Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2012, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.08.2012, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST Grind hvala vaða var að lóna á vík­ inni út af Leyni á Akra nesi, sunn­ an við dval ar heim il ið Höfða, þeg ar fyrstu menn risu úr rekkju á mánu­ dags morg un inn síð asta. Reynt var að slá tölu á hval ina og er á ætl að að þeir hafi ver ið á þriðja hund rað tals ins. Ekki er vit að til að svo stór grind hvala vaða hafi sést við Akra nes í seinni tíð, þótt fá ein ir hval ir hafi sést stöku sinn um. Síð ustu heim­ ild ir um stóra vöðu við Akra nes eru frá ár inu 1928. Grind hval irn­ ir við Akra nes nú héldu sig á sama blett in um tal vert lengi. Um tíu leyt­ ið kom síð an Haf súl an, hvala skoð­ un ar bát ur úr Reykja vík á svæð ið og sigldi full nærri þannig að styggð komst að dýr un um. Fjór ir hval ir lentu þannig á grynn ing um á skeri út af Höfða. Vask ir menn fóru til þeirra á vöðl um og náðu að leið­ beina þeim á meira dýpi. Það var síð an ekki fyrr en menn á tveim ur trill um sigldu út á vík ina og inn fyr­ ir vöð una sem tókst að stugga hvöl­ un um á leið is til hafs á ný. Það tókst með lempni og fóru hval irn ir þá að þoka sér í litl um hóp um fram hjá Breið inni og á leið is til hafs. Þeg­ ar leið á morg un inn fylgd ist mik­ ill mann fjöldi með þessu sjón ar spili þeg ar á þriðja hund rað hval ir voru illa gátt að ir inni á grunnri vík inni. Á líka stór vaða af grind hval var við Innri Njarð vík sl. laug ar dag og verð ur að telj ast lík legt að sami hóp ur hafi ver ið á ferð. Vaða gekk á land 1928 Síð ustu heim ild ir um stóra grind­ hvala vöðu við Akra nes eru frá ár inu 1928. Í Morg un blað inu 24. nóv­ em ber það ár seg ir að klukk an að ganga 7 að morgni hafi menn vakn­ að á Akra nesi við allsnarp an jarð­ skjálfta kipp. „Er þeir komu á fæt ur, sáu þeir ný stár lega sjón. Í flæð ar­ mál inu við kaup tún ið lágu 73 mar­ svín (grind hval ir), er höfðu hlaup­ ið þar á land um nótt ina. Ofs­ arok var fram an af nóttu af suð­ austri, og hafði eng inn mað ur orð­ ið var við, er skepn ur þess ar komu á land, nema hvað mað ur einn, Odd­ ur Gísla son að nafni, sem á heima í húsi er stend ur mjög fram ar lega á fjöru bakk an um, hafði heyrt blást ur og buslu gang um nótt ina, þó eigi svo greini lega, að hann gæfi því gaum,“ seg ir í frétt Morg un blaðs­ ins. Heim ild ar mað ur blaðs ins kom á vett vang og voru þá sum mar svín­ in dauð, en nokk ur í fjör brot un um og bylt ust til í fjör unni. Þá seg ir að stærstu mar svín in hafi ver ið rúm ar 11 áln ir á lengd, en með al stærð er 6­8 áln ir. Var síð an byrj að að bjarga skepn um þess um und an sjó og voru flest ar dregn­ ar upp á fjöru bakk ann. En nokkr­ ar voru bundn ar í fjör unni og fest­ ar við bakk ann. „Um kvöld ið var skot ið á fundi til þess að ræða um, hvað gera skyldi við feng þenn an og hvern ig hon um skyldi skipta. Varð það úr, að land eig end ur af söl uðu sjer hlut deild í feng þess um upp á þær spýt ur, að hrepps fjelag ið fengi hann ó skipt an og yrði á góð an um var ið til hafn ar bóta.“ Því má við þetta bæta að á góði af sölu af urða af þess um grind hvöl­ um árið 1928 varð fyrsti vísir inn að stofn un hafn ar sjóðs á Akra nesi. mm Á morg un, fimmtu dag inn 2. á gúst, lýk ur grá sleppu ver tíð við inn an­ verð an Breiða fjörð og þar með um land allt. Þeg ar vika var eft ir af ver­ tíð inni voru komn ar 12.000 tunn ur af grá sleppu hrogn um á land af Ís­ lands mið um. Á Vest ur landi hef ur ver ið salt að í tæp lega 3.100 tunn­ ur af hrogn um. Mestu var land að í Stykk is hólmi eða 14 tonn um af hrogn um sem gera 1.055 upp salt­ að ar tunn ur þannig að þriðj ung ur þess sem land að var á tíu lönd un­ ar stöð um á Vest ur landi er í Hólm­ in um, tal an get ur hækk að eitt hvað því Hólmar ar taka ekki upp síð ustu net in fyrr en nú um miðja vik una. Í Stykk is hólmi var land að 527 tonn­ um af grá sleppu en í fyrsta sinn var skylda að koma með alla grá­ sleppu í land. Í heild ina var land að 961 tonni af grá sleppu á ver tíð inni. Grá sleppu út gerð ar menn fengu um 50 krón ur fyr ir kíló ið þannig að á Vest ur landi fengu þeir sam an lagt rúm ar 48 millj ón ir fyr ir grá slepp­ una sjálfa án hrogna. Á Akra nesi komu 59 tonn af hrogn um á land, sem gera 754 tunn ur og 145 tonn komu af grá­ sleppu. Þriðja hæsta lönd un ar höfn­ in á Vest ur landi var svo Brjáns læk­ ur en þar var 61 tonni af hrogn um land að sem sam svar ar 522 tunn um af sölt uð um hrogn um. Þar komu fimm tonn af grá sleppu á land. Afla á öll um lönd un ar stöð um á Vest ur­ landi þeg ar vika var eft ir af ver tíð við inn an verð an Breiða fjörð má sjá í með fylgj andi töflu. Örn Páls son fram kvæmda stjóri Lands sam bands smá báta eig enda seg ir ver tíð ina í heild hafa geng ið vel og tíð ar far ver ið mun betra en í fyrra. Hann seg ir á gæt is verð hafa feng ist fyr ir hrogn in í fyrstu, eða um 1.200 evr ur fyr ir tunn una en síð an hefði það lækk að og að und­ an förnu hefðu feng ist um 800 evr ur fyr ir hrogna tunn una. Auk þess hef­ ur gengi evr unn ar lækk að úr því að vera tæp ar 170 krón ur í byrj un ver­ tíð ar í um 150 krón ur núna. „Menn vilja helst ekki selja á þessu verði en veið in hjá öðr um þjóð um gef ur til kynna núna að verð ið gæti hækk að. Út lit ið fyr ir næstu ver tíð er ekki of gott því Hafró vill minnka veið ina og seg ir stofn inn ekki nógu sterk an fyr ir þá sókn sem er núna. Þetta er nú ekki al veg í sam ræmi við reynslu sjó manna í sum ar og vor,“ sagði Örn Páls son. hb Hólmar ar hæst ir á grá sleppu ver tíð Grásleppa Akranes 59 145 754 tunnur Arnarstapi 7 102 240 tunnur Rif 6 6 61 tunnur Ólafsvík 3 86 178 tunnur Grundarfjörður 9 48 161 tunnur Stykkishólmur 14 527 1055 tunnur Skarðsstöð 1 42 83 tunnur Reykhólar 1 0 8 tunnur Brjánslækur 61 5 522 tunnur Haukabergsvaðall 4 0 34 tunnur 165 tonn 961 tonn 3.097 tunnur Grásleppu hrogn Umreiknað í tunnur af hrognum Grind hvala vaða átti við komu við Akra nes Byrj að að reyna að stugga hvöl un um frá landi. Hvala skoð un ar bát ur inn Andr ea er fjær. Um 70 mar svín rak á land við Akra nes í nóv em ber 1928. Kjöt ið var selt til Reykja­ vík ur og urðu þeir aur ar upp haf hafn ar sjóðs á Akra nesi. Ljósm. Árni Böðv ars son ar / mynd í eigu Ljós mynda safns Akra ness. Einn af grind hvöl un um sem komust í hann krapp ann. Ljósm. Eyjólf ur Matth í as son. Mik inn mann fjölda dreif að til að fylgj ast með þessu sjón ar spili. Þokusuddi en hæg læt is veð ur var á svæð inu. Her mann Her manns son og Stef án Þór Þórð ar son óðu út og björg uðu þrem ur hvöl um sem komn ir voru í sjálf heldu á skeri út af Höfða. Ljósm. Finn ur Andr­ és son.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.