Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / ENDURHÆFING OG ÖRORKA niðurstöðu (bótagreiðslu) fyrir sjúkling sinn. í könnun sem nýlega var gerð í Noregi voru lækn- ar spurðir hvort það kæmi fyrir að þeir höguðu upp- lýsingagjöf sinni í vottorðum meðvitað þannig að þeir lýstu aðstæðum sjúklings með þeim hætti að sem mestar líkur væru á að þeir fengju þær bætur sem þeir væru að sækja um. Svöruðu 39% læknanna þeirri spurningu játandi (10). Oft eru fleiri en ein sjúkdómsgreining í læknisvott- orði og í örorkumati. Þá er stundum fjallað um sam- verkandi færniskerðingu og getur verið ókleift að ein- angra áhrif hvers þáttar í heildarfærniskerðingu. Sá þáttur sem alvarlegastur er í heilsufarslegu tilliti og er því meðferðarlækni efst í huga, þarf ekki að vera sá sem skerðir færni mest. Prátt fyrir þá fyrirvara sem hér hefur verið lýst telja höfundar fyrstu greiningu í matsgerð trygg- ingalæknis gefa nægilega sterkar vísbendingar um læknisfræðilegar forsendur endurhæfingarlífeyris og örorkulífeyris til þess að hægt sé að draga af henni ályktanir. í þessari rannsókn er því horft til þeirrar sjúkdómsgreiningar sem tryggingalæknir hefur fyrsta (ef þær eru fleiri en ein) í matsgerð sinni, þegar lækn- isfræðilegar forsendur endurhæfingarlífeyris og ör- orkulífeyris eru skoðaðar. í rannsókn sem náði til allra sem metnir höfðu ver- ið til örorku og voru búsettir á Islandi þann 1. desem- ber 2002 höfðu 32% kvenna og 42% karla sem metin höfðu verið til hærra örorkustigsins (að minnsta kosti 75% örorku) geðröskun sem fyrstu sjúkdómsgrein- ingu. Jafnframt kom fram að algengi örorku vegna geðraskana hefur á undanförnum árum farið vaxandi (11). Á því tímabili sem núverandi rannsókn spannar voru geðraskanir algengasta læknisfræðileg forsenda endurhæfingarlífeyris hjá báðum kynjum. Mikil áhersla á endurhæfingu vegna geðraskana er því í samræmi við vægi geðraskana í örorku hér á landi. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru tveir algeng- ustu sjúkdómaflokkarnir bæði í endurhæfingarhópn- um og örorkuhópnum. Mikill munur er hins vegar á hlutfallslegu vægi þessara tveggja sjúkdómafiokka í hvorum hópi fyrir sig, með áherslu á endurhæfingu vegna geðraskana en á örorku vegna stoðkerfisrask- ana. Pví var skoðuð aldursdreifing þeirra sem metn- ir voru til endurhæfingarlífeyris eða örorkulífeyris á grundvelli hvors þessara sjúkdómaflokka fyrir sig. Þeir sem metnir voru til endurhæfingarlífeyris vegna stoðkerfisraskana reyndust talsvert eldri en þeir sem metnir voru vegna geðraskana. Fólk með geðraskanir sem fyrstu greiningu kemur fyrr til mats en fólk með stoðkerfisraskanir sem fyrstu greiningu, hvort sem litið er á endurhæfingarhópinn eða örorkuhópinn. Hugsanleg skýring er að geðraskanir valda oft veru- legri færniskerðingu þegar á unga aldri, en stoðkerf- israskanir eru oft tengdar hrörnun og valda fremur færniskerðingu seinna á ævinni. Heimildir 1. Lög um félagslega aðstoð nr. 118/1993. 2. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 3. Baldursson H, Jóhannsson H. Nýr staðall fyrir örorkumat á íslandi. Læknablaðið 1999; 85:480-1. 4. Thorlacius S. Breytt fyrirkomulag örorkumats á Islandi og starf- ræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Lækna- blaðið 1999; 85:481-3. 5. Reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um örorkumat nr. 379/1999. 6. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721-3. 7. Thorlacius S, Steánsson S, Jóhannsson H. Incidence of disability pension in Iceland before and after introduction of the British functional capacity evaluation "All work test“. Disability Medic- ine 2003; 3:5-8. 8. International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. Tenth revision. World Health Organization, Geneva, 1994. 9. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford Univers- ity Press, 1995. 10. Gulbrandsen P, Aasland OG, Fprde R. Legeattester for á hjelpe pasienten. Tidsskr Nor Lægeforen 2004; 124:192-4. 11. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desem- ber 2002. Læknablaðið 2004; 90:21-5. 684 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.