Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. október 2014
húsnæði óskast
Óska eftir 3-4 herb. íbúð sem
fyrst. Helst í Norðurbæ eða
Vesturbæ. Uppl í s. 555 3427.
Tökum að okkur að geyma í
Mosfellsbæ og Ásbrú. Fellihýsi -
tjaldvagna - bíla - fornbíla -
vatnabáta - mótorhjól - hjólhýsi -
kerrur. Sími 867 1282, 863 7070.
þjónusta
Tölvuviðgerðir alla daga, kem á
staðinn, hægstætt verð.
Sími 664 1622 - 587 7291.
Tölvuaðstoð og viðgerðir
Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.
Apple* & Windows.
Kem í heimahús. Sími 824 9938 -
hjalp@gudnason.is
Húsgagna-, dýnu- og teppa hreins-
un. Við djúphreinsum: rúmdýnur,
sófasett, tungusófa, hægindastóla,
teppi og mottur. s. 780 8319 eða
email: djuphreinsa@gmail.com
Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn
smíði og viðgerð á húsgögnum.
Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf.
sími 897 7947.
Heimilis- og flutningþrif. Tek að
mér heimilis- og flutningsþrif.
Er vön og vandvirk.
Uppl. í s. 8486698.
Bílaþrif. Kem og sæki.
Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn
fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt
verð. Uppl. í s. 845 2100.
til sölu
Bílskúrsala. Laugardaginn 4. okt.
frá kl. 12-17 á Glitvöllum 15.
Vegna flutninga verðum við með
opið hús þar sem allt milli himins og
jarðar verður til sölu, t.d. sófa sett,
frystiskápur, fatnaður og skór, borð-
búnaður, útilegudót og margt fleira.
smáauglýsingar
aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s
s ím i 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð
a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g .
M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r.
Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
www.fjardarposturinn.is
Loftnet - netsjónvarp
Viðgerðir og uppsetning á loftnetum,
diskum, síma- og tölvulögnum,
ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og
heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
www.facebook.com/
fjardarposturinn
Skoðaðu fjölmargar
myndir úr bæjarlífinu
Smelltu á
LÍKAR VIÐ
Það verður hreinn úrslitaleikur
um Íslandsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu karla í Kaplakrika kl. 16 á
laugardaginn. FH er með tveggja
stiga forskot á Stjörnuna og dugar
því jafntefli. Mikil stemmning er
fyrir leiknum og búist er við
mikilli aðsókn á leikinn.
FH hefur verið í úrvalsdeild
síðan 2001 en liðið komst fyrst í
efstu deild árið 1975 og er þetta
32. ár liðins í efstu deild. FH
hefur fjórum sinnum fallið úr
efstu deild, jafnoft og Stjarnan
sem best hefur náð 3. sæti í efstu
deild en Stjarnan hefur 13 sinnum
leikið í efstu deild, fyrst árið
1990.
Í efstu þremur sætunum í
helmingi Íslandsmóta í
efstu deild
FH hefur 6 sinnum orðið
Íslandsmeistari, fyrst árið 2004
og varði titilinn næstu tvö ár á
eftir. Svo hampaði liðið titlinum
2008, 2009 og síðast 2012. Liðið
hefur aldrei lent neðar en í 2. sæti
síðan 2004 en alls hefur liðið
verið 8 sinnum í 2. sæti og einu
sinn í því þriðja. Sama hvernig
leikurinn fer nær liðið þeim
áfanga að ná einhverju af þremur
efstu sætunum í 50% Íslandsmóta
en aðeins KR, Valur, ÍA og Fram
hafa náð betri árangri.
Stórleikur í Kaplakrika á laugardag
FH getur tryggt sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á 10 árum
Blaðamaður hitti Heimi
Guðjónsson þjálfara FH og
spurði hann hvernig leikurinn
legðist í hann.
Bara vel, við þurfum að
undir búa okkur vel í vikunni og
standa klárir á laugardaginn kl.
16. Það eru allir heilir nema
þeir sem hafa verið í lengri
meiðslum. Við munum halda
okkar striki og undirbúa liðið
eins og við höfum gert fyrir
undan farna leiki. Það getur
verið að vídeófundurinn verði
aðeins lengri en vanalega en
annars breyt um við ekkert út frá
van anum.
Má búast við öflugum sóknar-
leik?
Já, við þurfum að vera klókir.
Stjarnan er mjög gott lið, hefur
spilað mjög vel og þeir eru mjög
skipulagðir og hættulegir í
skyndi sóknum. Það þýðir ekki
að mæta og henda öllu fram í
leiknum. Við þurfum að vera
skynsamir. En það er alltaf
boðið upp á sóknarleik hjá FH
og menn hafa séð það í síðustu
leikjum.
Atli Guðnason var gríðarlega
öflugur í síðasta leik og skoraði
þrjú mörk á afmælisdaginn.
Megum við búast við einhverju
slíku á laugardaginn?
Hann var frábær í síðasta leik
og vonandi heldur hann því
áfram á laugardaginn.
Heimir kom til FH árið 2000
sem leikmaður og spilaði til
2005. Síðan var hann aðstoðar-
þjálfari hjá Ólafi Jóhannessyni
þar til hann tók við liðinu
haustið 2007.
Þegar ég horfi til baka finnst
mér liðið hafa þróast í rétta átt.
Við höfum á þessum árum náð
að halda okkur á toppnum.
Þróunin á liðinu hefur verið fín,
við höfum notað sama kerfi en
auðvitað hef ég breytt innan
kerf isins. Við höfum reynt að
betrumbæta það og það hefur
gengið ágætlega. Það hefur sýnt
sig í Evrópukeppnunum að við
erum að ná betri árangri þar en
fyrr.
Við höfum verið bæði að fá
leikmenn til liðsins en líka verið
að hleypa ungum og efnilegum
leikmönnum að. Það þarf að
vera ákveðin blanda og það er
bara í draumaveröld þar sem
hægt er að vera aðeins með
upp alda leikmenn í liðinu. Svo
er mismunandi hversu margir
góðir koma upp úr hverjum
árgangi. Ég held að við höfum
verið klókir að fá góða menn til
liðsins á sama tíma og við
höfum hleypt ungum efnilegum
leikmönnum að.
Hverju viltu spá um úrslitin?
Við ætlum okkur að vinna
þenn an leik. Ég hef ekki trú á að
þetta verði varfærnislegur
leikur. Bæði liðin hafa sýnt það í
sumar að þau hafa getu til að
bjóða upp á öflugan sóknarleik.
Við sáum það í síðustu umferð
að Stjarnan skoraði 4 mörk á
móti Fram og við skoruðum 4
mörk á móti Val.
Þú fagnaðir fyrsta Íslands-
meistaratitli FH í knattspyrnu
fyrir tíu árum síðan á Akureyri.
Þá varstu fyrirliði leiksins.
Heldur þú að tilfinningarnar
verði svipaðar á laugardaginn.
Já, já, það var allt öðruvísi að
vera leikmaður en þjálfari.
Þetta var fyrsti stóri titillinn sem
FH vann og það verður alltaf
ógleymanleg stund.
Ég vona bara að allir FHing
ar mæti í Kaplakrika á laugar
daginn og styðji liðið sit með
ráðum og dáð.
Fyrsta Íslandsmeistaratitlinum fagnað á Akureyri 2004.
Lj
ós
m
.:
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n/
G
ís
li
G
uð
na
so
n
Ætlum að vinna þennan leik!
Heimir Guðjónsson þjálfari bjartsýnn
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH frá 2007.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Prins Póló í Bæjarbíói
París norðursins hljómar þar og fleiri lög
Dr. Gunni hitar upp fyrir
tónleika Prins Póló í Bæjarbíói á
morgun föstudag og á laugardag.
Fyrri tónleikarnir eru á morgun
kl. 21 og seinni tónleikarnir á
laugardaginn kl. 14. Eru seinni
tónleikarnir sniðnir að þörfum
yngri tónlistarunnenda.
Prins Póló gaf í vor út breið-
skífuna Sorrí og mun leika lög af
henni auk laga úr kvikmyndinni
París norðursins sem nú er að
gera það gott í kvikmyndahúsum.
Einhver eldri lög munu svo fljóta
með.
Dr. Gunni mun leika nokkur
lög á undan Prinsinum. Á föstu-
dagskvöldið hefur Doktorinn
trommuheilann Dr. Rhythm sér
til halds og trausts en Dr. Gunni
gaf út talsvert af efni með hans
liðsstyrk á miðjum tíunda áratug
síðustu aldar. Þetta verður í fyrsta
skipti í 20 ár sem Gunni spilar
með upprunalega Doktornum. Á
laugardaginn má búast við barn-
vænna prógrammi og trommu-
heilanum gefið frí.
Lofar líflegum tónleikum
Prinsinn, Svavar Pétur segir í
samtali við Fjarðarpóstinn að
búast megi við líflegum tón-
leikum og gestir megi alvega rísa
úr sætum og jafnvel hreyfa
mjaðmirnar. Þeir munu svo vera
með enn líflegri dagskrá fyrir
krakkana á laugardag en
hljómsveitin hefur oft heimsótt
leikskóla við góðan orðstýr.
Búast þeir við góðri þátttöku
ungu tónleikagestanna.
Hljómsveitin rekur uppruna
sinn til 2009 en hefur nokkuð
breyst í gegnum tíðina.
Hinar vinsælu Prins Póló
derhúfur sem og spánnýjir og
sjóð heitir stuttermabolir verða
boðin til sölu á tónleikunum auk
áritaðra hljómplatna á sérstöku
tilboði. Miðasala er á midi.is
Svavar Pétur Eysteinsson