Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 13. febrúar 2014 Íþróttir Handbolti: 13. feb. kl. 19, Akureyri Akureyri ­ FH úrvalsdeild karla 13. feb. kl. 19.30, Digranes HK ­ Haukar úrvalsdeild karla 14. feb. kl. 19.30, Fylkishöll Fylkir ­ ÍH 1. deild karla 15. feb kl. 16, Kaplakriki FH ­ Valur úrvalsdeild kvenna 15. feb. kl. 16, Ásvellir Haukar ­ Selfoss úrvalsdeild kvenna 18. feb. kl. 19.30, Varmá Afturelding ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 18. feb. kl. 19.30, Selfoss Selfoss ­ Haukar úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 14. feb. kl. 19.15, Ísafjörður KFÍ ­ Haukar úrvalsdeild karla 16. feb. kl. 19.15, Grindavík Grindavík ­ Haukar úrvalsdeild kenna Handbolti úrslit: Konur: KA/Þór ­ FH: 21­21 Valur ­ Haukar: 27­31 Karlar: Valur ­ Haukar: 26­27 Akureyri ­ FH: 30­32 ÍH ­ Afturelding: frestað FH ­ ÍR: 29­30 Haukar ­ Akureyri: 26­20 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Njarðvík: (miðv.d.) Keflavík ­ Haukar: 60­61 Haukar ­ Hamar: 81­72 Karlar: Haukar ­ Stjarnan: 76­67 Þemavikan og dagur tónlistarskólanna Þemavika er í Tónlistar­ skólanum og stendur til morguns, föstudag. Megin áherslan er lögð á samspil; þjóðlagasamspil, fiðlusamspil, kammerhópur, fjölhent á píanó og fl. og munu sumir hópanna koma fram á degi tónlistarskólanna á laugardag. Ýmislegt annað stendur nem­ endum til boða í þessari viku. Smári Ólason sýndi hina mögn­ uðu teiknimynd Fantasía eftir Walt Disney og kynnti helstu tónverkin sem koma fyrir í myndinni. Þórður Árnason kynnti sögu rokksins í máli og mynd um og Stefán Ómar Jakobs son kynnti jasssöguna. Nemendum gafst kostur á að sækja tíma hjá Kristjönu Þórdísi Ás geirsdóttur í tónlistar for­ ritunum Noteflight, Musictheory og Teoría. Þröstur Þorbjörnsson stýrir hópi sem kallast Að semja popp­ lag og Stefán Ómar var með hóp sem heitir Innhverf íhugun á hljóðfæri þar sem nemendur kynnast hljóðfærunum sínum frá öðru sjónarhorni. Opið hús á laugardaginn Dagur tónlistarskólanna verð­ ur á laugardaginn og verður fjöl­ breytt dagskrá í Tónlistar skól an­ um allan daginn. Dagurinn hefst með hljóðfærakynningu í Hásölum fyrir nemendur í For­ skóla II, en síðan tekur við sam­ felld dagskrá bæði á Torginu í skólanum, í Hásölum og eins í Tónkvísl, leikfimihúsinu við Gamla – Lækjarskólann. Bæjarbúar eru hvattir til að líta við á laugardaginn frá kl. 12.30 og upplifa skemmtilega tónlist. Nánari upplýsingar á www. tonhaf.is Það er alltaf mikið um að vera á degi tónlistaskólanna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Bæði FH og Haukar eru komin í undanúrslit bikar­ keppni karla í handknattleik en liðin sigruðu andstæð­ inga sína í æsispennandi leikjum. FH sigraði Akureyri eftir framlengdan leik þar sem Akureyri hafði haft frumkvæði nær allan tímann. Enda sprett urinn var hins vegar góður hjá FH og liðið sigraði með tveggja marka mun, 32­30 en leikið var á Akureyri. Haukar sigruðu Val naumlega á heimavelli Valsmanna og skoruðu sigurmarkið þegar 38 sekúndur voru eftir af leik­ tímanum. Valur komst mest 6 mörk yfir í fyrri hálfleik en svo jafnaðist leikurinn þó Valur væri oftast með frumkvæðið. Glæsilegur árangur Hafnar­ fjarðarliðanna og munu þau etja kappi við ÍR og Afureldingu í undanúrslitunum. Bikarkeppni karla í handknattleik FH og Haukar í undanúrslit Mynd þessi er tekin einhvern tímann á millistríðsárunum. Vinstra megin við staurinn má sjá Strandgötu 19, stóra húsið hægra megin við staurinn er gamla Sjálfstæðishúsið og apótekið (nú Hafnarborg) er vinstra megin við bátinn. Hægra megin við bátinn má sjá gamla sýslumannshúsið, leikfimihúsið og Suðurgötu 15 lengst til hægri. Á skútunni má sjá merkinguna DK 499 og sjá má sex manns um borð. Myndin er úr einkasafni Valgerðar Hildibrandsdóttur og er stækkuð upp úr lítilli mynd. Þekkir þú skútuna? Kannast þú við tímann? Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Dagur leikskólans Börnin á Hvammi fögnuðu degi leikskólanna með skrúðgöngu fánum prýdd. Voru ýmsir þjóðfánar á lofti. Þessi börn eru í elsta hópi leikskólans og eru í Vitaborg og Hamarsborg sem eru í fínu útihúsunum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.