Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2012, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.09.2012, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2012 „ Þetta er alltaf fjári skemmti leg­ ur dag ur en skratti get ur hann ver­ ið erf ið ur, enda er þetta fleiri hund­ ruð kind ur sem þarf að flytja á milli rétta og það tek ur langt fram á kvöld. Það er reynd ar öll helg in sem er und ir hjá mér í fjár keyrsl­ unni, því í gær var ég að flytja fé úr Bitru á Strönd um í Gilla staða­ rétt í Lax ár dal, það an kom ég með um þrjú hund ruð í tveim ur ferð um. Þann dag inn keyrði ég rúm lega 300 kíló metra. Þetta er spöl ur þarna á milli þótt að stutt sé á milli Lax ár­ dals og Bitru,“ sagði Bjarni Her­ manns son bóndi á Leið ólfs stöð um í Lax ár dal. Bjarni hef ur í ára fjölda flutt fé á milli rétta í Döl um og það er ekki síst á þess um degi sem hinn glað beitti bóndi í Lax ár daln­ um er í sínu besta formi. Blaða mað­ ur Skessu horns kynnt ist því þeg ar hann fékk að sitja í hjá Bjarna milli rétta í Döl um sl. sunnu dag. Eitt fjall skil ur á milli Trú lega er þessi sunnu dag ur um miðj an sept em ber þeg ar rétt að er í fjór um fjár rétt um í Döl um einn helsti há tíð is dag ur Dala manna á ár inu, enda bæði margt fólk og fé í rétt un um. Þeg ar blaða mað ur ók yfir Bröttu brekku í Dal ina snemma morg uns var greini legt hvað til stóð. Bíl ar með fjár­ og hesta kerr­ ur voru í mikl um meiri hluta öku­ tækja al veg þar til stans að var við Fells strand arafleggjar ann, en þar beið blaða mað ur Bjarna frá Leið­ ólfs stöð um. Bjarni sló reynd ar ekk­ ert slöku við og stóð í girð inga við­ gerð um þeg ar blaða mað ur hringdi til hans um morg un inn. Með an beð ið var eft ir Bjarna var nokk­ ur straum ur bíla út á Fells strönd en á þeirri leið er Skerð ings staða­ rétt. Ferð inni með Bjarna var hins veg ar heit ið í Brekku rétt í Saur bæ. Þang að sótti Bjarni í fyrra tvo bíla fjár, en til rétta þar kem ur líka tals­ vert fé af Strönd un um, enda að eins eitt fjall sem skil ur á milli. Fénu úr Brekku rétt er ekið í Gilla staða rétt í Lax ár dal þar sem það er dreg ið í sund ur og loks sótt. Verða að fara að aðvara sig Klukk an var far in að ganga í ell efu þeg ar Bjarni kom og var hinn bratt­ asti þrátt fyr ir er il inn í Bitru dag inn áður og girð ing ar vinnu um morg­ un inn. Blaða mað ur sagði hon um frá um ferð inni út á Fells strönd ina, lík lega í Skerð ings staða rétt og þá benti Bjarni þar yfir um. „Já, þarna und ir þessu felli er einmitt rétt­ in,“ sagði Bjarni og þeg ar blaða­ manni varð á að nefna Fells strönd­ ina í sama mund, svar aði hann að bragði. „Nei dreng ur, Fells strönd­ in byrj ar ekki fyrr en tals vert utar. Þetta er enn þá Hvamms sveit in á Skerð ings stöð um. Þú verð ur nú endi lega að vita hvar þú ert mað­ ur,“ sagði Bjarni hlæj andi og gaf þar með tón inn. Að spurð ur um frétt ir sagði Bjarni að þær væru ekki nein ar, en þar á eft ir kom síð an roms an. Í göng um á Fells strönd dag inn áður fót botn aði mað ur og beið hann slas að ur í þrjá tíma eft ir að þyrla Land helg is gæsl­ unn ar sótti hann og kæmi hon um á sjúkra hús í Reykja vík. Í sömu göng­ um missti gangna mað ur hest fram af kletti með þeim af leið ing um að af lífa þurfti hest inn. Þessi tvö slys tengd ust reynd ar sama bæn um á Fells strönd inni. Þriðja ó happ­ ið sem Bjarni hafði frétt af var að bóndi einn í hópi gangna manna hafði síðu brotn að. Það höfðu sem sagt ýmis ó höpp orð ið í göng un­ um og einnig í kjöl far þessa er­ ils sama tíma því til að kór óna all­ ar þess ar slysa frétt ir sagði Bjarni að það ó happ hafi svo hent Steina bróð ur sinn, Unn stein Krist inn, sem líka býr á Leið ólfs stöð um, að þeg ar hann var að slátra hrút í vik­ unni, vildi ekki bet ur til en svo að skot ið hljóp í gegn um haus hrúts­ ins í tá Steina, sem nú væri rúm fast­ ur af þess um sök um. „Bænd ur hafa víst ver ið að slys ast til að skjóta í fót inn á sér um tíð ina og verða að fara að að vara sig á þessu. Ég veit um tvö svona til felli hér í Döl un um sem gerst hafa áður,“ sagði Bjarni, en þeg ar hann var spurð ur nán ar út í slys ið með gangna mann inn sem fót brotn aði sagði Bjarni. „Hef ekki hug mund.“ Það er sko eng in vönt un á beit Blaða mað ur hafði grun um að eitt­ hvað myndi í þess ari ferð bera á þeirri tog streitu sem virð ist upp kom in milli svæða í Döl um vegna beit ar mála, en þar hafa Lax dæl­ ir m.a. leg ið und ir grun um að of­ beita Ljár skóga fjall. Þeg ar blaða­ mað ur ók fram hjá Ljár skóg um fyr­ ir skömmu síð an, þar sem finna má minn is varða um hinn þjóð þekkta og dáða laga­ og texta höf und Jón Jóns son frá sam nefnd um bæ, skaut þeirri hugs un upp hvort Lax dæl­ ir væru virki lega að van virða minn­ ingu þessa mæta manns með of beit á fjall inu. Bjarni taldi það fjarri lagi þeg ar blaða mað ur minnt ist á þetta og nefndi alla þá hekt ara sem til beit ar eru í fjall lendi í Dala sýslu, það væri sko eng in vönt un á beit fyr ir fjár stofn Dala manna. „Nei það er al veg af og frá að við Lax­ dæl ir eða aðr ir Dala menn höf um ver ið að van virða minn ingu Jóns frá Ljár skóg um. Aft ur á móti var drukk inn Stranda mað ur á ferð inni í Búð ar dal og gerði sér leik að því að míga utan í stytt una af Jó hann esi frá Kötl um. Sag an seg ir að lög regl­ an hafi orð ið vitni að þessu og vítt mann inn fyr ir,“ seg ir Bjarni hlæj­ andi og bæt ir svo við. „Nei, þeir sem halda því fram að við Lax dæl­ ir séum að of beita Ljár skóg ar fjall ið eru held ég bara að skjóta sig í fót­ inn og eiga að líta sér nær.“ Þeg ar við keyr um yfir Svína dal­ inn í Saur bæ inn berst talið af væn­ leika dilka. „Það er ekki vafi á því að dilk arn ir eru stærri núna en í fyrra, enda var sum ar ið þá svo kalt fram­ an af að það byrj aði ekki að gróa fyrr en kom ið var fram í júlí mán uð. Dilk arn ir eru jafn vel vænni núna en oft áður,“ sagði Bjarni. Í rétt ar kaffi í Brekku Brekku rétt er fram ar lega í Saur­ bæn um, á eyr un um við bæ inn Fremri­ Brekku. Þeg ar við keyr­ um að bæn um sagð ist Bjarni ætla að skreppa þar inn í kaffi, gerði það alltaf þeg ar hann væri í fjár­ keyrsl unni. Á Fremri­ Brekku býr Val gerð ur Láru sdótt ir og er fjall­ kóng ur inn í leit um þeirra Saur bæ­ inga. Val gerð ur er 74 ára göm ul og býr ein síns liðs með um 60 kind­ ur. Hún missti Leif mann inn sinn fyr ir all mörg um árum, en dóttir henn ar og dótturdóttir og fjöldi skyld menna og vensla fólks kem ur til henn ar í göng ur og rétt ir. Þeir voru því marg ir bíl arn ir sem stóðu í hlað inu þeg ar við Bjarni keyrð­ um þar heim og var boð ið í kaffi. Eld hús borð ið var dekk að hinu ýmsa bakk elsi eins og gjarn an ger­ ist til sveita, ekki síst á rétt ar dag­ inn. Mann margt var í eld hús inu á Brekku og sum ir reynd ar ný vakn­ að ir eft ir að hafa ver ið á rétt ar ball­ inu í Tjarn ar lundi kvöld ið áður. Val gerð ur sagði að það hefði held­ ur bet ur ver ið líf í eld hús inu kvöld­ ið áður þeg ar um 30 voru þar sam­ an komn ir og marg ir farn ir að hita upp fyr ir ball ið. Bjarni lét gamm­ inn geysa þar sem hann sagði frétt­ ir og spurði frétta. Hann var held­ ur ekki að liggja á því sem hon um og blaða manni hafði far ið á milli þeg ar þeir renndu heim að bæn­ um. Blaða manni hafði nefni lega minnt að hann hafi tal að við bónda í Brekku skömmu áður, en mundi þá í sömu svip an að það var önn­ ur Brekka í öðru hér aði. „Dreng ur þú verð ur nú að fara að vita hvar þú ert, í Döl um eða Borg ar firði. Hér býr bara eld göm ul kerl ing, hún á á reið an lega kaffi og bakk els ið hjá henni svík ur ekki.“ Margt fólk og fé Brekku rétt in er ekki stór um sig en þang að var mætt ur fjöldi fólks, mun fleiri en blaða mað ur átti von á í ekki fjöl menn ari sveit en Saur­ bæn um. Það skýrist af því að víð ar er það en í Brekku þar sem „á han­ gend ur“ svo kall að ir mæta í göng ur og rétt ir ár eft ir ár. Í girð ing ar hólfi til hlið ar við rétt ina var svo safn ið og þótt al menn ing ur inn væri fyllt­ ur trekk í trekk, gekk drátt ur inn það vel að á auga bragði varð fólk ið þar mun fleira en kind urn ar. Ýms­ ir voru að draga í dilk inn fyr ir fé úr næstu sveit um með Bjarna og strax ljóst að þetta yrðu tvær ferð ir eins og í fyrra. Það leið því ekki á löngu þar til Bjarni fór að taka kind urn ar á bíl pall inn, en þar eru grind ur fyr­ ir þær á tveim ur hæð um. Þeg ar dá­ góð ur fjöldi var kom inn á bíl pall­ inn bar þar að rétt ar stjór ann, Ólaf Gunn ars son í Þurra nesi, sem sagði að skil yrð is laust yrði að telja féð á bíl inn. Til smá orða skaks kom þar sem jafn vel kom til greina að reka kind urn ar til baka ofan af bíln um og telja kind urn ar af Strönd un um sér. Þá sagði Bjarni: „Mér kem ur þetta ekk ert við, ég bara keyri.“ Voru þá kind urn ar tald ar á bíln um og það sem eft ir var að setja á bíl pall inn, en hann tek ur að sögn Bjarna um 170. Þeg ar búið var að ganga frá hurð­ um og lok um var svo lagt af stað til baka yfir Svína dal inn og nú lá leið­ in í Gilla staða rétt í Lax ár dal. Ein­ hver sár indi voru í Bjarna yfir því að hon um fannst þarna bera á þeirri tog streitu sem upp er kom in í beit­ ar mál un um. Ekki áður hafi ver ið geng ið jafn hart eft ir nám kvæmri taln ingu á bíl inn og nú, þrátt fyr ir þá stað reynd að ekki kæm ist nema á kveð inn fjár fjöldi á bíl pall inn. Ó bund in há á tíu hekt ur um Á leið inni til baka um Svína dal inn barst talið aft ur að bú skapn um. Að­ spurð ur hvort það hafi ekki kost að skild ing inn að kaupa þenn an mikla fjár flutn inga bíl sagði Bjarni að það væru smá mun ir mið að við véla­ kaup in í bú skap inn. Hann seg ir að mesta hag kvæmn in í bú rekstr in um sé fólg in í því að þeir bræð ur á Leið­ ólfs stöð um á samt Har aldi syst ur­ syni þeirra á Svarf hóli eigi heyrúllu­ tæk in í sam ein ingu en sú sam stæða kosti á ann an tug millj óna. Bjarni er með um 600 fjár á Leið ólfs stöð um og seg ist þurfa svona um rúllu fyr­ ir hverja kind, en þær séu frjósam ar og af urða mikl ar. Ekki er óal gengt Betra er að þegja en segja ekki neitt! Í fjár keyrslu með Bjarna bónda á Leið ólfs stöð um Góð stemn ing var í Brekku rétt á sunnu dag inn. Ljósm. bae. Bjarni Her manns son bóndi og fjár flutn inga mað ur á Leið ólfs stöð um í Lax ár dal. Ljósm. bae. Scania fjár flutn inga bíll Bjarna. Ljósm. bae. Bjarni í Gillastaðarétt á sunnu dag inn ásamt Ársæli Þórðarsyni á Goddastöðum og Jóhanni Ragnarssyni frá Laxárdal III í Hrútafirði. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.