Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. janúar 2014
Hafin er undirskriftasöfnun til
að mótmæla fyrirhuguðum
breyt ingum á skipan skólamála á
Völlum. Ákveðið hafði verið að
nýta tvær skólastofur sem nú
standa í trássi við deiliskipulag
við leikskólann Hvamm og setja
við leikskólann Hamravelli,
innst á Völlunum. Lausar skóla
stofur við Hraunvallaskóla sem
nú eru nýttar undir leikskólabörn
á í haust að nýta undir grunn
skólabörn og fjölga á rýmum á
Hamravöllum um 40 á meðan 50
rými falla út í Hraunvallaskóla. Í
undirskriftasöfnuninni er minnk
un leikskólans í Hraun valla skóla
mótmælt.
Tímabundið ástand
Eyjólfur Sæmundsson, for
maður fræðsluráðs, segir ástand
ið tímabundið. Í dag séu nægileg
rými fyrir öll leikskólabörn, 18
mánaða og eldri, í bænum og
rúm lega það. Því sé hins vegar
misskipt á hverfi bæjarins. Ljóst
sé að seint sé hægt að tryggja að
börn fái alltaf inni á leikskóla í
sínu hverfi og bendir á að í
Reykjavík sé það alls ekki tryggt.
Hins vegar segir Eyjólfur það
forgangsmál að systkini fái inni á
sama leikskólanum sé það
nokkur möguleiki. Minnir hann
á að nú sé hafinn undirbúningur
á byggingu 5 deilda leikskóla við
Bjarkarvelli, fremst á Völlunum
og á að taka hann í gagnið
haustið 2015. Fjöldi leik skóla
barna getur breyst á milli ára að
sögn Eyjólfs sem bendir á að
síðasti 5 ára bekkur hafi verið
gríðar lega stór og þrátt fyrir rúm
lega 2% fólksfjölgun á síðasta ári
hafi börnum á leikskólaaldri
fækkað.
Gagnrýni hefur komið fram
um að fjölgun á leikskólarýmum
eigi að verða innst á Völlunum
sem kalli á mikinn óþarfa akstur
hjá mörgum. Þegar leikskólinn á
Bjarkarvöllum verður tilbúinn
verður dreifingin hins vegar mun
betri í hverfinu.
Stefnt er að byggingu nýs
grunnskóla í Skarðshlíð og hug
myndir eru uppi um að þar verði
yngri árgangarnir, 1.7. bekkur,
en þeir eldri í Hraunvallaskóla.
Um þetta hefur ekki myndast
einhugur og fræðsluráð frestaði á
fundi sínum 13. janúar sl. end an
legri ákvörðun um flutning
lausra kennslustofa frá leik skól
an um Hvammi og mun fara
betur yfir málið.
Hafa áhyggjur af öryggi
Foreldraráð Hraunvallaskóla
hefur áhyggjur af öryggismálum
leikskólabarna ef starfsemi
gunnskólans færist inn á lokað
útileiksvæði leikskólabarna.
Inngangur fyrir lausu kennslu
stofurnar séu fyrir innan lokuð
hlið á útileiksvæði leikskólans.
Telur foreldraráð að þetta geti
stefnt öryggi leikskólabarna í
hættu. Leggur foreldraráðið
áherslu á að starfsemi 5 ára
deild ar verði ekki stefnt í hættu
en sú starfsemi er nú í lausum
kennslustofum við skólann.
Vilja íbúafund
Ráðið lýsir yfir miklum
áhyggj um af stöðu mála, ekki
síst þeirri óvissu um það hvernig
leikskólamálum verði háttað á
Völlum í haust og kallar eftir
boðuðum íbúafundi um málið.
Níu ár eru síðan áköf börn tóku fyrstu skólfustunguna að
Hraunvallaskóla en skólinn er í dag yfirfullur.
Er skólaskipan á Völlum í hnút?
Næg leikskólarými en misdreift um bæinn
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
www.facebook.com/
fjardarposturinn
til sölu
Opel Astra árg. 1999 til sölu.
Ekinn 145 þ. km, beinskiptur, 5
dyra. Skoðaður. Verð 190 þús. kr.
Uppl. í s. 695 8443.
Tveggja mánaða góð nagladekk til
sölu. 185/65 R15.
Uppl. í s. 895 5793
þjónusta
Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar
og þurrkara. Þó ekki eldri en 8-10
ára. Uppl. í s. 772 2049.
Tölvuviðgerðir alla daga, kem á
staðinn, hægstætt verð.
Sími 664 1622 - 587 7291.
Tölvuaðstoð og viðgerðir
Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.
Apple* & Windows.
Kem í heimahús. Sími 849 6827 -
hjalp@gudnason.is
Ráðgjöf um þyngd
ar stjórnun. Líkam legt
ástand mælt með
skanna. FB: „Yngj andi
og orku ríkara líf“.
Gerð ur Hannes dóttir
lífs stíls leiðbein andi
gsm 865 4052
ghmg@internet.is
Ódýr húsgagna og teppahreinsun.
Við djúphreinsum sófasett, stóla,
rúmdýnur, teppi og mottur. Lykt ar-
eyðing, rykmauraeyðing og bletta-
eyðing. S. 780 8319 eða
djuphreinsa@gmail.com
Tek að mér að stytta buxur og fl.
þ.h. Vönduð vinnubrögð. Lína Björk
Sigmundsdóttir, klæðskeri,
Fagrahvammi 2a, Hafnarfirði
s. 866 2361 e. kl. 16 virka daga.
Viltu hafa hreint, tek að mér
heimilisþrif og þrif á stigagöngum
í Hafnarfirði og Garðabæ. Vönduð
vinnubrögð. Uppl. í síma 781 0369.
smáauglýsingar
aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s
s ím i 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð
a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g .
M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u nd i ð
o g fæs t g e f i n s : FR Í TT
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
www.fjardarposturinn.is
Lilja sýnir á Hrafnistu
Lilja Hallgrímsdóttir sýnir málverk í
Menningarsalnum á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Sýningin stendur til 19.
febrúar.
Sýningar í Hafnarborg
Í aðalsal Hafnarborgar stendur yfir
sýning sem gefur innsýn í fjölbreyttan
feril lista kon unnar Rúnu - Sigrúnar
Guðjóns dóttur. Á sýningunni eru verk
fá öllum listferli Rúnu (f. 1926), þau
elstu frá því um 1950 en þau nýjustu
frá þessu ári, 2013. Síðasta sýn
ingar helgi.
Í Sverrissal Hafnarborgar sýning á
nýjum verkum eftir Harald Jónsson,
en sýningin ber yfirskriftina Hnit. Á
sýningunni eru bæði teikningar og
skúlptúrar sem hvert á sinn hátt virkja
skynjun mannsins á eigin tilfinningum,
upplifun af rými og táknum.
Sendið stuttar tilkynningar á
ritstjorn@fjardarposturinn.is
menning & mannlíf
Forvarnargildi og
mikilvægi íþrótta- og
tómstundastarfs
Öll erum við sammála um að
börnin okkar eru það mikil væg
asta í lífinu og þau eiga skilið það
besta óháð efnahag foreldranna.
Íþrótta og tómstundastarf er eitt
af því sem hvert barn á
að hafa sem greiðastan
aðgang að því börn
unum er hollt og nauð
synlegt að taka þátt í
skipu lagðri starfsemi af
því tagi. Það er löngu
sann að að börn sem
stunda íþróttir eða ann
að tómstundastarf
geng ur betur í námi og
eiga auðveldara með
félags leg samskipti. Þau þjálfa
aga og tillitsemi og fara síður eða
seinna en önnur börn að nota
áfengi. Forvarnargildið er því
mjög mikilvægt og verður seint
metið til fjár.
En nú er svo komið að börnin
okkar hafa ekki öll jafna mögu
leika á að stunda íþrótta og tóm
stundastarf vegna hárra æfinga
gjalda og annars kostnaðar við
búninga og keppnisferðir. Það er
slæmt að horfa upp á slíkt.
Íþróttabærinn Hafnarfjörður?
Íþróttafélögin hafa eins og
aðrir gengið í gegnum miklar
þreng ingar undanfarin ár, rekstr
arframlög bæjarins hafa verið
skorin niður og er rekstur félag
anna því mjög þungur. Vegna
þessa hafa íþróttafélögin neyðst
til að hækka iðkenda gjöld, fella
niður syst kina afslætti og fækka
æfingatímum. Og það í íþrótta
bænum Hafnar firði. Forsvars
menn félag anna eiga
þó heið ur skilinn fyrir
að hafa ekki hreinlega
gefist upp! En af
metnaði og fórnfýsi
hefur þeim tekist að
gera það besta úr erfiðri
stöðu.
Við verðum að
standa vörð um þessa
mikilvægu starfsemi
og þau mikilvægu lífs
gæði sem felast í því að börn og
unglingar geti eflt og styrkt
líkama sinn og anda án þess að
foreldrar þeirra þurfi að hugsa
sig tvisvar um þegar kemur að
því að ákveða hvort börn þeirra
taki þátt í slíku starfi.
Forvarnargildið sem af slíkri
þátttöku hlýst er ómetanlegt og
er dýrmæt fjárfesting í heilbrigðri
æsku.
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Unnur Lára
Bryde3
Skarphéðinn
Orri Björnsson
Ég óska eftir stuðningi
í 3. sætið í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
1. febrúar.
Öflugt atvinnulíf!
Tilboð í janúar
á heilsunuddi og
gjafabréfum
kr. 5.900
Heilsunuddstofa Unnars
Strandgötu 11, 3. hæð
Pantanir í síma 774 8507
Skrifstofu húsnæði
til leigu
Glæsilegt, vel innréttað
skrifstofuhúsnæði til
leigu á 2. hæð í lyftuhúsi að
Bæjarhrauni 2
Húsnæðið er 60 m² með
sameign og skiptist í tvær
skrifstofur og kaffistofu.
Laust frá 1. febrúar nk.
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
sími 517 1060 • mih@mmedia.is
Loftnet - netsjónvarp
Viðgerðir og uppsetning á loftnetum,
diskum, síma- og tölvulögnum,
ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og
heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460