Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fram-
lengja átaksverkefninu „Allir vinna.“
Því var upphaflega komið á fót af
ríkisstjórn Samfylkingar og VG og
ætlað annars vegar að hjálpa heimil-
um landsins að láta framkvæma við-
hald á heimilum og frístundahús-
um. Hins vegar var átakið hugsað
til að auka atvinnutækifæri iðnaðar-
manna. Í átakinu felst að virðisauka-
skattur af vinnu við framkvæmdir á
húsnæði á byggingarstað fæst endur-
greiddur gegn framvísun reiknings
og kvittunar um greiðslu. Þannig
var þriðja markmiðið að koma í veg
fyrir svarta atvinnustarfsemi. Átak-
inu var ætlað að standa til næstu ára-
móta en núverandi ríkisstjórn ákvað
samhliða fjárlagagerð að framlengja
því út næsta ár. mm
Það þykja slæmar fréttir
meðal íbúa í Stykkishólmi
að fjárveitingar hafa verið
slegnar af til að færa dval-
ar- og hjúkrunarheimili
aldraðra úr úreltu húsnæði
yfir í byggingu sjúkrahúss-
ins þar í bæ. Búið var að
eyrnamerkja 144 milljóna
til þessa verkefnis en nú er
það blásið af í nýju fjárlagafrumvarpi.
Gamla fólkið fer því hvergi ef fjár-
lagafrumvarpið verður að veruleika í
óbreyttri mynd. Á sama tíma stendur
sjúkrahússbyggingin vannýtt.
„Þetta er verulegt svekkelsi. Að-
staðan sem gamla fólkið okkar býr
við í dag er til skammar. Við erum
með 13 hjúkrunarrými og fimm
dvalarrými í húsnæði
sem upphaflega var
reist sem heimavist
fyrir framhaldsskóla.
Herbergin sem fólk-
ið býr í eru mjög lít-
il og þrengslin mikil.
Ef fólk fær heimsókn-
ir verða gestir að sitja
á rúmunum og það
er ekki hægt að komast í kringum
þau,“ segir Lárus Ástmar Hannes-
son forseti bæjarstjórnar og formað-
ur bæjarráðs í Stykkishólmi. „Það er
búið að leggja mikla vinnu í þetta og
væntingarnar að vonum stórar. Með
þessu hefði tekist að koma upp boð-
legri aðstöðu fyrir gamla fólkið,“
segir Lárus. mþh
Gunnar Bragi Sveinsson
alþingismaður Framsókn-
arflokks, utanríkisráðherra
og 1. þingmaður Norð-
vesturkjördæmis, segir að
markmið ríkisstjórnarinn-
ar með nýjum fjárlögum
séu skýr. Það sé einfaldlega
ekki hægt að reka ríkissjóð
lengur með halla. Fjárlög-
in eigi væntanlega eftir að
taka einhverjum breyting-
um í meðförum þingsins.
Nú sé mikilvægt að fólk
standi saman um að verja
hagsmuni Norðvestur-
kjördæmis. „Menn verða
að hafa það í huga þegar þessi fjárlög
eru skoðuð að það er ný ríkisstjórn að
taka við völdum. Staðan sem við tók-
um við var og er miklu erfiðari en hald-
ið hafði verið fram. Gatið svokallaða í
reikningum ríkisins var stærra en gefið
hafði verið upp. Okkar hlutverk er að
reyna að leggja fram hallalaus fjárlög.
Það gengur hreinlega ekki upp að reka
ríkissjóð á yfirdrætti árum saman,“ seg-
ir Gunnar Bragi Sveinsson.
Breytingar á veiðigjöldum
í samræmi við fyrirheit
Utanríkisráðherra er ekki sammála
ásökunum stjórnarandstæðinga um að
núverandi ríkisstjórn hafi afsalað sér
mikilvægum möguleikum til tekju-
öflunar fyrir ríkissjóð. Þar hafi ekk-
ert þurft að koma á óvart. „Eini fyrir-
hugaði tekjupósturinn sem við breyt-
um er veiðigjöldin. Önnur úrræði ríkis-
sjóðs til tekjuöflunar og fyrri ríkisstjórn
hafði sett á fót áttu samkvæmt þeirra
ákvörðunum að leggjast niður um ára-
mót,“ segir Gunnar Bragi.
Hann vísar gagnrýni á nið-
urfellingu veiðigjalda til
föðurhúsanna. „Við hætt-
um við fyrirhuguð veiði-
gjöld vegna þess að lög-
in um þau og öll útfærslan
á framkvæmd innheimtu
þeirra gekk hreinlega ekki
upp. Það er búið að sýna
fram á það. Við vorum
búin að segja það skýrt fyr-
ir kosningar að við værum
á móti þessari útfærslu. Við
sögðum líka að við mynd-
um gera breytingar á þeim.
Persónulega tel ég hins
vegar að það sé eðlilegt að þeir sem nýti
sameiginlegar auðlindir greiði fyrir það
til samfélagsins. Það verður þó að taka
mið af rekstri fyrirtækjanna. Ég bendi
á að útgerðin er á þessu ári að fara að
borga 20 milljarða beint til samfélagsins
gegnum veiðigjöld og skatta.“
Frumvarp gæti tekið
breytingum
Gunnar Bragi segir að fjárlögin séu nú
til meðferðar í þinginu. Hann muni
ekki eftir neinu fjárlagafrumvarpi sem
ekki hafi tekið breytingum í þeirri vinnu
áður en lögin verða síðan samþykkt í
lok ársins. „Ég á allt eins von á því að
þessi fjárlög taki einhverjum breyting-
um þó markmiðið verði enn sem fyrr
að afgreiða þau án halla.“
Gunnar Bragi vonar að fólk þjappi
sér nú saman um að verja hagsmuni
heildarinnar: „Norðvesturkjördæmi
hefur á margan hátt átt í vök að verjast.
Nú er mikilvægt að menn standi saman
að því sem snýr að því.“ mþh
Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
á Akranesi og formaður Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi telur að
ýmis niðurskurðaráform fjárlaga-
frumvarpsins skapi mikla óvissu. Í
síðustu viku sat hann fjármálaráð-
stefnu sveitarfélaga í Reykjavík. Þar
kom fram að ýmis nýsköpunar- og
menningarverkefni eru nú í upp-
lausn þar sem ekki virðist gert ráð
fyrir þeim í fjárlögum. Almenn-
ingssamgöngur milli Vesturlands
og Reykjavíkur gætu sömuleið-
is lagst af vegna mikils tapreksturs
sem sveitarfélögin hafa ekki burði
til að standa undir.
Áætlanir í upplausn
„Óvissan er kannski verst varðandi
sóknaráætlun landshluta. Það var
búið að ákveða 400 milljónir króna
í hana fyrir alla landshluta á þessu
ári og reiknað með að þetta hækk-
aði í 600 milljónir árið 2014. Það
er skorið niður í 15 milljónir. Í dag
veit enginn hvað verður í framhald-
inu,“ segir Gunnar. „Það var hald-
inn tæplega hundrað manna fund-
ur fólks um mótun sóknaráætlun-
ar úr öllu kjördæminu í Borgar-
nesi. Kosin var 15 manna nefnd
sem átti að auglýsa styrki, fara yfir
umsóknir í samvinnu við ráðuneyti.
Það er búið að leggja mikla vinnu í
þetta. Ef það verður ekkert áfram-
hald þá veit enginn hvað verður um
þetta. Þá liggur líka undir samn-
ingur við ríkið um eflingu menn-
ingarmála. Í þeim pakka voru 34
milljónir á þessu ári. Það veit eng-
inn hvað verður í ár. Ekkert er um
þetta í fjárlagafrumvarpinu. Sagt er
við okkur að það verði eitthvað úr
þessu en enginn virðist geta sagt
manni neitt. Hvorki um það hvort
peningar séu til og þá hvar þá sé að
finna. Ýmis menningarverkefni eru
þar með í uppnámi.“
Vilja fá verkefni heim
í hérað
„Það eina sem ég sé jákvætt fyrir
Vesturland er að það á að fjölga um
einn rannsóknarlögreglumann hjá
sýslumanninum á Akranesi,“ seg-
ir Gunnar Sigurðsson. Sá lögreglu-
maður á að sinna rannsókn kyn-
ferðisafbrota á Vesturlandi. „Ann-
ars hef ég miklar áhyggjur af rekstri
Háskólans á Bifröst. Við þurfum
líka að fá fleiri verkefni inn í kjör-
dæmið. Gott dæmi er heilbrigðis-
eftirlitið. Við höfum skrifað ráð-
herra um þetta en okkur er ekki
einu sinni svarað. Hér kemur fólk
að sunnan og skoðar matvælafyr-
irtækin en heilbrigðisfulltrúarn-
ir heima í héraði eru í því að skoða
klósettin og þess háttar. Það er al-
veg hægt að færa þessi verkefni inn
í héraðið, það er heimild fyrir því í
lögum. Í staðinn kjósa yfirvöld að
láta embættismenn keyra fram og
til baka með ærnum tilkostnaði.
Að breyta þessu yrði bara sparnað-
ur fyrir ríkið. Það er mikill uggur
í mörgum sveitarstjórnarmönnum.
Sem dæmi má nefna Skagafjörð.
Þar eru 90 milljónir sem vantar svo
endar nái saman í málefnum fatl-
aðra. Hjá okkur á Akranesi vantar
45 milljónir.“
Strætó gæti lagst af
„Síðan eru menn mjög uggandi út
af almenningssamgöngunum. Það
er mjög mikið tap á rekstri strætis-
vagna. Ögmundur Jónasson þáver-
andi innanríkisráðherra sagði þeg-
ar strætisvagnakerfið var tekið upp
að þetta væri einkaleyfi. Sveitarfé-
lögin fóru í þetta á þeim forsend-
um. Nú er hins vegar komið á dag-
inn að það eru önnur rútufyrir-
tæki sem keyra í kapp við strætóinn
og reyna að verða kortéri á undan
strætisvagninum til að ná í farþeg-
ana. Þetta er nú í málaferlum þar
sem látið er reyna á hvort einka-
leyfið standi. Almenningssam-
göngurnar eru bara í uppnámi út
af þessu tapi. Eina leiðin sem geng-
ur vel er á Suðurlandi. Þar eru svo
margir farþegar. Strætisvagnaferðir
til og frá Reykjavík til staða eins og
Akraness og Akureyrar gætu hæg-
lega lagst af í vetur. Þetta væri mik-
il synd því það hefur almennt verið
mikil ánægja með þetta fyrirkomu-
lag,“ segir Gunnar Sigurðsson.
mþh
Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp sitt
fyrir árið 2014. Samkvæmt því er stefnt að því að ríkis-
sjóður verði rekinn án halla á næsta ári. Náist það mark-
mið verður það í fyrsta skipti í sex ár sem reikningar rík-
isins verða réttu megin við núllið. Skera á niður útgjöld
ríkisins um rúmlega 12 milljarða með sparnaði og hag-
ræðingu. Hætt verður við ýmis verkefni sem fyrri ríkis-
stjórn hafði boðað og þannig eiga að sparast 5,8 millj-
arðar. Skuldir hins opinbera verða minnkaðar sem aftur
sparar vaxtagjöld. Einnig stendur til að auka tekjur rík-
isins. Þar ber hæst sérstakur 13 milljarða króna skattur
sem lagður verður á fjármálafyrirtæki. Ýmis skattagjöld
hækka í takt við verðlagsbreytingar. Þar má nefna olíu-
gjald og kílómetragjald, eldsneytisgjöld, útvarpsgjald,
álögur á áfengi og tóbak auk bifreiðagjalda. Komugjöld
á heilsugæslustöðvar verða hækkuð og lagt til að 1.200
króna gjald verði tekið af sjúklingum fyrir hvern dag sem
þeir liggja á sjúkrahúsum.
Miðþrepið í tekjuskatti lækkar um 0,8% og trygg-
ingagjald verður lækkað um 0,34%. Fæðingarorlof verð-
ur ekki lengt eins og fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið en
launaþak í fæðingarorlofi hækkað um 20 þúsund krón-
ur og fer í 370.000. Ekkert verður úr 500 milljóna króna
fyrirhuguðu framlagi í Framkvæmdasjóð ferðaþjónust-
unnar en sama upphæð sett í að efla löggæslu. Lækka á
niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar á svokölluðum köld-
um svæðum sem eru án hitaveitu um 76 milljónir króna
og ekki er gert ráð fyrir framlagi til jöfnunar flutnings-
kostnaðar. Dregið verður úr framlögum til mennta- og
menningamálaráðuneytisins um þrjú prósent. Umverfis-
og auðlindaráðuneytið lendir í tveggja prósenta niður-
skurði. Fjárframlög til utanríkisráðuneytisins hækka um
sex prósent vegna aukinna samningsbundinna greiðslna
íslenska ríkisins í Þróunarsjóð EFTA.
mþh
Stiklað á stóru í fjárlagafrumvarpinu um
áhrif þess fyrir Vesturland
Átakinu „Allir vinna“ framhaldið
Slæm óvissa og
almenningssamgöngur í uppnámi
Gunnar Sigurðsson.
Lárus Ástmar Hannesson.
Döpur tíðindi
fyrir Stykkishólm
„Gengur ekki að reka
ríkissjóð á yfirdrætti“
Gunnar Bragi Sveinsson.