Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Pennagrein Hestamannafélagið Faxi var stofnað 23. mars 1933 í Borgar- nesi og voru stofnendur 15 ein- staklingar úr Borgarfirði. Fyrstu stjórnina skipuðu Ari Guðmunds- son í Borgarnesi, sem var formað- ur, Ásgeir Jónsson á Haugum og Helgi Ásgeirsson í Borgarnesi. Í lögum félagsins segir meðal ann- ars svo: „Markmið félagsins er að vernda og efla hestamennskuna í landinu, stuðla að bættri með- ferð hrossa, efla hestaíþróttir og kynbætur reiðhrossa.“ Starfsemi Faxa var fræðslustarfsemi, árleg- ar kappreiðar, gæðingakeppni, af- kvæmasýningar, tamninganám- skeið og að eiga góðhesta til kyn- bóta. Árið 1946 voru félagar í Faxa 85 auk 29 ævifélaga, eða sam- tals 114. Á tíu ára afmæli félags- ins 1943, var haldið hóf í Hvítár- vallaskála með borðhaldi, ræðu- höldum, söng og skemmtiefni og mættu þar um níutíu manns. Sömuleiðis var haldið hóf í Borg- arnesi á tuttugu og fimm ára af- mæli félagsins með borðhaldi og skemmtiatriðum og var þar mikill fjöldi manna. Stóðhesturinn Skuggi Varðandi kynbætur, var keyptur í nóvember árið 1946 stóðhest- urinn Skuggi frá Bjarnarnesi, nr. 201, þá níu vetra. Var hann keypt- ur af Hrossaræktarfélagi Gnúp- verja á 6.500 kr. og þótti mjög dýr. Hestamannafélagið Faxi átti Skugga í nítján ár, eða þar til hann var felldur 8. september 1956 og heygður með öllum reiðtygjum við félagsheimili Faxa að Faxaborg. Var hann þá þrotinn að heilsu og kröftum. Skuggi var afburða viljahest- ur, gangviss og ganggóður svo að af bar. Vissulega var Skuggi um- deildur, eins og gengur, menn ým- ist dáðu hann, eða menn sáu hon- um allt til foráttu. Skuggi var mik- ið notaður til undaneldis og varð afkomendahópur hans mjög stór. Á Landsmóti Landssambands hestamanna (LH) við Skógarhóla á Þingvöllum 1958 áttu um sextíu sýningar og keppnishross ættir sín- ar að rekja til stóðhestsins Skugga. Skuggi var sýndur á Landbúnað- arsýningunni í Reykjavík 1947. Á þeirri sýningu var hann talinn af- burðagæðingur í reiðhestaflokki, fremstur í sínum flokki og hlaut Sleipnisbikarinn, sem þá var keppt um í fyrsta sinni. Sennilega hefur Skuggi þar staðið á hátindi frægð- ar sinnar. Landssamband hestamanna LH var stofnað árið 1949. Í undir- búningsnefnd voru valdir tveir full- trúar Borgfirðinga, þeir Gunnar Bjarnason og Ari Guðmundsson frá Faxa. Aðrir í nefndinni voru Björn Gunnlaugsson Reykjavík, Bogi Eggertsson Reykjavík og Hjalti Gestsson. Stofnfundurinn var svo haldinn 18. og 19. desember 1949, í „Baðstofu iðnaðarmanna“ (nærri Iðnó í Reykjavík), og voru þar full- trúar tólf hestamannafélaga og var þar fyrsta stjórnin kjörin. Formaður var kjörinn, H.J. Hólmjárn fulltrúi Fáks, með 11 atkvæðum, Ari Guð- mundsson fulltrúi Borgfirðinga var kjörinn ritari, einnig með 11 at- kvæðum og Pálmi Jónsson Reykja- vík kjörinn gjaldkeri, einnig með 11 atkvæðum. Meðstjórnendur voru Hermann Þórarinsson Blönduósi og Steinþór Gestsson Hæli. 2. júlí 1950 hélt Landssamband hestamanna kvöldvöku í útvarpinu. Þar var stefna og starfsemi sam- bandsins kynnt og flutti þar fulltrúi Borgfirðinga, Ari Guðmundsson formaður Faxa, ávarp fyrir hönd LH. Faxaborg Í upphafi fékk félagið afnot af mannvirkjum Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) á Ferju- kotsbökkum til mótshalds og kapp- reiða í góðri samvinnu við land- eigendur. Þegar UMSB hætti að sinna viðhaldi á mannvirkjum sín- um, sem voru úr sér gengin, enda 32 ára gömul, var ákveðið að reisa félagsheimili fyrir starfsemi Faxa. UMSB hafði ekki áhuga á að taka þátt í nýrri byggingu, en lagði til fjármagn, sem var nálægt húsaleigu UMSB til tíu ára í hinu nýja hús- næði. Fjármögnun húsnæðisins var erfið fyrir svo lítið félag. Eftir neit- un frá helstu lánastofnunum svo sem Sparisjóði héraðsins, Félags- heimilasjóði og Fjárfestingaráði, var ákveðið að afla fjármagns innan félagsins. Fjármögnunin var með- al annars þannig, að stofnað var þrisvar til happadrættis, tekjur voru af mótahaldi, félagsgjöldum, lítils- háttar gjafir fengust, og mikil sjálf- boðavinna var lögð fram. Einnig lánuðu þrír einstaklingar verulega fjármuni. Faxaborg var reist á sex vikum vorið 1952. Húsið var tæplega fjög- ur hundruð fermetrar að flatarmáli. Samningur var gerður við landeig- endur um leiguréttindi til ársloka 2000. Kostnaður við byggingu hússins var um 170 þúsund krónur og einn- ig hafði verið útbúinn skeiðvöll- ur, sem vígður var árið 1949. Var kostnaður við hann um 30 þúsund kr. Samtals kostuðu þessar fram- kvæmdir um 200 þúsund krónur, þar með talinn kostnaður við girð- ingar og fleira. Árið 1958 var skuld félagsins 20 þúsund krónur og þótti það undraverður árangur. Hesta- mannafélagið Faxi var fyrsta hesta- mannafélagið á Íslandi til að eign- ast sitt eigið félagsheimili. Í stjórn Faxa fyrstu árin, frá 1933 til 1959, voru: Ari Guðmundsson Borgarnesi, tuttugu og tvö ár formaður. Símon Teitsson Borgarnesi, tvö ár formaður og níu ár ritari. Sigursteinn Þórðarson Borgarnesi, átta ár gjaldkeri. Kristján Fjeldsted Ferjukoti, gjald- keri fimm ár og þrjú ár ritari. Björn Guðmundsson Borgarnesi, sjö ár gjaldkeri. Helgi Ásgeirsson Borgarnesi, fjög- ur ár gjaldkeri. Þorgeir Þorsteinsson, Mið-Fossum fjögur ár ritari. Ágúst Jónsson Þverholtum (Sveinsstöðum), fjögur ár ritari. Eyvindur Ásmundsson Borgarnesi, fjögur ár meðstjórnandi. Daníel Teitsson Grímarsstöðum, þrjú ár ritari. Guðmundur Pétursson Hesti, þrjú ár meðstjórnandi. Ásgeir Jónsson Haugum, tvö ár ritari. Gunnar Bjarnason Hvanneyri, tvö ár formaður. Þórður Eggertsson Borgarnesi, eitt ár gjaldkeri. Einar Gíslason Hesti, eitt ár með- stjórnandi. Hrossaræktardeild Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar var stofnað 1954 og fyrsti formaður var Ing- ólfur Guðbrandsson Hrafnkels- stöðum, Páll Sigurðsson og svo Ari Guðmundsson formaður til dauðadags 21. maí 1959. Hér hefur verið, í stuttu máli, farið yfir sögu Faxa á árunum 1933 til 1959 og byggt á gögnum Ara Guðmundssonar. Síðari ár þessa tímabils eru mér mjög minnisstæð. Á þeim árum voru orðin Hesta- mannafélagið Faxi og Skuggi nán- ast sem órjúfanleg heild, svo ná- tengur var Skuggi Faxa og Faxi Skugga. Því miður var nafnið Skuggi tekið til nota á öðru hesta- mannafélagi og er það von mín að náist að sameina þessi nöfn aftur í nýju félagi með sína nýju Faxaborg í Borgarnesi. Í síðasta tölublaði Skessuhorns, var umfjöllum um Faxa og LH, sem mér fannst ekki að öllu leyti rétt. Þess vegna er þessi samantekt meðal annars send Skessuhorni til birtingar. Vona ég að lesendur hafi gaman að rifja upp gamla tíð og sennilega munu einhverjir aðr- ir minnast áranna eftir 1959, núna á afmælisárinu. Ég tel að Hesta- mannafélagið Faxi hafi verið eitt af öflugustu félagasamtökum í Borg- arfirði á þessum árum. Að lokum sendi ég Hestamanna- félaginu Faxa árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Reykjavík í júlí 2013, Hreinn Ómar Arason. Ljósmyndir Ólöf Sigvaldadóttir. Hestamannafélagið Faxi 80 ára - upphafsárin 1933 til 1959 Ari Guðmundsson og Skuggi á Landbúnaðarsýningunni í Reykjavík árið 1947. Ari Guðmundsson og Skuggi. Myndin er tekin í Borgarnesi 1953. Félagsheimili Faxa á Faxaborg byggt árið 1952.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.