Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Síðastliðin ár hefur tíðkast að nem- endur 10. bekkjar í Grunnskólan- um í Borgarnesi fari í „útskriftar- ferð“ að hausti, en ekki að vori eins og tíðkast í mörgum öðrum skól- um. Þetta er meðal annars gert til þess að hrista hópinn saman í upph3afi síðasta skólaárs. Strax í 9. bekk byrja nemendur ásamt for- ráðamönnum að safna fyrir ferð- inni og er skipulagning ferðarinn- ar unnin í góðri samvinnu við þá. Ferðirnar eru ekki alltaf eins á milli ára og ekki er alltaf farið á sömu slóðir, heldur er reynt að verða við óskum nemenda hverju sinni. Þess- ar ferðir eru yfirleitt farnar við lok samræmdra könnunarprófa sem haldin eru um miðjan september ár hvert. Núverandi 10. bekkur var mjög duglegur að safna peningum fyrir sinni ferð og því var hægt að fara í nokkuð viðamikla ferð dagana 25.- 27. september sl. Um leið og síð- asta könnunarprófinu lauk var farið upp í rútu og ekið norður á Bakka- flöt í Skagafirði þar sem gist var tvær nætur. Í Skagafirði og víðar á Norðurlandi var búið að skipu- leggja hina ýmsu afþreyingu, t.d. Paintball, Wipeout, River rafting og skotfimi svo dæmi séu tekin. Einnig var farið á skauta og í keilu á Akureyri. Þessi ferð gekk í alla staði mjög vel og voru nemendur sér, foreldrum sínum og skólanum til mikils sóma enda frábærir krakk- ar á ferð. Birna Hlín Guðjónsdóttir, umsjónarkennari. Hefð er komin fyrir því að á Sauða- messu í Borgarnesi afhendir Borg- arbyggð viðurkenningar fyrir snyrtimennsku við íbúðar- og at- vinnuhúsnæði í sveitarfélaginu. Veittar eru fernar viðurkenningar; fyrir íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, bújörð auk sérstakra hvatningar- verðlauna. „Umhverfið hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks hvort heldur það er fögur náttúra Borgarfjarðar eða snyrtilega umgengið manngert umhverfi. Snyrtimennska gleður í senn augað og auðgar andann,“ sagði Sigurður Guðmundsson for- maður umhverfis- og skipulags- nefndar, en nefndin annaðist út- hlutun viðurkenninga í samráði við landbúnaðarnefnd. Viðurkenningar að þessu sinni hlutu einbýlishúsa- lóðin Fálkakletti 9 í Borgarnesi, at- vinnuhúsið við Sólbakka 3, bænda- býlið Bóndhóli og sérstaka viður- kenningu hlutu ábúendur á Hamri í Þverárhlíð. Bóndhóll Bændabýlið sem hlaut viðurkenn- ingu árið 2013 er Bóndhóll, býli skammt ofan við Borgarnes í fyrr- um Borgarhreppi. Þar búa mynd- arbúi Kristbjörn Jónsson og Þór- hildur Þorgrímsdóttir. Sólbakki 3 Atvinnulóð sem hlaut viðurkenn- ingu 2013 er Sólbakki 3 í Borg- arnesi, þar sem bifreiðaverkstæð- ið Hvannnes er til húsa. Húsið og rekstur er í eigu bræðranna Gunn- ars og Sigurðar Arelíusar Emils- sona. Fálkaklettur 9 Viðurkenningu fyrir íbúðarhúsalóð hlutu hjónin Örn Jónsson og Anna Gerður Richter fyrir lóð sína við húsið Fálkakletti 9 í Borgarnesi. Í þá lóð hefur í grunninn verið lögð mikil vinna og metnaður til að gera hana fallega og vel úr garði, sagði m.a. í umsögn dómnefndar. Hamar í Þverárhlíð Sérstök umhverfisverðlaun Borg- arbyggðar 2013 hlutu hjónin Anna Hallgrímsdóttir og Jóhann- es Helgason á Hamri í Þverár- hlíð. „Hamar er einstaklega fallegt býli heim að líta. Öllu vel við hald- ið og snyrtilegt. Á Hamri er ekki hefðbundinn búskapur en stund- uð skógrækt,“ segir í umsögn dóm- nefndar. mm/ Ljósm. Björn Húnbogi Sveinsson. Nemendur tíunda bekkjar í Borgarnesi fóru í vel heppnaða útskriftarferð Umhverfisviðurkenningar afhentar í Borgarbyggð Fulltrúar eigenda sem hlutu viðurkenningar. F.v. Sigríður Leifsdóttir vegna Sólbakka 3, Jóhannes og Anna á Hamri, Þórhildur á Bóndhól og hjónin Anna Gerður og Örn í Fálkakletti 9. Fálkaklettur 9 í Borgarnesi. Sólbakki 3 í Borgarnesi. Horft heim að Bóndhóli. Hamar í Þverárhlíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.