Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2011, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 19.10.2011, Blaðsíða 13
Föstudagur 21.október Kl. 14:00 Lambhrútasýning í Norðurhólfi og opin fjárhús í Klifmýri á Skarðsströnd. Að Klifmýri mæta til leiks best dæmdu lambhrútar í Norðurhólfi og gefst okkur gott tækifæri til að koma og líta á þá, jafnvel fá aðeins að pota og þukla þá og dæma eftir okkar ágæta höfði. Að Klifmýri eru hefðbundin fjárhús með landnámsgörðum, en settar hafa verið upp gjafagrindur í hlöðunni. Hrútadómarar verða að vanda þeir Jón Viðar Jónmundsson og Lárus G. Birgisson. Kl. 19:30. Er svo komið að hinni geysivinsælu sviðaveislu, hagyrðingum og harmonikkudansleik Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fl. tengt sviðaveislu. Hagyrðingar verða Helgi Björnsson Snartarrstöðum, Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson (betur þekktur sem Stera Pétur), Guðrún Jónína Magnúsdóttir Smábæ í Borgarfirði, Helga Guðný Kristjánsdóttir Botni í Súgandafirði. Stjórnandi verður Bjarni Harðarsson. Um harmonikkudansleik sér hinn eini sanni og síungi Geirmundur Valtýsson ásamt sínum strákum. Já nú skal sko dustað rykið af gömlu og góðu dans- skónum, 16 ára aldurstakmark á dansleik. Miðapantanir á sviðaveislu hjá Gunnu á Háafelli í síma: 866-5194 eða 434-1368 Frá kl: 9 - 13, dagana 13. – 18. okt. 2011 Aðgangseyrir er 4.000 krónur. Laugardagur 22. október Kl. 10:00 Lambhrútasýning í Suðurhólfi og opin fjárhús að Hömrum í Haukadal Þar mæta til sýnis og dóms best dæmdu lambhrútar í suðurhólfi. Endilega komið, brettið upp erm- arnar og þuklið aðeins á þessum gripum og vitið hvort þið séuð sammála endanlegum dómum sem kveðnir eru upp af þeim Jóni Viðari og Lárusi. Á Hömrum eru hefðbund in fjárhús með görðum, nýtt gólf er á öllum húsunum - allt plastað. Kl. 10:00 Opna UDN hrútamótið í innanhúsknattspyrnu að Laugum í Sælingsdal Þar er öllum frjálst að mæta með sitt lið og sýna getu, færni og prúðmennsku sinna manna. Skráningargjald á hvert lið verða 4000 kr. Allar nánari upplýsingar og skrán- ing er hjá Ásbirni í síma 691-3393 og hjá Kristjáni Gauta í síma 844-7247. Reiðhöll opnar kl.13:00 Kl. 14:00 Meistaramót Íslands í rúningi Þar leiða saman klippur sínar heitustu og sveittustu rúningsmenn og konur landsins. Nú er bara að spíta í lófana, brýna kambana, skrá sig og það kemur í ljós hvar þú stendur meðal okkar fremstu klippara. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann besta. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 18. október til Hönnu Siggu á netfangið hannasigga@audarskoli.is eða Jón Egill í síma 848-8918 eða á netfangið jonegillj@visir.is, úrslit og verðlaunaafhending að keppni lokinni. Kl.13:00 Ullarvinnsla Þar sem konur úr Dölum verða með sýningu á ullarvinnslu og hægt verður að taka í rokk! Kl.13:00- 15:30 Prjónasamkeppni FSD Prjónasamkeppnin verður nú í þriðja sinn í tengslum við haustfagnað FSD fyrsta vetrardag. Sú breyting verður nú á að keppt verður í tveimur flokkum. Flokki fullorðinna og auk þess flokki barna 16 ára og yngri. Í ár snýst keppnin um að að prjóna fylgihluti og að sjálfsögðu úr íslenskri ull. Þá er bara að láta hugmyndaflugið njóta sín, taka fram prjónana og hefjast handa. Skráning í prjónasamkeppnina verður í Reiðhöllinni. Úrslit verða kynnt í samstarfi við Ístex um kl 16:00 og eru vegleg verðlaun fyrir frumlegustu flíkurnar. Kl. 13:00 Vélasýning Þar koma saman nokkur fyrirtæki og sýna okkur helstu og nýjustu tæki og tól sem viðkoma landbúnaðarstörfum. Kl. 13:00 Markaður opnar. Þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu kaffi, málverk, skartgripir og ullarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Endilega ef þú lumar á einhverju sem þú vilt losna við og mögulega heldur að aðrir vilji kaupa eða vilt bara sitja þar og sýna þig, skaltu hafa samband við Hönnu Siggu á Stóra Vatnshorni í síma. 847-9598 eða á netfangið hannasigga@audarskoli.is Endilega takið með ykkur borð undir ykkar varning. Kl.14:00-16:00 Barnadagskrá þar sem upprennandi bændur spreyta sig í þrautum og leikjum undir leiðsögn Skátafélagsins Stíganda. Kl.18:30 Grillveisla og verðlaunaafhending í Dalabúð Þar verður að sjálfsögðu grillað íslenskt lambakjöt. Bestu lambhrútarnir í Dalasýslu verða verðlaunaðir, verðlaunaðar verða bestu ærnar úr 2006 árgangnum. Drengjakór Hafnarfjarðar syngur nokkra sveitasöngva. Einnig verða myndasýningar frá síðustu vísinda- og menningarferðum okkar í FSD, en í ár var farið til Skotlands. Grín, söngur og gaman verður einnig á matseðlinum. Aðgangseyrir 1500 kr. á mann en frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum. Kl. 00:00. Í Dalabúð Lýkur svo hefðbundinni dagsskrá Haustfagnaðar með stórdansleik þar sem drengirnir í Svörtum fötum munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 2500 kr. - 16 ára aldurstakmark. Nánari upplýsingar á www.dalir.is Hlökkum til að sjá ykkur. Góða skemmtun! Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu. Munum að klæða okkur eftir veðri. Ullin yst sem innst, það er allra best. Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru: Dalabyggð, KVH afurðir, KS Sauðárkróki, Sláturfélag Suðurlands, SAH afurðir, Ísbú, Ístex, KM þjónustan, Rjómabúið Erpsstöðum, Radisson SAS, Landssamtök saufjárbænda. S K E S S U H O R N 2 01 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.