Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / DÍKLÓFENAC í MJÓGIRNI þrjár slímhúðarblæðingar sáust hjá tveimur þátttak- endum. Það hefur þó ekki verið staðfest með hef- ðbundnum speglunaraðferðum að holsjárhylkisrann- sókn sé fullnægjandi til að skoða maga. Kerfisbundin skoðun á ristli var ekki möguleg. Það þurfti hins vegar að gera skoðun á efsta hluta ristils til að meta hvenær holsjárhylkið færi niður í digurristil (caecum). Við þá skoðun sást stórt sár hjá einum sjálfboðaliða og frítt blóð hjá öðrum. Kalprotektín: Meðalgildi kalprotektíns (±SD) (normalgildi<60) fyrir lyfjagjöf var 29 mg/L (±28) en 148 mg/L (±108) eftir lyfjagjöf (p< 0,001). Allir þátt- takendur nema einn sýndu hækkun á kalprotektíni eftir meðferð (mynd 1). Marktæk fylgni fannst milli vegins áverkaskors og hækkunar á kalprotektíni eftir meðferð (r = 0,78; p < 0,01) (mynd 2). Það var ekki marktæk fylgni milli hækkunar á kalprotektíni og blóðrauða (r=0,l) eða einkennaskors (r=0,07). Meltingarfæraeinkenni: Tólf sjálfboðaliðar höfðu óþægindi frá meltingarfærum meðan á lyfjagjöf stóð og flestir þeirra höfðu fleiri en eina tegund (mynd 3). Langalgengasta og svæsnasta einkennið var vind- gangur (mynd 4). Ekki kom fram marktæk fylgni milli einkenna og áverkaskors eða kalprotektíns. Blóðrannsóknir: Engin marktæk breyting varð á blóðgildum nema meðalgildi blóðrauða lækkaði úr 145,1 í 136,8 g/L (t=2,71; p<0,05). Tíu þátttakendur lækkuðu í blóðrauða á bilinu 10-18 g/L. Breyting á kalprotektíni gr/L eftir díklófenac Mynd 1. Kalprotektín í hœgðtim fyrir og eftir díklófenac. Breyting á kalprotektíni gr/L eftir díklófenac ouu ♦ Y= 118,8+0,78x 300 - 200 < ♦ — ~ < i 1 W 1 ) 20 40 60 i i 80 íoo i: !0 -100 J Áverkaskor eftir díklófenac Mynd 2. Samband áverkaskors og breytinga á kalprotektíni. Umræða Skoðun á meltingarvegi með holsjárhylki er rnjög áhugaverð aðferð sem er í örri þróun. Hún hefur sannað gildi sitt við nokkra sjúkdóma og/eða vanda- mál. Aðferðin er kjörrannsókn við að finna dulda blæðingu frá meltingarvegi og hún er einnig gagnleg við að meta og greina Crohn's sjúkdóm (5-9). Engar rannsóknir hafa verið gefnar út um notkun holsjár- hylkis við að greina áverka af völdum salflyfja en ein rannsókn hefur verið gefin út í formi útdráttar (4). Mat á salílyfjaáverka er töluvert vandasamari heldur en að greina æxli og æðaflækjur með holsjárhylki. Salí- lyfjaáverki kemur fram í ntörgum myndum og það eru einkum vægari tegundir sem erfitt er að meta. Þar er unt að ræða forstig sára sem byrja með því að slím- húðartotur þurrkast af („denuded mucosa") og fram koma rauðir blettir með eða án rofs á slímhúð. Enn- fremur koma smáblæðingar í slímhúð sem geta síðan sprungið út og myndað sár með blæðingu. Höfundar þessarar greinar hafa ekki mikla reynslu í úrlestri hol- sjárhylkisrannsókna (rnjög fáir hafa slíka reynslu) en þeir hafa allir setið námskeið og heimsótt staði þar sem rannsóknin er framkvæmd. Haft var samráð við þann vinnuhóp sem fyrstur gerði rannsókn á áhrifum gigtarlyfja á mjógirni og fenginn úrlestur á okkar myndböndum (4) en í okkar Mynd 3. Fjöldi þátttakenda með einkenni frá meltingar- fœrum. Fjðldl Brjóstsviöi 65 Nióurgangur Uppþemba óþægindi í Vindgangur kviðarholi Mynd 4. Samtals stigfyrir einkennifrá meltingarfœrum fyrir alla sjálfboðaliða. Læknablaðið 2004/90 691

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.