Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Hann ákvað á fimmtugsafmælinu að
hressa upp á tengslin við bernsku-
slóðirnar í Kolbeinsstaðahreppnum
gamla með því að ganga á fjöllin í
kringum Hnappadalinn. Síðan hélt
hann áfram og gekk á fjöllin á Snæ-
fellsnesi. Þetta var m.a. upphafið á
því að Reynir Ingibjartsson fór að
gefa út hringleiðakort um Snæ-
fellsnesið og síðan fylgdu í kjölfar-
ið bækur um 25 gönguleiðir á hin-
um ýmsu svæðum á suðvesturhorni
landsins. Komnar eru út fjórar
bækur um gönguleiðir á jafnmörg-
um svæðum, en sú nýjasta í þeirri
röð kom út í vor, 25 gönguleiðir á
Snæfellsnesi. Reynir er byrjaður á
bók um gönguleiðir í Borgarfirði
og Dölum; „fer strax af stað og sést
til sólar,“ segir Reynir og bætir við
að alltaf sjái hann eitthvað nýtt og
spennandi á ferðum sínum, íslensk
náttúra búi yfir svo miklum fjöl-
breytileika. Þegar bókin um Borg-
arfjörð og Dali kemur út, væntan-
lega næsta vor, verður bara eftir
eitt svæði á suðvesturhorninu með
25 stuttum gönguleiðum í byggð
eins og bækur Reynis byggja á, það
er Þingvallahringurinn. Þá verða
komnar 150 gönguleiðir á suðvest-
urhorninu. Væntanlega er Reynir
sá maður sem hvað flest spor á um
Vesturlandið og suðvesturhornið.
Síðasti
Kolhreppingurinn
Reynir fæddist í Hraunholtum í
Kolbeinsstaðahreppi sáluga eins
og hann kallar gamla sveitarfélagið
sitt. Aðspurður hvort hann haldi
miklum tengslum við bernskuslóð-
irnar segir Reynir að varla sé hægt
að segja það. „Í bókinni um göngu-
leiðir á Snæfellsnesi er reyndar ein
leiðin um hlaðið heima í Hraun-
holtum. Annars er ekki hægt að
segja að mín tengsl séu akkúrat á
þessum slóðum lengur. Ég stóð
raunar lengi í því að sannfæra mína
kunningja um að Eldborg væri á
Snæfellsnesi en ekki á Mýrum. Svo
gerðist það að Kolbeinsstaðahrepp-
ur var sameinaður Borgarbyggð og
þar með var Eldborg orðinn hluti
af Mýrum og Borgarfirði. Eft-
ir þetta er ég kallaður síðasti Kol-
hreppingurinn, af séra Guðjóni
Skarphéðinssyni á Staðastað. Ég er
mjög ánægður með þann titil,“ seg-
ir Reynir.
Ekki segir Reynir að mikið hafi
farið fyrir skólagöngu fyrst í stað.
„Það var farskóli í sveitinni þegar
ég var að alast upp. Veturinn þeg-
ar ég varð 12 ára minnir mig að ég
hafi verið fimm vikur í skóla. Svo
þegar kom til prófs var fyrirkomu-
lagið þannig að þeir sem fengu yfir
átta í einkunn gátu sloppið við síð-
asta veturinn í skólanum. Síðan sat
ég bara heima í sveitinni þangað til
ég mannaði mig upp í að sækja um
vist við Héraðsskólann í Reykholti.
Það er sennilega besta ákvörðun
sem ég hef tekið í lífinu, að fara
í skóla. Ég er að launa það núna
með því að taka þátt í að gefa út
sögu Reykholtsskóla, sem kemur út
núna í haust og verður mikil bók.
Héraðsskólarnir voru að mínu mati
með mikilvægustu skólastofnunum
í landinu. Þeir opnuðu ungu fólki
til sveita dyr til mennta.“
Varð aldrei
kaupfélagsstjóri
Frá Reykholti lá leið Reynis í Sam-
vinnuskólann á Bifröst. „Það var í
Bifröst eins og minn gamli skóla-
meistari Guðmundur Sveinsson
lagði áherslu á. Á þessum tíma var
mikil reisn yfir Bifröst og það tókst
ákaflega vel til með flutning Sam-
vinnuskólans úr Reykjavík þangað.
Það var mikið til að þakka þeim frá-
bæru skólameistarahjónum Guð-
mundi og ekkert síður konu hans
Guðlaugu Einarsdóttur. Þau voru
miklir skörungar. Það má segja að
ég hafi skólast á Vesturlandi.“
Að loknum tveimur vetrum í
Samvinnuskólanum fór Reynir í það
sem kallað var starfsnám. Tilgang-
ur þess náms segir hann að þeir sem
brautskráðust frá Bifröst skóluð-
ust í það að verða kaupfélagsstjór-
ar með því að starfa í kaupfélögun-
um vítt um landið. Þetta starfsnám
var líka í tvö ár. „Á þessum tíma
starfaði ég í kaupfélögunum vest-
ur á fjörðum, fyrir austan og líka í
Borgarfirðinum. Um tíma leysti ég
af kaupfélagsstjórann á Hellissandi.
Hann skildi mig eftir með áhyggj-
urnar af rekstrinum. Á þessum tíma
voru kaupfélögin með ýmsa þjón-
ustu, svo sem tryggingarnar. Einu
sinni var ég ræstur út klukkan fjög-
ur um nótt. Þá hafði bíll oltið á
Fróðárheiðinni. Stundum var ég í
vinnunni mest allan sólarhringinn.
Ég varð aldrei kaupfélagsstjóri en
komst næst því þarna á Hellissandi.
Kaupfélagstjórinn var víða í elít-
unni, ásamt sýslumanninum, lækn-
inum og prestinum. Þeir spiluðu
gjarnan saman,“ segir Reynir og
hlær.
Á faraldsfæti innan
lands og utan
Eftir þetta starfsnám, án kaup-
félagstjóratitils hjá Reyni, víkkaði
hann sjóndeildarhringinn enn frek-
ar með því að halda til starfa í Dan-
mörku og Englandi þar sem hann
starfaði tíma og tíma hjá kaupfélög-
um og kaupfélagsfyrirtækjum. „Ég
held ég hafi unnið á 17 stöðum á
fimm árum eftir Bifröst. Þegar ég
kom heim fór ég að starfa í fræðslu-
deild SÍS, vann þar náið með Sig-
urði A. Magnússyni rithöfundi sem
stýrði frægri útgáfu á Samvinn-
unni sem var mikið menningar- og
fræðslurit á þessum tíma. Það má
segja að mín vinna á fræðsludeild-
inni hafi þróast út í félagsmálastarf.
Ég varð framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra samvinnustarf-
manna, skammstafað LÍS. Á tíma-
bili ferðaðist ég um landið og vann
að stofnun starfsmannafélaga. Alls
tók ég þátt í að stofna 45 starfs-
mannafélög. Eini staðurinn í land-
inu þar sem ekki náðist að stofna
starfsmannafélag var í Bitrufirði
á Ströndum,“ segir Reynir. Til að
gera langa sögu stutta fór Reynir
því næst að starfa að stofnun hús-
næðissamvinnufélaga. Hann var
brautryðjandi í félögunum sem
kennd eru við Búmenn og Búseta.
„Þessi félög hentuðu mjög vel ungu
fólki sem var að byrja búskap og
öldruðu fólki sem var að minnka
við sig og finna sér öruggan stað í
ellinni. Þessi félög eru í dag öflug
samvinnufélög sem byggja á því að
fólk kaupi sér búseturétt.“
Bóksalinn
Eitt leiðir að öðru eins og sagt er.
Þannig var með hugmynd Reynis
um gönguleiðabækurnar. Sú hug-
mynd þróaðist stig af stigi. Byrj-
unina, auk fjallgöngu í Hnappadal
og á Snæfellsnesi, rekur hann til
þess að hann veitti aðstoð sína við
útgáfu glæsilegra byggðabóka sem
gefnar voru út annars vegar um
Kolbeinsstaðahrepp og hins veg-
ar um Eyja- og Miklaholtshrepp.
Bókaforlagið áformaði að gefa út
bækur um öll sveitarfélög á Snæ-
fellsnesi. „Það komu aðeins þess-
ar tvær bækur út því bókaforlag-
ið fór lóðbeint á höfuðið. Ég ákvað
að kaupa lagerinn sem eftir var af
þessum tveimur bókum. Stefn-
an var nú sett á að selja bækurn-
ar á bæjarhátíðunum sem haldn-
ar voru vítt og breitt um Snæfells-
nes, á Dönskum dögum í Stykkis-
hólmi, Á góðri stund í Grundar-
firði, Færeyskum dögum í Ólafsvík
og Sandaragleði. Ég sá að ég yrði
að vera með fleiri en þessa tvo titla
og fór því á stúfana og útvegaði mér
fleiri bækur sem tengdust Snæfells-
nesi. Fólk kíkti fyrir mig í kjallara
og upp á hanabjálka og saman söfn-
uðust hjá mér hátt í hundrað titlar
sem ég bauð til sölu á bæjarhátíð-
unum og gekk bara þokkalega vel.
Í þessum ferðum fæddist einmitt
hugmyndin um kort af Snæfellsnesi
sem ég gaf út. Þetta voru þrjú kort
af hringleiðum á Snæfellsnesi. Eitt
var um Snæfellsnesjökulshring-
inn en síðan þurfti ég að finna ný
nöfn á Snæfellsnesið, því hin kortin
hétu Mið-Snæfellsnes og Inn-Snæ-
fellsnes. Þarna var ég dottinn inn í
hringformið, sem ég notaði síðan
nær eingöngu varðandi gönguleið-
irnar í gönguleiðabókunum sem
síðar komu.“ Reynir gerði reyndar
tvö önnur kort með gönguleiðum,
um Hvalfjarðarhringinn og Skarðs-
heiðarhringinn. Einnig gaf hann
út bók fyrir Ferðafélag Íslands um
svokallaða Vatnaleið, sem fjallar
um gönguleiðir milli Hnappadals
og Norðurárdals.
Að komast út úr
þéttbýlinu
Þá var komið að gönguleiðabókun-
um. Þær eru eingöngu um göngu-
leiðir nærri byggð. Reynir segir að
útgangspunkturinn sé að komast
út úr þéttbýlinu á skammri stundu
í stuttar og skemmtilegar göngu-
ferðir út í hina margbreytilegu nátt-
úru. „Þær byrja yfirleitt skammt frá
þjóðleið oft út frá þekktum stöðum.
Að meðaltali eru þetta 3-6 km leið-
ir, einn til tveir tímar í göngu,“ seg-
Sér alltaf eitthvað nýtt og spennandi á ferðum sínum
Reynir Ingibjartsson hefur skrásett í bækur fjölda gönguleiða á Vesturlandi
Reynir með nýjustu gönguleiðabókina, 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi.
Þær eru að verða allmargar bækurnar og kortin sem Reynir hefur unnið að til
útgáfu.
Gönguleið undir Melabökkum í Melasveit er meðal skemmtilegra gönguleiða á Vesturlandi. Eins og sjá má eru jarðlögin í
bökkunum eins og marglaga tertusneið.