Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.07.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Veiðivörur fyrir fjölskylduna Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is „Hér er góður gangur í augnablik- inu. Miklar laxagöngur og veiði um alla á. Sextán laxar veiddir í gær á stangirnar fjórar, svo það var líflegt, fyrir svo utan tökur og nart sem hélt veiðimönnum í háspennu,“ sagði Ástþór Jóhannsson við Straum- fjarðará, þegar við heyrðum í hon- um í byrjun vikunnar. „Mikið hef- ur rignt hér í nótt og neðri hluti árinnar nokkuð skolaður þar sem dregur úr túnskurðunum umhverf- is. Efri hlutinn er hinsvegar mun betri. Strauma er nú alltaf fljót að hreinsa úr sér móskolið. Það eru því spennandi veiðidagur að hefj- ast hér.“ Ástþór segir að búið sé að færa til bókar um 100 laxa, en opn- að var í veiðina 20. júní, en aðeins er veitt á þrjár stangir til mánaða- móta. „Fyrsta vikan af júlí verður að teljast með eindæmum góð og ekki vantar vatnið sem er kærkomin breyting frá fyrri árum, því þurrk- ar hafa plagað okkur hér undan- farin sex sumur og það hefur bitn- að mjög á veiði því yfirleitt er hér nægur fiskur. Nú er öldin önnur; gott og gamaldags íslenskt rigning- arsumar og þá veiðist vel hjá okk- ur í Straumfjarðará. Og laxinn sem veiðist hefur verið ágætlega vænn,“ sagði Ástþór ennfremur. Stórlaxar í Andakílsá Fyrir helgi veiddist í Laxá í Aðal- dal 115 cm löng hrygna sem líklega hefur verið um eða yfir 30 þund að þyngd. Var hún stærsti fiskur sem veiðst hefur hér á landi síðan 2006. En ævintýrin gerast víðar og okkur nær. Á laugardaginn veiddust tveir stórlaxar í Andakílsá í Borgarfirði. Sá fyrri mældist 90 cm, var hæng- ur og fékkst á veiðistað nr. 3. Þá fékkst annar hængur sem mældist 85 cm í Efri Fossbakkahyl (veiði- staður nr. 4). Báðir veiddust laxarn- ir á flugu og var sleppt. Auk stóru laxanna veiddust á laugardaginn tveir 3,5 kg laxar. Á hádegi á laug- ardaginn stóð Andakílsáin í 31 laxi, en á sama tíma í fyrra höfðu 13 lax- ar komið á land. Norðurá yfir þúsund laxa „Það er mjög mikil veiði í Norð- urá. Gærdagurinn fór langleiðina í að skila 100 laxa veiði og mikill fiskur að hellast inn. Þá gaf síðasta tveggja daga holl í Straumunum 30 laxa,“ segir í frétt frá Stangveiði- félagi Reykjavíkur á mánudaginn. „Sem dæmi um lætin í Norðurá þá settu tvær stangir í 40 laxa á morg- unvaktinni og lönduðu 30 þeirra. Viðlíka sögur eru sagðar við mat- arborðið á Rjúpnahæð þessa dag- ana. Mikið hefur rignt síðasta sól- arhringinn og áin í vexti, en spáð er enn frekari úrkomu í Borgarfirði. Útlit er því fyrir að þetta verði með albestu laxveiðisumrum við Norð- urá.“ Straumarnir fara ekki varhluta af miklum laxagöngum. Síðasta holl fékk 21 lax á stangirnar tvær á morgunvaktinni á sunnudag- inn og endaði hollinu í 30 löxum á tvær stangir á tveimur dögum. Það er því útlit fyrir mjög gott sumar á þeim slóðum líkt og allsstaðar í borgfirsku ánum. Allra veðra von á heiðinni „Við vorum sex félagar úr veiði- félaginu „Upp á Heiðar“ í árlegri veiðiferð á Arnarvatnsheiði um sl. helgi,“ sagði Kristján Sigur- bergsson sem hafði samband við Skessuhorn eftir góðan veiðitúr um helgina. „Samkvæmt venju þá höldum við okkur á sunnanverðri heiðinni og förum gjarnan á „okk- ar“ staði sem hafa reynst vel í gegn- um tíðina. Þessir staðir sem í okk- ar hópi nefnast meðal annars; For- maðurinn, Fálkahylur, Dalatangi, Bleikjubugt og Sæmundarhyl- ur, finnast ekki á opinberum kort- um en við innvígðir göngum beint að þeim og förum sjaldnast fisk- lausir þaðan. Færri fiskar komu á land í þessari ferð en oft áður og kann hluti af skýringunni að vera sá að veðrið var oft á tíðum með versta móti; hávaða rok og rign- ing og því erfitt að beita flugunni í verstu vindhviðunum. Má segja að um helgina hafi veðrið sýnt okkur bæði sínar bestu en jafnframt verstu hliðar en það voru ánægðir og veð- urbarðir félagar sem komu af heið- inni á sunnudaginn.“ Mikil laxagengd í Gljúfurá Í venjulegur árferði hafa gengið í gegnum teljarann í Gljúfurá 500- 600 laxar. Nú þegar hafa gengið í gegnum teljarann 404 laxar; 342 smálaxar og 62 stórlaxar. Að sögn Birnu G. Konráðsdóttur formanns Veiðifélags Gljúfurár er einnig at- hyglisvert að stórlax gengur yfir- leitt í Gljúfurá um eða eftir versl- unarmannahelgi og er hann því óvenjulega snemma á ferðinni. Þetta er eina áin sem menn vita um að þannig hagi til. Veiðin í Gljúfurá er að nálgast 100 laxa, 96 voru á há- degi í gær komnir á land, en áin var opnuð 25. júní. Fjör í Flóku Síðasta holl í Flókadalsá í Borg- arfirði veiddi 70 laxa eftir tveggja daga úthald, sem er hreint út sagt frábær veiði. Loks fréttum við að góð silungs- veiði hefi verið á Vatnasvæði Lýsu að undanförnu. Nokkrir vænir sil- ungar hefðu komið á land en ekki hefur enn frést af laxi úr Lýsu. Gott og gamaldags íslenskt rigningarsumar hentar vel í Straumfjarðará Fallegir urriðar sem tóku svartan Nob- bler, aðfararnótt laugardagsins 6. júlí á Arnarvatnsheiði. Veiðikona hampar hér laxi við Sjávar- foss í Straumfjarðará. Ljósm. gb. Frá veiðistað nr. 3 í Andakílsá þar sem 90 cm hængur veiddist á laugardaginn. Ljósm. Þorsteinn Ólafs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.