Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 13. febrúar 2014
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn Hestamannafélagið Sörli 70 ára
Fagnaði með risaköku og gleðskap
Hestamannafélagið Sörli fagn
aði 70 ára afmæli sínu sl. laugar
dag á svæði félagsins að Sörla
stöðum við Sörlaskeið. Fjöl
menni var og glæsileg afmælis
terta í boði auk þess sem ýmislegt
var gert fyrir börnin. Félaginu
voru færðar kveðjur og gjafir og
fyrstu gullmerki félagsins voru
afhent fyrir óeigingjarnt starf í
þágu félagsins.
Stofnfundur félagsins var
hald inn 7. febrúar 1944 í Hress
ingarskálanum við Strandgötu í
Hafnarfirði. Til gamans má geta
að þrjár tilögur voru lagðar fram
um nafn félagsins; Víkingur,
Sörli og Skjöldur. Á upphafsárum
félagsins var brýnasta hagsmuna
málið að útvega hagabeit fyrir
hesta félagsmanna. Í fyrstu var
hagabeitin í svokölluð Austur
hrauni, sem var svæði í kringum
Kaplakrika, svæðið þótti ekki
henta vel til hagbeitar og var hún
síðar færð yfir í Krýsuvík. Undir
búningur að gerð skeiðvallar
hófst árið 1945. Félagið fékk
síðar land við Kaldárselsveg og
hóf framkvæmdir við völlinn
árið 1952 og hlaut hann nafnið
Sörlavöllur og fóru fyrstu kapp
reiðarnar fram á honum 16. ágúst
1953. Bygging hesthúss fyrir
félagið hófst árið 1953 neðan við
Kaldárselsveg. Nýju landi undir
hesthúsabyggð, að Hlíðarþúfum
við Kaldárselsveg var úthlutað til
félagsins á síðari hluta áttunda
áratugarins. Íþróttadeild var
stofn uð innan Sörla 21. nóv
ember 1979. Markmiðið með
stofnun hennar var m.a. að stuðla
að auknu kynningar og fræðslu
starfi á reiðmennsku og þjálfun
hests og manns. Félagið eignaðist
marga góða keppnismenn í
kjölfarið sem unnu Íslands og
heimsmeistaratitla. Árið 2000
var íþróttadeildin lögð af og
stafsemi félagsins og íþrótta
Glæsileg kakan minnkaði hratt enda margir munnar að metta.
Fyrstu gullmerkishafar Sörla.
Veðrið var glæsilegt á afmælisdeginum.
Magnús Sigurjónsson,
formaður Sörla.
deild arinnar sameinuð. Í febrúar
1993 var ný reiðskemma félags
ins tekin í notkun, öll aðstaða
félagsins gjörbreyttist með
tilkomu reiðsalar og félags að
stöðu. Reiðvegir (þjálfunargötur)
voru bættar verulega árið 1999.
Árið 2001 var framkvæmdum
við stökkbraut, tvo hringvelli,
áhorfendaaðstöðu og frágangi á
svæðinu lokið.
Síðari ár hefur verið unnið að
endurbótum svæðisins og stækk
un félagsaðstöðu. Hestamennska
er orðin eitt vinsælasta tóm
stundagaman Íslendinga og er
mikil gróska innan Sörla. Árið
2012 hafði Hestamannafélagið
Sörli 808 iðkendur. Formaður
Sörla er Magnús Sigurjónsson.
Andlit barnanna voru máluð á
viðeigandi hátt.
Lj
ós
m
yn
di
r:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r