Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13 Fimmtudagur 30. janúar 2014
Unni Láru í 2. sætið
Kemur hlutunum í verk
facebook.com/UnnurLara2.saeti
U
nn
ur
L
ár
a
B
ry
de
, v
ið
sk
ip
ta
fr
æ
ði
ng
ur
Ungmenni buðu bæjarstjórn á súpufund
Málefnin rædd í afslöppuðu andrúmslofti í Húsinu
Þann 21. janúar síðastliðinn
bauð Ungmennaráð Hafnar
fjarðar bæjarfulltrúa í súpu og
spjall og var rætt um ýmis mál
efni ungs fólks. Bæjar full trúum
og fulltrúum ung menna ráðs var
skipt upp í þrjá hópa og voru
hópstjórar frá Ung menna ráði
Hafnarfjarðar í hverjum hópi.
Umhverfismál
Kristbjörg Víðisdóttir var einn
fulltrúi ungmenna og fyrsti hóp
urinn sem hún fór í ræddi um
umhverfismál. Segir hún mikið
hafi verið fjallað um strætóskýli
og ekki síst skort á þeim hjá
Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug
því að þar eru börn að bíða eftir
strætó eftir sundæfingu eða skóla
sund. Þá var bent á að strætó
byrjar ekki að ganga fyrr en kl. 8 í
Áslandshverfinu og að það gangi
ekki fyrir nemendur sem þurfa að
vera komnir í skóla klukkan átta
og þarf því að skoða betur. Þá var
rætt um og bent á lélega lýsingu á
sumum þeirra. Þá var bent á að
gangbrautir séu alls ekki á öllum
stöðum þar sem þær ættu að vera.
Það væri t.d. engin gangbraut hjá
Flensborgar skólanum.
Félagsmál
Í næsta hópi var rætt um
félagsmál (félagsmiðstöðvar o.fl.).
Þar kom að sögn Kristbjargar upp
hugmynda að setja upp skemmti
hátíð. „Einhverskonar músik
festival sem væri fyrir ungt fólk í
bænum, vímuefna og áfengislausa
skemmtun. Leyfa unga fólkinu í
bænum að spreyta sig á tónlist og
hafa gaman,“ upplýsti Kristbjörg.
Fram kom að virkja þurfi gamla
Bæjarbíó. „þar er varla neitt sem
gerist og huga þarf að viðhaldi.“
Félags miðstöðvar eru mikill þátt
ur í lífi unglinga og var talað um
það að það þyrfti að sameina allar
félagsmiðstöðv arn ar kannski eitt
kvöld í mánuði og bjóða upp á
eitt hvað sem sameinar unglingana.
Það eru átta félagsmið stöðvar og
þangað mæta krakkarn ir bara í
félagsmiðstöðina sem er í þeirra
hverfi og hitta bara krakka úr þeim
skóla. „Flott væri ef starfs menn
sem eru að vinna með nem enda
félögunum kynntu fyrir þeim
þessa hugmynd,“ segir Krist björg.
Sumarvinnan var rædd í þess um
hópi og var stungið upp á því að
blanda hópunum meira saman.
Eins og í félagsstöðvunum þá er
vinnunni skipt þannig að hóparnir
eru bara í sínu hverfi. Einnig þyrfti
að auglýsa hvað sé í boði í
unglingavinnunni og hafa meira í
boði. Kom fram að sögn Krist
bjargar að oftast þá viti krakkarnir
ekki af hópum eins og jafningja
fræðslunni, listahópn um o.fl.
Skólamál
Í síðasta hópnum var rætt um
skólamálin þar var mikið talað
um að það þyrfti fræðslu um
þung lyndi, geðröskun og kyn
hneigð í grunnskólum og líka
meiri kynfræðslu. „Oftast þegar
sú fræðsla fer fram þá er það
hjúkrunarfræðingurinn sem er
sendu í það verkefni. En málið er
að krökkum finnst það óþægilegt
að vera kannski að tala við mið
aldra konu og spyrja því alls ekki
eins mikið og þau ættu að gera.
Þannig væri gott að fá ein hverja á
þeirra aldri til að fræða þau um
þessi mál, því unglingar eiga
auðveldara með það að hafa sam
ræður um þessa hluti við fólk á
þeirra aldri. Lífsleiknitímar gætu
t.d. verið notaðir í þessa fræðslu. Í
Lífs leikni tímum eru nem end ur
annað hvort látnir læra eða mæt
ing bara skráð og svo má fara. Það
á að nýta þessa tíma í eitthvað og
af hverju ekki fræðslu um
kynhneigð, kynlíf, geðröskun,
þunglyndi og fleira því þetta er
vissu lega eitthvað sem þarf að
fræða krakka um. Okkur finnst
vanta meiri fræðslu um þessi
mál.“
Kristbjörg segir fundinn hafa
borið mjög góðan árangur. „Þetta
virkaði miklu betur en að fara á
bæjarstjórnarfund þar sem við
kynnum tillögur okkar og
bæjarfulltrúar spyrja okkur í lok
kynningarinnar og eru kannski
búnir að gleyma meirihlutanum
af því sem við segjum. Það er
bara oft þannig að við munum
það fyrsta og það síðasta sem við
heyrum. Þess vegna er þetta
rosa lega góð leið bæði fyrir
ungmenni og fullorðna að bara
setjast niður í nokkra hópa og
ræða þessi mál, meiri tengsli í
því. Ungmennin í Lettlandi nota
þessa aðferð og þar virkar hún
vel, einnig virtist þessi aðferð
virka vel hjá okkur þannig af
hverju ekki að halda áfram að
þróa hana.“
Lýðræðisverkefnið, Youth:
your voice, er styrkt af Evrópu
unga fólksins.
Góðar samræður við matarborðið.
Átta af ellefu bæjarfulltrúum þáðu boð Ungmennaráðs.
Kristbjörg Víðisdóttir.