Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KLÍNÍSKAR RANNSÓKNIR Skráning klínískra rannsókna Yfirlýsing Alþjóðanefndar ritstjóra læknisfræðirita Náungakærleikur og trúnaðartraust eru grunn- forsendur rannsókna á mönnum. Náungakærleikur veldur því að fólk tekur af fúsum og frjálsum vilja þátt í rannsóknum í trausti þess að þátttakan leiði til aukins heilbrigðis annarra og einnig þess að rannsak- endur setji þátttakendur í eins litla hættu og kostur er. Náungakærleikur og trúnaðartraust af þessum toga gerir klínískar rannsóknir mögulegar og legg- ur rannsóknarstarfseminni þær skyldur á herðar að rannsóknum sé hagað í samræmi við siðareglur og að niðurstöður séu birtar með siðlegum hætti. Það síðastnefnda felur í sér að allar fyrirliggjandi niður- stöður úr klínískum rannsóknum séu birtar, einnig þær sem eru neikvæðar fyrir framleiðsluvörur þeirra sem rannsóknirnar kosta. Því miður á sér stað val á þeim niðurstöðum rann- sókna sem birtar eru og það veldur því að þekking þeirra sem taka klínískar ákvarðanir verður brengl- uð. Almennt talið eru rannsakendur (og ritstjórar fræðirita) ákafir í að birta niðurstöður rannsókna sem annaðhvort leiða í ljós mikla virkni nýrrar meðferðar (jákvæðar rannsóknir) eða jafngildi tveggja meðferða (non-inferiority rannsóknir). Rannsakendur (og fræðirit) sýna hins vegar yfirleitt minni áhuga á rann- sóknum sem sýna að ný meðferð er lakari en viðtekin meðferð (neikvæðar rannsóknir) og enn minni áhuga á rannsóknum sem ekki leiða til afgerandi niðurstöðu, jákvæðrar eða neikvæðrar, vegna þess að rannsókn án niðurstöðu leiðir ekki sjálfkrafa til breytinga á starfi lækna. Burtséð frá vísindalegu gildi rannsókna sem gætu stefnt fjárhagslegum hagsmunum í tvísýnu er langlíklegast að niðurstöður þeirra liggi í þagnargildi og komi aldrei fyrir almenningssjónir. Almenningur ætti hins vegar að fá vitneskju um tilvist allra rann- sókna sem gerðar eru og helstu niðurstöður þeirra, burtséð frá fjárhagsmunum þeirra sem kosta þær. Það er sérstaklega brýnt fyrir rannsóknir sem beinast að inngripum sem gætu orðið hluti af mikil- vægri klínískri meðferð að barist sé gegn valkvæðri birtingu niðurstaðna. Vanalega er það samanlögð þekking úr mörgum rannsóknum sem breytir lækn- isfræðinni fremur en einstakar rannsóknir. Þegar kost- endur rannsókna eða rannsakendur sjálfir ieyna til- vist rannsókna geta þær ekki haft áhrif á hugsanahátt sjúklinga, lækna eða annarra rannsakenda né heldur breytt þankagangi þeirra sérfræðinga sem semja klín- ískar leiðbeiningar eða taka ákvarðanir um gildissvið trygginga. Séu allar rannsóknir skráðar í opinbera Þýðing: Þröstur skrá eða gagnagrunn þegar þær hefjast verður tilvist Haraldsson þeirra hluti af opinberri þekkingu og þá geta hinir 708 Læknablaðið 2004/90 fjölmörgu sem hagsmuna hafa að gæta af klínískum rannsóknum kynnt sér alla fyrirliggjandi þekkingu. Sem stendur vantar mikið upp á að svo sé, það er að heita má rannsakendum í sjálfsvald sett hvort rann- sóknir eru skráðar, skrásetning upplýsinga og aðgengi að þeim er mismunandi og opinberar skrár innihalda einungis lítinn hluta allra rannsókna sem gerðar eru. Með birtingu þessarar greinar samtímis í öllurn fræði- ritunum sem aðild eiga að Alþjóðanefnd ritstjóra læknisfræðirita (International Committee of Medical Journal Editors, skammstafað ICMJE) leggur nefnd- in til að tekin verði upp víðtæk skráning rannsókna í því skyni að hamla gegn valkvæðri birtingu niður- staðna. Öll ellefu tímaritin sem aðild eiga að ICM- JE ætla að koma sér saman um samræmda skráningu rannsókna svo ná megi þessu markmiði. Tímiritin sem aðild eiga að ICMJE ætla að setja það skilyrði að rannsóknir verði skráðar í opinbera rannsóknaskrá áður en þau taka afstöðu til þess hvort niðurstöður þeirra verði teknar til birtingar. Rann- sóknir ber að skrá áður en eða um leið og byrjað er að skrá sjúklinga til þátttöku í tilraunum. Þessi skil- yrði eiga að gilda fyrir allar rannsóknir sem hafnar verða eftir 1. júlí 2005. Tímaritin munu gera þá kröfu til rannsókna sem hefjast fyrir þann tíma að þær verði skráðar eigi síðar en 13. september 2005, að öðrum kosti verði niðurstöður þeirra ekki birtar. Við getum ekki talað fyrir aðra en okkur sjálf en við hvetjum ritstjóra annarra tímarita á sviði lífvísinda að taka upp svipaða stefnu. í þessu skyni skilgreinir ICMJE klíníska rannsókn þannig að hugtakið taki til allra rannsóknaráætlana sem krefjast þátttöku manna í inngrips- eða samanburðarhópum í því augnamiði að rannsaka samhengi orsaka og áhrifa læknisfræðilegs inngrips á heilsu. Undanþegnar verða rannsóknir sem hafa annan tilgang, svo sem að rannsaka lyfjahvörf eða alvarlega eitrun (til dæmis lyfjarannsóknir í fasa I). ICMJE bendir ekki á eina tiltekna rannsóknaskrá en tímaritin ætla að krefjast þess að höfundar setji rannsóknir sínar í skrá sem uppfyllir tiltekin skil- yrði. Skráin verður að vera opin öllum almenningi og ókeypis. Hún verður að vera opin öllum sem vilja skrá rannsóknir sínar og lúta stjórn samtaka sem ekki eru starfrækt í atvinnuskyni. Skráin verður að vera þann- ig úr garði gerð að sannleiksgildi þess sem skráð er sé tryggt og að hægt sé að leita í henni að upplýsingum með rafrænum hætti. Skrá sem hlýtur viðurkenningu verður að innhalda eftirtaldar lágmarksupplýsingar: ótvíræða kennitölu, lýsingu á meðferð og við hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.