Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / DÍKLÓFENAC í MJÓGIRNI þrjár slímhúðarblæðingar sáust hjá tveimur þátttak- endum. Það hefur þó ekki verið staðfest með hef- ðbundnum speglunaraðferðum að holsjárhylkisrann- sókn sé fullnægjandi til að skoða maga. Kerfisbundin skoðun á ristli var ekki möguleg. Það þurfti hins vegar að gera skoðun á efsta hluta ristils til að meta hvenær holsjárhylkið færi niður í digurristil (caecum). Við þá skoðun sást stórt sár hjá einum sjálfboðaliða og frítt blóð hjá öðrum. Kalprotektín: Meðalgildi kalprotektíns (±SD) (normalgildi<60) fyrir lyfjagjöf var 29 mg/L (±28) en 148 mg/L (±108) eftir lyfjagjöf (p< 0,001). Allir þátt- takendur nema einn sýndu hækkun á kalprotektíni eftir meðferð (mynd 1). Marktæk fylgni fannst milli vegins áverkaskors og hækkunar á kalprotektíni eftir meðferð (r = 0,78; p < 0,01) (mynd 2). Það var ekki marktæk fylgni milli hækkunar á kalprotektíni og blóðrauða (r=0,l) eða einkennaskors (r=0,07). Meltingarfæraeinkenni: Tólf sjálfboðaliðar höfðu óþægindi frá meltingarfærum meðan á lyfjagjöf stóð og flestir þeirra höfðu fleiri en eina tegund (mynd 3). Langalgengasta og svæsnasta einkennið var vind- gangur (mynd 4). Ekki kom fram marktæk fylgni milli einkenna og áverkaskors eða kalprotektíns. Blóðrannsóknir: Engin marktæk breyting varð á blóðgildum nema meðalgildi blóðrauða lækkaði úr 145,1 í 136,8 g/L (t=2,71; p<0,05). Tíu þátttakendur lækkuðu í blóðrauða á bilinu 10-18 g/L. Breyting á kalprotektíni gr/L eftir díklófenac Mynd 1. Kalprotektín í hœgðtim fyrir og eftir díklófenac. Breyting á kalprotektíni gr/L eftir díklófenac ouu ♦ Y= 118,8+0,78x 300 - 200 < ♦ — ~ < i 1 W 1 ) 20 40 60 i i 80 íoo i: !0 -100 J Áverkaskor eftir díklófenac Mynd 2. Samband áverkaskors og breytinga á kalprotektíni. Umræða Skoðun á meltingarvegi með holsjárhylki er rnjög áhugaverð aðferð sem er í örri þróun. Hún hefur sannað gildi sitt við nokkra sjúkdóma og/eða vanda- mál. Aðferðin er kjörrannsókn við að finna dulda blæðingu frá meltingarvegi og hún er einnig gagnleg við að meta og greina Crohn's sjúkdóm (5-9). Engar rannsóknir hafa verið gefnar út um notkun holsjár- hylkis við að greina áverka af völdum salflyfja en ein rannsókn hefur verið gefin út í formi útdráttar (4). Mat á salílyfjaáverka er töluvert vandasamari heldur en að greina æxli og æðaflækjur með holsjárhylki. Salí- lyfjaáverki kemur fram í ntörgum myndum og það eru einkum vægari tegundir sem erfitt er að meta. Þar er unt að ræða forstig sára sem byrja með því að slím- húðartotur þurrkast af („denuded mucosa") og fram koma rauðir blettir með eða án rofs á slímhúð. Enn- fremur koma smáblæðingar í slímhúð sem geta síðan sprungið út og myndað sár með blæðingu. Höfundar þessarar greinar hafa ekki mikla reynslu í úrlestri hol- sjárhylkisrannsókna (rnjög fáir hafa slíka reynslu) en þeir hafa allir setið námskeið og heimsótt staði þar sem rannsóknin er framkvæmd. Haft var samráð við þann vinnuhóp sem fyrstur gerði rannsókn á áhrifum gigtarlyfja á mjógirni og fenginn úrlestur á okkar myndböndum (4) en í okkar Mynd 3. Fjöldi þátttakenda með einkenni frá meltingar- fœrum. Fjðldl Brjóstsviöi 65 Nióurgangur Uppþemba óþægindi í Vindgangur kviðarholi Mynd 4. Samtals stigfyrir einkennifrá meltingarfœrum fyrir alla sjálfboðaliða. Læknablaðið 2004/90 691
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.