Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 ir Reynir. Fyrsta gönguleiðabókin var „25 gönguleiðir á höfuðborg- arsvæðinu.“ Síðan kom 25 göngu- leiðir á Hvalfjarðarsvæðinu og svo koll af kolli; Reykjanesskagi, Snæ- fellsnes núna í vor og Borgarfjörð- ur og Dalir næsta vor. Reynir ætl- ar síðan að uppfylla draum sinn og loka hringnum á suðvesturhorninu með bók um Þingvallahringinn. Dregur fram landið og söguna Um nýjustu bókina „25 göngu- leiðir á Snæfellsnesi,“ segir Reyn- ir: „Ströndin kringum Snæfells- nes er ótrúlega fjölbreytt og fal- leg. Við höfum þessar gullstrendur að sunnanverðu, með Löngufjörur í aðalhlutverki, síðan mætast hraun og haf kringum Snæfellsjökul. Að norðanverðu eru þessir vaðlar og firðir og svo Breiðafjarðareyjarn- ar fyrir utan. Allan hringinn hef- urðu þennan fjölbreytilega fjalla- klasa, nánast allar tegundir fjalla. Þegar kemur svo að næstu bók þá er allt öðruvísi landslag í Borgar- firði og Dölum. Það eru allir dal- irnir, árnar og grænar sveitir. Það sem gerir vinnuna við þessar bækur svo skemmtilega, fyrir utan hreyf- inguna og útiveruna, er að draga fram landið og söguna, ef vel tekst til. Í fórum mínum hef ég 1000 ör- nefnaskrár, um býli og eyðibýli á svæðunum. Þær eru ómetanlegur fróðleikur.“ Heimildamynd um Þórð á Dagverðará Reyni er fleira hugleikið en göngu- leiðir og að eyða drjúgum stundum úti í náttúrunni. Hann er formað- ur í hollvinafélagi tengdu minn- ingu Þórðar Halldórssonar á Dag- verðará, þeirri þjóðþekktu persónu. „Þórður var merkilegur og einstak- ur maður. Hann er hluti af nátt- úrunni á Snæfellsnesi. Við höfum unnið að gerð heimildamyndar um Þórð og tók Kári Schram það verk- efni að sér. Þessi heimildamynd er að verða tilbúin og kemur loks til sýningar nú í haust, enda hafa margir beðið spenntir eftir að hún verði tilbúin,“ segir Reynir. Hann er einnig í hópi sem vinnur að því að Ljósufjöll á Snæfellsnesi verði jarðvangur sem ná myndi frá Ber- serkjahrauni að Grábrókarhrauni. Reyndar segir Reynir að framtíðar- sýn sín sé sú að jarðvangar og þjóð- garður myndi heildstætt náttúru- verndarsvæði sem nær frá Snæfells- jökli að Langjökli. þá Útsýni af Knarrarklettum yfir Breiðuvík og til Snæfellsjökuls. Þangað er þægileg leið af veginum yfir Fróðárheiði. Frá einni gönguleiðinni í nýju bókinni um Snæfellsnes, ölkelda rétt hjá Þverfelli í Hnappadal. Ein gönguleið í næstu bók, 25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum, verður um Rauðsgil í Hálsasveit. Hálendisvakt björgunarsveita Landsbjargar er nú hafin og verð- ur næstu sjö vikurnar til viðbótar. Að venju verða hópar að Fjallabaki, á Kili, á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Meðal sveita sem fyrst lagði á hálendið var Lífs- björg af Snæfellsnesi sem dvaldi á Kili og hefur nú lokið vakt sinni. „Björgunarsveitir og slysavarna- deildir leggja mikla áherslu á slysa- varnir. Útköll björgunarsveita hafa aukist gríðarlega mikið síðustu árin samhliða fjölgun ferðamanna og fjölgun Íslendinga sem stunda úti- vist. Á síðasta ári voru tæplega tvö þúsund atvik sem komu til kasta sjálfboðaliða félagsins á hálendis- vaktinni einni saman. Ef horft er til fjölgunar ferðamanna á þessu ári má allt eins búast við aukningu út- kalla á hálendisvakt og utan henn- ar. Gríðarlega mikilvægt er að all- ir sem komi að ferðaþjónustu sinni upplýsingagjöf og öðru til að lág- marka óhöpp. Á þetta við um Vega- gerð, ferðaþjónustu, lögreglu og aðra en einnig þarf að hlúa vel að innviðum og ferðamannastöðum,“ segir Jónas Guðmundsson upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Skessuhorn. mm Svipmynd frá björgunarstörfum Landsbjargarfólks á hálendinu í fyrra. Hálendisvakt björg- unarsveitanna hafin Nafn: Haraldur Benediktsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Bóndi og alþingismaður. Fjölskylduhagir/búseta:Við Lilja Guðrún eigum þrjú börn; 5, 12 og 17 ára og búum á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Áhugamál: Hef undanfarið reynt að svara þessari spurningu, ansi oft. Komist að því að lífið og til- veran er mitt aðaláhugamál. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 4. júlí 2013 Mætt til vinnu klukkan og það fyrsta sem þú gerðir eftir mæt- ingu? Lagði af stað til Reykjavík- ur klukkan 7:30. Vinnudagurinn hófst á nefndarstörfum. Þar sem ég er í tveimur nefndum byrja all- ir morgnar á þann hátt. Nefndar- starf þingsins er „hryggstykkið“ í starfinu. Klukkan 10? Þá var sameiginleg- ur fundur atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Fundurinn var opinn og umræðu- efnið Hellisheiðarvirkjun. Hádegið? Dagurinn er lokadag- ur sumarþings og því löng dag- skrá. Þingfundur hófst kl 10:30 og gert var hlé á þingfundi rétt fyr- ir klukkan 12. Stjórnarandstað- an taldi allt samkomulag um fram- hald þingstarfa í uppnámi. Ástæð- an var breytingartillaga meirihlut- ans um veiðigjöld á milli 2. og 3. umræðu. En meirilutinn vildi af- létta sérstaka veiðigjaldinu á kol- munnaveiðum enda kostnaður við veiðarnar mjög hár og líklega eng- in ástæða fyrir útgerðina að leysa skipin frá bryggju, miðað við fyr- irhugaða gjaldtöku. Veiðigjald- ið er sannarlega hitamál þingsins. En lagfæra þurfti lögin svo mögu- legt væri að innheimta og leggja á veiðigjöld. Til viðbótar höfðu flokkarnir lofað lækkun þeirra í kosningabaráttunni. Klukkan 14? Þingfundur haf- inn aftur – umræða um almanna- tryggingar. Klukkan 17? Boðað var til þing- flokksfunda og gert hlé á þing- haldi. Leysa þurfti nokkra hnúta. Til að auðvelda þingstörf var ákveðið að draga til baka lækk- un gjalda á kolmunnaveiðar – nið- urstaðan að skoða veiðigjald á fleiri tegundum, þar sem kostnað- ur við veiðar er hár miðað við af- urðaverð. Því miður er það þannig að veiðigjaldið getur orðið til að stoppa veiðar og nýtingu á nokkr- um nytjastofnum. Klukkan 21? Ásmundur Ein- ar þingmaður og bóndi á Lamb- eyrum og víðar, stóð fyrir sviða- veislu. Þingmenn mættu vel, og drógu ekki af sér í að gera sviðum góð skil. Enda vel við hæfi miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar í efl- ingu þjóðmenningar – og svið eru sannarlega þjóðmenning. Margir tóku auka kjamma um miðnætti – með forsætisráðherra. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Þingfundur stóð til um 2 um nóttina og endaði á þingfrestun- artillögu og forsætisráðherra las forsetabréf um þingfrestun. Fastir liðir alla daga? Það er venjulega mjaltir – en undanfar- ið hef ég verið í leyfi frá þeim – nema um helgar. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Leiðrétting veiði- gjalda – afar mikilvægt að hafa náð þeim áfanga. En vinnan held- ur áfram við endurskoðun þeirra. Nú verður að vera viðsnúningur í umræðu um sjávarútveg. Var vinnudagurinn hefðbund- inn? Nei – enda síðasti dagur sumarþings. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í vor settist ég í fyrsta sinn á þing. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Búskapur er það – en þing- mennskan er tímabundin – til fjögurra ára í senn. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, það geri ég. Hvernig gengur að samhæfa starf bóndans og alþingis- mannsins? Stundum illa – en yfirleitt vel. Ekki komin löng reynsla ennþá. Núna eru fimm bændur á Alþingi, núverandi og fyrrverandi, fleiri en hafa setið þar í mörg ár. Eitthvað að lokum? Þing- mennska er afar sérstök vinna – engir tveir dagar eins. Það mikil- vægt að gleyma ekki rótunum. Dag ur í lífi... Alþingismanns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.