Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 13. febrúar 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Hestamannafélagið Sörli 70 ára Fagnaði með risaköku og gleðskap Hestamannafélagið Sörli fagn­ aði 70 ára afmæli sínu sl. laugar­ dag á svæði félagsins að Sörla­ stöðum við Sörlaskeið. Fjöl­ menni var og glæsileg afmælis­ terta í boði auk þess sem ýmislegt var gert fyrir börnin. Félaginu voru færðar kveðjur og gjafir og fyrstu gullmerki félagsins voru afhent fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stofnfundur félagsins var hald inn 7. febrúar 1944 í Hress­ ingarskálanum við Strandgötu í Hafnarfirði. Til gamans má geta að þrjár tilögur voru lagðar fram um nafn félagsins; Víkingur, Sörli og Skjöldur. Á upphafsárum félagsins var brýnasta hagsmuna­ málið að útvega hagabeit fyrir hesta félagsmanna. Í fyrstu var hagabeitin í svokölluð Austur­ hrauni, sem var svæði í kringum Kaplakrika, svæðið þótti ekki henta vel til hagbeitar og var hún síðar færð yfir í Krýsuvík. Undir­ búningur að gerð skeiðvallar hófst árið 1945. Félagið fékk síðar land við Kaldárselsveg og hóf framkvæmdir við völlinn árið 1952 og hlaut hann nafnið Sörlavöllur og fóru fyrstu kapp­ reiðarnar fram á honum 16. ágúst 1953. Bygging hesthúss fyrir félagið hófst árið 1953 neðan við Kaldárselsveg. Nýju landi undir hesthúsabyggð, að Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg var úthlutað til félagsins á síðari hluta áttunda áratugarins. Íþróttadeild var stofn uð innan Sörla 21. nóv­ ember 1979. Markmiðið með stofnun hennar var m.a. að stuðla að auknu kynningar­ og fræðslu­ starfi á reiðmennsku og þjálfun hests og manns. Félagið eignaðist marga góða keppnismenn í kjölfarið sem unnu Íslands­ og heimsmeistaratitla. Árið 2000 var íþróttadeildin lögð af og stafsemi félagsins og íþrótta­ Glæsileg kakan minnkaði hratt enda margir munnar að metta. Fyrstu gullmerkishafar Sörla. Veðrið var glæsilegt á afmælisdeginum. Magnús Sigurjónsson, formaður Sörla. deild arinnar sameinuð. Í febrúar 1993 var ný reiðskemma félags­ ins tekin í notkun, öll aðstaða félagsins gjörbreyttist með tilkomu reiðsalar og félags að­ stöðu. Reiðvegir (þjálfunargötur) voru bættar verulega árið 1999. Árið 2001 var framkvæmdum við stökkbraut, tvo hringvelli, áhorfendaaðstöðu og frágangi á svæðinu lokið. Síðari ár hefur verið unnið að endurbótum svæðisins og stækk­ un félagsaðstöðu. Hestamennska er orðin eitt vinsælasta tóm­ stundagaman Íslendinga og er mikil gróska innan Sörla. Árið 2012 hafði Hestamannafélagið Sörli 808 iðkendur. Formaður Sörla er Magnús Sigurjónsson. Andlit barnanna voru máluð á viðeigandi hátt. Lj ós m yn di r: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.