Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014 Gróska og sóknarfæri í Hafnarfirði Hafnarfjörður hefur flest það til að bera sem prýða má góðan bæ. Hér er sterkur bæjarbragur sem skapast að miklu leyti af nán um tengsl­ um hafnar og mið­ bæjar. Nálægð við höf­ uð borg, höfn og al ­ þjóða flugvöll gera bæ­ inn að ákjósanlegum stað til fyrirtækja rekst­ urs. Hér er stutt í alla þjónustu og nálægð við óspillta náttúru. Gróska í miðbænum Þessa styrkleika þurf um við að nýta okkur enn frekar til fram­ dráttar og markaðs setningar. Á undanförnum miss erum hefur verið töluverð gróska í miðbæn­ um og mörg fyrirtæki sem eink­ um tengjast verslun og hönnun komið sér fyrir í nálægð við miðbæinn og höfnina. Strand ­ gatan og Fjarðargatan, svæð ið við smábátahöfnina, Norð ur­ bakkinn, Reykjavíkur veg urinn og hraunið – Þarna hafa lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði skap­ andi greina og hönn­ unar komið sér fyrir og auka fjöl breytnina í verslun og þjón ustu. Þetta er afar jákvæð þróun og við þurfum að styðja frekar við þessa vaxtarbrodda. Við þurf­ um að halda áfram að hlúa að og styrkja miðbæinn okk ar sem þann öfluga þjónustu­ kjarna sem hann er að verða. Sóknarfæri í ferðamennsku Þá liggja sóknarfæri í ferðamennsku og við þurfum að vinna að því að Hafnarfjörður verði raun verulegur áfanga stað­ ur. Við þurf um að fá ferðamenn sem koma til landsins til að staldra hér við og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Svæðið við smábáta höfnina er kjörið til að taka vel á móti þeim ferða mönn um sem hingað koma með skip um. Þar er nú þegar byrjuð ákveðin upp bygging en það svæði, ásamt Norður bakka, gæti hentað vel til verslunar­ og veit inga reksturs ásamt annarri þjón ustu sem tengist höfninni – hvala skoðun, sjóstangaveiði og skemmti sigl ingum. Svæðið í kringum bæinn býð­ ur einnig upp á spennandi göngu ferðir og innan bæjar­ mark anna eru göngu­ og hjól­ reiða stígar fyrir þá sem njóta vilja útivistar. Við erum með ým is konar gistimöguleika, hesta leigu og golfvelli sem með öflugri markaðssetningu ætti að geta laðað til sín ferðamenn. Við þurfum að vinna að því að fá fólk í bæinn okkar, bæði ferða­ menn og ekki síður fólk úr ná ­ grannasveitarfélögunum. Nú þegar er fólk farið að gera sér ferð í Hafnarfjörð til að kíkja í búð ir og fara á kaffihús, heim sækja jóla þorpið í desember og víkinga­ mark aðinn í júní. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og efla Hafnarfjörð sem bæ menn­ ingarviðburða, lista og hönn unar. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil styðja við og efla. Höfundur er framhaldsskóla- kennari og býður sig fram á lista Samfylkingarinnar. Adda María Jóhannsdóttir PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI Laugardaginn 1. febrúar n.k. fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla kl. 10.00-18.00 Þátttökurétt í prófkjörinu eiga: a) Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sem eru þar búsettir. b) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Hafnarfirði við sveitastjórnarkosningar og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í Hafnarfirði fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá. Kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjörinu fer fram sem hér segir: Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík: Alla virka daga frá 20. til 31. janúar 2014, kl. 9-17. Hrafnistu DAS - föstudaginn 31. janúar 2014, kl. 15-16. Kjörskrá liggur frammi við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og við prófkjörið. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum. Frekari upplýsingar tengdar prófkjörinu má finna á vefnum www.xd.is/profkjor ATKVÆÐASEÐILL Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, 1. febrúar 2014. Sævar Már Gústavsson, formaður ÍH Unnur Lára Bryde, viðskiptafræðingur. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi. Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi. Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur. Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi. Pétur Gautur, myndlistarmaður. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri. ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur. Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð Erum á Facebook: Skottsala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 1. febrúar Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup KÖKUBASAR föstudaginn 31. janúar KVENNAKÓR HAFNARFJARÐAR KÖKUBASAR KVENNAKÓRS HAFNARFJARÐAR Verður haldinn í Samkaupum við Miðvang föstudaginn 31. janúar 2014 frá kl. 13:00-17:00 Tertur, brauðtertur, heitir réttir, pönnukökur og margt fleira. Komið og gerið góð kaup Námsmaraþon til styrktar Unicef Nemendur í 10. bekk í Öldu­ túnsskóla standa fyrir náms­ mara þoni til styrktar fólkinu sem lenti í hörmungunum á Filippseyjum í nóvember á síðasta ári. Maraþonið mun standa í einn sólarhring, frá 6.­7. febrúar. Það verður þétt dagskrá þar sem nem endur takast á við marg­ vísleg og fjölbreytt verkefni, meðal annars verður hópv erk­ efni um Filippseyjar. Náms­ maraþonið er að frum kvæði nemendanna og hafa þeir sjálfir komið að skipulagi þess í sam­ vinnu við kennara og for eldra. Þeir sem vilja styrkja gott málefni geta heitið á nemendur með frjálsum framlögum með því að leggja inn á reikning Öldutúnsskóla: 0544­05­ 419667, kt: 680987­2549.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.