Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2010, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 11.08.2010, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST „Ég á ræt ur á Vest ur landi. For eldr­ ar mín ir bjuggu í Reyk holts dal en fað­ ir minn Jónas Árna son og móð ir mín Guð rún Jóns dótt ir, bjuggu þar í mörg ár, fyrst í Reyk holti og síð an á Kópa­ reykj um,“ seg ir Árni Múli Jón as­ son sem fyr ir stuttu var ráð inn bæj ar­ stjóri á Akra nesi til næstu fjög urra ára. Hann mun byrja í bæj ar stjóra starf­ inu um miðj an sept em ber og ljúka á þeim tíma störf um sem fiski stofu stjóri. „Ég var því sem barn og ung ling ur mik ið í Borg ar firð in um og er þannig séð Vest lend ing ur, að minnsta kosti í aðra rönd ina. Kon an mín, Arn heið­ ur Helga dótt ir, er frá Snældu beins­ stöð um í Reyk holts dal, dótt ir þeirra hjóna Helga Magn ús son ar og Ragn­ hild ar Gests dótt ur sem nú er lát in. Við Arn heið ur rák um einnig Eddu hót­ el í nokk ur sum ur á árum áður, með­ al ann ars í Reyk holti.“ Vildu kom ast í fjöl skyldu- vænt um hverfi Árni Múli flutt ist síð an úr Reyk­ holts daln um til Reykja vík ur til þess að fara í skóla. Hann lauk stúd ents prófi frá Mennta skól an um í Reykja vík og lauk BA gráðu í ís lensku frá Há skóla Ís lands. „Eft ir það fékkst ég með­ al ann ars við ís lensku kennslu en það blund aði alltaf í mér að fara í lög fræð­ ina. Þeg ar tæki færi gafst fór ég því aft­ ur í há skól ann og tók lög fræði próf og síð an fór ég í meist ara nám árið 2004 í al þjóð leg um mann rétt inda lög um við há skól ann í Lundi í Sví þjóð. Þar bjugg­ um við Arn heið ur í eitt og hálft ár með þrjú börn. Ég hef unn ið á nokkrum stöð um sem lög fræð ing ur, með al ann­ ars hjá sýslu mann in um í Kópa vogi, um boðs manni Al þing is, sjáv ar út vegs­ ráðu neyt inu, Rauða krossi Ís lands og á Fiski stofu. Fyr ir ári síð an var ég svo ráð inn fiski stofu stjóri eft ir að hafa ver­ ið að stoð ar fiski stofu stjóri í nokk ur ár.“ Árni Múli hef ur þó ekki ein ung is unn­ ið skrif stofu störf á sín um ferli því á skóla ár un um vann hann nokk ur sum­ ur í hval stöð inni í Hval firði og þá hef­ ur hann einnig mig ið í salt an sjó. „Eft ir að við kom um heim frá Sví­ þjóð tók um við fljót lega á kvörð un um að flytja úr vest ur bæ Reykja vík ur upp á Akra nes. Við höf um á kveð in tengsl hing að en Arn heið ur var hér í fjöl­ brauta skól an um og Ing unn syst ir mín hef ur mjög lengi ver ið hér með ann an fót inn og stund um báða. Við vild um kom ast í þægi legt um hverfi þar sem væri gott að ala upp börn en við eig­ um nú fjög ur börn á aldr in um tveggja til 15 ára. Krakk arn ir una sér vel hér í skól um sem og í skáta starfi, í þrótt um og tón list ar námi. Arn heið ur fékk starf sem sér kenn ari í Brekku bæj ar skóla og er mjög á nægð í þeirri vinnu. Ég hef hins veg ar sótt vinnu til Reykja vík ur en það er ekki verra að vera kom inn með vinnu á þeim stað sem ég bý.“ Ekki flokkspóli tísk ur um- sækj andi Það var sam hljóða nið ur staða bæj­ ar ráðs á fundi 29. júlí síð ast lið inn að leggja til við bæj ar stjórn að Árni Múli yrði ráð inn sem bæj ar stjóri Akra ness. „Þeg ar ég sá starf ið aug lýst þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég taldi mig hafa gagn lega mennt un, reynslu og hæfni fyr ir þetta starf en ég var þó að sjálf sögðu mátu lega bjart sýnn á að fá starf ið því mjög marg ir hæf ir ein stak­ ling ar sóttu um það. Ég hef alltaf haft á huga á sam fé lags mál um og stjórn­ mál um og þó al veg sér stak lega mann­ rétt ind um. Ég var ekki flokkspóli tísk­ ur um sækj andi, ef svo má að orði kom­ ast, og fannst mér mjög á nægju legt að all ir flokk ar í bæj ar stjórn skyldu vera hlynnt ir ráðn ingu minni. Það er ekki þar með sagt að ég þyk ist haf inn yfir póli tík, síð ur en svo. Ég er auð vit­ að ráð inn til að vinna fyr ir meiri hlut­ ann sem hef ur valdumboð frá kjós­ end um og er ég því fram kvæmda stjóri þeirra sem vald ið hafa. Ég lít þó fyrst og fremst á mig sem þjón allra Ak ur­ nes inga, burt séð frá því hvar þeir hafa kross að á kjör seðl ana í kosn ing um. Þeir, sem treyst er til að fara með vald í sam fé lags mál um, eiga að sjálf sögðu að vinna fyr ir alla jafnt, al gjör lega burt séð frá því hvaða póli tísku skoð an ir þeir hafa.“ Frá fólk inu fyr ir fólk ið „Ég hef á huga á góðri stjórn sýslu, sam fé lags mál um og mann rétt inda mál­ um. Ég lít á starf ið sem stjórn sýslu starf í al manna þágu og mun ég leit ast við að hafa það á vallt að leið ar ljósi. Sem íbúi í sam fé lag inu tel ég mjög mik il vægt að vel sé hlúð að grund vall ar þjón ust unni. Akra nes get ur og á að vera gott fjöl­ skyldu sam fé lag. Þeir sem fara með al­ manna fé verða að sjálf sögðu að vera mjög ráð deild ar sam ir og horfa í hverja krónu og ekki síst þess vegna er afar mik il vægt að huga vel að for gangs röð­ un verk efna. Um hverf ið hér er eft ir­ sókn ar vert og þægi legt, ekki síst fyr ir fjöl skyldu fólk. Það þarf að styrkja það sem er gott og bæta það sem bet ur má fara. Ég tel það vera lyk il at riði í fjöl­ skyldu vænu sam fé lagi að þar séu góð­ ir skól ar og metn að ur og vilji til þess að bjóða börn um og ung ling um upp á upp byggi lega frí stunda iðk un. Þar má nefna mögu leika til fjöl breyttr ar í þrótta iðk un ar og tón list ar náms. Hér er margt í þess um efn um í mjög góðu lagi en samt má alltaf eitt hvað bæta. Við þurf um að vera mjög vak andi fyr ir nýj um mögu leik um. Það þarf að huga vel að hags mun um at vinnu lífs ins. Við verð um að verja það og styrkja sem hér er gott og blóm legt í þeim efn um og leita jafn framt leiða til að gera at vinnu­ mögu leik ana fjöl breytt ari. Það hlýt ur til að mynda að vera mark mið að þeir sem hafa mennt að sig eða sér hæft með öðr um hætti eigi kost á á huga verð um störf um því að þannig má halda ungu og dug miklu fólki á svæð inu. Mér sýn­ ast þeir sem sitja í bæj ar stjórn vera mjög klár ir á þessu öllu, þeir fara með vald í um boði al menn ings og það vald á að nota í al manna þágu og til að gæta hags muna al menn ings. Mér finnst þeirra á hersl ur mjög mik il væg ar og geð felld ar.“ Fengi ekki mik ið á horf Að spurð ur um helstu á huga mál in seg ir Árni Múli: „Það er auð vit að hálf­ væm ið og klisju kennt að segja það en sam veru stund ir með fjöl skyld unni eru á huga mál mitt núm er eitt. Þeg ar mað­ ur eign ast börn breyt ast á hersl urn ar í líf inu. Þú ert ekki leng ur að al mað­ ur inn. For gangs röð un in breyt ist og mað ur vill vera þar sem börn un um líð­ ur vel.“ En Árni Múli nefn ir einnig önn ur á huga mál. „Ég hef á huga á í þrótt um og fylgist til dæm is með fót bolt an um. Sjálf ur reyni ég að hreyfa mig reglu­ lega. Ég les líka tölu vert, mest sögu legt efni og svo finnst mér á gætt að glápa á glæpa þætti og bíó mynd ir. Og svo eru það auð vit að mann rétt inda mál in sem eru hvoru tveggja á huga mál og lífs­ skoð un. Ég hef unn ið bæði fyr ir Am­ nesty International og Rauða kross inn og var um tíma for mað ur Ís lands deild­ ar Am nesty. Ann ars reyni ég að lifa ein földu og hvers dags legu fjöl skyldu­ lífi. Ef það yrði gerð ur raun veru leika­ þátt ur um mig fengi hann ekki mik ið á horf,“ seg ir Árni Múli að lok um og hlær. ákj Sveinn Páls son nýráð inn sveit­ ar stjóri Dala byggð ar skrif aði und ir ráðn ing ar samn ing inn á Ung linga­ lands móti UMFÍ í Borg ar nesi um versl un ar manna helg ina. Sveinn er 48 ára gam all bygg ing ar verk fræð­ ing ur, kvænt ur Soff íu Magn ús dótt­ ur skóla liða og eiga þau þrjá syni; Magn ús Orra há skóla nema, Sölva Hrafn mennta skóla nema og Pál Andra 11 ára en hann tek ur stefn­ una á knatt spyrnu lið Dala manna í vet ur. Und an far in átta ár hef ur Sveinn ver ið sveit ar stjóri og bygg­ inga full trúi í Mýr dals hreppi, en starf aði áður sem verk fræð ing ur og bygg inga full trúi. „Mér líst afar vel á starf ið og sveit ar fé lag ið. Hing­ að til hef ég ein ung is ver ið ferða­ mað ur á Vest ur landi en ég hlakka til að flytja í Dala byggð og takast á við þau verk efni er þar bíða,“ sagði Sveinn en hann kem ur til starfa 23. á gúst næst kom andi. Lax dæla næst á nátt borð ið Sveinn Páls son var val inn úr stór­ um hópi um sækj enda og tek ur við af Grími Atla syni sem ver ið hef­ ur sveit ar stjóri í Dala byggð und­ an far in tvö ár. „Ég hef búið í Vík í Mýr dal síð ast lið in 15 ár en þar er ég fædd ur og upp al inn. Ég hef ver­ ið sveit ar stjóri í Mýr dals hreppi síð­ ast lið in átta ár en þar áður bjó ég í Sví þjóð í sex ár við nám og störf. Ég hyggst standa mig vel í þessu starfi og vinna vel að þeim mál um sem sveit ar stjórn ar menn leggja á hersl­ ur á. Í Dala byggð hef ur til dæm­ is ver ið lögð mik il á hersla á menn­ ing ar tengda ferða mennsku. Mér finnst þetta mjög spenn andi við­ fangs efni og hef á huga á að at huga hvort það sé ekki hægt að gera meira í þeim mál um. Það er auð vit­ að mik il saga á svæð inu. Ætli Lax­ dæla sé ekki næsta bók á nátt borð­ ið?“ sagði Sveinn og hló. „Mér sýn­ ist menn hafa hald ið vel á mál um í Dala byggð og það er eng inn sér­ stak ur vand ræða gang ur í stjórn­ sýsl unni. Ég á samt eft ir að kynn­ ast mál un um í sveita fé lag inu bet ur. Þó geri ég ráð fyr ir að með fyrstu verk um mín um verði end ur skoð un á fjár hags á ætl un árs ins og vinna að á ætl un næsta árs.“ Hugs an leg ir tón leik ar í Leifs búð Sveinn er að eig in sögn gam­ all rokk ari og hef ur spil að á gít ar í hljóm sveit inni Granít um ára tuga­ skeið. „Við spil um að al lega gam alt og gott rokk og ról og erum orðn­ ir heims fræg ir í Vík í Mýr dal,“ sagði hann og hlær. Sveinn seg­ ist þó enn eiga eft ir að leysa vand­ ann sem kem ur upp í hljóm sveit­ inni þeg ar hann flyt ur. Að spurð­ ur hvort það séu ekki bara tón leik­ ar framund an í Leifs búð seg ir hann það alls ekki úti lok að. „Við vor um að taka upp nokk ur lög í vor og það get ur vel ver ið að við höld um tón­ leika og kynn um nýju lög in í Dala­ byggð. Á samt tón list inni hef ég einnig gam an að því að fara út að ganga. Ég fer í tveggja til þriggja daga göngu ferð ir með vina fólki á hverju ári og vildi gera meira af því. Á þessu nýja lands svæði er ör ugg­ lega fullt af fram andi hol um, hæð­ um og fjöll um sem gam an verð ur að skoða.“ Hlakk ar til að kynn ast fólk inu í Döl um „Fyr ir um níu mán uð um tók ég á kvörð un um að þetta væri orð­ ið á gætt hjá mér í Mýr dals hreppi. Það hafa all ir gott af því að breyta til en að mínu mati eiga menn ekki að sitja of lengi í þess ari stöðu. Ég var póli tískt kjör inn fyr ir sunn an og var ekki í fram boði leng ur. Í fyrstu hugð ist ég hverfa aft ur til fyrri starfa sem bygg inga verk fræð ing ur en á tím um sem þess um er lít ið gera í þeim geira. Ég á kvað þá að nýta reynslu mína í sveit ar stjórn ar mál­ um og sótti um sveit ar stjóra stöð ur hér og þar um land ið en ekki ein­ ung is í Dala byggð. Ég hlakka hins veg ar til að koma og kynn ast fólk­ inu á staðn um og takast á við verk­ efni sveit ar fé lags ins,“ sagði Sveinn að lok um. ákj Mýr dæl ing ur og rokk ari sest ur í sveit ar stjóra stól Dala byggð ar Sveinn Páls son skrif aði und ir ráðn ing ar samn ing inn á Ung linga lands móti UMFÍ í Borg ar nesi um versl un ar manna helg ina. Ing veld ur Guð munds dótt ir, for mað ur byggða ráðs, skrif aði und ir samn ing inn fyr ir hönd sveit ar fé lags ins. Sveinn Páls son nýráð inn sveit ar stjóri Dala byggð ar. Hef ur á huga á góðri stjórn sýslu, sam fé lags- og mann rétt inda mál um Rætt við Árna Múla Jón as son nýráð inn bæj ar stjóra á Akra nesi Árni Múli Jón as son nýráð inn bæj ar stjóri á Akra nesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.