Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. apríl 2014 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is M A D E T O F E E L G O O D. BJÓÐUM DEKK FRÁ: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI VIÐ HÖLDUM UPP Á 1 ÁRS AFMÆLI VERÐUM MEÐ TILBOÐ Í HVERRI VIKU! Næsta blað föstudag 25. apríl Eftir páska kemur Fjarðar­ pósturinn út föstudaginn 25. apríl en sumar dagurinn fyrsti er á fimmtu deg inum. Síðasta blað í apríl kemur svo út miðvikudaginn 30. apríl en 1. maí er á fimmtudeginum. Mikilvægt er að senda inn efni og auglýsingar tímanlega fyrir þessi blöð. Fyrirspurnir má senda á auglysingar@fjardarposturinn.is. Auglýsingasími: 565 3066. Þú finnur Fjarðarpóstinn líka á Facebook! Rekstrarformið í Höfn gekk í raun aldrei upp Sjálfseignarstofnuninni verður slitið og íbúarnir verða þinglýstir eigendur Öldrunarmiðstöðin Höfn sem byggði og rekur 64 íbúiðir í tveimur húsum við Sólvangsveg er að þrotum komin. Höfn er sjálfseignarstofnun stofnuð 1991 en skipulagsskrá var staðfest af dómsmálaráðuneyti í október 1998. Að Höfn standa eftirtaldir aðilar: Hafnarfjarðarbær Sólvangur, sjúkrahús Félag eldri borgara í Hafnarfirði Bandalag kvenna Hafnarfirði Verkalýðsfélagið Hlíf Sjómannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Skátafélagið Hraunbúar Lionsklúbbur Hafnarfjarðar Lionsklúbburinn Ásbjörn Lionsklúbburinnn Kaldá Kiwanisklúbburinn Hraunborg Kiwanisklúbburinn Eldborg. Verkakvennafélagið Framtíðin var einnig stofnaðili en félagið sameinaðist Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fulltrúar þessarar aðila sitja í fulltrúaráði sem hefur það hlutverk að fylgjast með rekstri stofnunarinnar og vera tengiliður milli stjórnar hennar og stofn­ enda. Í stjórn sita 5 menn, Gylfi Ingvarsson formaður, Linda Bald ursdóttir varaformaður, Geir Jónsson, Gunnar Hólmgeirsson og Kristín Gunnbjörnsdóttir. Aðalfundur haldinn of seint Aðalfundur 2013 var ekki hald­ inn fyrr en í desember og sýndu reikningar ársins 2012, sem þar voru lagðir fram, mjög alvarlega stöðu Hafnar. Var tap ársins 2012 22 milljónir kr. þrátt fyrir bók­ færðan 22,5 millj. kr. arf. Skuldir umfram eignir í lok árs 2012 voru tæpar 80 millj. kr. og handbært fé ekkert. Var á fund inum samþykkt tillaga um að farið yrði ofan í saumana á rekstri Hafnar og leita skyldi leiða til úrlausnar. Geir Jónsson bæjar fulltrúi leiddi þá vinnu og voru það niðurstöður hennar sem kynnt ar voru á fundi með íbúum sl. laugardag. Tvö stöðugildi Reksturinn er tvískiptur en þó undir einni kennitölu. Annars vegar er byggingarsjóðurinn og hins vegar ígildi húsfélags. Hús­ vörður í fullu starfi var á launum hjá húsfélaginu og fram kvæmda­ stjóri í fullu starfi var til helminga á launum hjá byggingarsjóðnum og húsfélaginu. Höfn er þing lýstur aðili að húsunum, nema 6 íbúðum og eld ­ húsi sem er í eigu Hafnar fjarð ar­ bæjar. Íbúar greiða við komu fyrir íbúðirnar og fá upp hæðina endurgreidda er þeir fara eftir ákveðn um reglum. Að sögn Gylfa Ingvarssonar for manns Hafn ar hefur mismunuar á kaup og sölu­ verði ekki dugað til að standa undir rekstrinum. Gylfi segir að nettótap af brottflutningi heilsu­ gæslunnar, sem leigði í húsinu, hafi kostað samtökin um tvær milljónir kr. auk þess að verða af 8 millj. kr. leigutekjum á ári. Sjálfseignarstofnuninni slitið Niðurstaða vinnuhópsins sem settur var á laggirnar á síðasta aðalfundi er sú að eina leiðin sé að núverandi íbúar leysi til sín íbúðirnar og kaupi sinn hlut í sameigninni. Drög að árs­ reikningi fyrir 2013 hafa verið lögð fram og sýna þau 20 millj­ óna kr. tap byggingar sjóðsins. Verði þessi leið ekki farin verður félagið gert upp, kröfuhafar krefjast þess að fá sitt og það sem eftir mun standa rennur til endur­ greiðslu á kaupverði íbúanna. Í skipulagsskránni segir að telji fulltrúaráðið sér ekki fært að annast rekstur stofnunarinnar skuli gefa aðildarfélögum kost á að taka við rekstrinum, enda verði hlutverk stofnunarinnar óbreytt. Enginn vill taka rekst­ urinn að sér að sögn Gylfa og segir í stofnskránni að þá skuli eignir hennar falla til ríkisins og/ eða sveitarfélagsins með þeirri kvöð að hún verði áfram rekin í þjónustu aldraðra. Áframhaldandi starfsemi Kaupi íbúarnir sína hlutdeild í sameigninni og verði þinglýstir eigendur getur reksturinn orðið eins og er í dag á Hjallabraut 33. Hafnarfjarðarbær rekur matar­ þjónustu og eigendur hafa með sér lögbundið húsfélag sem sér um daglegan rekstur og viðhald. Óskað yrði eftir því að kvöð yrði sett á húsið að þar gætu þeir einir búið sem eru 60 ára eða eldri. 96 íbúðir eru í Hafnarhúsunum við Sólvangsveg. Oft er líflegt í Höfn. Sigríður Ólafsdóttir, nýr fram- kvæmdastjóri, 2. f.h. hættir brátt. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ársreikn ingur Hafnar fjarðar kynntur í dag Bæjarstjórnarfundur Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans verður lagður fram í bæjarstjórn í dag til fyrri umræðu. Ef venjum verður framfylgt verður lítil sem engin umræða um reikninginn, bæjarstjóri kynnir hann og oddviti minnihlutans segir nokkur orð. Er honum þá vísað til síðari umræðu þar sem hann verður ræddur og sam­ þykktur. Með því er talið að uppfyllt séu ákvæði sveitar­ stjórnarlaga um tvær umræður. Meðal annarra mála á fundinum má nefna endur­ skoðun svæðisskipulags höfuð­ borgarsvæðisins, vefstefnu bæjar ins og skipulagsmál. Hægt er að horfa og hlusta á fundinn sem hefst kl. 14 á www. hafnarfjordur.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.