Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2013, Qupperneq 18

Skessuhorn - 11.12.2013, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Freisting vikunnar Gullhnetur Dimission í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga Útskriftarnemendur í FSN „dimmiteruðu“ síðastliðinn föstu- dag. Krakkarnir klæddust sem tölvuleikja goðið Super Mario og grænklæddi félagi hans Luigi. Þau voru með hefðbundna dagskrá og dreifðu sælgæti og gleði um allan skólann. Eftir það var þeim boðið upp á hefðbundið vöfflukaffi inni á kennarastofu. Nóg komið af jafnréttisbaráttu Nemendur í Menntaskóla Borg- arfjarðar hafa gert kannanir og rannsóknir af ýmsu tagi undanfar- ið. Nýverið gerðu Ingibjörg Jó- hanna Kristjánsdóttir og Aleks- andra Mazur könnun á þekkingu á jafnrétti kynjanna. Niðurstöðurn- ar eru þær að þekking á jafnrétti er nokkuð góð í skólanum. Í nið- urstöðum kom meðal annars fram að stuðningur eldri karla við jafn- réttisbaráttu kvenna væri jafnvel meiri en hjá konum. Sumar konur sögðu jafnvel að nú væri nóg komið af jafnréttisbaráttu og rétt væri að hætta henni áður en konur fengju meiri réttindi en karlar. Ingibjörg og Aleksandra taka undir þetta og segjast hafa nokkrar áhyggjur af því að bráðum þurfi karlar að fara að berjast fyrir réttindum sínum. grþ Jólasýning barnanna í fimleikum hjá Víkingi/Reyni fór fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í síðustu viku. Rúm- lega 50 krakkar af báðum kynjum eru skráðir í fimleika og æfa tvisv- ar í viku hjá fjórum þjálfurum, þeim Ásdísi, Írisi, Billu og Brynju Mjöll. Eru börnin mjög áhugasöm og dug- leg eins og sást á sýningunni sem var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Strákarnir sýndu æfingar í hringjum en það hefur ekki verið áður. Að sögn þjálfaranna hefur aðstaðan batnað með loftdýnunni og slánni sem bæst hafa við búnaðinn á síðustu árum. þa Meistaraflokkur Grundarfjarð- ar í knattspyrnu karla og meist- araflokkur Grundarfjarðar í blaki kvenna héldu sameiginlegt kóti- lettukvöld til fjáröflunar fyrir lið- in. Vel var mætt á kótilettukvöldið enda fáir sem slá hendinni á móti slíkum veislumat. Kári Pétur Ólafs- son sá um veislustjórn og Sólmund- ur Hólm grínisti kom og skemmti gestum. það var mikið hlegið og kitlaði Sólmundur hláturtaugarnar óspart. Menn snæddu kótilettur eins og þeir gátu í sig látið og ljóst að margir fóru saddir og sælir heim að lokinni dagskrá. tfk Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðar- maður hefur verið viðloðandi kjöt- iðnað í um þrjátíu ár. Þar af hef- ur hann starfað í versluninni Einar Ólafsson á Akranesi síðustu sextán ár. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Hafsteini um matarhefðir Íslend- inga fyrir jólin og hvort þær væru eitthvað að breytast. „Ég hef tekið eftir töluverðum breytingum. Þær felast helst í því að reykta kjötið, eins og hamborg- arhryggur og hangikjöt eru dálít- ið á undanhaldi. Fólk er að færa sig meira í ferska hluti eins og fyllt læri, fyllta hryggi og fille. Einnig er hreindýrið og önnur villibráð að koma inn í auknum mæli og menn eru komnir í kalkúninn og fleira. Flestir halda samt fast í hefðirnar. Fólk er frekar að leyfa sér að fara út af vananum um áramótin heldur en á aðfangadagskvöld. Eða að prófa nýtt kjöt sem hliðarsteik með hefð- bundnum steikum. Um áramót- in er villibráðin vinsæl. Svo hafa forréttir komið sterkir inn um jól- in. Grafið lamb, grafnir hreindýra- vöðvar og ýmis paté,“ útskýrir Haf- steinn. Hann bætir við að einnig sé töluvert spurt um rjúpu fyrir jólin þrátt fyrir sölubann á henni, þann- ig að greinilegt er að margir sakna rjúpunnar. Steikin send heim að dyrum Starfsfólkið í Einarsbúð hefur lengi þjónað Skagamönnum og nærsveit- ungum en verslunin verður áttræð á næsta ári. „Við veitum mjög pers- ónulega þjónustu hér. Þjónustustig- ið er hátt, þú færð matinn jafnvel sendan heim að dyrum. Ég hef allt- af litið þannig á að hluti af vinnu- tímanum fyrir jólin er spjall við við- skiptavinina. Það þarf að ræða um matinn, magnið, fyllingar og svo framvegis,“ segir Hafsteinn. „Hægt er að panta steikurnar og þær bíða þá eftir fólki á aðfangadag, Þorláks- messu eða þann dag sem viðkom- andi kýs. Við erum meðal annars að senda fylltar steikur á Reykjavík- ursvæðið. Hluti af viðskiptavinum eru brottfluttir Skagamenn, fólk- ið úr sveitunum hér í kring og jafn- vel Borgnesingar sem vilja fá kjöt- ið héðan.“ Verslunin Einar Ólafsson sérhæf- ir sig í lamba-, nauta- og svínakjöti fyrir jólin. Nýjung fyrir þessi jól eru svokallaðar „krúttsteikur.“ Það eru fyllt lambainnanlæri sem hent- ar fyrir einn eða tvo. „Svo erum við einnig með hið víðfræga sal- at „a la Einarsbúð.“ Við erum bæði með ferskt salat og hátíðarsalat sem er ávaxtasalat. Hjá mörgum er það órjúfanlegur hluti af hátíðunum að koma í Einarsbúð á aðfangadag og ná í jólasalatið.“ Hafsteinn hefur gaman af því að vinna fyrir jólin. Vinnudagurinn er þó langur í aðdraganda hátíð- anna. En honum finnst stemning- in í kringum matargerðina og þjón- ustuna skemmtileg. „Og ekki má gleyma skötulyktinni. Það er frá- Framhaldsskólahornið Boðið var upp á vöfflur og meðlæti á kennarastofunni í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. Útskriftarnemendur FSN klæddir sem Super Mario og Luigi. Kótilettukvöld í Grundarfirði Reykta kjötið á undanhaldi fyrir jólin Hafsteinn Kjartansson er ekki lengi að úrbeina lambalæri. bær aðdragandi að jólunum þegar skötunni er pakkað og lyktin kemur í hús. Þá finnst mér jólin fyrst vera á leiðinni,“ segir Hafsteinn að lokum og drífur sig í að úrbeina lambalæri fyrir viðskiptavin sem bíður. grþ Aðventan er sá tími sem margir njóta. Njóta þess að kveikja á kert- um, skreyta heima hjá sér með hlý- legum ljósum og hlusta á fallega tónlist. Flestir njóta þess að borða á jólunum en aðventan er ekki síð- ur tími til að njóta þeirra kræsinga sem fylgja aðventunni. Á flestum heimilum eru bakaðar eða keyptar smákökur fyrir jólin og er um að gera að njóta þeirra á aðventunni sjálfri. Við birtum hér uppskrift af svokölluðum Gullhnetum. Upp- skriftin er fljótleg og í raun svo einföld að hver sem er getur bak- að Gullhnetur. Það kemur ekki niður á bragðinu, gullhnetur eru mjög bragðgóðar og passa vel á listanum yfir þær jólasmákökur sem bakaðar eru á hverju ári. Gullhnetur (u.þ.b. 25-30 stk.) 150 g sykur 3 egg 230 g kókosmjöl 100 g súkkulaði. Hitið ofninn í 200°C. Hitið sykur, egg og kókosmjöl í potti við vægan hita þar til blandan verður vel heit. Setjið í toppa á smjör- pappírsklædda ofnplötu. Það er gott að nota blauta fingur því deigið er klístrað. Bakið í 15 mín. Bræðið súkkulaði og dýfið botn- unum á kökunum ofan í það þeg- ar þær hafa kólnað aðeins. Geym- ið þessar kökur í kæliskáp. grþ Gullhnetur eru jólalegar og góðar smákökur úr kókosmjöli. Jólafimleikasýning í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.