Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Reykholt
Vantar starfsfólk
Aðstoðarmaður í eldhús/kokkur
Æskilegt er að umsækjendur:
Hafi náð 20 ára aldri•
Hafi góða reynslu af matreiðslu eða vinnu í eldhúsi•
Séu skipulagðir, hafi metnað og geti unnið sjálfstætt•
Geti unnið undir álagi•
Herbergisþerna og morgunverðarþjónn
Vantar starfsfólk til að sjá um morgunmat og herbergisþrif
Æskilegt er að umsækjendur:
Hafi náð 18 ára aldri•
Séu skipulagðir, hafi metnað og geti unnið sjálfstætt•
Geti unnið undir álagi•
Starfstími er samkomulag en um framtíðarstarf
getur verið að ræða
Nánari upplýsingar veitir
Arnþór Pálsson hótelstjóri
í síma 867 4716
Umsókn og ferilsskrá sendist á addi@fosshotel.is
Fjölskyldutónleikar í Tónbergi,
sunnudaginn 13. október kl. 18
Söngvararnir Valgerður Guðnadóttir og Þór
Breiðfjörð syngja (og leika) lög úr
söngleikjum og Disneymyndum Hakúna
Matata, Apalagið úr Skógarlífi, Leið hann
heim úr Vesalingunum, Do-re-mi úr Söngva-
seið, Við höldum vörð... og fleiri og fleiri
Gestasöngvarar: Disneyhópur Kalmans
Píanó: Vignir Þór Stefánsson
Aðgangseyrir kr. 2.000 en frítt fyrir
12 ára og yngri
Kalmansvinir fá 20% afslátt á tónleikana!
Frábær skemmtun á
sunnudagseftirmiðdegi!
Þeir sem hafa áhuga á að gerast Kalmans-
vinir og styrkja félagið hafi samband við
Svein Arnar í síma 865-8974 eða sendi póst
á netfangið kalmanlistafelag@gmail.com
Kalman – listafélag
í samvinnu við TOSKA
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Grjótkrabbi er ný tegund við Ísland.
Hann fannst fyrst við landið þegar
kafari fann einn af þessum nýju land-
nemum í Hvalfirði sumarið 2006.
Tegundin var fram að þeim tíma að-
eins þekkt við austurströnd Norð-
ur Ameríku. Talið er víst að lirf-
ur krabbans hafi borist hingað með
kjölfestuvatni skipa sem hafi dælt
því út inni á Faxaflóa eða í Hvalfirði.
Hlýnun sjávar hér við land hefur síð-
an hjálpað krabbanum við að tímg-
ast og breiðast út. Nú í haust hef-
ur áhöfn Hannesar Andréssonar SH
737 stundað tilraunaveiðar á grjót-
krabbanum til að kanna útbreiðslu
hans. Þetta er eins konar krabbarall
þar sem báturinn fer skipulega um og
leggur gildrur á hafsbotninn. Í gildr-
unum er agn fyrir krabbana. Þeir
klifra inn í gildrurnar og eru þar með
fangaðir lifandi.
Nákvæm rannsókn
Hannes Andrésson SH er gerður út
af Fiskiðjunni í Grundarfirði. Bátur-
inn hefur mörg undanfarin ár stund-
að veiðar á sæbjúgum. Tilrauna-
veiðarnar á grjótkrabbanum eru í
samvinnu við Hafrannsóknastofn-
un. „Við hófum þessar rannsókn-
ir á sundunum við Reykjavík, fór-
um síðan í Hvalfjörð, kringum Akra-
nes, upp undir Borgarfjörð og Mýr-
ar og áfram vestur fyrir Snæfellsnes.
Svo var haldið áfram inn með nesinu
norðanmegin. Undarfarið höfum
við verið að kanna svæðið í grennd
við Grundarfjörð og Stykkishólm og
eyjarnar í Breiðafirði norður und-
ir Flatey. Síðan höldum við áfram og
skoðum svæðið í átt að Rauðasandi
og undir Skor,“ segir Bergur Garð-
arsson skipstjóri á Hannesi Andrés-
syni SH.“
Með örugga klófestu
Tilraunaveiðarnar nú staðfesta að
grjótkrabbinn er kominn með góða
klófestu við Vesturland. „Við verðum
víða varir og útbreiðslan er að aukast.
Elstu dýrin eru sennilega sjö til átta
ára gömul og eru þá orðin nokkuð
stór. Grjótkrabbinn virðist frekur til
plássins. Það er eins og ef hann flæmi
burt trjónukrabbana og bogkrabbana
sem eru þær tegundir sem eru fyrir
á slóðinni þegar þessi nýbúi mætir á
svæðið, “ segir Bergur.
Krabbategundirnar sem fyr-
ir voru hér við land og nýta svipuð
búsvæði og æti og grjótkrabbarn-
ir girnast, virðast þannig verða und-
ir í samkeppninni um fæðu og bú-
svæði. „Í tilraunaveiðunum nú hafa
svæðin í Faxaflóa komið skást út en
það er greinilegt að hann er að ná
sér á strik í Breiðafirðinum. Hrogn
og lirfur reka með straumum norð-
ur með Vesturlandi og grjótkrabbar
hafa fundist allt vestur í Arnarfirði á
Vestfjörðum.“
Aftur á sæbjúgu
Er grjótkrabbinn framtíðar nytjateg-
und hér við land? „Líklegast kemur
að því að þetta verði nýtt. Erlendis er
greitt þokkalega fyrir heila krabba,
það er eins og markaðurinn óski helst
eftir þeim þannig. Þetta er fínn mat-
ur, bragðið er svona ívið sætara en af
leturhumrinum,“ svarar Bergur.
Þrír menn skipa áhöfn Hannesar
Andréssonar SH. Allir eru búsettir
á Akranesi. Mörg undanfarin ár hef-
ur báturinn stundað veiðar á sæbjúg-
um. „Við gerðum hlé á þeim veiði-
skap til að skoða grjótkrabbann en
byrjum aftur nú eftir mánaðamót.
Síðustu þrjú árin höfum við stund-
að veiðar fyrir austan, frá Fáskrúðs-
firði. Við höfum hvílt veiðislóðirn-
ar sem við höfðum nýtt hér vestan-
lands. Ég hef trú á því að við snúum
nú aftur hingað vestur. Markaðsmál-
in fyrir sæbjúgun hafa þó verið nokk-
uð óstöðug og erfið þó þau gefi ágæt-
lega af sér þegar vel gengur.“
mþh
Bandaríski stórleikarinn Toby Ma-
guire er nú við tökur í Grund-
arfirði. Hann er frægastur fyr-
ir að hafa leikið Köngulóarmann-
inn (Spiderman). Einnig má nefna
að hann lék í myndum á borð við
Gatsby hinn mikli og knapann Red
Pollard í kvikmyndinni um kapp-
reiðahestinn Seabiscuit. Hér á
landi er Toby Maguire staddur til
að taka upp atriði í kvikmynd um
ævi skákmeistarans Bobby Fischer.
Hún heitir Peðsfórn (Pawn Sacri-
fice) og fjallar um það þegar Fisc-
herog Spassky tókust á um heims-
meistaratitilinn í skák árið 1972.
Það einvígi fór fram í Laugardals-
höll eins og frægt varð. Toby Ma-
guire fer með hlutverk Bobby Fisc-
her.
mþh
Loftorka Borgarnesi ehf. kemur að
byggingu hluta nýs 80 herbergja
hótels sem byrjað er að reisa í landi
Arnarvatns í Mývatnssveit. Loft-
orka byggir þjónusturými hótels-
ins en fluttar verða inn norskar ein-
ingar í herbergi þess. Byggingin er
um þrjú þúsund fermetrar og verð-
ur látin heita Hótel Laxá, enda er
hún skammt frá einum fegursta
stað Íslands þar sem Laxáin renn-
ur úr Mývatni. mm
Lífið getur stundum komið svo
skemmtilega á óvart í sveitinni.
Á þessum háannatíma smala-
mennsku og slátrunar, lét kind-
in á meðfylgjandi mynd, sem er
frá Dalsmynni í Eyja- og Mikla-
holtshreppi, sig hverfa. Þeg-
ar sást svo til hennar síðastlið-
inn fimmtudag var hún nýborin.
Það telst til tíðinda, en þó ekki
undantekninga, þegar svona ger-
ist. Öllu stórtækari í haust voru
t.d. nokkrar ær á bænum Hofs-
stöðum í Stafholtstungum hjá
góðbændum þar. Nokkrar þeirra
höfðu látið lömbum í fyrravor
skömmu fyrir sauðburð. Þeg-
ar voraði uggðu bændur ekki að
sér og gekk hrútur í fjárhópnum.
Eftirtekjan varð sú að níu kindur
báru, flestar einu lambi eins og
algengast er þegar kindur festa
fang að vori.
mm
Sauðburður að hausti
Þessi mynd var tekin í gær (þriðjudag) þegar tökur á myndinni fóru fram við mikla
leynd við bæinn Kverná sem er einn tökustaða myndarinnar. Bærinn var tekinn
og málaður sérstaklega fyrir þetta atriði. Toby Maguire mun vera maðurinn sem
situr aftan í þessum gamla Land Rover-jeppa sem leikur greinilega lögreglubíl í
myndinni. Ljósm. tfk.
Hollywood-stjarna í Grundarfirði
Byrjað er að reisa sökkla að þjónusturými þar sem einingar frá Loftorku munu rísa
á næstu vikum.
Loftorka byggir hótel í Mývatnssveit
Grjótkrabbinn með örugga
klófestu við Vesturland
Svona lítur grjótkrabbinn út í nær-
mynd. Stærðin er mæld á kröbbum
sem veiðast. Öllum kvendýrum
og þeim karldýrum sem ekki ná
lágmarksstærð er sleppt lifandi
í sjóinn aftur. Þannig er reynt að
verja viðkomu tegundarinnar sem er
aðskotadýr á Íslandsmiðum.
Bergur Garðarsson skipstjóri með tvo grjótkrabba úr tilraunaveiðunum.
Stolt lambsmóðir á Dalsmynni.
Ljósm. iss.