Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2012, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.08.2012, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST Reyk hóla hrepp ur er sveit ar fé­ lag sem ligg ur á mörk um tveggja lands fjórð unga, Vest ur lands og Vest fjarða. Sveit ar fé lag ið er víð­ feðmt og nær yfir alla gömlu Aust­ ur­Barða strand ar sýslu, frá botni Gils fjarð ar vest ur í Kjálka fjörð. Í bú ar eru nú 271. Ástu Sjöfn Krist­ jáns dótt ur þekkja marg ir hrepps­ bú ar en hún flutti til Reyk hóla árið 1999 á samt Heklu Karen dótt­ ur sinni til að kenna við Reyk hóla­ skóla. Á Reyk hól um festi hún ræt­ ur og hef ur búið í sveit inni síð an og lík ar vel, enda kynnt ist hún þar Guð mundi Ó lafs syni eig in manni sín um. Þau hafa byggt sér heim ili á Litlu­Grund í Reyk hóla sveit í landi Grund ar og eru börn þeirra orð in þrjú. Ásta hef ur tek ið virk an þátt í sam fé lag inu á Reyk hól um til dæm is á fé lags leg um vett vangi og frá 2010 hef ur hún ver ið sveit ar stjórn ar full­ trúi. Skessu horn ræddi við Ástu í síð ustu viku um líf ið í Reyk hóla­ hreppi. Á ætt ir að rekja í Norð ur ár dal Ásta er fædd og upp al in í Reykja­ vík en á ætt ir sín ar að rekja í Borg­ ar fjörð, nán ar til tek ið að Hreða­ vatni í Norð ur ár dal. For eldr­ ar henn ar hétu Krist ján Dan í els­ son og Ingi björg Stef áns dótt ir og var fað ir Ástu frá bæn um Hreða­ vatni í Norð ur ár dal, son ur hjón­ anna Dan í els Krist jáns son ar skóg­ ar varð ar og Ástu Guð bjarg ar dótt­ ur. Ásta er einmitt skírð í höf uð ið á ömmu sinni. Dan í el var skóg ar­ vörð ur Skóg rækt ar rík is ins á Vest­ ur landi í hart nær fjöru tíu ár auk þess sem hann var for mað ur í Skóg­ rækt ar fé lagi Borg firð inga. Ásta seg ist feg in því að hafa átt tæki færi að heim sækja Hreða vatn á sumr in sem barn. Sjálf hef ur hún mik inn á huga á um hverf is mál um og ekki síst garð­ og skóg rækt. Hún við ur­ kenn ir fyr ir blaða manni að senni­ lega séu sterk á hrif frá Hreða vatni sem ýti und ir á huga fyr ir um hverf­ inu. Af þeim sök um rækt ar hún skóg í landi Litlu Grund ar og hafa þar með al ann ars ver ið sett ir í jörð græðling ar frá Hreða vatni. Þá á fjöl skylda henn ar enn þá land spildu að Hreða vatni og er mark mið ið að byggja þar upp sum ar hús með tíð og tíma, enda seg ir hún mik il vægt að teng ing hald ist við Norð ur ár­ dal inn til fram tíð ar. Vill vinna með al fólks Sem kenn ari hef ur Ásta kennt bæði sam fé lags fræði og heim il is fræði, en síð ustu ár hef ur hún einnig ver­ ið um sjón ar kenn ari yngri bekkja í Reyk hóla skóla. Áður en hún gerð­ ist kenn ari starf aði hún með al ann­ ars við veit inga­ og hót el störf. „Ég er lærð ur þjónn frá Hót el­ og veit­ inga skól an um sem var til húsa á Hót el Esju og starf aði því við fram­ reiðslu í nokk ur ár, til dæm is á Holi day Inn hót eli og Grand hót­ el. Loks kom ég að rekstri Hót els Bjarka lund ar í nokk ur ár, þannig að ég hef kom ið víða við á þess­ um vett vangi,“ seg ir Ásta. Að auki fékk hún tæki færi til að vinna í sér­ stök um eld hús bíl sem rútu fyr ir­ tæk ið Guð mund ur Jóns son gerði út með rút um sín um upp á há lendi Ís lands. „Ég vann í eld hús bíln um í fimm sum ur. Þetta var ó gleym an­ leg ur tími og fékk ég að sjá mik ið af land inu. Elda mennsk an gekk að ég held vel, en ein ung is voru til um­ ráða fjór ar gas hell ur til að elda fyr ir ansi stóra hópa í þess um ferð um.“ Árin 1993 til 1996 stund aði Ásta diplóma nám í við skipta fræði við Sam vinnu há skól ann á Bif röst. „Það rann upp fyr ir mér síð ar að við­ skipta fræð in átti ekki við mig. Ég próf aði að starfa við reikn ings skil skömmu áður en ég hellti mér út í kennslu og komst ég að þeirri nið­ ur stöðu að vinna fyr ir fram an tölvu inn á skrif stofu átti ekki við mig. Ég fann þá að mér leið bet ur á vett­ vangi þar sem ég er meira með al fólks,“ bæt ir Ásta við. Því varð úr að Ásta söðl aði um árið 1999 og tók að sér emb ætti kenn ara vest ur á Reyk­ hól um. Það starf lík aði henni vel og beið hún ekki boð anna og skráði sig í nám við Kenn ara há skóla Ís lands sem hún lauk vor ið 2006. Kennsla er skemmti leg Að spurð um hvern ig henni líki kenn ara starf ið seg ir Ásta að það sé mjög skemmti legt. Henn ar leið ar­ ljós í kennslu sé að hafa kennslu­ stund ir og við fangs efni nem enda lif andi með það að mark miði að þeir verði með vit aðri um til veru sína og um hverfi. Skap andi verk­ efni eiga þar af leið andi upp á pall­ borð ið í kennslu stund um hjá Ástu. „Eitt verk efn ið sem ég setti fyr ir í sam fé lag fræði fjall aði um hvern­ ig Ís land varð til. Krakk arn ir fengu til tölu lega frítt spil og áttu að út­ skýra sjálf hvern ig land og byggð mynd að ist á Ís landi. Þetta gekk vel og bjuggu krakk arn ir til lík ön af land inu til út skýr ing ar.“ Ásta nefn ir einnig að hún leggi á herslu á kennslu í trú ar bragða­ fræði. Mik il vægt sé að nem end­ ur til einki sér um burð ar lyndi þeg­ ar kem ur að trú ar brögð um. „Það er mik il vægt að nem end ur fái góða fræðslu um ólík trú ar brögð. Krakk­ arn ir unnu verk efni þar sem þeir drógu sér um fjöll un ar efni, ólík trú­ ar brögð. Við í mynd uð um okk ur svo hvern ig sam búð fólks sem iðk­ ar ólík trú ar brögð geti virk að sem best. Krakk arn ir teikn uðu upp fjöl­ býl is hús þar sem í bú arn ir að hyllt­ ust mis mun andi trú ar brögð. Síð an rædd um við hvern ig sam búð fólks­ ins geti virk að sem best, þannig að all ir geti haft sína siði í sátt við um­ hverfi sitt. Krakk arn ir tóku ó trú­ lega vel í verk efn ið,“ seg ir Ásta. Hlut irn ir ger ast ekki af sjálfu sér Líkt og Dan í el afi sinn frá Hreða­ vatni á sinni tíð hef ur Ásta ver ið virk á hin um fé lags lega vett vangi. Hún hef ur tek ið þátt í starfi hinna ýmsu fé laga í Reyk hóla hreppi þar á með al kven fé lags ins þar sem hún gegndi með al ann ars for mennsku. Hún til heyr ir hópi sem nefn ist Vina fé lag Grett is laug ar en fé lag ið stend ur að fjár söfn un vegna bygg­ ing ar nýrr ar vað laug ar í Grett is­ laug, við sund laug ina á Reyk hól um. Geng ur söfn un in vel og hef ur rúm millj ón safn ast í söfn un ar sjóð hóps­ ins. Hönn un ar vinna er haf in og því ekki langt þang að til að vað laug in líti dags ins ljós. Þá átti Ásta frum­ kvæði að svoköll uð um súpufund um á Reyk hól um en með þeim vildi hún skapa vett vang fyr ir fyr ir tæki og ein stak linga í rekstri í sveit ar­ fé lag inu til að kynna starf semi sína og skipt ast á skoð un um um tæki­ fær in og á skor an ir á svæð inu. „Það er nú bara þannig að í litlu sveit ar­ fé lagi líkt og í þeim stærri þá þýð­ ir ekki að bíða eft ir því að hlut irn­ ir ger ist af sjálfu sér. Stund um verð­ ur fólk bara að hafa frum kvæði að nýj um hlut um sjálft. Þetta hef ég að leið ar ljósi,“ seg ir Ásta. Um hverf is- og at vinnu- mál in mik il væg Lík ast til hef ur fé lags leg virkni Ástu í sveit ar fé lag inu leitt til þess að hún var kos in í sveit ar stjórn vor ið 2010. Í Reyk hóla hreppi var kos ið í ó hlut­ bund inni kosn ingu, þar sem all ir í bú ar eru í kjöri. Ein stak ling ar eru þá kosn ir en ekki list ar eins og al­ geng ast er nú í kosn ing um til sveit­ ar stjórna. „Aðal verk efni sveit ar fé­ lags ins er nátt úru lega að sjá í bú­ um fyr ir grunn þjón ustu. Reyk hóla­ hrepp ur rek ur leik skóla, grunn­ skóla og dval ar heim ili svo dæmi sé tek ið. Eins og ann ars stað ar þarf að tryggja og verja grunn þjón ust una en þar sem sveit ar fé lag ið er lít ið er afar tak mark að fé sem stend ur eft­ ir til fram kvæmda,“ grein ir Ásta frá. Nefn ir hún að vegna þessa sé sam­ ein ing sveit ar fé laga fýsi leg ur kost­ ur. Stærri sveit ar fé lög hafa meiri burði til að fram kvæma en þau minni. Um hverf is mál in eru henn­ ar helsta hugð ar efni sem sveit ar­ stjórn ar full trúi en einnig seg ist hún upp tek in af at vinnu mál um hér aðs­ ins. „Ég legg á herslu á mál efni eins og end ur vinnslu. Gott er að í bú­ ar sinni um hverf inu vel með því að flokka sorp til end ur vinnslu. Þá erum við í sveit ar stjórn sí fellt vak­ andi yfir því að stuðla að aukn um at vinnu tæki fær um í sveit ar fé lag inu og þannig fjölga í byggð inni.“ Nátt úra Breiða fjarð ar skip ar sess í at vinnu lífi og ný sköp un á Reyk­ hól um. Unn ið hef ur ver ið að þró­ un kræk linga rækt un ar í Króks fjarð­ ar nesi í nokk ur ár, Þör unga verk­ smiðj an hef ur um ára bil unn ið af­ urð ir úr þara í Breiða firði og þá er á burð ur inn Glæð ir unn inn úr þang­ vökva og fram leidd ur af einka að ila á Reyk hól um. Ferða þjón usta skip­ ar einnig nokkurn sess í at vinnu lífi sveit ar fé lags ins sem og menn ing ar­ tengd ferða þjón usta. Dæmi um hið síð ar nefnda er svoköll uð Báta­ og hlunn inda sýn ing sem opn uð var á Reyk hól um síð asta sum ar. Sam kennd íbúa mik il Ásta met ur það mik ils að eiga heim­ ili á Reyk hól um og vill hvergi ann­ ars stað ar vera. „Það eru mik il for­ rétt indi að fá að búa í sveit eins og í Reyk hóla hreppi. Nátt úr an er ein­ stök og um hverf ið ör uggt. Á Reyk­ hól um er ein stak lega þægi legt um­ hverfi til að ala upp börn og held ég að mín ir krakk ar njóti þess vel að búa hér. Reyk hóla hrepp ur er frá­ bær stað ur til að ala upp börn. Sam­ kennd íbúa er mik il og dæmi um slíkt er þeg ar ég fót brotn aði rétt fyr ir jól á síð asta ári, þá tóku kven­ fé lags kon ur sig til og bök uðu fyr ir mig smákök ur fyr ir jól in og að stoð­ uðu mig við jó la und ir bún ing. Ef það er ekki gott að búa í svona sam­ fé lagi þá veit ég ekki hvar er gott að búa,“ seg ir Ásta að lok um. hlh Í dreif býl inu þarf fólk að sýna frum kvæði Spjall að við Ástu Sjöfn Krist jáns dótt ur sveit ar stjórn ar full trúa og kenn ara Ásta Sjöfn Krist jáns dótt ir. Fjöl skyld an á leið á kjör stað í júní. Ásta á samt eig in manni sín um Guð mundi Ó lafs syni. Fjöl skyld an á Litlu-Grund. Bær inn skreytt ur í til efni af Reyk hóla há tíð ar. Fjöl skyld an fékk verð laun fyr ir skreyt ing arn ar. Frum leg skreyt ing. Ásta á samt systr um sín um og dótt ur á út skrift ar dag þeirr ar síð ast töldu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.