess markhóps sem á undan er getið er það vel, en ef ekki þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að vinna hratt í málinu," segir Þorbjörn í bréfi sínu. Bæjarráð tók undir sjónarmið Þor- björns en vísaði erindinu að öðru leyti til atvinnumálanefndar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.