Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. janúar 2014 til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni er síðasti dagurinn FLÓABANDALAGIÐ sem þú hefur um kjarasamningana. Sýnum ábyrgð og greiðum atkvæði 22. jan. ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. janúar Eftir setu í fjölskylduráði á þessu kjörtímabili sem er senn að ljúka er margt sem stendur upp úr. Okkur hefur tekist að standa saman um að verja grunn þjón­ ustuna en því miður sýna tölur að þörf fyrir fjárhagsaðstoð er að aukast þó atvinnu­ leysis tölur séu lækk­ andi. Þá eru margir ein­ staklingar og fjöl skyld­ ur í verulegum vanda og biðlistar eftir félags­ legulegu húsnæði hafa lengst verulega. Það er því stórt verk­ efnið í þessum málaflokki að leitað verði allra leiða til að fjölga íbúðum í félagslegu leigu­ húsnæðiskerfinu fyrir utan að verja þá þjónustu sem við höfum. Varðandi málefni aldraða, þá þarf að fjölga dag þjón­ ustu úrræðum þó nokk­ uð hafi áunnist á síðasta ári með fjölgun rýma á Sólvangi. Einnig þarf að koma upp miðstöð öldr unarþjónustu í Hafnar firði s.s. hvíldar­ innlagnir, endurhæf­ ingu og ekki síst upp­ lýs inga ­ og ráð gjafa­ þjónustu fyrir aldraða. Þetta er aðeins örlítið innlegg í þá umræðu sem framundan er í þessum stóra málaflokki. Höfundur er bæjarfulltrúi. Geir Jónsson Geir Jónsson: Þarf að leysa Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Rósa óskar eftir 1. sæti „Það er kominn tími á breyt­ ingar í Hafnarfirði en í bæjar­ félaginu eru mörg tækifæri, sér­ stak lega í uppbyggingu og atvinnu þróun sem myndu styrkja og bæta hag hans. Þessi tækifæri á að nýta og forgangsraða í þágu íbúanna og fyrirtækjanna. En fyrst og fremst þarf að taka á málum af ábyrgð og stefnufestu og hafa kjark til að leita nýrra leiða í þeim efnum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi sem óskar eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1. febrúar nk. „Ég gef kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Hafn­ ar firði fyrir bæjarstjórnar kosn­ ingar í vor. Eftir átta ár í bæjar­ stjórn og bæjarráði hef ég öðlast mikla reynslu sem ég tel að komi bæjar búum að gagni,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er 48 ára ritstjóri og bæjarfulltrúi. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ, starfaði um árabil við frétta­ mennsku, lengst af hjá Bylgjunni og Stöð 2. Var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameins­ sjúkra barna 2001­2006 en hefur verið formaður stjórnar félagsins undanfarin fimm ár. Hefur frá árinu 2006 verið í bæjarstjórn og bæjarráði Hafnarfjarðar, en einnig setið í fræðsluráði bæjar­ ins og skipulags­ og byggingar­ ráði. Var varaþingmaður Suð­ vest ur kjördæmis árin 2007­ 2013. Hefur starfað hjá Bóka­ félaginu frá árinu 2009. Rósa er gift Jónasi Sigurgeirs­ syni og eiga þau fjögur börn. Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Allar upplýsingar um námskeiðin og skráningar á þau eru á heimasíðu SH www.sh.is Fjölbreytt tilboð sundnámskeiða styrkir barna­ og unglingastarf SH Skráðu þig og þína núna! Sundnámskeið fyrir börn 4-6 ára og 3-4 ára – Nýir hópar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Framhaldsnámskeið fyrir 3-4 ára og 5-6 ára Sundkennsla og sundæfingar fyrir alla aldurshópa – Sundhöllin, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Ný námskeið hefjast 6. febrúar og 6. mars 3,5 milljónir kr. til málefna nýbúa Stærstur kostnaður í túlkaþjónustu Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur samþykkt verk­ og fjár­ hagsáætlun í framhaldi af tillög­ um samráðshóps um málefni nýbúa í grunnskólum bæjarins. Áætlunin var unnin af Kristrúnu Sigurjónsdóttur kennsluráðgjafa og deildarstjóra móttökudeildar nýbúa í Lækjarskóla og Helga Gíslasyni sérkennslufulltrúa grunn skóla. Alls er gert ráð fyrir 3.450.000 kr. kostnaði á þessu ári. Stærstur hluti kostnaðarins er vegna túlkaþjónustu en alls er áætlað að úthluta 2,5 millj. kr. til skólanna vegna þess. Alls er reiknað með um 300 viðtölum á ári. Næst hæsta upphæðin, 600 þús. kr. fer í að gera upplýsingar um grunnskólana í Hafnarfirði og nám að loknum grunnskóla aðgengilegar á heimasíðu bæjar­ ins á nokkrum tungumálum og verður texti þýddur á pólsku og ensku. 250 þús. kr. fara í könnun á stöðu tvítyngdra eftir 10. bekk þar sem m.a. verður kannað hvort munur sé á þeim sem hafa farið í móttökudeild og ekki. Til að gera handbók um móttöku erlendra nemenda er veitt 100 þús. kr. Af þeim verkefnum sem ekki þarf sérstakt fjármagn í má nefna að verkferlar vegna móttöku erlendra nemenda verða kynntir árlega. Kennsluráðgjafi mun hitta, 2­4 sinnum á ári, þá fulltrúa grunnskólanna sem mest sinna málefnum erlendra nemenda. Að lokum má nefna að komið verði á samstarfi milli grunn­ og framhaldsskóla í Hafnarfirði í tengslum við þá nemendur sem útskrifast úr grunnskólum bæjar­ ins. Markmiðið er að auka til muna íslenskustuðning og annan námsstuðning sem þessir nem­ endur þurfa jafnt í Iðnskólanum sem og Flensborgarskóla. Námskeiðum fyrir kennara og könnun á stöðu erlendra nem­ enda í íslensku sem öðru máli í grunnskólum bæjarins er frestað til næsta ár.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.