Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. apríl 2014 www.facebook.com/ fjardarposturinn þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 849 6827 - hjalp@gudnason.is Ráðgjöf um þyngd ar ­ stjórnun. Líkam legt ástand mælt með skanna. FB: „Yngj andi og orku ríkara líf“. Gerð ur Hannes dóttir lífs stíls leiðbein andi gsm 865 4052 ghmg@internet.is Húsamálari getur bætt við sig verkum. Uppl. í síma 779 2965. Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Trjáklippingar. Nú er rétti tíminn til að klippa tré og runna. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is – líka á Facebook Bragi sýnir ljósmyndir Bragi J. Ingibergsson sýnir ljósmyndir í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til miðvikudagsins 14. maí. Bragi er áhugaljósmyndari, fæddur árið 1961 í Dölum. Ljósmynd- un hefur verið hans aðaláhugamál til fjölda ára; 12 ára gamall fékk hann sína fyrstu myndavél og hefur tekið myndir alla tíð síðan. Bragi fæst aðal- lega við landslags- og náttúru- ljósmyndun. Bragi hefur starfað sem sóknarprestur í 25 ár, fyrst á Siglufirði og nú í Víðistaðakirkju. Málverkasýning Líneyjar Málverkasýning Líneyjar Frið finns- dóttur stendur yfir í safnaðarsal Víði- staðakirkju. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Sjoppusýning í Hafnarborg Í Hafnarborg standa yfir tvær sýningar, Shop Show, sýning á norrænni sam- tíma hönnun sem lætur sig varða um - hverf is mál og sjálfbærni er á efri hæð safns ins og sýningin Hnall þóra í sól- inni, úrval prent- og bókverka eftir Diet er Roth er í Sverrissal. Bjartir dagar Sjá dagskrá í miðopnu og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Prentsmi›jan Steinmark Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfir›i www.steinmark.is Stofnað 1982 Hröð afgreiðsla á:  Boðskortum  Nafnspjöldum Einnig skýrslur og ritgerðir Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Rekstur Bæjarbíós Tveir koma til greina Tveir hópar koma til greina um rekstur Bæjarbíós eftir að farið hafði verið yfir umsóknir og rætt hafði verið við fulltrúa þeirra fjögurra hópa sem sótt höfðu um. Ákvað menningar­ og ferðamálanefnd að ræða áfram við fulltrúa Lista­ og menn ingarfélagas Hafnar fjarð­ ar ehf. og hóp sem kennir sig við Kvikmyndahús Hafnar­ fjarðar ehf. en það félag var afskráð árið 2007. Að umsókn­ inni standa Ólafur Stephen sen og Páll Eyjólfsson. Að lesa sér til gagns Í byrjun apríl var haldið málþing í Víðistaðaskóla undir yfir­ skriftinni „Læsi í Hafnarfirði ­ Samfélagsleg ábyrgð ­ Hvernig bætum við árangur?“ Fræðsluráð Hafnarfjarðar stóð fyrir þinginu og var það opið kennurum og fagfólki bæjarins sem starfa við menntun barna í bæn­ um. Til þingsins mættu um 100 manns og sá mikli áhugi sem kom fram á þinginu bæði hjá fyrirlesurum, fræðslu­ ráði og gestum á því að efla kennslu í læsi var einkar ánægjulegur. Góð lestrarkunnátta er undir stöðu­ atriði undir alla aðra þætti mennt­ unar og þannig mikil vægasta veganestið sem við getum gefið börnun um okkar. Það er leikur að læra Leiksskólinn er fyrsta skóla­ stigið og þar fer fram mikið starf þar sem börnum er kennt í gegnum leik að undirbúa sig fyrir lífið. Einn þáttur í starfi leiksskóla er að undirbúa börn undir skólagöngu og sumir leiksskólar hafa þróað 5 ára deild í þessu skyni. Mikilvægt er að þessi þróun haldi áfram og að sama skapi að grunnskólar geti betur mætt þeirri þróun sem verið hefur á leikskólasviðinu. Við vilj­ um að grunnskólinn mæti börn­ unum okkar þar sem þau eru stödd þegar skólaganga hefst. Byrgjum brunninn áður er barnið dettur í hann Snemmtæk íhlutun er fagorð sem þýðir að gripið sé inn í námsvanda barna strax til þess að koma í veg fyrir stærri vanda fyrir barnið síðar. Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem við greinum námsvanda hjá börnum því betur gengur að aðstoða barn ið og enn­ fremur er það oft veru­ lega kostnaðar minna heldur en ef of seint er gripið inn í. Mikilvægt er að tryggja nægilegt fjármagn til þess að unnt sé að sinna þessari þjónustu sem allra best. Lestur er skemmtun Þátttaka foreldra í lestrarþjálfun er ákaflega mikilvæg og enn fremur skiptir miklu máli að hafa góð bókasöfn í öllum skólum sem eru gerð kósy og skemmtileg fyrir nemendur. Það á við um lestur eins og flest annað í lífinu að æf ing in skapar meistarann og börn þurfa stuðning og hvatningu frá foreldrum til þess að verða lestrarhestar. Öll höfum við gengið í grunnskóla og flest eigum við börn og vitum því að góðir grunnskólar og góðir kennarar eru þær grunnstoðir sem skipta mestu máli fyrir framtíð barnanna okkar. Að efla kennara í starfi sínu til að gera þeim betur kleift að mennta börnin okkar er þannig mikil­ vægasta verkefni og kannski sérstaklega nú um stundir þegar hröð tækni og tölvuþróun er að skapa mörg ný tækifæri og að sama skapi margt er að varast. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Helga Ingólfsdóttir Aðalfundur Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar í Vonarhöfn Hafnarfjarðarkirkju (gengið inn frá Suðurgötu) mánudaginn 28. apríl 2014 kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Samfylkingin vill byggja 500 leiguíbúðir Lóðir verði lagðar sem eigið fé í leigufélög Samfylkinginn vill byggja 500 minni og meðalstórar hag­ kvæmar íbúðir með áherslu á fjöl breytt búsetuform, ekki síst öruggar leigu­ og búseturéttar­ íbúðir á viðráðanlegum kjörum. Þetta er meðal þess sem kynnt var fyrir flokksmönnum sem megináherslur í drögum að stefnuskrá flokksins. Gunnar Axel Axelsson, oddviti flokksins segir að leitað verði samstarfs við lífeyrissjóði, byggingaraðila og fleiri og vill að Hafnar fjarðar­ bær skoði þann möguleika að leggja íbúðir sem eigið fé inn í leigufélög. Sveitarfélagið eigi líka að beyta skipulagsvaldi sínu til að gera þetta mögulegt en eftirspurnin eftir ódýrum minni íbúðum sýni að þörfin sé mikil. Segir hann þörfina hafi breyst mikið og því sé nauðsynlegt að ráðast í slíkar aðgerðir. Lækkun gjalda fyrir fjölskyldufólk Meðal annarra áhersluatriða sem kynnt voru er að stefnt verði að því að þjónustugjöld leik­ og grunnskóla lækki til samræmis við það sem tíðkast í nágranna­ löndum okkar. Þess vegna muni flokkurinn endurskoða og hækka tekjuviðmið sérstakra afsláttar­ kjara, auka systkinaafslátt og setja þak á þjónustugjöld hverrar fjöl skyldu, og þannig létta veru­ lega á greiðslubyrði fjölskyldna. Miðbær og Flensborgarhöfn fái andlitslyftingu Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni segir að kynnt hafi verið metnaðarfull áætlun um að stækka miðbæinn og hefja uppbyggingu á spennandi veitinga húsa­ og verslunarsvæði við Flensborgarhöfnina. Þar verði vel heppnað hafnarsvæði í mið borg Reykjavíkur tekið til fyrirmyndar. „Hafnarfjörður á að standa undir nafni og státa sig af glæsilegu hafnarsvæði þar sem verslun, þjónusta og veitinga­ húsarekstur blómstrar. Þetta svæði með sín sérkenni og sögu hefur allar forsendur til að verða iðandi af lífi og aðdráttarafl fyrir bæjarbúa jafnt sem ferðamenn,“ sagði Gunnar Axel Axelsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.