Skessuhorn - 14.12.2011, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER
Vaxt ar samn ing ur Vest ur lands
tók til starfa um mitt ár 2007 og
hef ur síð an styrkt fjölda verk efna á
Vest ur landi bæði með fjár fram lög
um og ráð gjöf. Vaxt ar samn ing ur
inn hef ur frá upp hafi ver ið rek inn
und ir hatti Sam taka sveit ar fé laga á
Vest ur landi og verk efn is stjóri hans
er Torfi Jó hann es son.
Að sögn Torfa var í upp hafi lögð
mik il á hersla á stuðn ing við klasa
sam starf og stærri sam starfs verk
efni. „Sum þess ara verk efni hafa
síð an öðl ast sjálf stætt líf og önn
ur ekki, eins og geng ur, en að al at
rið ið er að fólk kom sam an og fór
að ræða um sam eig in leg á herslu
at riði og móta sam eig in lega fram
tíð ar sýn. Við erum enn þá að styðja
við klasa starf og til dæm is er heil
mik ið að ger ast núna í Hval firði og
Kjós en eft ir hrun ið 2008 þá fór um
við að leggja meiri á herslu á verk
efni sem stuðla með bein um hætti
að at vinnu sköp un,“ seg ir Torfi.
„Við ger um enn þá kröfu um þrjá
eða fleiri sam starfs að ila í hverju
verk efni fyr ir sig, en klasa starf er
ekki meg in á herslu at rið ið. Þannig
reyn um við að verða að sem mestu
gagni fyr ir ný sköp un ar starf á Vest
ur landi.“
Torfi seg ir að um fang Vaxt ar
samn ings ins sé svip að og ver ið hef
ur, eða um 2025 millj ón ir á ári.
„Við höf um hag rætt mik ið í um
sýslu og nú er svo kom ið að SSV
ber all an kostn að af rekstri og seta í
verk efn is stjórn er ó laun uð. Þannig
náum við að láta fjár muni skatt
borgar anna nýt ast sem best fyr ir
at vinnu líf ið á Vest ur landi.
Þess ber að geta að Vaxt ar samn
ing ur Vest ur lands hef ur ekki það
form á um sókn um um styrki að
hafa fasta út hlut un ar tíma, en af
greið ir þess í stað um sókn ir jafn
óð um og þær ber ast. Fund ir eru
haldn ir 45 sinn um á ári.
mm
Vaxt ar samn ing ur Vest ur lands hef ur kom ið
að fjölda verk efna á fjór um árum
„Heil mik ið er að ger ast núna í Hval firði og Kjós,“ seg ir Torfi m.a. Á þess ari mynd
úr Hval firði sést Saur bæj ar kirkja í for grunni og stór iðj urn ar á Grund ar tanga fjær.
Ljósm.: hb
Torfi Jó hann es son, verk efn is stjóri
Vaxtarsamningur Vesturlands
tók til starfa um mitt ár 2007 og
hefur síðan styrkt fjölda verkefna
á Vesturlandi. Hér er yfirlit um
þau verkefni sem hafa hlotið
fjárhagslega styrki. Til viðbótar
hefur Vaxtarsamningurinn unnið
að ýmsum viðfangsefnum sem
ekki hafa hlotið beinan stuðning
heldur ráðgjöf og margvíslega
aðstoð. Verkefnin eru flokkuð
eftir upphafsári en sum þeirra
hafa hlotið styrki fleiri en eitt ár.
2007
All Senses
ferðaþjónustuklasinn tók að sér
umsjón með ferðaþjónustuklasa
Vaxtarsamnings Vesturlands frá
1. júní 2007 til 31. desember
2009. Í því fólst meðal annars:
Að örva samstarf
ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.
Að efla nýsköpun og
markaðssetningu í ferðaþjónustu
á Vesturlandi.
Að auka þekkingarstig
ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.
Að fjölga samkeppnishæfum
fyrirtækjum og störfum í
ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Með stofnun Markaðsstofu
Vesturlands færðist hluti af
verkefnum All Senses inn í
Markaðsstofuna. Í staðinn
lagði klasinn enn meiri áherslu
á hugmynda þróunar og
gæðastarf. Stuðningur við ASG
gerði klasanum kleyft að halda
starfsmann í 60% starfi sem
skipti sköpum fyrir starfsemi
klasans.
Óhætt er að fullyrða að
starfsemi ASG hafi haft
gríðarmikil áhrif á þróun
ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Klasinn hefur vakið mikla athygli
víða um land og orðið fyrirmynd
sambærilegra klasa í flestum
landshlutum.
Umsækjendur: 2530
ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi
Upphaf: Júní, 2007; verkefnið
heldur áfram.
Styrkur: 6.380. þúsund í
nokkrum áföngum.
Breiðafjarðarfléttan
Verkefnið snýst um samstarf
25 ferðaþjónustuaðila á
Breiðafjarðarsvæðinu, sem
nær yfir Snæfellsnes, Dali,
Reykhólasveit, Barðaströnd
og Flatey. Þetta svæði spannar
bæði Vaxtarsamning Vesturlands
og Vaxtarsamning Vestfjarða
og þess vegna var ákveðið
samráð milli þessara tveggja
samninga um stuðning við
verkefnið. Fléttan hefur unnið að
samstarfi um markaðssetningu
á svæðinu, námskeiðahaldi
fyrir meðlimi og gagnkvæma
miðlun á hugmyndum
milli samstarfsaðilanna.
Breiðafjarðarfléttan er gott dæmi
um árangursríkt samstarf milli
lítilla aðila á stóru svæði. Árið
2009 samdi Breiðafjarðarfléttan
við Markaðsstofu Vestfjarða um
verkefnisstjórn og fyrir liggur
að markaðsmál fléttunnar munu
færast inn í Markaðsstofur
Vestfjarða og Vesturlands.
Klasinn mun hins vegar einbeita
sér að þróunarverkefnum
(t.d. ferðaþjónustu tengdri
fuglaskoðun) og samvinnu félaga.
www.flettan.is
Umsækjendur: 25
30 ferðaþjónustuaðilar á
Vesturlandi.
Upphaf: Júlí, 2007; verkefnið
heldur áfram.
Styrkur: 3 milljónir.
Markaðsstofa ferða- og
kynningarmála á Vesturlandi
Markaðsstofa Vesturlands
ehf. var eitt af lykilverkefnum
Vaxtarsamningsins á sviði
ferðaþjónustu. Hlutverk
hennar er að markaðssetja
og efla ímynd Vesturlands.
Stofan er af svipuðum toga
og samskonar markaðsstofur
annarra landshluta. Verkefnið
telst falla undir almennar
skilgreiningar á klasastarfi þar
sem þarna koma saman að einu
verkefni allir ferðaþjónustuaðilar
á Vesturlandi. Markaðsstofan
heldur úti heimasíðunni
www.vesturland.is og www.
west.is með fjölbreyttu
kynningarefni á Vesturlandi á
þremur tungumálum. Gefnir
eru út bæklingar, skipulagðar
kynningarferðir fyrir erlenda
blaðamenn og Vesturland kynnt á
kaupstefnum innan lands og utan.
Með stofnun Markaðsstofunnar
náðist að sameina allt
markaðsstarf ferðaþjónustunnar
á Vesturlandi undir einn hatt og
hefur þessi vinna skilað miklum
árangri fyrir landshlutann.
www.vesturland.is www.west.is
Upphaf: Júní, 2007; verkefnið
heldur áfram.
Styrkur: 12 milljónir. síðan
2007.
2008
Efling Stykkishólms
Verkefnið gengur út á
samþjöppun upplýsinga um
þá þjónustu sem í boði er í
bæjarfélaginu með heimasíðugerð
og upplýsingamöppu sem
dreift verður í öll þau hús sem
teljast frístundahús og/eða
eru til leigu. Vefurinn verður
byggður upp myndrænt og
auðvelt verður að finna allar þær
upplýsingar um þjónustu sem í
boði er í Stykkishólmi. Starfið er
sérstaklega miðað að fólki sem
dvelur í orlofshúsum í bænum.
Markmiðið er að efla vitund
ferðamanna um þá þjónustu sem
í boði er í bæjarfélaginu.
http://www.stykkisholmur.is/
default.asp?sid_id=1642&tre_
rod=006|003|&tId=1
Umsækjendur: Stór hópur
fyrirtækja í Stykkishólmi
Upphaf: Mars 2008; verkefnið
heldur áfram
Styrkur: 1 milljón.
Fab-lab á Akranesi
Verkefnið á uppruna sinn í
því að veittur var styrkur til
Fjölbrautarskóla Vesturlands,
Akranesbæjar, Verkalýðsfélags
Vesturlands, Norðuráls og
Elkem til að vinna athugun á
möguleikum þess að stofnað
yrði þróunarsetur í málmtækni.
Setrið gæti orðið miðstöð fyrir
fullorðinsfræðslu, rannsóknir
og menntatengda starfsemi á
sviði málmtækni og um leið
samstarfsvettvangur fyrirtækja
og menntastofnana (meðal
annars verkfræði og tæknideilda
háskóla) á sviði málmiðnaðar og
málmtækni. Unnin var skýrsla
sem var notuð sem grunnur
að áframhaldandi vinnu, sem
m.a. leiddi til stofnunar Fab
lab smiðju við Fjölbrautarskóla
Vesturlands á Akranesi. Fab
lab er alþjóðlegt net stafrænna
smiðja sem ná allt frá Boston
til Afganistan og Suður Afríku
til Noregs. Þeim er ætlað
að ýta undir nýsköpun og
frumkvöðlaanda samfélaga með
því að veita einstaklingum aðgang
að starfrænum framleiðslutólum.
Fablab er stytting á fabrication
laboratory og er ætlað að
þjónusta nánast hvern sem er á
viðkomandi starfssvæði. Í þessu
tilviki er um að ræða samstarf
Akranesbæjar, Fjölbrautarskóla
Vesturlands, Norðuráls,
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
og SSVÞróunar og ráðgjafar.
http://fablabakranes.is/
Umsækjendur: Akranesbær,
Fjölbrautarskóli Vesturlands,
Norðurál, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og SSVÞróun og ráðgjöf.
Upphaf: Maí 2008; verkefnið
heldur áfram.
Styrkur: 7,2 milljónir.
Félag atvinnulífisins í
Grundarfirði
Félag atvinnulífsins í
Grundarfirði (FAG) var stofnað
árið 1997 og var hugsað sem
vettvangur fyrirtækja í bænum
til að vinna samana að eflingu
atvinnulífsins. Það byrjaði með
krafti en sá kraftur dofnaði með
tímanum þótt félagið hafi aldrei
liðið algerlega undir lok. Haustið
2008 ákváðu heimamenn að blása
krafti í starfsemi félagsins og
þá með tilliti til upprunalegra
hugmynda, þ.e. öflugan klasa sem
er virkur í atvinnuuppbyggingu
á svæðinu. Sameiginleg markmið
eru að félagið taki virkan þátt
í uppbyggingu atvinnulífs. Að
vera til halds og trausts fyrir
aðila sem reka fyrirtæki eða vilja
hefja rekstur. Að standa fyrir
fræðslu sem styrkir rekstur á
svæðinu. Sé leiðandi á að efla
samvinnu fyrirtækja og viðhalda
sterku tengslaneti. Sjá um
sameiginlega markaðssetningu
og kynningu fyrirtækja á
svæðinu, bæði með vefsíðu og
öðru kynningarefni. Félagið
stóð fyrir margs konar starfsemi
m.a. atvinnuvegasýningu í
Grundarfirði.
Umsækjendur: Stór hópur
fyrirtækja í Grundarfirði
Upphaf: Haust 2008; verkefnið
heldur áfram.
Styrkur: 1 milljón.
Food and fun á landsbyggðinni
Vaxtarsamningar víðs vegar
af landinu tóku höndum saman
og styrktu verkefnið Food and
fun á landsbyggðinni (Fóður og
fjör) árið 2008. Um var að ræða
skipulagt samstarf veitingahúsa
um allt land um sérstök tilboð
á hátíðamat tiltekna helgi og
sameiginlega markaðssetningu.
Umsækjendur: Hótel Glymur,
Hótel Hamar, Landnámssetur
Íslands ásamt veitingastöðum úr
STYRKT VERKEFNI 2007-2011