Skessuhorn - 07.07.2010, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ
Hús mæðra skól arn ir gegndu
mjög veiga miklu hlut verki á síð
ustu öld. Þeir voru ekki að eins mik
il væg ustu mennta stofn an ir kvenna
á þessu tíma skeiði held ur um leið
heim il anna í land inu. Náms meyj
arn ar lærðu ekki að eins til heim il is
verka held ur um leið all an al menn
an heim il is rekst ur, þar með talið
um sjón fjár mála heim il is ins. Það er
oft tal að um mik il vægi hinn ar hag
sýnu hús móð ur og ekki að ósekju.
Einn stærsti hús mæðra skóli
lands ins var um ára bil á Varma landi
í Borg ar firði. Þar voru til að mynda
vet ur inn 1949’50 fjöru tíu og tvær
náms meyj ar. Þær hafa hald ið hóp
inn síð an og und an farna ára tugi
kom ið sam an með fimm eða tíu ára
milli bili. Síð ast lið inn mið viku dag
hitt ust þær á Hót el Glymi í Hval
firði til að halda upp á að 60 ár voru
lið in frá því þær út skrif uð ust eft ir
eins vetr ar nám í hús stjórn ar fræð
um frá Varma landi, en þá var náms
tím inn ekki lengri í hús mæðra skól
un um. Al mennt virð ast þær hafa
unn ið vel úr líf inu þess ar Varma
lands meyj ar sem nú eru um átt rætt
og þar yfir. Þær voru 29 mætt ar í
þenn an fagn að í Glymi og skemmtu
sér sam an frá því um miðj an dag og
fram á kvöld. Sjö eru falln ar frá úr
þess um 42 nem enda ár gangi frá
Varma landi og því að eins sex sem
sáu sér ekki fært að koma að þessu
sinni. Hlýt ur þetta að telj ast ein stök
mæt ing hjá svo full orðn um hópi.
Blaða mað ur Skessu horns leit inn í
Glym um miðj an dag inn og þá var
glatt á hjalla. Varma lands meyj arn
ar sí ungu voru að rifja upp minn
ing ar frá þess um eft ir minni lega
vetri, sem mörg um þeirra finnst sá
skemmti leg asti á lífs leið inni.
Vig dís ein stak ur fræð ari
Í Varma land komu stúlk ur af
suð ur helm ingi lands ins og vest ur
af Strönd um og fjörð um. Rang æ
ing ur inn Sig ríð ur Ein ars dótt ir er
ein þeirra sem dug leg hef ur ver
ið að mæta á mót þeirra Varma
lands meyja enda mann eskja ein
stak lega vel á sig kom in. Sig ríð ur er
frá Varma hlíð und ir Eyja fjöll um og
hús stjórn ar mennt un in hef ur nýst
henni mjög vel. Hún nýtti vet ur inn
á Varma landi til und ir bún ings námi
í Hús stjórn ar kenn ara skóla Ís lands.
Síð ar varð Sig ríð ur kenn ari í hús
stjórn ar fræð um í 34 ár, fyrst í Aust
ur bæj ar skól an um í Reykja vík en
lengst af í Lang holts skóla. Hún var
23 ára þeg ar hún fór á Varma land.
Á þess um árum og reynd ar um ára
bil var Vig dís Jóns dótt ir frá Deild
ar tungu skóla stýra á Varma landi.
„Syst ur mín ar tvær höfðu ver ið í
skól an um þannig að ég vissi vel að
hverju ég gekk. Skól inn stóð í níu
mán uði, frá byrj un sept em ber og
til loka maí. Nám ið var tvær ann
ir, verk leg kennsla í eld húsi, handa
vinna og vefn að ur, auk bók legr
ar kennslu. Kenn ar ar voru þrír auk
Vig dís ar skóla stýru.
Vig dís var al veg sér stök og byggði
nám ið upp á ein stak lega góð an og
hag nýt an hátt. Þeg ar við kom um í
skól ann var byrj að á að fara í berja
tínslu í ná grenn ið og við sult uð um
síð an og geng um frá af urð un um úr
berj un um fyr ir vet ur inn. Þeg ar slát
ur tíð in hófst tók um við slát ur og
þá var unn ið stíft í slát ur gerð inni.
Það var gerð ur all ur þessi sát ur mat
ur sem Ís lend ing ar hafa kunn að að
meta um ald irn ar; lifrapylsa, blóð
mör, lunda bagg ar, svið og ým is
legt fleira, inn mat ur inn nýtt ur eins
og kost ur var. Slát ur matn um
var kom ið fyr ir í mörg um tré
tunn um, vatn sett efst í tunn
urn ar, lok inu sleg ið í og síð
an brætt yfir tólg til að loft
þétta tunn urn ar. Þeim var síð
an kom ið í geymslu og eft
ir ára mót in byrj uð um við að
eta súr mat inn upp úr tunn un
um. Slátr ið dugði okk ur svo
með hafra og grjóna grautn
um fram á vor ið.“
Lærðu góð ar dyggð-
ir
Sig ríð ur seg ir að kennt hafa
ver ið alla daga nema sunnu
daga á Varma landi. „Morg un
inn byrj aði yf ir leitt með bók
leg um tíma fyr ir morg un
mat inn. Síð an var unn ið all an
dag inn. Á kvöld in sát um við
svo í setu stof unni með handa
vinn una okk ar. Sum ar okk
ar kunnu á hljóð færi og það
var spil að á pí anó eða gít ar
og sung ið. Við sung um mik ið
og það var oft ansi glatt á hjalla. Á
laug ar dags kvöld um héld um við svo
kvöld vöku og þá skipt ust her berg in
á að sjá fyr ir skemmti at rið um. Fjór
ar stúlk ur voru á hverju her bergi og
þau hétu ýms um nöfn um. Ég var á
her bergi sem hét Hjarð ar holt,“ seg
ir Sig ríð ur. „Ég var á Kleppi,“ seg
ir Ásta Hall dórs dótt ir sem þenn an
vet ur á Varma landi kynnt ist ung um
pilt úr Borg ar nesi, Teiti Jónassyni
þekkt um hóp ferða bíl stjóra. Með
al her berg is nafna voru Reyk holt,
Staf holt og svo hét eitt her berg
ið Bol ung ar vík enda voru all ir her
berg is fé lag arn ir það an vest an að.
Sig ríð ur seg ir að Vig dís skóla
stýra hafi séð til þess að náms meyj
arn ar lærðu mjög hag nýt fræði.
„Það var ekki að eins að við lærð
um öll al geng ustu heim il is störf
in, held ur kenndi Vig dís okk ur
hvern ig við ætt um að nýta hlut
ina og spara. Við lærð um heim il
is bók hald, að vita ná kvæm lega um
tekj ur og gjöld og eyða engu um
fram eign ir. Eng in kúlu lán þá vin ur
minn,“ seg ir Sig ríð ur hlæj andi og
ýtir við blaða manni. „Við lærð um
heið ar leika, stund vísi og reglu semi
í hví vetna, enda gæti ég best trú að
að lang flest um sem voru á Varma
landi hafi vegn að vel í líf inu,“ seg
ir Sig ríð ur.
Kom grát andi og
fór grát andi
Sig rún Guð dís Hall dórs dótt ir
frá Lundi í Lund ar reykja dal var ein
margra borg fir skra meyja á Varma
landi. Sig rún var að eins átján ára
þeg ar hún kom í Varma land.
„Það var svo lít ill beyg ur í mér
þeg ar ég fór í skól ann. Það má segja
að ég hafi kom ið grát andi þang að
og líka far ið grát andi úr skól an um.
Ég kveið svo lít ið fyr ir skóla vist inni
þeg ar ég kom, en svo var þessi vet ur
svo skemmti leg ur að ég grét þeg ar
ég fór því mér þótti svo leið in legt
að þurfa að kveðja skóla syst urn ar.“
En hvað var það sem olli Sig rúnu
Guð dísi kvíða?
„Það er nú svo margt sem ung
ar stúlk ur geta mikl að fyr ir sér. Það
var nú til dæm is það að á þess um
tíma var ekki til allt til alls, til dæm
is ekki úr val af fatn aði. Ég kveið því
að ég ætti ekki nógu fal leg og fín
föt til að vera í í skól an um, en þeg ar
til kom þá sá ég að þetta var ekk ert
til að ótt ast, því það var jafnt kom
ið á með mér og mörg um öðr um.
En ann ars var það þannig að ekki
var gott að fá ým is legt sem vant aði
á þess um árum. Ég óf vegg teppi í
skól an um og fékk ekki alla lit ina í
það sem ég vildi. Þá voru margar
hill ur tóm ar í búð un um í Reykja
vík. En við gerð um samt ým is legt
fal legt í hönd un um þenn an vet ur á
Varma landi. Ég skreyti enn þá fyr
ir jól in með dúk um sem ég saum
aði þar.“
Sig rún seg ir að oft hafi ver ið
mjög skemmti legt á Varma landi og
ekki síst gagn kvæmd ar heim sókn
ir Varma lands meyja og Hvann eyr
ar pilta. „Þær voru eft ir ára mót in
og það var þónokk ur und ir bún ing
ur og mik il til hlökk un sem fylgdu
þess um heim sókn um.“
Þorð um ekki neinu
Það var al kunna með hús mæðra
skól ana að þeir drógu jafn an til sín
hóp pilta sem vildu kom ast í kynni
við stúlk urn ar. Þeg ar Sig ríð ur Ein
ars dótt ir var spurð að þessu sagði
hún sposk á svip að þær og Vig dís
skóla stýra hefðu nú haft lag á því.
Sig rún Guð dís sagði að það hefðu
helst ver ið stúlk urn ar sem voru í
kjall ara her bergj un um sem áttu þá
mögu leika að skjót ast út um glugga
ef svo bar við. „Það var hins veg
ar þannig að Vig dís var með íbúð
þar yfir svo það var ekki eins hægt
um vik. Ann ars vissi hún held ég af
ferð um sumra skóla meyja og mig
minn ir að það hafi kom ið fyr ir að
hún hafi ein hvern tím ann stopp
að af þeg ar henni fannst full langt
geng ið.“
Sig ur borg Sig ur geirs dótt ir frá
Bol ung ar vík, ein þriggja stúlkna
það an í sam nefndu her bergi voru
í kjall ar an um á samt fleir um. Sig ur
borg er móð ir hins þekkta gam an
leik ara Pálma Gests son ar. „Nei, það
var ekk ert um ferð ir úr okk ar her
bergi, en strák arn ir voru oft þarna
fyr ir utan. Ég held við höf um bara
ekki þor að því, en svo átti ég orð ið
kærasta sem seinna varð svo mað
ur inn minn. Það var einmitt einn
spenn ing ur inn á Varma landi að
vita hvort mað ur fengi bréf í póst
in um frá kærast an um. Það þekkt
ist þá ekki að fólk væri að hringj ast
á. Þótt það væri gam an í skól an um
þá var líka spenn andi að fara heim í
jóla frí ið. Þá var far ið með mjólk ur
bíl ofan í Borg ar nes og með Akra
borg inni það an til Reykja vík ur. Frá
borg inni var svo far ið vest ur ann
að hvort með flug vél eða bát un um
Bangsa sem þá var í á ætl un ar ferð
um.“
Varma lands meyj ar
í veit inga höll
Sig ur borg, köll uð Bogga,
hef ur ver ið dug leg að mæta á
mót in hjá Varma lands meyj um.
Hún var fjar ver andi þeg ar eitt
mót ið var hald ið og sendi þá
nokkr ar lín ur á samt vin konu
sinni, Únnu sem er ein nokk
urra skóla systr anna sem fall in
er frá. Þær birt ast hér að lok
um og einnig brag ur sem Guð
rún Tóm as dótt ir frá Skóg um,
ein náms meyj anna, orti. Í síð
ustu hend ing um brags ins er
t.d. minnst á spill ing una, sem
var kompa í kjall ar an um þar
sem náms meyj ar „ stálust“ til
að reykja. Ým is legt sem ein
kenndi stað inn er talið upp í
bragn um þar á með al sjopp an
hjá Þor geiri og orð ið „ barasta“
er trú lega til eink að „alt múlig
mann in um“ á Varma landi hon
um Didda.
þá
Varma lands meyj ar hitt ust í sex tíu ára út skrift araf mæli
Varma lands meyj ar í veit inga höll
verð um með ykk ur í anda
hug ljúf ar minn ing ar hrann ast sem fjöll
í hug okk ar munu þær standa.
Kveðja, Únna og Bogga.
Við sem að forð um kvödd ust eft ir kynni
sem kæta og verma enn þá marga stund
skál um í kvöld og skul um hafa í minni
að skemmi ekk ert góðra vina fund.
Við slóg um vef og sleif ar lét um hræra
og snið um líka barna föt in smá
því ang inn litli ekki mátti skæla
af því að skorti spjar ir kropp inn á.
Víst var hún Vig dís von lít il í fyrstu
að venja mætti þenn an stúlkna fans
sem úti í jepp um á kaft stráka kysstu
og einatt vildu stunda dufl og dans.
Í „spill ung una“ spör uðu ekki að koma
og spön uðu út í sjoppu Þor geirs til
og „ barasta“ þær voru svona og svona,
en samt ég engri þeirra gleyma vil.
Sex tíu ára út skrift ar meyj ar frá Varma landi við bar inn á Hót el Glymi.
Sig ríð ur Ein ars dótt ir, Sig rún Guð dís Hall dórs dótt ir og Guð rún Tóm as dótt ir frá
Skóg um, sem hef ur tek ið sam an mik ið af ljós mynd um frá náms ár un um á Varma
landi. Nokkr ar þeirra birt ast hér.
Sig ur borg Sig ur geirs dótt ir frá Bol ung
ar vík.
Unn ur Björns dótt ir og Ó lína Gísla dótt ir voru á nægð ar að hitt ast.