Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2007, Side 14

Skessuhorn - 17.10.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER Táknræn mynd fyrir það sem getur gerst ef hálkuvörnin er ekki í lagi. Nýtt æði virðist vera að ryðja sér til rúms hjá unglingum um allt land og eru krakkarnir í Grunnskóla Snæfellsbæjar engin undantekning þar á. Unglingarnir hafa fengið sér sportskó og á hæl skósins er hjól. Þeir geta síðan rennt sér á hjólinu og svo þegar leiknum er lokið er því bara smellt upp . Þessi unga dama var einmitt að rúlla sér á slíkum skóm þegar lósmyndara Skessuhorn bar að og sagði hún að „þetta væri æði!“ af Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að óháður aðili meti eignarhlut sveitarfélagsins í Orkuveitu Reykjavíkur. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri segir þetta ekki vera af því að sveitarfélagið ætli að fara að selja sinn hlut í OR. Í ljósi allar þeirrar umræðu sem farið hefur fram undanfarna daga um sölu á eignarhlutum í orkufyrirtækjum er ekki nema von að fólk spyrji sig hvort Borgarbyggð ætli að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Páll segir svo ekki vera þótt sveitarstjórn hafi samþykkt að fá óháðan aðila til að meta eignarhluta Borgarbyggðar í OR. „Við erum einfaldlega að skoða hvar við stöndum og hvað sveitarfélagið á, hver eignarhluturinn er, ekki með sölu í huga. Sveitarstjórnarmenn eru sammála um að best sé að eiga hlut í Orkuveitu Reykjavíkur. Til stendur að skoða hvernig sveitarfélagið stendur best að rekstri almannaþjónustu í veitumálum og teljum að best muni sveitarfélagið þjóna íbúum sínum með því að eiga hlut í OR, sem er alhliða veitufyrirtæki,“ sagði Páll. bgk Capacent Gallup vann í sumar könnun fyrir Vegagerðina um viðhorf almennings til þjóðvega landsins. Könnun af þessu tagi er gerð reglulega tvisvar á ári, sumar og vetur. Meðal annars var spurt um hvar fólk vildi helst sjá úrbætur á þjóðvegum landsins. Mikill meirihluti vildi breikka vegina en gefnir voru sex valkostir til að velja úr. Svarmöguleikarnir voru að auka við bundið slitlag, bæta málun á bundnu slitlagi, fjölga viðvörunarmerkjum, slétta vegi, breikka vegi eða nefna eitthvað annað sem viðkomandi vildi bæta á þjóðvegum landsins. Ríflega 60% vildu breiðari vegi, innan við 20 prósent voru á því að auka þyrfti bundið slitlag, rúm sjö prósent vildu slétta vegi, tæp fimm af hundraði vildu fækka eða útrýma einbreiðum brúm og um átta prósent sögðu eitthvað annað. Eftir þessu að dæma fjölgar þeim stöðugt sem vilja sjá að vegir breikki. bgk Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar við Samkaup í Grundarfirði. Þar er nú unnið að stækkun versluninnar, eins og fram hefur komið í Skessuhorni. Jafnframt er N1 með bensínafgreiðslu á planinu. Margir Grundfirðingar hafa undrað sig á af hverju bensín­ og olíuverð hefur ekki verið lækkað á meðan á framkvæmdum stendur eins og oft er gert þar sem framkvæmdir eru í gangi og aðgengi viðskiptavina minnkar samhliða þeim. Einn íbúi í Grundarfirði sagði við Skessuhorn að það hafi á stundum verið erfitt að komast að bensíndælunum. „Það liggur við að maður hafi þurft sérútbúinn fjallajeppa til að geta tekið bensín,“ sagði hann í samtali við blaðamann. Gunnar Ragnarsson, verslunar­ stjóri Samkaupa, sem sér einnig um þjónustu viðskiptavini N1, sagði í samtali við blaðamann að nú sé þriggja króna framkvæmdaafsláttur á bensíni og olíu hjá N1 í Grundarfirði. „Við erum að selja líterinn af bensíni á 122 krónur og olíu á 123 krónur, en ég á eftir að setja upp skilti sem sýnir að það sé afsláttur í gangi,“ sagði Gunnar sl. fimmtudag. Hjá Skeljungi í Ólafsvík fengust þær upplýsingar sama dag að bensínverð væri 124,20 krónur og verð á olíulítra væri 126,70 kr. í sjálfsafgreiðslu. af Hjónin Kristín Benediktsdóttir og Gestur Hólm Kristinsson róa saman á bátnum Hólmarinn SH frá Stykkishólmi. Gera þau út á haukalóð, en það er lína sem beitt er fyrir stórlúður. Eru krókarnir á haukalóðinni talsvert stærri og öflugri en á hinni hefðbundnu línu og lengra er á milli króka. Kristín segir í bryggjusamtali við Skessuhorn að þau hafi byrjað róðra með haukalóð í byrjun september aðallega til þess að spara kvótann, en lúðan er utan kvóta eins og margir vita. „Svo er þetta árátta hjá karlinum,“ segir Kristín brosandi og heldur áfram: „Við höfum farið 11 róðra út á Bjarneyjarál og fengið fjórar lúður sem hafa verið yfir 100 kíló að þyngd auk nokkurra sem er á bilinu 50 til 60 kíló. Við beitum línuna sjálf annaðhvort í landi eða úti á sjó, en það fer náttúrulega eftir veðri hvort hægt er að beita úti á sjó. Veður hefur hrjáð okkur mikið að undanförnu,“ sagði Kristín. „Við höfum fengið tvær ýsur á haukalóðina og það hefur komið okkur á óvart. Það er algengt að við fáum 100 til 150 kíló af þorski í hverjum róðri og það er ekki alltaf stórir þorskar sem bíta á,“ bætir hún við. Þau hjón hafa róið saman í eitt ár. Kristín vann áður í sundlauginni í Stykkishólmi og ákvað að fara með bónda sínum á sjóinn. „Það líkar mér bara mjög vel og okkur líður mjög vel saman á sjónum. Við róum á línu á veturna og erum svo á skaki á sumrin. Við fórum í fyrra á Skagaströnd og rérum út á Hornbanka og fengum 24 tonn í fimm róðrum. Það var skemmtilegur tími,“ segir Krístín að lokum. af Selur hálkuvörn á flísar og sleip gólf Hjónin Eyjólfur M Eyjólfsson og Hugrún Sigurðardóttir á Akranesi hafa stofnað fyrirtækið Á föstum fótum ehf. Verkefni þeirra í upphafi er að kynna og selja hálkuverjandi efni sem borið er á fleti sem blotna og verða hálir, svo sem flísalögð gólf, sturtubotnar og baðkör, eða almennt þau svæði sem hætta er á að fólk renni til og geti slasað sig. Fyrirtækið er nýlega stofnað en áætlanir Eyjólfs felast í að hann hætti smám saman annarri vinnu og sinni einvörðungu sölu og meðhöndlun efnisins Sure step sem hann hefur fengið einkasöluleyfi fyrir hér á landi. Eyjólfur hefur undanfarið hálft annað ár starfað í sölu­ og markaðsdeild Skagans hf. á Akranesi. Hann er menntaður fiskitæknir og sem slíkur hefur hann m.a. starfað sem verkstjóri í frystihúsum og sem sjálfstætt starfandi eftirlitsmaður og ráðgjafi í fiskvinnslu. „Ég hef í starfi mínu orðið var við mikið af ískyggilega blautum og hálum gólfum á vinnustöðum. Það hafði blundað í mér að stofna eigin fyrirtæki og þegar ég rakst af tilviljun á kynningu á efninu „Sure step“ aflaði ég mér einkaumboðs hér á landi fyrir það. Það er skemmtilegt að segja frá því að efnið er kanadískt og er það Vestur Íslendingur sem heitir Sigurður Franklín sem fann það upp.“ Eyjóflur segir að efnið sem um ræðir sé litlaust efni sem borið er á hála fleti og verða þeir stamir eftir meðhöndlun. Efnið á t.d. við á keramikflísar, baðkör, sturtubotna og steinsteypt lökkuð gólf. Þá er búið að þróa efni sem hægt er að bera á plastfleti, stál og trégólf. Efnið er hinsvegar ekki hægt að kaupa í verslunum því það krefst sérfræðiþekkingar í meðhöndlun,“ segir Eyjólfur. Aðspurður um kostnað við að láta meðhöndla hála fleti, segir Eyjólfur að það kosti 5000 krónur að setja efnið á sturtubotn eða baðkar og er þá bæði efni og vinna innifalið. Síðan kostar það um 1000 krónur á fermetra að bera efnið á gólf. Endingartímann segir Eyjólfur verða um 5 ár á baðkör en um eitt ár á slitfleti þar sem mikið mæðir á svo sem á vinnustöðum. „Framtíðarsýn mín er að geta lifað af því að selja efnið og meðhöndla það. Ég hef áhuga á því að vinna við þetta og eiga um leið þátt í að fækka hálkuslysum hér á landi,“ sagði Eyjólfur M Eyjólfsson. mm Eyjólfur sýnir blaðamanni hvernig efnið gjörbreytir hálkustuðli á keramikflís. Hjón saman á lúðuveiðum Kristín og Gestur með tvær vænar lúður. Sú stærri er 140 kíló en sú minni um 37 kíló. Er lúðan seld á fiskmarkaði og verðið er á bilinu 670 til 800 krónur fyrir kílóið. Þriggja króna framkvæmda­ afsláttur hjá N1 Miklar framkvæmdir eru í gangi hjá Samkaupum og stundum erfitt að komast að bensíndælum N1 stöðvarinnar. Flestir vilja breiðari vegi Mat á hlut Borgarbyggðar í OR Hjólaskór

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.