Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. apríl 2014 FRAMTÍÐARSTARF FMS Hafnarfirði óskar eftir umsóknum í fullt starf. Lyftarapróf æskilegt en ekki nauðsynlegt. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á kristjan@fms.is Innritun fyrir skólaárið 2014-2015 Forskóli Innritun fyrir nemendur fædda 2007. Suzukinám Innritun fyrir nemendur í fiðlu- og sellónám fædda 2009. Söngnám Á næsta skólaári verður hægt að stunda bæði almennt söngnám og rytmískt söngnám. – Nýjung – Nemendum gefst nú tækifæri á 3ja mánaða söngnámi til reynslu og til að kanna hvort það henti þeim. Innritun fer fram á hafnarfjordur.is – íbúagátt – mínar síður – umsóknir – tónlistarskóli dagana 28. apríl til 9. maí. Skólastjóri PANTAÐU Á NETINU OG FÁÐU AFSLÁTT REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562 Sigraði í stærðfræði Pétur Hrafn í 10. bekk Víðistaðaskóla Pétur Hrafn Friðriksson nemandi í 10. SK í Víðistaða­ skóla sigraði í stærðfræðikeppni grunnskólanema. Keppnin var haldin í Borgarholtsskóla 14. mars sl. fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk í Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti og Mosfellsbæ og tóku um 160 nemendur þátt í keppninni. Pétur var eini Hafnfirðingurinn sem tók þátt og var kynntur sem slík­ ur á verðlaunaafhendingunni, en hann sigraði í flokki 10. bekkjar. „Við í Víðistaðaskóla fengum tækifæri til að taka þátt á þessu skólaári fyrir 1­2 nemendur en keppnin er svipuð þeirri sem haldin var í Flensborg árlega fyrir grunnskólanemendur. Von­ andi heldur samstarfið áfram svo við getum sent áhugasama nem­ endur í keppni sem þessa,“ segir Sólveig Kristjánsdóttir stærð­ fræðikennari í Víðistaðaskóla. Pétur Hrafn ásamt kennara sínum Sólveigu Kristjánsdóttur. Fimm Íslandsmeistarar í badminton Badmintonfélag Hafnarfjarðar hélt í samvinnu við Badminton­ samband Íslands stórglæsilegt Meistaramót Íslands í badminton í Íþróttahúsinu við Strandgötu um þarliðna helgi. Árangur BH­inga var líka glæsilegur því fimm BH­ingar urðu Íslands­ meistarar. BH­ingurinn Erla Björg Haf­ steinsdóttir sigraði í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki ásamt Tinnu Helgadóttur úr TBR. Titill Erlu er annar Íslandsmeistaratitill félagsins í efsta flokki í badmin­ ton frá upphafi en félagið fagnar 55 ára afmæli á þessu ári. Þær Erla og Tinna sigruðu einnig árið 2009 á 50 ára afmæli félagsins og því óhætt að segja að þær veiti veglegar afmælisgjafir. Einnig var keppt um Íslands­ meistaratitla í A og B flokki á mótinu og þar stóðu BH­ingar sig líka vel. Róbert Ingi Huldar s­ son vann tvöfalt í B­flokki og vann auk þess ein silfurverðlaun. Hann vann einliðaleikinn, var í öðru sæti í tvíliðaleik með Sigurði Eðvarði Ólafssyni og sigr aði í tvenndarleik með Ingi­ björgu Sóleyju Einarsdóttur. Ingi björg Sóley og Eyrún Björg Guðjónsdóttir voru líka í öðru sæti í tvíliðaleik í B­flokki kvenna. Í A flokki var hreinn BH úrslitaleikur í tvíliðaleik kvenna þar sem Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar en í öðru sæti voru þær Hrefna Rós Matt híasdóttir og Sigrún María Valsdóttir. Sigrún María vann einnig silfurverðlaun í einliða­ leik.Róbert Ingi, Ingivbjörg Sóley, Anna Lilja og Irena Ásdís. Erla Björg Hafsteinsdóttir. Happdrætti 4. fl. FH stelpna Dregið hefur verið í happ­ drætti 4. flokks FH stelpna og eru vinningsnúmer eftirfarandi: 27, 61, 73, 77, 94, 96, 102, 122, 141, 154, 220, 249, 259, 261, 309, 316, 320, 361, 371, 433, 441, 478, 483, 486, 494, 502, 514, 520, 549, 559, 631, 632, 654, 662, 665, 677, 680. Foreldrafélag 4. fl. FH stelpna þakkar stuðninginn. Sóðaskapur Umgengni við Hringbraut! Lj ós m .: H el gi B jö rn ss on Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.