Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2008, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.04.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL -Sólskálar- -Stofnað 1984- Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ Sími: 554 4300 www.solskalar.is www.skessuhorn.is Guð rún Birg is dótt ir, þver flautuleik ari. Þver flauta og harpa í Borg ar nes kirkju Tón list ar fé lag Borg ar fjarð ar held ur sína fjórðu tón leika á starfs­ ár inu í Borg ar nes kirkju, mið viku­ dag inn 9. apr íl kl. 20.30. Þar koma fram Guð rún Birg is dótt ir þver­ flautuleik ari og El ísa bet Waage hörpu leik ari. Á efn is skránni verða með al ann ars lög eft ir Jo hann Sebast i an Bach, Fréder ick Chop in, Gabriel Fauré, Claude Debus sy og Maurice Ra vel. Að loknu námi árið 1976 hjá Jóni Sig ur björns syni og Manu­ elu Wiesler við Tón list ar skól ann í Reykja vík varð Guð rún Birg is dótt­ ir nem andi Per Øien við Tón list ar­ há skól ann í Osló. Það an lá leið in til École Normale de Musique í Par ís og lauk Guð rún það an ein leik ara­ prófi árið 1979. Þá tók við frekara nám í einka tím um hjá Raymond Guiot og Pi erre­Yves Artaud til árs ins 1982 að hún snéri til starfa á Ís landi. Síð an hef ur Guð rún starf að mik ið við leik hús in í Reykja vík og ver ið flautuleik ari við Ís lensku Óp­ er una um margra ára skeið. Hún hef ur spil að á fjöl mörg um tón leik­ um, sam leik og ein leik, bæði hér heima og er lend is og einnig kom­ ið fram í út varpi og sjón varpi. Guð­ rún spil ar mik ið sam tímatón list og hef ur frum flutt mörg ís lensk verk. Á síð ustu árum hef ur hún einnig lagt fyr ir sig barokk flautuleik og not ið leið sagn ar Pi erre Séchet, eins helsta for víg is manns Frakka á sviði barokktón list ar. El ísa bet Waage stund aði nám í pí anó­ og hörpu leik við Tón list­ ar skól ann í Reykja vík og lauk pí­ anó kenn ara prófi þar 1982. Þá hélt hún til Hollands og stund aði fram­ halds nám í hörpu leik við Kon­ ung lega Tón list ar há skól ann í den Haag. Árið 1987 lauk hún nám inu með ein leik ara­og kenn ara prófi. Að loknu námi bjó og starf aði El­ ísa bet í Hollandi. Hún var þó tíð ur gest ur hér á landi og hélt tón leika í báð um lönd um, auk margra ann­ arra Evr ópu landa. Hún hef ur spil­ að í kamm ermús ík­hóp um svo sem Kamm er sveit Reykja vík ur, Caput­ hópn um og ver ið gest ur Cikada í Nor egi. Eins hef ur hún leik ið í ýms um Sin fón íu hljóm sveit um, með al ann ars Sin fón íu hljóm sveit Ís lands og Noord­Neder lands Or­ kest í Hollandi, og kom ið fram sem ein leik ari. El ísa bet hef ur gert upp­ tök ur fyr ir út varp og sjón varp og leik ið inn á geisla diska. Sá nýjasti er með Gunn ari Kvar an selló leik­ ara og kom út í sept em ber 2004. El ísa bet hef ur ver ið hörpu kenn ari við Tón list ar skóla Kópa vogs síð an haust ið 2002. (Frétta til kynn ing) El ísa bet Waage, hörpu leik ari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.