Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Miðvikudagur 16. apríl 2014 Skátafélagið Hraunbúar stend­ ur að hátíðarhöldum á sumar­ daginn fyrsta að venju. Dagskráin hefst með skátamessu í Víði­ staða kirkju kl. 13 og eru allir vel komnir. Að henni lokinni fer skrúðganga frá kirkjunni, út Garða veg, niður Hraunbrún, Flóka götu, Vesturgötu, Strand­ götu og að Thorsplani. Á Thors­ plani verð skátarnir með fjöl­ skylduskemmtun til kl. 16 þar sem verður spennandi dag skrá. Þar koma fram: Ingó veður guð, fjöllistamaður sem leikur sér að eldi, Lúðrasveit Tónlistarskólans, Kór Flensborgarskólans, Leik­ hópurinn „Gengin af Göflur un­ um?“ sýnir atriði úr Litlu hryll­ ings búðinni og Grease og skær­ asta kántrýstjarna Færeyinga, Hallur Joensen og félagar leika. Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn www.facebook.com/fjardarposturinn Opið um páskana alla daga nema páskadag Flatahrauni 5a • sími 555 7030 www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 04 Opið kl. 11-22 Komdu í bragðgóða skemmtun! Fjölbreytt dagskrá á Björtum dögum Dagskráin hefst síðasta vetrardag með útnefningu bæjarlistamanns Menningarhátíðin Bjartir dag­ ar verður haldin hér í bæ 23.­27. apríl nk. Er þetta mun fyrr en áður þegar hátíðin hefur verið tengd afmælisdegi Hafnar­ fjarðar bæjar. Bæjarlistamaður útnefndur Nemendur í 4. bekkjum grunn­ skóla bæjarins syngja inn hátíð­ ina á Thorsplani kl. 10 á síðasta vetrardag en þann sama dag verður bæjarlistamaður útnefnd­ ur eftir nokkurt hlé og styrkir verða veittir til viðburða og menn ingarstarfsemi. Kántríkvöld og eftirstríðsáradansleikur Dagskráin verður fjölbreytt. Tónlistarhátíðin Heima er nýmæli og verður í heimahúsum síðasta vetrardag, Kántríkvöld og eftirstríðsáradansleikur verð­ ur í Gúttó og opið hús verður í söfnum og hjá listamönnum síðasta vetrardag. Sögustund á pólsku Á laugardeginum verður m.a. sögustund á pólsku í Bókasafninu kl. 13­14 og boðið verður upp á kaffi og pólskt meðlæti. Minja­ ganga verður um Straum kl. 13 og samskipti Sovétríkjanna og Íslands verða í brennidepli í Bæjarbíói kl. 16. Nánari dagskrá má sjá í mið­ opnu hér í Fjarðarpóstinum og á heimasíðu Hafnarfjarðar bæjar. Frá Björtum dögum á síðasta ári. Leikskólabörn hafa ávallt tekið virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, versl anir og stofnanir í Hafnar­ firði með list sinni. Leikskólarnir verða á eftirfarandi stöðum: Arnarberg: Í Firði, Álfaberg: í Súfistanum, Álfasteinn: í Heilsu­ gæslunni Firði, Bjarmi: hjá Félagsþjónustunni, Hamravellir: í Ásvallalaug, Hjalli: í Þjónustu­ veri Hafnarfjarðar, Hraun valla­ leikskóli: í Haukahúsinu, Hvammur: í Suðurbæjarlaug, Hörðuvellir: í Ísbúð Vesturbæjar, Norðurberg: á Hrafnistu, Stekkj­ ar ás: í Heilsugæslunni Sólvangi, Tjarnarás: í Bókasafni Hafnar­ fjarðar, Vesturkot: í Samkaupum og Víðivellir: að Hjallabraut 33. Leikskólalist Leikskólalist frá2004. Skrúðganga og fjöskylduskemmtun Skátarnir bjóða upp á gleði og skemmtun á fyrsta sumardegi Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.