Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. febrúar 2014 Skipulags­ og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010. Breytingin felst í byggingu verslunar og þjónustu á 1. hæð, íbúðarhúsnæði á 2­ 5. hæð auk bílakjallara á allri lóðinni. Lóðirnar Strandgata 26, 28 og 30 eru sameinaðar. Bygg­ ingar magn samkvæmt deiliskipulagi hækkar nýtingarhlutfall úr 2,6 fyrir Strandgötu 26­28 og 3,2 fyrir Strandgötu 30 í 3,3 fyrir hina sameinuðu lóð. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8­10 og hjá skipulags­ og byggingar sviði Norðurhellu 2, frá 11. febrúar til 25. mars, 2014. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnar fjordur.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags­ og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags­ og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 25. mars 2014. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags­ og byggingarsvið Hafnarfjarðar TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI STANDGÖTU 26­30, MIÐBÆ HAFNARFJARÐAR Komið er út blaðið ,,Félag óháðra borgara” um bæjarmálin í Hafnarfirði 1966-1986 ásamt öðru efni. Blaðið er öllum ókeypis til afhendingar á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Hafnarfjarðar, Blómabúðinni Burkna, Linnetstíg 3 og Ljósritunarstofunni Lyng, Strandgötu 39. Vonandi veitir blaðið lesendum ánægju og fróðleik, en meðal myndanna sem birtast í blaðinu eru svipmyndir úr bæjarlífinu frá árinu 1968 og 1976. Útgefandi, sími 555 0260 Það hefur verið sársaukafullt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að halda að sér höndum í þjón­ ustu við bæjarbúa í kjöl far hrunsins, engu að síður hefur bænum bæði tekist að halda uppi grunnþjónustu við Hafnfirðinga ásamt því að ná góðum tökum á rekstrinum. Á komandi tímabili þarf að ná enn frekari tökum á fjár­ málum bæjarins og skapa auknar tekjur með því að efla atvinnulífið og gera það enn fjölbreyttara. Þrátt fyrir mikinn doða í atvinnulífinu á Íslandi undanfarin ár, þá hefur okkur tekist að laða hingað stönd ug og góð fyrirtæki. Nú þegar atvinnulífið hefur verið að taka við sér þá eru fjölmörg tækifæri framundan í að stórefla atvinnulífið í bænum. Á Völlunum liggur fyrir að fara í þó nokkuð stórar fram­ kvæmdir á komandi kjörtímabili. Bæði þegar kemur að sam göng­ um inn og út úr hverfinu, bygg­ ingu leik og grunnskóla, auk þess sem fyrir­ huguð er bygging á nýju 60 rýma hjúkrun­ ar heimili í Skarðshlíð fyrir aldraða. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur sem búum á Völlunum og auðvitað gífurlega mikilvægt fyrir hverfið okkar. Með aukinni þjón ustu og betri sam­ göng um fæst svo þegar fram líða stundir, betra fasteignaverð. Ég sé fyrir mér að þjónusta verði einnig stóraukin á Sólvangi og að þar verði í framtíðinni reist enn frekari þjónusta fyrir aldraða. Auðvitað á slík þjónusta að vera á snærum Hafnarfjarðarbæjar en ekki ríkisins. Húsnæðisvandinn er einnig stórt verkefni sem ég tel að Hafn ar fjarðarbær verði að ráðast í strax, þar sem ég vil að stefnt verði að því að byggðar verði litlar leiguíbúðir víðsvegar um bæinn til þess að ungt fólk geti komið undir sig fótunum og skapað sér almennileg lífsskil­ yrði. Slík verkefni eru bæði at vinnu og verðmætaskapandi. Með þéttingu byggðar þá getum við nýtt enn betur þá grunn­ þjónustu sem er til staðar í bæn um okkar eins og leikskóla, skóla, samgöngukerfi svo eitt­ hvað sé nefnt. Það þarf að fara í markvissa stefnumótun í leik og grunn­ skólamálum, og þarf að vinna þá vinnu með kennurum og foreldr­ um. Við þurfum virkilega að gera það upp við okkur hvað við viljum að börnin okkar fái út úr skólastarfinu í framtíðinni. Hafnarfjörður á að vera í fararbroddi íslenskra sveitar­ félaga í jafnréttismálum og þurfu m við að efla bæinn okkar enn frekar sem fjölskylduvænan bæ. Höfundur er viðskiptastjóri. Ófeigur Friðriksson Hafnarfjörður næstu ár Verkefnin framundan Með markvissum aðgerðum eftir efnahagshrun, aga og ábyrgri fjármálastjórn, hefur tekist að ná jafnvægi í rekstur bæjarins. Fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs nú endur­ speglast ekki síst í því hversu hátt veltufé frá rekstri hefur verið sl. ár en það er sú stærð sem segir mest til um hversu vel í stakk búið sveitar­ félagið er til að greiða niður skuldir sínar. Með þessum góða árangri hafa skapast forsendur til að halda áfram að byggja upp og þróa þjónustu við bæjarbúa og viðhalda þeirri jákvæðu ímynd sem Hafnarfjörður hefur haft sem fjölbreytt og gott samfélag. Það er verkefnið framundan. Fjölbreyttar lausnir fyrir fólk með ólíkar þarfir Við eigum að bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fólk með ólíkar þarfir og við eigum að halda áfram að kalla notendur þjónust unnar að borðinu og hlusta á hvað þeir vilja, hvað þeir telja að hæfi þeirra þörfum. Við verðum að tryggja að nýjar lausn­ ir á húsnæðismarkaði mæti þörfum ungs fólks en vinni um leið gegn félags legum aðskilnaði og einan grun einstakra hópa með því bjóða fjöl breytt hús­ næðis úrræði og fella hug mynd ina um félags­ legt húsnæði inn í eitt kerfi fyrir alla, þar sem allir verði á sama húsnæðis mark aði. Engar tilviljanir Í gegnum tíðina hefur Hafnar fjörður markað sér stöðu sem sveitarfélag sem ýtir undir jöfnuð og jöfn tækifæri, undir sam félags lega fjölbreytni og félags legt öryggi. Þar er til að mynda engin tilviljun að Hafnar­ fjarð arbær er eitt fárra sveitar­ félaga sem veitir ungum foreldr­ um fjöl þættan stuðning til að ljúka fram haldsskólanámi og né heldur er það tilviljun að Hafnar­ fjörður ryður nú brautina fyrir önnur sveitarfélög við inn leið­ Gunnar Axel Axelsson ingu tekju tengdra leik skóla­ gjalda, sem er sú leið sem norræn vel ferðarsamfélög hafa öll valið að fara í þeim tilgangi að tryggja að leikskólinn standi öllum til boða óháð efnahag og búsetu. Ástæða til bjartsýni Samfylkingin hefur skýra stefnu og markmið um samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti, virkara lýðræði og auknum áhrifum fólks á eigið líf. Miðað við þann öfluga hóp sem nú gef ur kost á sér til forystu fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði og það skýra erindi sem stefna flokks ins á í okkar samfélagi er full ástæða til að vera bjartsýn og hlakka til vorsins. Ég býð mig fram til forystu í 1. sæti lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og er tilbúinn að taka að mér það ábyrgðarhlutverk sem fylgir því að leiða öfluga og samhenta liðssveit jafnaðar­ manna og félagshyggjufólks í Hafnarfirði í kosningunum í vor. Höfundur er formaður bæjarráðs. Kæru bæjarbúar. Ég heiti Margrét Gauja og hef verið starfandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðast liðin 8 ár. Á þeim tíma hef ég fengið tækifæri til að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna í bæjar­ stjórn og víðar. Ég var um tíma for maður íþrótta­ og tóm stunda­ nefndar, er formaður fjölskylduráðs, sit í verkefnastjórn nýs hjúkr unarheimilis á Völlum, sit sem for­ mað ur umhverfis­ og framkvæmdaráðs, er stjórnar­ formaður Sorpu bs. og forseti bæjarstjórnar. Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif á bæinn minn og fyrir að hafa fengið öðlast þá reynslu og þekkingu sem því óneitanlega fylgir. Mér finnst þó framtíðin skipta mestu máli og áherslur okkar jafnaðarmanna þegar að kemur að henni. Sú framtíðarsýn sem við höfum talað fyrir hefur nefnilega náð í gegn og í sam­ starfi við íbúa og fyrirtæki höfum gert góðan bæ betri. Íbúar í Hafnarfirði eru nútíma fólk sem gerir kröfur um skýra fram tíðarsýn fyrir bæjarfélagið og þróun þess næstu árin og áratug ina. Þeir vilja metnað í rekstri sveitar­ félagsins og fyrsta flokks þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Þeir vilja að lífsgæðin í bæn um séu eins og best gerast í landinu. Þar skipta skólamálin miklu máli og krafan um fjölbreytta val í takt við nútímann þegar kemur að fræðslumálum. Þeir gera einnig kröfur um hóflega gjaldtöku fyrir leikskólagjöld, íþrótta­ og tómstunda iðkun og tónlistarnám barna, eða því sem við jafnaðar­ menn viljum kalla grunn þjón­ ustu. Um hverf is málin eru íbúu m einnig ofarlega í huga með bættum almenn ings sam göng um, göngu­ og hjóla leiðum og auk­ inni sorp flokkun. Síðast en ekki síst er það krafa íbúa í Hafnar­ firði um að geta flutt að heiman og reist sér þak yfir höf uð ið sem við teljum vera sjálf sögð mannréttindi hvers bæjar búa. Framundan eru mörg og krefj­ andi verkefni. Hafnarfjarðarbær þarf að vekja athygli á öllum sín um kostum og gera enn betur en áður til að laða að nýja íbúa og ný fyrirtæki. Ímynd og ásjóna bæjar ins þarf að vera jákvæð og sterk. Við jafnaðarmenn erum tilbúin í það verkefni. En stóra verkefnið er að sigra kosningarnar, halda áfram því góða starfi sem þegar hefur verið unnið og sigla Hafnarfirði inn í framtíðina ­ framtíð jafnaðar­ manna. Til þeirrar vinnu býð ég fram mína reynslu og sýn og óska eftir stuðning í 1.­2. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Höfundur er bæjarfulltrúi. Margrét Gauja Magnúsdóttir Nýir tímar, nýjar áherslur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.