Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2010, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.12.2010, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER Þátttakendur Verkefni Björk Harðardóttir, Ásvegi 9, 311 Hvanneyri Uppspretta –Lífið og gleðin Matar- og handverkssamlag í Borgarfirði Rósa Emilsdóttir, Sóltúni 3, 311 Hvanneyri Silfurrós Skartgripir úr silfri með öllu sem tilheyrir hestum. Bindisnælur, hálsmen, eyrnalokkar. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum Reykholtsdal, 320 Reykholt Tjald – og frístundasvæði að Grímsstöðum, Reykholtsdal. Staður sem ferðast með þig aftur í tímann og vekur upp bernskuminningar. Óhefðbundið tjaldstæði í sögulegu umhverfi. Pauline McCarthy, Skagabraut 25, 300 Akranesi PROJECT 12 Ljósmynda- og listasamkeppni þar sem þátttakendur taka landslagsmynd kl. 12 á hádegi 12. dag hvers mánaðar ársins 2012. Viðfangsefnið er alltaf það sama en framrás tímans breytir ásýnd þess. Unnur Ásta Hilmarsdóttir, Blönduhlíð Dalasýslu, 371 Búðardalur Hurðarbak Gisting í torfbæ í 19. aldar stíl, fjarri áreiti nútímans. Tækifæri til að ferðast aftur í söguna og upplifa og fræðast um aðstæður forfeðranna. Magnús Hannesson, Eystri- Leirárgörðum Hvalfjarðarsveit, 301 Akranes Bugavirkjun Lítil vatnsaflsvirkjun er hagkvæmur kostur og í sátt við umhverfið. Afl einkum nýtt til eigin heimilis og rekstrar. Laufey Valsteinsdóttir, Kvíum II Þverárhlíð, 311 Borgarnes Prófarkalesarinn Áreiðanleg og persónuleg þjónusta við nema og smærri fyrirtæki með vandvirkni, nákvæmni og skýrar verklagsreglur að leiðarljósi. Ingunn Hrefna Albertsdóttir, Holti Snæfellsnesi, 311 Borgarnes Ljósaskilti, Auglýsingamiðill í Holti á Vegamótum Snæfellsvegar og Vatnaleiðar Valgerður Hrefna Birkisdóttir, Vegamótum Snæfellsnesi, 311 Borgarnes Vegamót á Snæfellsnesi – þjónusta í þjóðbraut þvera Mótel með 13 tveggja manna herbergjum með baði. Staðsetning við krossgötur er kjörin fyrir þá sem vilja upplifa undur Snæfellsness. Þóra Kristín Magnúsdóttir, Hraunsmúla Staðarsveit, 356 Snæfellsbær Íslenskar lækningajurtir Bestu lyfin eru á næstu grösum. Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni Staðarsveit, 356 Snæfellsbær Sögufylgja Sögufylgja les gamlar og nýjar sögur úr landslaginu á Snæfellsnesi og ljær ósýnilegu landslagi líf. Hægt er að velja um mismunandi útfærslur eða fá sérsniðna söguferð. Katharina Kotschote, Hofsstöðum Eyja- og Miklaholtshreppi, 311 Borgarnes Sveitaverslunin að Hofsstöðum Verslun og vottað framleiðslueldhús. Afurðir búsins unnar og seldar beint frá býli auk umboðssölu á vörum annarra framleiðenda á svæðinu. Eygló Kristjánsdóttir, Stóra-Kambi Breiðuvík, 356 Snæfellsbær Hestaleigan Stóra-Kambi Sögutengdir reiðtúrar, boðið eru upp á eins og hálfs tíma og þriggja tíma ferðir. Riðið er í einstaklega fallegri náttúru með ströndinni og saga staðarins rakin. Í lengri ferðinni er boðið heimabakkelsi þegar heim er komið. Hestaleigan mun hefja starfsemi í júní 2012. Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum Hellnum, 356 Snæfellsbær Samkomuhúsið á Arnarstapa Hýsir ýmsa menningarstarsemi tengd svæðinu undir Jökli með áherslu á minja- og listsýningar. Veitingar sem byggja á íslenskri matarhefð. Upplýsingaþjónusta fyrir þá sem heimsækja Arnarstapa og nágrenni. Sautján ljúka námskeiðum Vaxt ar sprota verk efn is ins Hópurinn sem útskrifaðist úr Vaxt ar sprota verk efn inu ásamt verkefnisstjórum. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir. Mánudaginn 6. des em ber var hald in uppskeruhátíð Vaxt ar­ sprota verk efn is ins í félagsheimilinu Breið abliki á Snæfellsnesi. Þar luku 17 vest lensk ir ein stak ling ar námskeiðum á veg um verk efn is ins en frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína árið 2007 hafa 164 lokið námskeiðum þess. Þátt tak­ end ur vinna all ir að ákveðnum viðfangs efn um sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangs efni meðal ann ars á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Markmið hátíðar­ inn ar var að vekja at hygli á verk­ efn um þ eirra sem tekið hafa þátt í verk efn inu á Vest ur landi und an­ farn ar vik ur. Styðja við fjölbreytta atvinnusköpun Vaxt ar sprot ar er stuðnings verk­ efni sem hef ur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveit um lands­ ins. Verkefnið er á veg um Impru á Nýsköpunarmiðstöð Ís lands og Framleiðnisjóðs landbúnaðar ins og hef ur komið til framkvæmdar víða um land. Framkvæmd verk efn is ins á Vest ur landi var unn in í sam vinnu við Búnaðarsamtök Vest ur lands, Samtök sveitarfélaga á Vest ur landi og Símenntunarmiðstöðina á Vest­ ur landi. Þátt tak end um í verk efn inu hef ur staðið til boða margvíslegur stuðning ur svo sem námskeið um stofn un og rekst ur fyrirtækja og ein stak lings bund in leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynnt ir. “Ég hefði ekki trúað því hvað þetta er rosa lega gott fyr ir mann. Ég hef rekið Vegamót í lang an tíma og gengið ágætlega og hélt því að svona lagað væri óþarft. En ég sé núna hvað ég hef fengið mikla innsýn í hlut ina, það er margt sem þarf að hugsa um og margt sem þarf að gera áður en framkvæmdir hefj ast. Þetta var þess virði og ég hvet alla sem hafa tök á að fara á námskeið hjá Vaxtarsprotum,” sagði Hrefna Birkisdóttir á Vegamótum á Snæfellsnesi. Hrefna stefn ir á að opna 13 her bergja gistiaðstöðu, mótel, að Vegamótum ásamt því að bæta við aðstöðu fyr ir starfsfólk, þvottaaðstöðu og 60 manna sal þar sem hægt verður að halda fundi, ættarmót og aðrar sam­ kom ur. Þetta er allt fyr ir utan veitingasöluna sem nú þegar er til staðar á Vegamótum. “Við eig­ um allt þetta húsnæði til en því þarf að breyta og laga. Hefði ég ekki tekið þátt í þessu verk efni hefðu þess ar framkvæmdir tekið mun lengri tíma, mik il for vinna er þegar búin. Nú er kom inn hug­ ur í mig og í fram hald inu stefni ég á að lengja opnunartímann. Það verður jafn vel opið hjá okk­ ur allt árið.” Hrefna vill að lok um óska öll um hin um vaxt ar sprot un­ um góðs geng is með sín verk efni og von ar að þau verði öll að veru­ leika líkt og hún stefn ir á að gera með sitt. Þá vildi hún einnig þakka stjórnendum Vaxt ar sprota fyr ir þetta gífurlega góða tækifæri. “Mér þóttu námskeiðin á veg­ um Vaxt ar sprota mjög skemmti leg, áhugaverð og fjölbreytt. Við vor um með góða kenn ara sem voru dug­ leg ir að benda okk ur á leiðir sem hægt er að fara. Þau eru mjög fróð um allt sem kem ur að því að stofna nýtt fyrirtæki og vita hvert best er að leita. Ég fékk svör og lausn ir við öllu því sem ég stoppaði á. Við feng um gríðar lega mikið af upplýsing um og hjálp við að gera viðskiptaáætlun og rekstraráætlun,” sagði Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir að Grímsstöðum í Reyk holts dal. Hún stefn ir á að opna tjaldsvæði ásamt eig in manni, for eldr um og systk in­ um á jörðinni, sem er næsta jörð vest an við hið sögufræga Reyk­ holt þar sem talið er að 130 þúsund ferð amenn eigi viðkomu á hverju ári. Á tjaldstæðinu á Grímsstöðum yrði að sjálfsögðu leiksvæði fyr ir börn en þó með frábrugðnum hætti en geng ur og ger ist. “Ég ætla að hafa öðruvísi leiktæki en ekki þessi hefð bundnu sem þekkj ast á flest um tjaldstæðum. Þau verða í anda þess sem við fullorðna fólkið lékum okk­ ur að þegar við vor um krakkar.” Jóhanna Sjöfn er fædd og upp­ al in í Reyk holts dal. Hún hafði þó ekki búið þar síðan hún var tvítug fyrr en fyr ir stuttu að hún fór að reka Hönnubúð í Reyk holti. Fjölskyldan hafði búið í Nor egi í nokk ur ár en ákvað að söðla um og flytja á æskuslóðir henn ar. “Ég hef unnið við ferðaþjónustu alla tíð og hef alltaf fund ist vanta tjaldsvæði og afþr ey ingu fyr ir börn í Reyk­ holti. Hér er alltof lítið gert fyr­ ir ferðamann inn og alltof marg­ ir aka hér í gegn og stoppa frek ar í Húsafelli eða Fossatúni. Með þessu móti stoppa von andi fleiri í Reyk­ holti og eiga hér góðar stund ir með fjölskyldunni,” sagði Jóhanna Sjöfn að lok um. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir: Tjald – og frístundasvæði að Grímsstöðum í Reyk holts dal Hrefna Birkisdóttir: Þjónusta í þjóð braut á Vegamótum Erla Sigurðardóttir verkefnisstjóri og Kjart an Ólafs son stjórnarformaður Framleiðnisjóðs af hentu Kathar- inu Kotschote á Hofsstöðum viður- kenn ingu fyr ir góðan árang ur á námskeiðinu. Ljósm. Elín Aradóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.