Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014 Rjúfum kyrrstöðuna – Byggjum betri bæ! Á laugardaginn veljum við sjálfstæðismenn frambjóðendur í efstu sæti listans okkar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Tíu manns eru í framboði 6 karlar og 4 konur, góð blanda bæjarbúa á öllum aldri. Listinn mun verða sterk ur hver sem röðin verður. Laugardag­ spróf kjörið er þó aðeins fyrsti áfanginn í að rjúfa kyrrstöðuna og byggja betri bæ. Kosningarnar í vor eru mikilvægari og þar þurfa sjálfstæðis­ menn að standa saman og tryggja sigur flokksins svo ekki verði fram hjá honum gengið við myndun nýs meirihluta. Öflugt atvinnulíf Krafta atvinnulífsins þarf að virkja svo umsvif aukist og þar með tekjur sveitarfélagsins. Ann­ ars munum við aldrei ná tökum á skuldavandanum. Skuldir Hafn­ ar fjarðar eru alvarlegasti vandinn sem að steðjar og hefur haldið bæjarfélaginu í gíslingu síðustu ár. Framkvæmdafé er nánast ekkert, viðhaldi er erfitt að sinna og þjónusta mun að lokum ekki standast samanburð við ná ­ granna sveitarfélögin. Það er því forgangsmál að bærinn skapi skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf. Rjúfum kyrrstöðuna Öflugt atvinnulíf felst ekki síst í öflugri verktakastarfsemi. Sveitarfélagið getur gert sitt með því að endurskoða lóðaverð og hliðra til svo verktakar og fyrir tæki sjái sér hag í að hefja fram kvæmdir í Hafnarfirði. Marg­ feld isáhrif fram­ kvæmda og nýrra fyrirtækja sem koma með störf í bæinn munu svo auka skatt­ tekjur og gera okkur sem sveitarfélagi kleift að rjúfa kyrrstöðuna. Byggjum betri bæ Með vaxandi tekjum og aukn­ um umsvifum mun bærinn ná vopn um sínum og öðlast þann styrk og afl sem þarf til að byggja betri bæ. Betri bær felst í lifandi miðbæ, fjölgun íbúa, fjölgun atvinnu tækifæra og kraft meira starfi frjálsra félaga­ samtaka og ein staklinga. Hafn­ arfjörður hefur allt til að bera til að verða enn betri bær. Ég sækist eftir 3. sætinu í próf­ kjörinu á laugardaginn. Og óska eftir stuðningi þínum. Byggjum saman betri bæ! Framkvæmdastjóri Algalíf og frambjóðandi í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Skarphéðinn Orri Björnsson húsnæði óskast Ungt og reglusamt par með tvö börn óskar eftir 3-4 herbergja langtíma leiguíbúð í Hafnarfirði. Erum skilvís og reglusöm í öruggri vinnu með engin gæludýr. Hjalti - sími: 825 5660. barnapössun Mig langar að passa börn á öllum aldri. Ég er 13 ára og bý í Kinnunum. Hef lokið RKÍ námskeiði. Jóhanna s. 777 4008. þjónusta Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar og þurrkara. Þó ekki eldri en 8-10 ára. Uppl. í s. 772 2049. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 849 6827 - hjalp@gudnason.is Ráðgjöf um þyngd- ar stjórnun. Líkam legt ástand mælt með skanna. FB: „Yngj andi og orku ríkara líf“. Gerð ur Hannes dóttir lífs stíls leiðbein andi gsm 865 4052 ghmg@internet.is Ódýr húsgagna og teppahreinsun. Við djúphreinsum sófasett, stóla, rúmdýnur, teppi og mottur. Lykt ar- eyðing, rykmauraeyðing og bletta- eyðing. S. 780 8319 eða djuphreinsa@gmail.com Tek að mér að stytta buxur og fl. þ.h. Vönduð vinnubrögð. Lína Björk Sigmundsdóttir, klæðskeri, Fagrahvammi 2a, Hafnarfirði s. 866 2361 e. kl. 16 virka daga. Viltu hafa hreint, tek að mér heimilisþrif og þrif á stigagöngum í Hafnarfirði og Garðabæ. Vönduð vinnubrögð. Uppl. í síma 781 0369. gefins VHS spólur fást gefins gegn því að vera sóttar. Upplýsingar í síma 860 2058/565 5434. tapað - fundið Slæða (sjal) fannst í miðbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 848 0481. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u nd i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is – líka á Facebook Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Póli-tík, urrandi tík Á fjögurra ára fresti eru haldn­ ar sveitastjórnarkosningar hér á landi. Prófkjör eru haldin hjá sumum flokkum og annarsstaðar fer fram val. Þá geysast fram ýmsir sem hafa áhuga á að leggja fram krafta sína til að breyta umhverfinu til hins betra og hafa áhrif á gang mála. Sumir gera sér grein fyrir hvaða leðjuslag þeir eru að fara út í, en aðrir ekki. Auðvitað er sandkassinn mismun­ andi óhreinn og skóflurnar af ýms um stærðum, en það er nokk uð öruggt að enginn kemur betri maður út úr þessum leik. Er þetta nauðsynlegt? Það er erfitt að svara því. Þrátt fyrir aðvaranir og úrtölur koma einstaklingar, fullir af eldmóði, hugsjón og krafti til að taka þátt í þessu og þá er eina úrræði þeirra sem hafa reynslu, að vefja við­ kom andi inn í vernd­ andi hjúp og vera til­ búinn til að styðja og styrkja. Kristín Thoroddsen, hefur boðið sig fram í 2.­3. sæti Sjálfstæðis­ flokksins í Hafnarfirði.­ Hún á fullt erindi á lista flokksins, skelegg og vel máli farin og með háleitar hugmyndir fyrir bæinn okkar. Það er mér því sönn ánægja að senda henni óskir um velgengni og gefa henni mín bestu með­ mæli. Höfundur er forstöðumaður. Lovísa Christínasen Stillum upp sigurstranglegum lista Framundan er prófkjör Sjálf­ stæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem valið verður á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnar­ kosn ingar. Mikilvægt er að á list ann veljist fólk með fjölbreytta reynslu og sem hefur breiða skír­ skotun til bæjarbúa. Hér í Hafnarfirði hafa undanfarin ár og kjör tímabil verið teknar ákvarðanir sem hafa reynst afar dýrkeyptar fyr ir bæjarbúa. Fjár­ hags stöðuna þekkja flest ir. Síðastliðin ár hef ur ríkt kyrrstaða í bæjarfélaginu því í stað þess að leita leiða til að sækja fram hefur ,,bæjarsjóður ver ið látinn rúlla áfram“. Vand­ an um hefur verið ýtt á undan sér. Núverandi meirihluti hefur ekki komið fram með nýjar lausnir eða hugmyndir að því hvernig leysa megi þessa erfiðu stöðu. Grundvallarforsenda þess að ný sókn megi hefjast í Hafnarfirði er að tekjur bæjarfélagsins aukist og skuldir lækki. Það bíður nýs meirihluta að koma hlutunum í verk, að ráðast með skipulegum hætti í að fjölga hér atvinnu tæki­ færum, kynna bæinn betur fyrir þeim sem hugsanlega vilja hefja hér atvinnurekstur og leita allra leiða til að auka hér umsvif. Allt til að auka tekjur, svo hægt verði að greiða niður skuldir, halda uppi góðri þjónustu við bæjarbúa og ráðast í ný verkefni. Við sjálf­ stæðismenn höfum lagt fram ýmsar tillögur sem miða að þessu markmiði en þær hafa ekki fengið braut­ ar gengi. Fyrir framtíð Hafnarfjarðar Ég hef setið í átta ár í bæjarstjórn og bæjar­ ráði og því öðlast mikla reynslu á þessum vett­ vangi. Í störfum mínum fyrir bæjarfélagið hef ég það ávallt hugfast að ég er kjörin til að gæta hagsmuna bæjarins og íbúanna og ber virð­ ingu fyrir skattfé þeirra. Slíka hugsun þarf að innleiða af krafti við stjórnun bæjarins í stað þess að ákvarðanir séu teknar með pólitíska skammtímahagsmuni í huga. Ég leitast eftir stuðningi þínum í 1. sætið á lista Sjálfstæðis­ flokks ins í prófkjörinu nú á laugar dag. Mikilvægt er að við velj um sigurstranglegan lista sem höfðar til sem flestra bæjar­ búa. Það er mikilvægt að hug­ sjónir og gildi okkar sjálfstæðis­ manna verði í forgrunni í bæjar­ stjórninni á komandi árum. Það er mikilvægt fyrir framtíð Hafn­ ar fjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi. Rósa Guðbjartsdóttir Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn – bilaði bíllinn hjá þér? Gerum við bremsur, stýrisenda, spindilkúlur, hjólalegur, startara, alternatora, dempara, gorma, skiptum um rafgeyma, perur, ásamt fleiru. Miðhellu 2, Hafnarfirði Opið virka daga kl. 8-18 • Laugardaga kl. 10-16 Tímapantanir í síma 615 2562 – ódýr og góð þjónusta. Erum með notaða parta í eldri gerðir af bílum Sjálfsþjónusta Leigjum út aðgang á lyftu ásamt verkfærum og suðuvél ef þú vilt gera við bíllin þinn sjálfur. Menningar­ og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í gær að veita Kvik mynda­ safni Íslands áframhald andi stuðning til næstu þriggja ára og tryggja safninu endur gjalds laus afnot af Bæjarbíói í tengslum við sýningarhald sitt og var samningur þess efnis lagð ur fram og samþykktur. Jafn framt var ákveðið á fundi nefnd arinnar að auglýsa eftir áhuga sömum aðila til að taka að sér rekstur Bæjar­ bíós í því skyni að að nýta húsa­ kost þess sem best og gefa fjölbreyttri menn ingarstarfsemi rými í bíóinu á tímum sem ekki eru nýttir af Kvikmyndasafninu. Stefnt var að því að Gaflara­ leikhúsið fengi Bæjarbíó en af því verður því ekki. Menningar­ og ferðamálanefnd legg ur ríka áherslu á varð veislu­ gildi Bæjarbíós og mikilvægi þess að áfram verði unnið að endurbótum þess og viðhaldi. Kvikmyndasafnið heldur Bæjarbíói í þrjú ár Auglýst eftir rekstraraðila ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 ...hafnfirska bæjarblaðið

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.