Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2008, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.03.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS Tak mark að ur ás þungi VEST UR LAND: Í til kynn ingu frá Vega gerð inni frá því í gær kem ur fram að við auki 1 verð ur felld ur úr gildi og ás þungi tak­ mark að ur við 10 tonn frá klukk­ an 8 í dag, þriðju dag inn 18. mars, á eft ir töld um veg um: Hval fjarð­ ar vegi 47 á samt öll um veg um í Borg ar firði og Snæ fells nesi, nema á Hring vegi, Akra fjalls vegi 51 frá Hval fjarð ar göng um að Berja dalsá og Grund ar tanga vegi 506. -mm Við burða vika MENN ING AR RÁÐ: Menn ing­ ar ráð Vest ur lands stend ur að út­ gáfu bæk lings um menn ing ar við­ burði á við burð ar viku sem hefst síð asta vetr ar dag þann 23. apr íl og stend ur til 30. apr íl. All ir sem á huga hafa á að taka þátt í þessu eru beðn ir að senda upp lýs ing ar í tölvu pósti á net fang ið menning@ vesturland.is -mm Að al fund ur VG BORG AR BYGGÐ: Svæð is fé­ lag Vinstri grænna í Borg ar byggð boð ar til að al fund ar fé lags ins 19. mars næst kom andi í Hyrn unni, Borg ar nesi klukk an 20. Á dag­ skrá eru hefð bund in að al funda­ störf og stjórn mál líð andi stund­ ar verða rædd. Árni Þór Sig urðs­ son, al þing is mað ur verð ur gest­ ur fund ar ins og mun hann ræða um stjórn mál in al mennt, eink um sam göngu­, efna hags­ og um­ hverf is mál (þ.m.t. þjóð lendu mál). -mm Nýr hjúkr un ar for­ stjóri AKRA NES: Á síð asta fundi stjórn ar dval ar heim il is ins Höfða á Akra nesi var geng ið frá ráðn ingu nýs hjúkr un ar for stjóra við heim­ il ið. Helga Atla dótt ir var val in til starfs ins úr hópi fimm um sækj­ enda. Helga tek ur við af Sig ur­ björgu Hall dórs dótt ur sem læt ur af störf um fyr ir ald urs sak ir. -þá Mark aðs setja hest inn LAND IÐ: Ein ar Krist inn Guð­ finns son, sjáv ar út vegs­ og land­ bún að ar ráð herra, hef ur skip­ að nefnd um mark aðs setn ingu ís­ lenska hests ins er lend is. Nefnd­ inni er ætl að að meta hvern ig stað­ ið er að kynn ingu ís lenska hests ins, velta fyr ir sér nýj um hug mynd um og leita leiða til að bæta ár ang ur af úflutn ings starf inu. Jafn framt er nefnd inni falið að skoða hvern­ ig best megi nota hest inn í land­ kynn ing ar starfi og til að styrkja mark aðs setn ingu ís lenskra af urða og ferða þjón ustu er lend is. For­ mað ur nefnd ar inn ar er Ásta Möll­ er, al þing is mað ur. -mm Ekki bara ung ir í dópi LBD: Í síð ustu viku voru fjór­ ir tekn ir í um dæmi lög regl unn­ ar í Borg ar firði og Döl um vegna gruns um notk un á ó lög leg um fíkni efn um. Tveir af þeim voru einnig með ó lög leg efni á sér eða í bíln um og var í fram hald inu far­ ið í heim sókn til ann ars þeirra til að leita frek ari efna. Það sem vakti at hygli lög reglu manna var að einn af þeim sem tek inn var vegna gruns um notk un á ó lög­ leg um fíkni efn um var mað ur á sjö tugs aldri. Þannig að ljóst er að not end ur þess ara efna koma úr öll um ald urs hóp um. -bgk Nú eru að koma pásk ar og því vert að minna fólk á að kaupa páska egg, ef þau eru ekki upp seld. Í þetta sinn eru pásk ar í góu, sem er eitt af þess­ um gömlu mán aða heit um sem enn lifa í mál inu. Í ár hófst góan með konu degi 24. febr ú ar og end ar með góu þræl á ann an í pásk um 24. mars og næst á eft ir kem ur ein mán uð ur. Í ár er páska dag ur á góunni, það eru sem sé góupásk ar. Þetta er sjald gæft því oft ast er páska dag ur í ein mán uði. Á síð ustu öld gerð ist þetta ein ung is tvisvar þ.e. árin 1913 og 1940. Við sem nú lif um eig um aldrei aft ur eft ir að upp lifa góupáska því slíkt hend ir ekki næst fyrr en árið 2160. Á mið viku dag er gert ráð fyr ir suð­ vest an 8­15 m/s og rign ingu, en snýst í vest an og norð vest an átt síð­ deg is með élj um og kóln andi veðri. Á fimmtu dag, skír dag má bú ast við norð an­ og norð vest an hvass viðri og jafn vel storm i og snjó komu eða éljum, en bjart að mestu sunn antil. Á föstu dag inn langa er gert ráð fyr­ ir norð vest an 5­13 og élj um norð­ aust antil, en létt skýj að sunn antil. Frost 0 til 10 stig, mest í inn sveit um. Á laug ar dag er spáð vest lægri átt. Dá lít il él verða vest an­ og norð an­ lands en ann ars bjart viðri. Hiti 0 til 5 stig sunn an­ og vest an lands en ann­ ars vægt frost. Ef spá in stenst ætti páska dag ur að renna upp bjart ur og fag ur með hæg læt is veðri, víða bjart og þurrt og hiti svip að ur. Í síð ustu viku spurð um við hvort les­ end ur Skessu horns væru sátt ir við lok un skrif stofu FMR í Borg ar nesi. Af­ ger andi svör bár ust en 61,7% þeirra sem svör uðu sögð ust vera ó sátt ir við lok un ina. 21,5% hafi ekki skoð un en 16,9% svar enda fannst í lagi að loka þess ari skrif stofu. Næst spyrj um við: „ Á tvö föld un Vest ur lands veg ar að hafa for gang?“ Að þessu sinni velj um við for svars­ menn Skipa vík ur í Stykk is hólmi Vest­ lend inga vikunnar. Þeir hafa mörg járn í eld in um til að skapa næg verk­ efni hjá fyr ir tæk inu. Með al ann ars bygg ing húsa á 51 lóð sem þeir hafa feng ið út hlut að í Vík ur hverfi í Stykk­ is hólmi. Sjá bls. 16. „Það er hiti í fólki og því er mis­ boð ið hvern ig fjall að er um mál­ ið,“ seg ir Elís Þór Sig urðs son trún­ að ar mað ur kenn ara við Grunda­ skóla á Akra nesi. Elís seg ir að kenn­ ur um hafi fund ist það kald ar kveðj­ ur sem fólust í á lykt un meiri hluta bæj ar stjórn ar Akra ness á dög un­ um, þar sem það er gef ið í skyn að bæj ar stjórn inni sé ó kunn ugt um að mik ið álag sé á kenn ur um skól anna, þrátt fyr ir að skóla nefnd hafi ný ver­ ið kom ið þeim skila boð um á leið is til bæj ar stjórn ar að of marg ir nem end­ ur séu í dag í Grunda skóla, Brekku­ bæj ar skóli sé full set inn og því full þörf á bygg ingu nýs grunn skóla í Skóg ar hverfi. Elís seg ir að kenn ur um beggja skól anna blöskri þessi tví skinn ug­ ur, sem hann kall ar, að það skuli vera for mað ur skóla nefnd ar, Ey dís Að al björns dótt ir, sem stend ur fyr­ ir þess ari á lykt un meir hluta bæj ar­ stjórn ar. Elís seg ir að svo heitt hafi ver ið í kenn ur um, að hluti kenn ara­ liðs Brekku bæj ar skóla hafi á kveð ið á fundi sín um í fyrra dag að ganga ekki í for falla kennslu eða taka yf ir vinnu. „Aðr ar að gerð ir hafa ekki ver ið á kveðn ar af hálfu kenn ara, en fyrsti dag ur eft ir páska frí er starfs dag ur og ég býst við að fólk taki þann dag til að ræða þessi mál,“ seg ir Elís. Ey dís Að al björns dótt ir for mað ur skóla nefnd ar, seg ir að þarna sé ver­ ið að blanda sam an tveim ur hlut um. Í til lögu skóla nefnd ar hafi ver ið til­ greind þrengsli í skól un um, auk inn nem enda fjöldi kall aði á meira hús­ næði. Skóla nefnd in hefði brugð ist við því með því að leggja til að Sel­ ið við Garða sel, sem áður var nýtt sem tvær skóla stof ur í FVA, myndi fær ast til Grunda skóla til notk un ar næsta haust. Það var sam þykkt og nú eru skóla stjórn end ur að finna út hvern ig þeir geti nýtt hús næð ið sem best. „Er indi kenn ara er bor ið upp án þess að grein ar gerð hafi borist frá skóla stjór um grunn skól anna né sviðs stjóra Akra nes kaup stað ar um auk ið álag á kenn ara og hvern­ ig væri hægt að mæta því, eða hvort það væri nú þeg ar gert með yf ir­ vinnu greiðsl um,“ seg ir Ey dís Að al­ björns dótt ir. Þeg ar kall að var eft ir upp lýs ing­ um um yf ir vinnu greiðsl ur til grunn­ skóla kenn ara á Akra nesi kem ur fram að á síð asta ári juk ust þær um tæp ar tvær og hálfa millj ón í Grunda skóla, enda var fjölg un barna mest þar á ár inu. Hins veg ar minnk uðu yf ir­ vinnu greiðsl ur til kenn ara Brekku­ bæj ar skóla um tæp ar fimm millj ón­ ir króna á síð asta ári frá ár inu á und­ an. þá Á fundi um hverf is­ og land bún­ að ar nefnd ar Borg ar byggð ar í síð­ ustu viku urðu um ræð ur um á stand slát ur húsa mála í hér að inu. Það voru þau Sig urð ur Helga son og Guð rún Fjeld sted nefnd ar menn sem hófu um ræð una. Eft ir far andi á lykt un var sam þykkt með öll um at kvæð­ um, en Krist ján Magn ús son sat hjá: „Um hverf is­ og land bún að ar nefnd harm ar þá stöðu sem upp er kom­ in í vinnslu land bún að ar af urða í Borg ar nesi og lok un slát ur húss ins. Vegna þess ara að gerða tap ast mörg störf í sveit ar fé lag inu, einnig verð­ ur af setn ing slát ur gripa mun erf ið­ ari. Þessi staða sem nú er upp kom­ in sýn ir okk ur enn og aft ur hvað fall valt er að treysta á einkakap ít alið þar sem gróða sjón ar mið in ein ráða, en lífs af koma og at vinnu ör yggi alls al menn ings skipta engu ef stund­ ar gróð inn er í hættu. Því skor ar nefnd in á byggða ráð og sveita stjórn að leita allra leiða til að end ur reisa þessa starf semi í sveita fé lag inu, og þá á fé lags leg um grunni.“ mm Tóm stunda­ og for­ varn ar nefnd Akra­ ness vill auka mögu­ leika barna í bæn um til að renna sér á sleð um og snjó þot um. Á síð­ asta fundi beindi nefnd­ in því til skipu lags­ nefnd ar að hug að verði að gerð sleða­ og snjó­ þotu hóla inn an bæj ar­ lands ins og í því sam­ bandi verði fyrst horft til hækk un ar þeirra hóla sem fyr ir eru á skóla lóð­ um bæj ar ins. Einnig tel­ ur tóm stunda nefnd in að hól ar rúmist vel á svæð­ inu milli Víði grund ar og Leyn is­ braut ar, á svoköll uðu Merk ur túni og einnig á svæð inu við Garða lund, al menn ings garð in um í bæn um og í Skóg rækt inni. Nýta megi efni sem til fell ur af bygg ing ar lóð um og úr hús grunn um til hóla gerð ar inn ar. þá Slökkvi lið Borg ar byggð ar var kall að út um kvöld mat ar leyt ið sl. föstu dags kvöld, en til kynnt hafði ver ið um bruna í sum ar húsi í landi Mó fells staða í Skorra dal. Fjöl­ mennt lið slökkvi liðs manna fór á stað inn á sex bíl um og gekk greið­ lega að ráða nið ur lög um elds ins, en slökkvi starfi var lok ið um klukku­ tíma eft ir að kom ið var á stað inn. Að sögn Bjarna K Þor steins son ar, slökkvi liðs stjóra þurfti að rífa járn og hluta klæðn ing ar af þaki húss­ ins og járn af hlið þess til að hleypa út hita og reyk til að slökkvi liðs­ menn gætu at hafn að sig með góðu móti. Um eldra sum ar hús var að ræða, byggt árið 1970. Ver ið er að rann saka upp tök elds ins, en hús ið var mann laust þeg ar eld ur inn kom upp. Það er talið ó nýtt. mm/Ljósm. Ragn heið ur Stef áns dótt ir. Í þriggja ára á ætl un fyr ir Dala­ byggð kem ur fram að á næstu árum verð ur veitt um 60 millj ón um í lag­ fær ingu og ný bygg ingu við dval ar­ heim il ið Silf ur tún í Búð ar dal. Rík­ ið kem ur vænt an lega á móti með fram lag, uppund ir helm ing þess ar­ ar fjár hæð ar. Gunn ólf ur Lár us son sveit ar stjóri seg ir að þeg ar sé far ið að teikna breyt ing arn ar á hús inu. „Ætl un in er að breyta og stækka and dyr ið og byggja nýja álmu við nú ver andi hús. Við erum að vona að and dyr ið verði klárað sem fyrst og svo verj um við sam tals sex tíu millj ón um í upp bygg ingu Silf ur­ túns á ár un um 2010 og 2011. Síð an fáum við vænt an lega einnig fram­ lag frá rík inu þeg ar all ar teikn ing­ ar og þess hátt ar vinna er til bú in, það er ná lægt helm ing ur sem ætti að koma það an. Dal ar heim il ið Silf ur tún var byggt sem leigu í búð ir fyr ir aldr aða og er barn síns tíma eins og mörg þau heim ili sem reist voru með an kröf­ urn ar voru aðr ar. Í dag vilja eldri borg ar ar vera heima hjá sér eins lengi og heilsa leyf ir og því er meiri þörf fyr ir hjúkr un ar rými en dval ar­ rými í dag. Við erum að reyna að mæta þeim kröf um,“ sagði Gunn­ ólf ur. bgk/Ljósm. Björn A Ein ars son Sum ar hús eyði lagð ist í bruna Vilja hóla í bæ inn fyr ir börn in Fall valt að treysta á einkakap ít alið Silf ur tún stækk að og lag fært Hiti í grunn skóla kenn ur um á Akra nesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.