Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014
Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög
Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is
Ég hef tíma fyrir
Hafnarfjörð
Í prófkjöri okkar Sjálf stæðis
manna ræðst hvaða einstaklingar
munu veljast í efstu sæti á fram
boðslitan okkar í næstu sveitar
stjórnarkosningum. Í kosningum
sem þessum keppa
einstaklingar sem eru
samherjar og vinir um
hylli kjósenda. Mat
kjósenda á fram
bjóðendum er misjafnt
en líklega ræður að
mestu málefnin sem
við komandi leggur
áherslu á og ekki síður
hvað frambjóðendur
hafa haft fram að færa
fram að þessu. Sem frambjóðandi
hef ég skýr markmið til framtíðar.
Einn ig hef ég haft margt fram að
færa fram að þessu.
Til framtíðar
Nýr hópur á framboðslista
Sjálf stæðisflokksins mun móta
sér stefnu þar sem horft verður til
framtíðar og uppbyggingar í
Hafnarfirði. Líklega verður horft
til þeirrar stefnu sem bæjar mála
hópur flokksins hefur fylgt á
þessu kjörtímabili sem er að
lækka skuldir bæjarins og auka
atvinnuuppbyggingu með mark
vissum hætti. Þetta er sú stefna
sem ég fylgi, með því að lækka
skuldir sem áætlaðar eru rúmlega
40 milljarðar í lok þessa árs
munum við hafa aukið fé til að
sinna grunnþjónustu Hafnar
fjarðar. Við höfum margsinnis
lagt fram tillögur um atvinnumál
þar sem markaðs og kynn
ingarmál sveitar félagsins yrðu
efld með átaki í sölu atvinnulóða,
nýsköpun og atvinnu þróun að
leiðarljósi. Það sem ég set í for
gang núna á þessu ári og því
næsta er að hefja bygg
ingu á og klára
leikskóla við Bjarkar
velli, ljúka frá gangi í
nýj um hverfum og að
klára Ásvalla braut sem
er grunn for senda fyrir
uppbygg ingu í Skarðs
hlíð og mikil sam
göngu bót fyr ir íbúa á
Völlum.
Fram að þessu
Ég sit í skipulags og bygg
inga ráði og um hverfis og fram
kvæmdaráði og er 1. vara maður
í bæjarstjórn fyr ir okkar bæj ar
fulltrúa. Ég hef átt frum kvæði að
mörgum málum í þess um ráðum
og í bæjarstjórn. Ég fylgi málum
eftir með ýmsum hætti þar til
niðurstaða er fengin, með bein
um tillögum, greina skrifum í
blöð og öðrum hætti. Mikilvægt
er að kjörnir fulltrúar hafi tíma til
að sinna þeim fjölmörgu
verkefnum sem þeir taka sér á
hendur fyrir samfélagið. Ég hef
sýnt það að ég hef þann tíma
aflögu og bendi á heimasíðu
mína www.ingitomasson.is þar
eru fjölmargar greinar eru sem
ég hef skrifað um mál sem ég hef
komið að.
Höfundur er varabæjar full-
trúi og sækist eftir 2. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Ingi
Tómasson
Hugsum til framtíðar
Hafnarfjörður er skuldum
vafið bæjarfélag og samfélagið
allt að því í fjötrum vegna þess.
Fjárhagsstaða Hafnarfjarðar er
erfið, Hafnfirðingar sjá ekki til
framtíðar og trú þeirra á því að
vænlegar lausnir séu í sjónmáli
virðast vera litlar. Samfélagið
okkar er komið að þeim tíma
mótum að farið er að
láta á sjá og hægt og
ró lega minnkar trú
bæjarbúa á bæjar félag
inu og úrræðum
em bætt is manna fækkar
með tilheyrandi vanda
málum. Leik og
grunn skólar hafa lítið
svig rúm til fram
kvæmda og starfsfólki
fer fækk andi. Sjálfsögð
grunn þjónusta eins og
mokstur gatna og göngustíga,
umhirða hjóla stíga og viðhald
skólalóða og leik skóla eru meðal
þess sem ekki hefur tekist að
halda í horfi, eðli lega vegna
skuldsetningar bæjar félagsins.
Hefja þarf við snúning á rekstri
sveitarfélagsins með ábyrgri
fjármálastjórnun og forgangsraða
verkefnum þannig að ávinningur
sé af fyrir allt sam félagið.
Hér á að byggja upp líflegan
miðbæ, hlúa að úthverfum og
styrkja einstaklingsframtakið til
muna. Hér á að leiða saman ungt
fólk og atvinnulíf, Íþróttafélög
og fjölskyldur og fyrirtæki og
fjármagn. Sóknarfæri Hafnar
fjarðar eru mörg og með lýð
ræðis legum ákvörðunum og
frelsi einstaklingsins er hægt að
nýta færin mun betur. Tækifæri
til atvinnuuppbyggingar eru
mikil, nýta má atvinnuhúsnæði
sem nú þegar standa
auð, leysa þarf
skólakerfið undan
miðstýringu stjórn sýsl
unnar og auka þannig
frelsi þeirra til framtaka
og framkvæmda þar
sem hagur barna okkar
og framtíð er höfð í
fyrirrúmi.
Framtíð Hafnar fjarð
ar er í okkar höndum,
veljum okkur það að
tryggja velferð sam félags ins þar
sem verkefnin eru fleiri en þau
að greiða niður skuld ir. Byggjum
upp fjölskyldu vænt og skemmti
legt bæjarfélag þar sem hugsað
er fyrir heildina. Nýtum kosn
inga rétt okkar til þess að velja
okkur fylkingar og kraftmikið
fólk á lista sem horfir til framtíðar
því þú og ég erum Hafnarfjörður.
Höfundur er ferðamála-
fræðingur og býður sig fram
í 2.-3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
Kristín
Thoroddsen
Veljum konur í forystusætin
Fjölmargar mætar konur bjóða
sig nú fram til að taka sæti á
framboðlistum Sjálfstæðis
flokks ins fyrir sveitarstjórnar
kosningar í vor. Öll hljótum við
að vera sammála um að
sá hópur sem valinn
verður til forystu þarf að
endurspegla sam félagið
sem við búum í til þess
að þjóna því sem allra
best. Konur eru helm
ingur þjóðar inn ar. Það
er því mikil vægt að þær
komi að ákvörð unum
og stefnu mótun í sveit
arstjórnum í forystu sæt
um listanna eins og karlar. Konur
búa einnig yfir gríðarlegri reynslu,
þekkingu og menntun, sem
samfélagið hefur einfaldlega ekki
efni á að nýta ekki.
Sóknarfæri með konum
Við sjálfstæðisfólk höfum
mikið rætt það undanfarið hvern
ig við getum eflt og styrkt flokk
inn okkar, hvernig við náum til
fleiri kjósenda og þannig tryggt
að stefna Sjálfstæðisflokksins
verði höfð að leiðarljósi við
ákvarð anir í sveitar
stjórn um. Stærsta
sókn ar færið er að kjósa
konur. Með því að fleiri
konur verði í áhrifa
stöðum í stjórnmálum
og forystusætum fram
boðslista eru meiri lík
ur á því að stefna Sjálf
stæðisflokksins höfði
til beggja kynja. Þannig
sýnum við í verki
breidd ina í Sjálfstæðisflokknum,
sem er flokkur allra stétta, flokk
ur karla og kvenna.
Þátttaka beggja kynja
skilar betri árangri
Nú er ég ekki að halda því
fram að konur séu gáfaðri,
sterkari, hugmyndaríkari eða
ábyrgari en karlar – heldur að
þær eru engu síðri. Því ætti ekki
að vera nein ástæða til þess að
kjósa þær ekki, heldur fagna
fjölbreytninni og því að konur og
karlar nálgast verkefnin á ólíkan
hátt en þannig verði betri
niðurstaða með þátttöku beggja
kynja. Að greiða atkvæði í próf
kjöri er mikil ábyrgð, atkvæðið
er yfirlýsing um það hverjum við
treystum best til þess að leiða
lista Sjálfstæðisflokksins. At
kvæði okkar ræður úrslitum um
það hversu sigurstranglegur listi
flokksinns verður í kosn ingunum
í vor. Með því að raða í forystu
sæti – bæði körlum og konum –
tryggjum við fjölb reytni, trú
verðug leika og öflugan Sjálf
stæðisflokk í sveitarstjórnum á
næsta kjörtímabili.
Höfundur er formaður
Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
Þórey
Vilhjálmsdóttir
Börnum mismunað hjá Hafnarfjarðarbæ
Í síðasta tölublaði Fjarðar
póstsins bar forsíðufréttin yfir
skriftina „Leikskólarými til fyrir
alla“. Í frétt inni í blaðinu svaraði
Eyjólfur Sæmundsson, formaður
fræðsluráðs, gagnrýni
for eldra á Völlunum
vegna fyrirhugaðra
breyt inga á skipan
skóla mála í hverfinu. Í
máli sínu greinir Eyjólf
ur frá því að: „Í dag séu
nægileg rými fyrir öll
leikskólabörn, 18 mán
aða og eldri, í bænum
og rúmlega það.“
Í ljósi þessa spyr ég
hvernig standi á því að stelpan
mín sem er rúmlega 21 mánaðar
gömul sé ekki enn komin með
pláss á leikskóla hjá bænum?
Þau svör sem ég hef fengið í
vetur frá Fræðslusviði bæjarins
eru á þá leið að það sé engin von
á því að barnið komist inn á
þessu skólaári þrátt fyrir að ég sé
opin fyrir leikskólum hvar sem
er í bænum. Stelpan
mín verður sam kvæmt
þessu orðin næstum
2½ árs þegar hún fær
sitt pláss á leikskóla hjá
bænum.
Mér er því næst að
spyrja hvar þessi lausu
pláss á leikskólum bæj
arins séu og af hverju
þau séu ekki nýtt?
Að lokum er mér
orðið ljóst að börnum sé hrein
lega mismunað eftir fæð ingar
degi hvað aðgengi að leikskóla
varðar. Dóttir mín er svo
„óheppin“ að eiga afmæli í byrj
un apríl 2012. Frænka hennar var
þó svo „heppin“ að fæðast í
byrjun febrúar sama ár. Frænkan
komst inn á leikskóla hjá bænum
síðastliðið haust, þá 1½ árs
gömul, en dóttir mín kemst inn
ári seinna eða um 2½ árs gömul.
Hef ég fengið þau svör að það sé
hreinlega ekki til pláss fyrir
dóttur mína og ekkert sé hægt að
gera í málinu.
Ég bíð því spennt eftir póst
inum sem hlýtur að koma með
bréf á næstu dögum þar sem
okkur er tilkynnt um leikskólavist
á einhverjum flottum leikskóla
bæjarins – enda eru víst til „…
nægi leg rými fyrir öll leik
skólabörn, 18 mánaða og eldri“ í
bænum.
Höfundur er í móðir í
Hafnarfirði.
Íris Huld
Christersdóttir
Söfnuðu
fyrir Rauða
krossinn
Þær Birta María Haraldsdóttir,
Unnur Sjöfn Jónasdóttir og
Lovísa Arnardóttir gengu í hús í
hverfinu sínu fyrir jólin og
söfnuðu fyrir Rauða krossinn.
Þær færðu Rauða krossinum í
Hafnarfirði afraksturinn og tók
við honum fagnandi. Stúlkurnar
söfnuðu 2.223 krónum.