Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 2. október 2014 * Dagana 2. 3. og 4. október 2014. Gildir ekki um vörur á sérverðum. Dalshrauni 13, Hafnarfirði | Sími 544 4414 Málningardagar í Flügger litum Hafnarfirði Allar vörur á hálfvirði AFSLÁTTUR 50% fimmtudag, föstudag og laugardag* 08:00–18 :00 fimm tudag og föstudag 10:00–15 :00 lauga rdag Afgreiðs lutími á m álningar dögum Kleinur og kaffi á könnunni Krýsuvíkurvegurinn hefur verið þekktur fyrir þvottabretti og verið minnisvarði um rykuga malarvegi. Við aukna malartöku í Vatnsskarði var vegurinn endurbættur frá Hafnarfirði að skarðinu, hann jafnaður, breikk- aður og síðan malbikaður. Þetta var ekki endilega gleðiefni fyrir yngri kynslóðina, skáta á leið á Vormót eða í úti- legu eða krakka sem fóru í sumar dvöl í Krýsuvík. Þau höfðu glaðst yfir því að fá að svífa létt upp úr sætum aftast í rútun um, færu þær nægilega hratt. Vegurinn meðfram vatninu hefur hins vegar alltaf verið leið- inlegur og því var það fagnaðarefni þegar Vegagerðin hóf endurbætur á honum og hóf að leggja bundið slitlag á hann í áföngum. Var þetta gert í sérstöku átaksverkefni og nú er að sjá fyrir endan á því. Nú er verið að laga 2,1 km kafla á veginum og nýlega var lokið við 1,2 km kafla og sýna myndirnar þær framkvæmdir. Þegar 900 m kaflanum sem eftir er að klára í ár er lokið verður eftir aðeins 1.300 m kafli um Vatnsskarð. Ekki er komin áætlun um hvenær verður farið í hann. Það er heldur dýrari fram- kvæmd en þeir kaflar sem unnið hefur verið í síðustu ár en vonandi verður það sem fyrst enda bætir þetta aðgengi að bæjarlandi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Vetrarþjónusta er hins vegar í lágmarki, þriðjudaga og föstudaga en virka daga að Vatns s karði. Fyrra lagið lagt á veginn 17. september. sl. Bundið slitlag komið á stærstan hluta Krýsuvíkurvegar Óvíst hvenær kaflinn um Vatnsskarð verður endurbættur Lj ós m .: Ve ga ge rð in Lj ós m .: Ve ga ge rð in Fallegasti bekkurinn í miðbænum Gestir og starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar tóku í sumar þátt í „prjónagraffi“ og skreyttu handrið og fleira inni í bókasafninu. Ef stærsta verkið var eflaust skreyting á bekk utan við bókasafnið sem fékk á sig mun hlýlegri blæ en ella. Má því kalla hann fallegasta bekkinn í miðbænum og þó víðar væri leitað. Bekkurinn var glæsilegur í sólríku horninu við Bókasafnið.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.