Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 28. tbl. 16. árg. 10. júlí 2013 - kr. 600 í lausasölu HVAR OG HVENÆR SEM ER Með Arion appinu tekur þú stöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á Arionbanki.is. Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 8 9 2 LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Ritari.is Símsvörun • Ritaraþjónusta • Bókhald 412 3200 Í gær voru fjórtán ný gistirými tek- in í notkun í nýrri viðbyggingu Ice- landair Hótels Hamars í Borgar- nesi. Fyrirtækið Loftorka Borgar- nesi ásamt undirverktökum í Borg- arfirði hefur annast framkvæmdirn- ar sem hófust í mars. Fyrstu gestir nýju álmunnar gistu í herbergjum hennar í gær og voru þá nákvæm- lega 111 dagar frá því að fram- kvæmdir hófust. Að sögn Bergþórs Ólasonar hjá Loftorku er örugg- lega um Íslandsmet að ræða í bygg- ingarhraða á steyptum byggingum sem þessu en hann segir Loftorku vera stolt af því að hafa tekið þátt í því að koma verkefninu áfram. Framkvæmdir standa enn yfir á nýjum veislu- og fundarsal hótels- ins en gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næstunni. hlh Áform eru uppi um að setja í gang sérstaka matvælarekstrarbraut við Háskólann á Bifröst haustið 2014. Í nýju fréttabréfi skólans er sagt frá þessari hugmynd ásamt öðrum nýj- ungum sem nú eru á prjónunum við skólann. „Matvælarekstrarbraut verður hluti af viðskiptafræðinni, er fyrirhugað að blanda saman námi í matvælafræði, tækni og viðskipt- um. Námið verður tengt við fyrir- tæki og stofnanir í matvælaiðnaði og þjónustu við þann iðnað. Þeir sem ljúka námi í matvælarekstrar- fræði frá Bifröst geta gegnt forystu- hlutverkum í starfandi fyrirtækjum í matvælaiðnaði eða leitt ný fyrir- tæki í greininni.“ Þá segir að matvælaiðnaðurinn sé skilgreindur mjög vítt í þeim hug- myndum sem unnið er með við skólann vegna undirbúnings þessa verkefnis. „Matvælaiðnaður er ein af burðargreinum íslensks atvinnu- lífs, hvort heldur litið er til sjávarút- vegs eða þess matvælaiðnaðar sem tengist innlendum landbúnaði eða innfluttum hráefnum. Íslenskur matvælaiðnaður þarf að standast al- þjóðlega samkeppni og uppfylla all- ar ströngustu kröfur. Því er mikil eftirspurn eftir vel menntuðu fólki í forystustörf í greininni og áform Háskólans á Bifröst fá alls staðar mjög góð viðbrögð og allir sem tal- að hefur verið við vilja hjálpa til,“ segir í frétt frá skólanum. mm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda á næsta fiskveiðiári. „Almennt ástand fiskistofna á Íslandsmiðum verð- ur að teljast býsna gott og jafn- vel öfundsvert samkvæmt nýjustu ástandsskýrslu Hafrannsóknastofn- unar. Sú stefna hefur verið mörkuð um árabil að fylgja svo sem kostur er vísindalegri ráðgjöf og má full- yrða að það sé meginástæða þessa góða árangurs. Um þessa stefnu hefur verið vaxandi samstaða í þjóð- félaginu og ekki síst meðal flestra hagsmunaaðila,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Af þessu leiðir að ráðuneytið fylgir nánar að öllu leyti ráðgjöf fiskifræðinga við ákvörðun kvóta næsta fiskveiðiárs. Heildarafli í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verður 214,4 tonn, en ráðgjöf Hafró var að veidd yrðu 215 þúsund tonn. Ýsukvóti verð- ur 38 þúsund tonn og ufsakvóti 57 þúsund tonn. Þá verður gullkarfa- kvóti 52 þúsund tonn og tíu tonn verða veidd úr djúpkarfastofnin- um. Meðal annarra tegunda má nefna að leyfilegt verður að veiða 13,5 tonn af löngu. Einungis verð- ur leyfilegt að veiða 87 tonn af síld, sem er á að giska 50% meira magn en síldin sem drapst í Kolgrafafirði síðasta vetur. mm/ Ljósm. af. ÚTSALA HEFST FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ OPIÐ TIL KL. 21:00 40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLU- VÖRUM Frá Food and fun matarhátíðinni 2013. Matvælarekstrarbraut í undirbúningi á Bifröst Þorskkvótinn verður 214 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári Fjórðungsmóti hestamanna lauk á Kaldármelum sl. sunnudag og hafði þá staðið yfir í fimm daga. Framkvæmd mótsins gekk vel, en veðrið setti strik í reikning aðsóknar og aðstæðna til keppni. Það breytti þó ekki því að hestakostur á mótinu var framúrskarandi og glæsileg tilþrif sáust. Hér er sigurvegarar í A flokki gæðinga; Forkur frá Laugavöllum og það er Sveinn Ragnarsson sem tekur hann hér til kostanna. Sjá umfjöllun um mótið á bls. 19-21. Ljósm. Iðunn Silja Svansdóttir. Sigurður Ólafsson hótelstjóri skoðar hér í gær eitt af herbergjunum nýju á Icelandair Hótel Hamri. Hótelstækkun á 111 dögum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.