Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2010, Síða 12

Skessuhorn - 14.07.2010, Síða 12
Allt frá því ég heyrði minnst á Ólafsdal sem barn, hefur sá staður verið mér ofarlega í sinni. Ólafsdalur og nafn skólastjórans og eldhugans Torfa Bjarnasonar var sveipað einhverjum ævintýraljóma. Saga Ólafsdals og þeirra hjóna Guðlaugar Zakaríasdóttur og Torfa Bjarnasonar er mikil og mörgum kunn en hún lýtur þó sömu lögmál- um og aðrar slíkar, að ef henni er ekki viðhaldið hverfur hún smátt og smátt í djúp gleymskunnar. Hér ætla ég ekki að rekja sögu Ólafsdals- skólans, enda þykist ég vita að svo verði gert af öðrum aðilum í lengra máli en mér er ætlað í stuttu ávarpi. Um tíma leit út fyrir að Ólafsdalur væri með öllu heillum horfinn og hús og önnur mannvirki þar á staðnum myndu heyra sögunni til. Hefði svo farið hefðu mikil menningarverðmæti glatast og um leið stór þáttur í okkar þjóðarsögu – einkum hvað varðar íslenskan landbúnað. Því er framtak þeirra aðila sem vinna að endurreisn staðarins og halda á lofti minningu Torfa Bjarnasonar þakkarvert. Í mörg ár hafa áhugamenn um uppbyggingu í Ólafsdal gengið á fund ráðamanna og leitað eftir stuðningi. Það hafa ekki einungis verið heima- menn heldur og aðrir sem hafa hrif- ist af staðnum – séð þar möguleika og fyrir öllum hefur vakað að forða staðnum frá hruni og eyðileggingu. Ég ber þá von í brjósti að nú hafi tekist að koma þessum málum í farsælan farveg og Ólafsdalur muni um ókomin ár og gegna verðugu hlut- verki. Hvorki skortir áhugann né framtíðaráform og í þessu máli sem öðrum gildir að „πviljinn dregur hálft hlass.“ Við endurreisn Ólafsdals verður mönnum óefað oft hugsað til þeirra sem um staðinn gengu forðum daga. Ungir menn komu víðsvegar að af landinu, námu fræðin, kynntust nýjungum sem boðuðu framfarir og skólavistin gaf þeim vonir um bjart- ari tíma. Vígreifir gengu skólasvein- ar að verkum sínum – vor í lofti og glatt á hjalla. Mér koma í hug þessar ljóðahend- ingar Guðmundar Inga Kristjáns- sonar: Svona skein sólin í fyrra, síung og falleg og töfrandi mild. Menn gengu brúnir um brjóstið, bjuggu sig rétt eftir vild. Grasið var grænt eins og vonin. Gylltur var snjórinn á fjallanna brún. – Sólin var sálin í öllu, sólskin um hrjóstur og tún. Það er sumar og sólin leikur um Ólafsdal. Stytta á bæjarhólnum af þeim hjónum Torfa Bjarnasyni og Guðlaugu Zakaríasdóttur minnir á verk þeirra og sögu. Skólahúsið er reisulegt og verið er að skapa því þá umgjörð sem fyrrum var. Megi upp- bygging staðarins takast með sóma. Ég óska þeim sem standa að endurreisn Ólafsdals alls velfarnaðar í verkum sínum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason Í tilefni af 130 ára afmælis Ólafsdalsskólans Á Ólafsdalshátíð í fyrrasumar var dregin upp mynd af starf- seminni í Ólafsdal eins og hún gæti orðið eftir fjögur ár, sum- arið 2013. Lýst var margvíslegri nýtingu hlunninda s.s. eggja- tínslu, fuglaveiði og grasaferð- um, sveppa- og berjatínslu og ferðum í sölvafjöru. Þá var sagt frá endurreisn matjurtagarðs þeirra Guðlaugar og Torfa sem hlotið hafði lífræna vottun og rykið dustað af ýmsum gömlum hefðum í Dölum og Saurbæ, svo sem fyrstu kofnasúpu sumars- ins og skarfaveislum. Síðan voru reifaðar hugmyndir um fjölbreyttasta matjurtamarkað landsins þar sem afurðir garðsins voru til sölu svo og söl, þurrkaðir sveppir og ýmislegt annað góð- gæti. Ágóði af sölu á markaðnum rann til frekari uppbyggingar mat- jurtagarðsins sem gegndi marg- víslegu hlutverki. Í garðinum var ræktað flest það sem var í ræktun við skólann á árunum 1880 - 1907, hann var varðveislustaður gam- alla grænmetis- og nytjaplantna sem hætta er á að glatist úr rækt- un og þar fóru fram tilraunir með lítið ræktaðar tegundir s.s. sum- ar- og veturnæpur. Matjurtagarð- urinn þjónaði einnig sem skóla- garðar fyrir Vesturland og hluta Vestfjarða enda mun hugmyndin að skólagörðum vera runnin frá Ólafsdal. Árið 2013 var Ólafsdalur orðinn miðstöð námskeiða fyrir ostagerð og þar var verið að þróa blámyglu- ost úr sauðamjólk byggðan á upp- skriftum Ragnheiðar dóttur Torfa og Guðlaugar en hún lærði ostagerð í Danmörku. Væntu menn þess að geta fengið ostinn upprunamerkt- an frá Ólafsdal svo fátt eitt sé nefnt af því sem hugsanlega gæti orðið að veruleika árið 2013. Félagar í Ólafsdalsfélaginu létu sér ekki nægja að hlýða á upp- talningu alls þessa heldur hóf- ust handa við að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Strax haustið 2009 var byrjað að endur- reisa matjurtagarðinn. Til liðs við félagið komu garðyrkjumenn- irnir Ingólfur Guðnason í Engi og Vernharður Gunnarsson í garð- yrkjustöðinni Storð. Í október var haldið vestur og rúmlega 500 fm garður undir gamla bæjarhólnum í Ólafsdal plægður. Fyrir veturinn var borinn í hann malaðir kalkþör- ungar frá Kalkþörungaverksmiðj- unni á Bíldudal og þörungamjöl frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhól- um sem fyrirtækin létu góðfúslega í té endurgjaldslaust. Eru bæði þörungamjölið og kalkþörunga- mjölið vottað sem lífræn aðföng enda stefnt að því að garðurinn fái vottun sem lífrænn. Þann 5. júní síðastliðinn var svo verkinu haldið áfram, í blíð- skaparveðri var svæðið í kring- um garðinn girt af, garðurinn tættur og í hann borið fiskimjöl og meira kalk. Smíðaðir voru 6 vermireitir og síðan plantað for- ræktuðum matjurtaplöntum frá Engi, kartöfluútsæði sett niður og sáð og plantað í vermireitina. Til að mynda skjól voru gróðursettir rifsberja-, sólberja- og stikilsberj- arunnar, einnig skessujurt, pip- arrót og rabarbari. Í garðinn var síðan plantað hvítkáli, blómkáli, hnúðkáli, rauðkáli, kínakáli, næp- um, rauðrófum og gulrófum af stofninum Gunnar sem ræktað er af fræi sem talið er vera af sama stofni og notaður var í Ólafsdal. Afi Vernharðs í gróðrarstöðinni Storð, Vernharður Gunnarsson, var nem- andi í Ólafsdal 1888 og hélt við stofninum. Gekk hann áfram til Gunnars, sonar Vernharðs sem var garðyrkjumaður í Grænuhlíð í Reykjavík. Sonarsonur Vernharðs og nafni, garðyrkjumaður í Storð, hefur síðan haldið stofninum við. Í vermireitina var plantað ýms- um salattegundum og kryddjurtum og að lokum settar niður kartöflur. Þess er vænst að hægt verði að gæða sér á afurðum úr garðinum á Ólafsdalshátíðinni 9. ágúst. Ólafsdalsfélaginu þætti mikill fengur í upplýsingum um gamla stofna sem verið hafa í ræktun á Vesturlandi og Vestfjörðum, ekki síst um gömul kartöfluafbrigði eða rófur af eigin frærækt. Einn- ig væri forvitnilegt að fá fréttir af gömlum plöntum í görðum, t.d. skessujurt, piparrót, rabarbara, gömlum berjarunnum eða villilauk sem fundist hefur á Vesturlandi. Hvers kyns upplýsingar um garðrækt í Ólafsdal eða á Vest- urlandi væru einnig vel þegnar. Endurreisn matjurta- garðsins í Ólafsdal Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur Árið 1994 var skólahúsið í Ólafsdal hætt komið sökum vanhirðu. Því skipaði Búð- arsamband Dalamanna nefnd í júní það ár. Ólafsdalsnefnd skipuðu í upphafi: Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, til- nefndur af Búnaðarfélagi Ís- lands, Sturlaugur Eyjólfsson, Efri-Brunná, tilnefndur af Búnaðarfélagi Dalamanna og Björn Þorláksson, tilnefndur af landbúnaðarráðuneytinu. Inn í nefndina komu síðan Bjarni Ásgeirsson í Ásgarði og Magnús Ásgeirsson á Fells- enda. Viðgerðir á húsinu stóðu 1995- 1996. Gert var við fúaskemmdir, sem voru furðulitlar. Síðan var skipt var um allt járn auk þess sem allir gluggar voru smíðaðir nýir eða endurnýjaðir að hluta. „Þetta verk var fyrst og fremst unnið í því skyni að bjarga frá eyðingu helstu sýnilegu minjum um starf eins mesta afreksmanns sem starfað hefur að viðreisn þá- verandi aðalatvinnuvegar lands- manna, landbúnaðarins. Þetta er í sjálfu sér fullgildur tilgangur, og ekki nema skyldug viðurkenn- ing á starfi Torfa Bjarnasonar og gildi þess fyrir land og þjóð. [...] Trúlegt er að einhverjum finnist ástæðulaust að gera við eða byggja upp gömul hús eins og í Ólafsdal. En ég tel að það séu mikil menningarverðmæti í Ólafsdal, og að það sé okkur ekki vansalaust að láta þau grotna niður og verða ónýt. Það er mik- ið talað um að auka ferðaþjón- ustu, fá fleiri ferðamenn til að koma hingað. Til þess að fá þá til að stoppa hjá okkur, að þeir keyri ekki bara hér í gegn verð- um við að hafa eitthvað að sýna þeim. Þar held ég að Ólafsdalur geti gegnt mikilvægu hlutverki í framtíðinni.“ Ólafsdalsnefnd lauk form- lega störfum í september 1998. Án starfa hennar er hætt við að skólahúsið í Ólafsdal hefði orðið eyðingaröflunum að bráð. Heimild: Sturlaugur Eyjólfsson: Minnisblað vegna Ólafsdals. Efri Brunná, 14. apríl 1997. Ólafsdalshúsinu bjargað 1995-1996 Frá vinnu við matjurtagarðinn. (RG) Frá fyrstu Ólafdalshátíðinni í ágúst 2008.(RG)

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.