Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014
FATABREYTINGAR & VIÐGERÐIR síðan 2001
BREYTT, BÆTT & NÝTT/Tvinnakeflið
Hefur flutt
á Hvaleyrarholtið.
MELABRAUT 29
í sama hús og verslun 10/11
Opið 12-17 virka daga
Lokað á mánudögum.
HV
AL
EY
RA
RB
RA
UT
H
V
A
LEYRA
RBRA
U
T
SU
ÐU
RB
RA
UT
SU
ÐU
RB
RA
UT
REY
KJA
NES
BRA
UT
Á
S
B
R
A
U
T
SUÐURBÆJARLAUG
MELABRAUT 29
ME
LA
BR
AU
T
Jakobína Kristjánsdóttir,
kjólaklæðskeri.
Melabraut 29 - 220 Hafnarfjörður
Sími: 847 4684 - jakobinakr@gmail.com
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum, merkt
„Straumur – Leiga/kaup á húsnæði“
Gögn verða afhent frá og með 30. janúar 2014,
hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu
6, Hafnarfirði, án endurgjalds.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í
húseign irnar að Straumi við Reykjanesbraut,
til kaups eða leigu.
Um er að ræða 133,2 fermetra íbúðarhús og
skemm ur alls 392,5 fermetrar að stærð. Hús eign
irnar eru kyntar með rafmagni.
Afhendingar eða leigutími er frá 1. apríl 2014 og
verður samið sérstaklega um tímalengd samnings
ef um leigu er að ræða.
Óskað er eftir tilboðum í eignirnar ef um kaup er
að ræða.
Ef um leigu á húsnæði er að ræða skal skila tveim
ur umslögum, annars vegar með leigugreiðslu og
hins vegar um áætlaða notkun á eignunum.
Föst búseta er ekki heimil á staðnum.
Tilboð verða opnuð hjá Umhverfi og fram kvæmd
um, Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði, 27. febrúar
2014 n.k. kl. 11.00.
Sigurður Haraldsson
Sviðstjóri Umhverfis og framkvæmda
STRAUMUR – LEIGA EÐA
KAUP Á HÚSNÆÐI
Ekki komast öll 18
mánaða börn í leikskóla!
Miðað er við aldur við innritun að hausti
Í síðasta Fjarðarpósti var sagt
að pláss væri fyrir öll leik
skólabörn, 18 mánaða og eldri á
leik skólum bæjarins. Var þetta
haft eftir formanni fræðsluráðs,
Eyjólfi Sæmundssyni. Hann
hafði samband þegar blaðið
kom út og áréttaði að innritun
miðaðist við 18 mánaða aldur
við upphaf skólaárs að hausti!
Þarna er mikill munur á því
börn geta því verið allt að 2½
árs þegar þau fá leikskólapláss
séu þau fædd í mars eða síðar.
Fyrirkomulagið er í reynd
þann ig að börn sem eru 18
mánaða eða eldri við innritun
að hausti (miðað er við 1.
september) munu fá pláss í
leikskólanum. Þannig munu
börn fædd í febrúar 2013 eða
fyrr fá pláss í leikskólanum í
haust en yngri börn fara á bið
lista.
Ástæða þessa er að leik
skólabörn útskrifast flest á
sama tíma ársins en fæðast eðli
lega á mismunandi tíma ársins.
Þannig losna flest pláss að
hausti en þörfin er jöfn allt árið.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Listakonan Rúna Gaflari ársins
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar útnefnir Gaflara ársins
Á sunnudaginn var Sigrún
Guðjónsdóttir, Rúna, útnefnd
Gaflari ársins af Lionsklúbbi
Hafnarfjarðar. Hlýtur hún
nafnbótina fyrir áralangt starf sitt
og fyrir að sett listasvip á bæinn.
Rúna var fyrsti bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar.
Nýlokið er glæsilegri yfirlits
sýningu á verk um hennar sem
var í aðalsal Hafnar borgar en þar
fékk hún Gaflarastyttuna sem
fylgir nafn bótinni.
Þeir sem áður hafa fengið
útnefninguna eru m.a. Karla
kórinn Þrestir, Lovísa Christian
sen, Hólmfríður Finnbogadóttir,
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir,
Helgi Vilhjálmsson, Hulda Run
ólfsdóttir og Lúðvík Geirsson.
Gaflari ársins, Sigrún Guðjónsdóttir.
Gissur Júní Kristjánsson afhenti Rúnu styttuna.
Farand-Gaflarinn.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Það voru stoltir pabbar og
afar sem mættu í leikskólann
Hamravelli nýlega. Tilefnið var
sérstakur pabba og afadagur
sem hefð er kominn á þegar
Þorri gengur í garð. Troðfullt
var í sal þar sem krakkarnir
sungu fullum hálsi þorralög.
Vakti þó athygli að einstaka
dimm rödd hljómaði líka. Eftir
heimsókn inn á deild hurfu
stoltir feður og afar jafnvel
langafar á braut og einstaka
tár mátti sjá hjá ein hverjum
börnum.
Pabbar og afar í leikskólanum
Krakkarnir höfðu útbúið glæsilegar kórónur í tilefni dagsins.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n