Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13 Fimmtudagur 16. janúar 2014 Sl. föstudag voru veittar viður­ kenningar fyrir góðan árangur í hreinsunarátaki á iðnað ar svæð­ um í Hafnarfirði. Í haust var í annað sinn gert átak í hreinsun á iðnaðarsvæðum í bænum, þar sem lóðahafar voru hvattir til að taka til á lóðum sín um. Ástandið hafði verið skoðað á atvinnulóðum annars vegar og íbúðarlóðum á nýbygg ingar­ svæðum hins veg ar og var for­ gangs raðað eftir því. Árið 2010 söfnuðust alls 115 tonn en árið 2013 söfnuðust rúmlega 60 tonn þar af 60% járn en 40% timbur en alls tóku 20 fyrirtæki þátt í átakinu í ár. Árangur á þremur lóðum þótti bera Óseyrarbraut 3, Breiðhellu 12 og Helluhrauni10. Sigríður Björk Jónsdóttir for­ maður Skipulags­ og byggingar­ ráðs segir að óhætt sé að fullyrða að átakið hafi skilað árangri og vonar hún að þetta verkefni verði fyrirtækjum í bænum hvatning til að taka til hendinni. „Þau fyrir tæki sem tekið hafa þátt í átak inu hafi sum hver lýst yfir mikilli ánægju með þessa þjón­ ustu og er þetta verkefni gott dæmi um það hvernig hægt er að styrkja samvinnu bæjaryfirvalda við fyrirtæki í bænum bæði við einstaka lóðarhafa og þá sem tóku þátt í framkvæmdinni,“ segir Sigríður Björk. Skipulags­ og byggingarráð muni nú á vordögum leggja drög að sérstökum um hverfis­ við urkenningum því það sé ekki síður mikilvægt að veita viður kenningu fyrir fyrir mynd­ ar frágang á atvinnulóðum í bænum. Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3 Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 24.janúar Pakkatilboð í Víkingastræti ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 30. apríl 2014. Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann. 1. Þorrapakki: Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Tveggja manna herbergi kr. 13.400 á mann. Þorrahlaðborð án gistingar kr. 6.600 á mann. 2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann. 3. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu. Tveggja manna herbergi kr. 13.000 á mann. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar. www.fjorukrain.is Víkingasveitin leikur fyrir matargesti öll kvöldin eins og þeim einum er lagið. Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat Sérréttamatseðill HLIÐ ÁLFTANESI Veitingar og gisting Hlið á Álftanesi Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily 15% AFSLÁTTUR Í FJARÐARKA TIL 28. JANÚAR Cognicore inniheldur lífvirka efnið úr brokkolí, sulforaphane að viðbættu túrmeric og selenium. Cognicore er afrakstur rannsókna um einstök áhrif sulforaphane á allar frumur líkamans – varnar hrörnun þeirra og stuðlar að endurnýjun. Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí TILBOÐ 15% afsláttur Verndaðu frumurnar þínar ! Viðurkenningar fyrir tiltekt Viðhorfsbreyting á iðnaðarsvæðum í bænum Sigríður Björk Jónsdóttir,Magnús Óskarsson, Einar Pálsson og Brynjar Rafn Ólafsson frá Hafnarfjarðarbæ. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.